Fara í efni

Veitunefnd Svf Skagafjarðar

72. fundur 04. desember 2020 kl. 10:15 - 12:00 að Borgarteigi 15, Sauðárkróki
Nefndarmenn
  • Eyrún Sævarsdóttir aðalm.
  • Högni Elfar Gylfason aðalm.
  • Úlfar Sveinsson áheyrnarftr.
  • Jóel Þór Árnason varam.
Starfsmenn
  • Steinn Leó Sveinsson sviðsstjóri veitu- og framkvæmdasviðs
  • Gunnar Björn Rögnvaldsson
  • Valur Valsson verkefnastjóri
Fundargerð ritaði: Steinn Leó Sveinsson sviðsstjóri veitu og framkvæmdasviðs
Dagskrá

1.Fjárhagsáætlun 2021 - Hitaveita 67

Málsnúmer 2012027Vakta málsnúmer

Farið var yfir drög að fjárhagsáætlun hitaveitu fyrir árið 2021.
Veitunefnd samþykkir áætlunina og vísar til byggðaráðs. Nefndin leggur til í ljósi rekstrarhalla að núverandi afslættir til stórnotenda verði endurskoðaðir.

2.Gjaldskrá hitaveita 2021

Málsnúmer 2011260Vakta málsnúmer

Lögð var fram tillaga um 2,5% hækkun á gjaldskrá hitaveitu fyrir árið 2021.
Veitunefnd samþykkir tillöguna og vísar til byggðarráðs. Lagt er til að gjaldskrá hitaveitunnar verði endurskoðuð á miðju ári 2021.

3.Fjárhagsáætlun 2021 - Vatnsveita 63

Málsnúmer 2012028Vakta málsnúmer

Farið var yfir drög að fjárhagsáætlun vatnsveitu fyrir árið 2021.
Veitunefnd samþykkir áætlunina og vísar til byggðaráðs.

4.Gjaldskrá vatnsveita 2021

Málsnúmer 2011261Vakta málsnúmer

Farið yfir forsendur gjaldskrár vatnsveitu 2021.
Vatnsgjald er reiknað af öllum fasteignum, sem eru gjaldskyldar, skal greiða vatnsgjald sem nemur 0,16% af álagningarstofni. Lágmarksgjald skal vera pr. rúmmetra kr. 44,94 og hámarksgjald pr. rúmmetra kr. 53,67.
Veitunefnd samþykkir að vatnsgjald verði óbreytt og vísar til byggðaráðs.
Árni Egilsson sat þennan lið.

5.Fjárhagsáætlun 2021 - Sjóveita 65

Málsnúmer 2012029Vakta málsnúmer

Farið var yfir drög að fjárhagsáætlun sjóveitu fyrir árið 2021.
Veitunefnd samþykkir áætlunina og vísar til byggðaráðs.

6.Gjaldskrá 2021 - Sjóveita 65

Málsnúmer 2012030Vakta málsnúmer

Lögð var fram tillaga um 2,5% hækkun á gjaldskrá sjóveitu fyrir árið 2021.
Veitunefnd samþykkir tillöguna og vísar til byggðarráðs.

7.Borun vinnsluholu VH-20, Reykjarhóll - kostnaðaráætlun

Málsnúmer 2012006Vakta málsnúmer

Lögð fram áætlun um kostnað við borun vinnsluholu við Reykjarhól.
Sviðsstjóri kynnti frumkostnaðaráætlun á borun 1000 m djúprar vinnsluholu og veitukerfi Varmahlíðarveitu.

Fundi slitið - kl. 12:00.