Fara í efni

Landbúnaðarnefnd Svf. Skagafjarðar

216. fundur 11. desember 2020 kl. 10:00 - 11:57 með fjarfundabúnaði
Nefndarmenn
  • Jóhannes H Ríkharðsson aðalm.
  • Jóel Þór Árnason aðalm.
  • Valdimar Óskar Sigmarsson aðalm.
  • Jón Sigurjónsson áheyrnarftr.
Starfsmenn
  • Arnór Gunnarsson starfsmaður landbúnaðarnefndar
  • Friðrik Margeir Friðriksson sviðsstjóri stjórnsýslu- og fjármálasviðs
Fundargerð ritaði: Margeir Friðriksson sviðsstjóri stjórnsýslu- og fjálmálasviðs
Dagskrá
Í upphafi fundar var samþykkt að taka mál 1910149 Fjárhagsáætlun 2020 - landbúnaðarmál á dagskrá með afbrigðum.

1.Fjallskilasamþykkt fyrir Skagafjarðarsýslu frá 2017

Málsnúmer 1912073Vakta málsnúmer

Lögð fram drög að endurskoðaðri fjallskilasamþykkt fyrir Skagafjarðarsýslu. Farið yfir samþykktina.
Landbúnaðarnefnd mun taka málið upp á öðrum fundi.

2.Fjárhagsáætlun 2021 á vegum landbúnaðarnefndar

Málsnúmer 2010100Vakta málsnúmer

Lögð fram fjárhagsáætlun ársins 2021 og er hún óbreytt frá fyrri umræðu. Framlög til fjallskilasjóða á árinu 2021 yfirfarin og úthlutuð. Úthlutað var samtals 5.990.000 kr.
Landbúnaðarnefnd samþykkir að fela Arnóri Gunnarssyni að senda upplýsingar til fjallskilastjórnanna.

3.Fjárhagsáætlun 2020 - landbúnaðarmál

Málsnúmer 1910149Vakta málsnúmer

Landbúnaðarnefnd samþykkir að úthluta einni milljón króna af styrkjalið deildar 13210 til viðhalds Skagaréttar og Árhólaréttar, 500.000 kr. í hvora rétt.

4.Land á Hofsósi

Málsnúmer 2011210Vakta málsnúmer

Lagður fram tölvupóstur dagsettur 26. nóvember 2021, frá Sveini Jóhanni Einarssyni varðandi tún (land nr. 8) sem hann er með á leigu frá sveitarfélaginu á Hofsósi.
Landbúnaðarnefnd þarf að fá staðfest lóðamörk milli Brautarholts, lands nr. 8 og Birkihlíðar á Hofsósi áður en hægt er að afgreiða erindið.

Fundi slitið - kl. 11:57.