Fara í efni

Fræðslunefnd - 163

Málsnúmer 2011031F

Vakta málsnúmer

Sveitarstjórn Sveitarfélagins Skagafjarðar - 405. fundur - 16.12.2020

Fundargerð 163. fundar fræðslunefndar frá 2. desember 2020 lögð fram til afgreiðslu á 405. fundi sveitarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér. Stefán Vagn Stefánsson kynnti fundargerð. Enginn kvaddi sér hljóðs.
  • Fræðslunefnd - 163 Fyrri umræða um fjárhagsáætlun árið 2021 fór fram í sveitarstjórn fimmtudaginn 26. nóvember s.l. Á fundinum var til umræðu bókun fræðslunefndar frá 18.11. vegna fjárhagsáætlunar fræðslumála þar sem gert er ráð fyrir að farið verði í ítarlega rekstrarskoðun stofnana fræðslumála á fyrstu þremur mánuðum næsta árs með það að markmiði að ná fram hagræðingu í rekstri fyrir skólaárið 2021-2022. Fræðslunefnd fór yfir áætlunina eins og hún liggur fyrir. Nefndin ítrekar að hún mun leggja vinnu í að skoða fjármál stofnana sbr. bókun síðasta fundar.
    Fræðslunefnd vísar áætluninni til byggðarráðs og síðari umræðu í sveitarstjórn.
    Bókun fundar Afgreiðsla 163. fundar fræðslunefndar staðfest á 405. fundi sveitarstjórnar 16. desember 2020 með níu atkvæðum.
  • Fræðslunefnd - 163 Fræðslunefnd leggur til við byggðarráð að samþykkt verði að fella niður gjöld í frístund í grunnskólum Skagafjarðar vegna barna sem voru heima á tímabilinu 3. nóvember til 18. nóvember s.l. vegna takmarkana af völdum Covid. Upphæðin nemur allt að 200.000 krónum í heildina. Bókun fundar Afgreiðsla 163. fundar fræðslunefndar staðfest á 405. fundi sveitarstjórnar 16. desember 2020 með níu atkvæðum.
  • Fræðslunefnd - 163 Á fundi sínum fyrr í dag gerði byggarráð eftirfarandi bókun: ,,Byggðarráð Sveitarfélagsins Skagafjarðar samþykkir að hefja almenningssamgöngur á Sauðárkróki, í tilraunaskyni til 26. mars 2021 og einungis innan þéttbýlisins. Skólabörnum er heimilt að nýta sér þessar ferðir og hafa þar forgang umfram fullorðna. Allar ferðir þessara almenningssamgangna á Sauðárkróki skulu vera gjaldfrjálsar á tímabilinu. Lögð skal áhersla á að öryggi þeirra sem nýta sér slíkar samgöngur verði sem best tryggðar, m.a. með reglum um hámarkshraða.
    Ferðir almenningssamgangna á Sauðárkróki skulu auglýstar í Sjónhorni. Að tilrauninni lokinni skal byggðarráð meta árangur hennar og hvort æskilegt sé, með tilliti til mismunandi þátta, s.s. kostnaðar, notkunar, stefnu um heilsueflingu og fleiri þátta sem eðlilegt er að miða við, að halda áfram með verkefnið."
    Með hliðsjón af bókun byggðarráðs samþykkir fræðslunefnd að fella niður áform um skólaakstur sbr. bókun nefndarinnar 16. október s.l.
    Bókun fundar Afgreiðsla 163. fundar fræðslunefndar staðfest á 405. fundi sveitarstjórnar 16. desember 2020 með níu atkvæðum.
  • Fræðslunefnd - 163 Lagðar fram starfsáætlanir grunnskóla fyrir skólaárið 2020-2021 til kynningar. Bókun fundar Afgreiðsla 163. fundar fræðslunefndar staðfest á 405. fundi sveitarstjórnar 16. desember 2020 með níu atkvæðum.