Fara í efni

Sveitarstjórn Sveitarfélagins Skagafjarðar

392. fundur 15. janúar 2020 kl. 16:15 - 16:55 að Sæmundargötu 7a
Nefndarmenn
  • Stefán Vagn Stefánsson aðalm.
  • Ingibjörg Huld Þórðardóttir aðalm.
  • Laufey Kristín Skúladóttir aðalm.
  • Gísli Sigurðsson aðalm.
  • Regína Valdimarsdóttir forseti
  • Bjarni Jónsson aðalm.
  • Álfhildur Leifsdóttir aðalm.
  • Ólafur Bjarni Haraldsson aðalm.
  • Jóhanna Ey Harðardóttir aðalm.
Starfsmenn
  • Sigfús Ingi Sigfússon sveitarstjóri
  • Helga Sigurrós Bergsdóttir ritari
  • Aðalsteinn Tryggvason
Fundargerð ritaði: Helga Sigurrós Bergsdóttir stjórnsýsluritari
Dagskrá
Í upphafi fundar lagði forseti til að taka fyrir með afbrigðum 164. fund umhverfis- og samgöngunefndar frá 19. desember sl. sem gleymst hafði að setja fyrir fundinn.
Samþykkt samhljóða.

1.Byggðarráð Skagafjarðar - 895

Málsnúmer 2001003FVakta málsnúmer

Fundargerð 895. fundar byggðarráðs frá 9. janúar 2020 lögð fram til afgreiðslu á 392. fundi sveitarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér. Stefán Vagn Stefánsson kynnti fundargerð. Enginn kvaddi sér hljóðs.
  • Byggðarráð Skagafjarðar - 895 Hrefna Gerður Björnsdóttir mannauðsstjóri sveitarfélagsins sat fundinn undir þessum dagskrárlið og kynnti að umsóknarfrestur er útrunninn og sex umsóknir hafi borist.
    Byggðarráð samþykkir að fela mannauðsstjóra og sveitarstjóra að fá ráðgjafa frá Capacent til að fara yfir umsóknir um starf sviðsstjóra veitu- og framkvæmdasviðs.
    Bókun fundar Afgreiðsla 895. fundar byggðarráðs staðfest á 392. fundi sveitarstjórnar 15. janúar 2020 með níu atkvæðum.
  • Byggðarráð Skagafjarðar - 895 Lögð fram svohljóðandi tillaga frá Ólafi Bjarna Haraldssyni (BL):
    "Byggðarráð samþykkir að fara í vettvangsferð í Hofsós til þess að skoða umfang mengunar í jarðvegi vegna bensínleka úr tönkum N1. Byggðarráð vill jafnframt óska eftir að fá að hitta íbúa sem þurft hafa að yfirgefa heimili sitt, og ræða við þau um stöðu mála."
    Byggðarráð samþykkir að óska eftir fundi með heilbrigðisfulltrúa og formanni heilbrigðisnefndar. Í kjölfar þess fundar verði farið í vettvangsferð og í framhaldi óskað eftir fundi með forsvarsmönnum Olíudreifingar ehf. og N1 ehf.
    Bókun fundar Afgreiðsla 895. fundar byggðarráðs staðfest á 392. fundi sveitarstjórnar 15. janúar 2020 með níu atkvæðum.
  • Byggðarráð Skagafjarðar - 895 Lögð fram svohljóðandi tillaga frá Ólafi Bjarna Haraldssyni (BL):
    "Byggðarráð óskar eftir að fá fund með forsvarsmönnum N1 til að ræða stöðu mála vegna leka á tanki í Hofsós. Jafnframt óskar byggðarráð eftir fundi með heilbrigðisfulltrúa svæðisins til að ræða sama mál."
    Byggðarráð samþykkir að óska eftir fundi með heilbrigðisfulltrúa og formanni heilbrigðisnefndar. Í kjölfar þess fundar verði farið í vettvangsferð og í framhaldi óskað eftir fundi með forsvarsmönnum Olíudreifingar ehf. og N1 ehf.
    Bókun fundar Afgreiðsla 895. fundar byggðarráðs staðfest á 392. fundi sveitarstjórnar 15. janúar 2020 með níu atkvæðum.
  • 1.4 2001060 Fyrirspurn
    Byggðarráð Skagafjarðar - 895 Ólafur Bjarni Haraldsson (BL) leggur fram svohljóðandi fyrirspurn:
    "Hvaða úrræði hefur sveitarfélagið fyrir fólk sem skyndilega missir heimilið sitt eða þarf að yfirgefa heimilið sitt án nokkurs fyrirvara?"
    Svar byggðarráðs er eftirfarandi:
    Sveitarfélaginu ber skylda til þess að veita fjölskyldum og einstaklingum, sem ekki eru færir um það sjálfir, úrlausn í húsnæðismálum til að leysa úr bráðum vanda á meðan unnið er að varanlegri lausn samkvæmt lögum um félagsþjónustu sveitarfélaga nr. 49/1991.
    Bókun fundar Afgreiðsla 895. fundar byggðarráðs staðfest á 392. fundi sveitarstjórnar 15. janúar 2020 með níu atkvæðum.
  • Byggðarráð Skagafjarðar - 895 Sjá trúnaðarbók. Bókun fundar Afgreiðsla 895. fundar byggðarráðs staðfest á 392. fundi sveitarstjórnar 15. janúar 2020 með níu atkvæðum.
  • Byggðarráð Skagafjarðar - 895 Lagður fram tölvupóstur dagsettur 9. desember 2019 frá nefndasviði Alþingis. Umhverfis- og samgöngunefnd Alþingis sendir til umsagnar tillögu til þingsályktunar um fimm ára samgönguáætlun fyrir árin 2020-2024, 434. mál og tillögu til þingsályktunar um samgönguáætlun fyrir árin 2020-2034, 435. mál.
    Byggðarráð samþykkir að fela sveitarstjóra að senda inn fyrirliggjandi umsögn.
    Bókun fundar Afgreiðsla 895. fundar byggðarráðs staðfest á 392. fundi sveitarstjórnar 15. janúar 2020 með níu atkvæðum.
  • Byggðarráð Skagafjarðar - 895 Lagður fram tölvupóstur dagsettur 18. desember 2019 þar sem umhverfis- og auðlindaráðuneytið kynnir til samráðs mál nr. 317/2019, "Drög að frumvarpi um Hálendisþjóðgarð". Umsagnarfrestur er til og með 15.01.2020.
    Byggðarráð samþykkir að fela sveitarstjóra að senda inn umsögn í samráði við önnur sveitarfélög á Norðurlandi vestra sem eiga hagsmuni að gæta.
    Bókun fundar Afgreiðsla 895. fundar byggðarráðs staðfest á 392. fundi sveitarstjórnar 15. janúar 2020 með níu atkvæðum.
  • Byggðarráð Skagafjarðar - 895 Lagður fram tölvupóstur dagsettur 18. desember 2019 þar sem umhverfis- og auðlindaráðuneytið kynnir til samráðs mál nr. 318/2019, "Drög að frumvarpi til laga um Þjóðgarðastofnun og þjóðgarða". Umsagnarfrestur er til og með 15.01.2020. Bókun fundar Afgreiðsla 895. fundar byggðarráðs staðfest á 392. fundi sveitarstjórnar 15. janúar 2020 með níu atkvæðum.
  • Byggðarráð Skagafjarðar - 895 Lagður fram tölvupóstur dagsettur 16. desember 2019 þar sem atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið kynnir til samráðs mál nr. 309/2019, "Skýrsla um jarðstrengi í flutningskerfi raforku". Umsagnarfrestur er til og með 13.01.2020. Bókun fundar Afgreiðsla 895. fundar byggðarráðs staðfest á 392. fundi sveitarstjórnar 15. janúar 2020 með níu atkvæðum.
  • Byggðarráð Skagafjarðar - 895 Lagður fram tölvupóstur dagsettur 18. desember 2019 þar sem umhverfis- og auðlindaráðuneytið kynnir til samráðs mál nr. 310/2019, "Landsáætlun í skógrækt - drög að lýsingu". Umsagnarfrestur er til og með 31.01.2020. Bókun fundar Afgreiðsla 895. fundar byggðarráðs staðfest á 392. fundi sveitarstjórnar 15. janúar 2020 með níu atkvæðum.
  • Byggðarráð Skagafjarðar - 895 Lagður fram tölvupóstur dagsettur 20. desember 2019 þar sem umhverfis- og auðlindaráðuneytið kynnir til samráðs mál nr. 324/2019, "Drög að frumvarpi til laga um breytingu á lögum nr. 7/1998 um hollustuhætti og mengunarvarnir (EES-reglur, hringrásarhagkerfi, plastvörur)". Umsagnarfrestur er til og með 16.01.2020. Bókun fundar Afgreiðsla 895. fundar byggðarráðs staðfest á 392. fundi sveitarstjórnar 15. janúar 2020 með níu atkvæðum.
  • Byggðarráð Skagafjarðar - 895 Lagður fram tölvupóstur dagsettur 20. desember 2019 þar sem félagsmálaráðuneytið kynnir til samráðs mál nr. 320/2019, "Drög að leiðbeiningum fyrir sveitarfélög um akstursþjónustu skv. 29. gr. laga nr 40/1991". Umsagnarfrestur er til og með 22.01.2020. Bókun fundar Afgreiðsla 895. fundar byggðarráðs staðfest á 392. fundi sveitarstjórnar 15. janúar 2020 með níu atkvæðum.
  • Byggðarráð Skagafjarðar - 895 Lagður fram tölvupóstur dagsettur 20. desember 2019 þar sem umhverfis- og auðlindaráðuneytið kynnir til samráðs mál nr. 329/2019, "Frumvarp - breyting á lögum um meðhöndlun úrgangs (EES-innleiðing)". Umsagnarfrestur er til og með 16.01.2020.
    Bókun fundar Afgreiðsla 895. fundar byggðarráðs staðfest á 392. fundi sveitarstjórnar 15. janúar 2020 með níu atkvæðum.
  • Byggðarráð Skagafjarðar - 895 Lagður fram tölvupóstur dagsettur 27. desember 2019 þar sem dómsmálaráðuneytið kynnir til samráðs mál nr. 326/2019, "Rannsóknarnefnd almannavarna". Umsagnarfrestur er til og með 10.01.2020. Bókun fundar Afgreiðsla 895. fundar byggðarráðs staðfest á 392. fundi sveitarstjórnar 15. janúar 2020 með níu atkvæðum.
  • Byggðarráð Skagafjarðar - 895 Lagður fram til kynningar ársreikningur Náttúrustofu Norðurlands vestra fyrir árið 2018. Bókun fundar Afgreiðsla 895. fundar byggðarráðs staðfest á 392. fundi sveitarstjórnar 15. janúar 2020 með níu atkvæðum.

2.Byggðarráð Skagafjarðar - 894

Málsnúmer 1912012FVakta málsnúmer

Fundargerð 894. fundar byggðarráðs frá 18. desember 2019 lögð fram til afgreiðslu á 392. fundi sveitarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér. Stefán Vagn Stefánsson kynnti fundargerð. Enginn kvaddi sér hljóðs.
  • Byggðarráð Skagafjarðar - 894 Jóhanna Ey Harðardóttir sat fundinn undir þessum dagskrárlið sem varamaður Ólafs Bjarna Haraldssonar sem tók ekki þátt í afgreiðslu málsins.
    Byggðarráð Sveitarfélagsins Skagafjarðar vill koma á framfæri miklum þökkum til þeirra fjölmörgu viðbragðsaðila og annarra sem stóðu vaktina er gjörningaveður gekk yfir Skagafjörð og víðar í liðinni viku.
    Það er ómetanlegt fyrir sveitarfélag að eiga að sjálfboðaliðasveitir eins og björgunarsveitirnar sem á hvaða tímum og aðstæðum sem er, eru tilbúnar að fara til aðstoðar og leggja jafnvel líf og heilsu að veði.
    Byggðarráð vill einnig þakka íbúum sveitarfélagsins fyrir að virða viðvaranir sem gefnar voru út og gera viðeigandi ráðstafanir sem gerðu alla vinnu viðbragðsaðila einfaldari í þessum erfiðu aðstæðum.
    Í ljósi þessa samþykkir byggðarráð að styrkja björgunarsveitirnar þrjár í Skagafirði um samtals 3.500.000 kr. sem skiptist þannig að hver sveit fær 1.000.000 kr. í sinn hlut og að auki fær Skagfirðingasveit 500.000 kr. vegna umfangs stjórnstöðvar.
    Bókun fundar Afgreiðsla 894. fundar byggðarráðs staðfest á 392. fundi sveitarstjórnar 15. janúar 2020 með átta atkvæðum. Ólafur Bjarni Haraldsson óskar bókað að hann taki ekki þátt í afgreiðslu málsins.
  • Byggðarráð Skagafjarðar - 894 Byggðarráð vill koma á framfæri þökkum til starfsmanna RARIK í Skagafirði fyrir ósérhlífni í þeirra störfum undanfarna daga þar sem þeir unnu fáliðaðir í mjög erfiðum aðstæðum. Það er ljóst að fjölga þarf í starfsliði RARIK á Sauðárkróki, en Skagafjörður er stærsta viðskiptasvæði fyrirtækisins á landinu.
    Í samningi um sölu Rafveitu Sauðárkróks til RARIK voru gefin fyrirheit um fjölgun starfa og frekari innviðabyggingu sem ekki hefur gengið eftir hingað til. Þvert á móti hefur starfsfólki fækkað.
    Byggðarráð samþykkir að fela sveitarstjóra að óska eftir fundi með stjórn RARIK sem allra fyrst.
    Bókun fundar Afgreiðsla 894. fundar byggðarráðs staðfest á 392. fundi sveitarstjórnar 15. janúar 2020 með níu atkvæðum.
  • Byggðarráð Skagafjarðar - 894 Lagt fram bréf frá Skíðadeild UMF Tindastóls, dagsett 3. desember 2019. Sigurður Bjarni Rafnsson, formaður deildarinnar óskar eftir því að deildin losni undan gildandi samningi við sveitarfélagið frá 20. desember 2017. Skíðadeild Tindastóls treystir sér ekki lengur til að reka skíðasvæðið áfram á þeim forsendum sem kveður á í samningnum.
    Byggðarráð samþykkir að fela sveitarstjóra að eiga viðræður við forsvarsmenn skíðadeildarinnar um erindið.
    Bókun fundar Afgreiðsla 894. fundar byggðarráðs staðfest á 392. fundi sveitarstjórnar 15. janúar 2020 með níu atkvæðum.
  • Byggðarráð Skagafjarðar - 894 Lagður fram tölvupóstur dagsettur 9. desember 2019 frá Kristjáni Bjarna Halldórssyni formanni Golfklúbbs Skagafjarðar, þar sem hann óskar eftir að koma á fund byggðarráðs til að ræða samninga milli klúbbsins og Sveitarfélagsins Skagafjarðar.
    Byggðarráð samþykkir að fela sveitarstjóra að bjóða formanni Golfklúbbs Sauðárkróks á fund byggðarráðsins.
    Bókun fundar Afgreiðsla 894. fundar byggðarráðs staðfest á 392. fundi sveitarstjórnar 15. janúar 2020 með níu atkvæðum.
  • Byggðarráð Skagafjarðar - 894 Lagður fram tölvupóstur dagsettur 9. desember 2019 frá nefndasviði Alþingis. Umhverfis- og samgöngunefnd Alþingis sendir til umsagnar tillögu til þingsályktunar um fimm ára samgönguáætlun fyrir árin 2020-2024, 434. mál og tillögu til þingsályktunar um samgönguáætlun fyrir árin 2020-2034, 435. mál.
    Byggðarráð samþykkir að fela sveitarstjóra að undirbúa umsögn sveitarfélagsins.
    Bókun fundar Afgreiðsla 894. fundar byggðarráðs staðfest á 392. fundi sveitarstjórnar 15. janúar 2020 með níu atkvæðum.
  • Byggðarráð Skagafjarðar - 894 Lagður fram tölvupóstur dagsettur 9. desember 2019 frá nefndasviði Alþingis. Umhverfis- og samgöngunefnd Alþingis sendir til umsagnar frumvarp til laga um breytingu á lögum um hollustuhætti og mengunarvarnir, nr. 7/1998, með síðari breytingum (viðaukar). 436. mál.
    Byggðarráð samþykkir að ítreka fyrri umsögn.
    Bókun fundar Afgreiðsla 894. fundar byggðarráðs staðfest á 392. fundi sveitarstjórnar 15. janúar 2020 með níu atkvæðum.
  • Byggðarráð Skagafjarðar - 894 Lagður fram tölvupóstur dagsettur 9. desember 2019 þar sem umhverfis- og auðlindaráðuneytið kynnir til samráðs mál nr. 303/2019, "Frumvarp til laga um breytingu á lögum nr. 48/2011 um verndar og orkunýtingaráætlun.". Umsagnarfrestur er til og með 02.01.2020. Bókun fundar Afgreiðsla 894. fundar byggðarráðs staðfest á 392. fundi sveitarstjórnar 15. janúar 2020 með níu atkvæðum.
  • Byggðarráð Skagafjarðar - 894 Lagður fram tölvupóstur dagsettur 9. desember 2019 þar sem samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytið kynnir til samráðs mál nr. 304/2019, "Drög að frumvarpi til nýrra laga um fjarskipti". Umsagnarfrestur er til og með 06.01.2020. Bókun fundar Afgreiðsla 894. fundar byggðarráðs staðfest á 392. fundi sveitarstjórnar 15. janúar 2020 með níu atkvæðum.
  • Byggðarráð Skagafjarðar - 894 Lagður fram tölvupóstur dagsettur 12. desember 2019 þar sem dómsmálaráðuneytið kynnir til samráðs mál nr. 306/2019, "Ný þýðing á samningi SÞ um réttindi fatlaðs fólks". Umsagnarfrestur er til og með 13.01.2020. Bókun fundar Afgreiðsla 894. fundar byggðarráðs staðfest á 392. fundi sveitarstjórnar 15. janúar 2020 með níu atkvæðum.

3.Atvinnu-, menningar- og kynningarnefnd - 72

Málsnúmer 1912017FVakta málsnúmer

Fundargerð 72. fundar atvinnu- menningar- og kynningarnefndar frá 30. desember 2019 lögð fram til afgreiðslu á 392. fundi sveitarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér. Gísli Sigurðsson kynnti fundargerð. Enginn kvaddi sér hljóðs.
  • Atvinnu-, menningar- og kynningarnefnd - 72 Tekin fyrir beiðni frá Berglindi Þorsteinsdóttur, safnstjóra Byggðasafns Skagfirðinga, um mótun framtíðarsýnar vegna sýningarhalds Byggðasafns Skagfirðinga, dagsett 21.10.2019.
    Berglind Þorsteinsdóttir safnstjóri Byggðasafns Skagfirðinga sat fundinn undir þessum lið.

    Atvinnu-, menningar- og kynningarnefnd samþykkir að stofna starfshóp um mótun framtíðarsýnar sýningarhalds á Sauðárkróki á vegum Byggðasafns Skagfirðinga. Starfshópinn skipa Sigríður Magnúsdóttir, Berglind Þorsteinsdóttir, Sigfús Ólafur Guðmundsson og Heba Guðmundsdóttir. Drög að safnstefnu Byggðasafns Skagfirðinga 2019-2023 kynnt og verða tekin fyrir á næsta fundi nefndarinnar.

    Berglind vék af fundi 14:01
    Bókun fundar Gísli Sigurðsson leggur til að vísa afgreiðslu málsins aftur til afgreiðslu atvinnu- menningar- og kynningarnefndar. Samþykkt samhljóða.
    Afgreiðsla 72. fundar atvinnu- menningar- og kynningarnefndar staðfest á 392. fundi sveitarstjórnar 15. janúar 2020 með níu atkvæðum.
  • Atvinnu-, menningar- og kynningarnefnd - 72 Tekin fyrir styrkbeiðni vegna jólaballs frá Kvenfélagi Lýtingsstaðahrepps dagsett 06.12.2019.
    Atvinnu-, menningar-, og kynningarnefnd samþykkir að styrkja Kvenfélag Lýtingsstaðahrepps um fjárhæð 50.000 kr. Tekið af málaflokki 05713.
    Bókun fundar Afgreiðsla 72. fundar atvinnu- menningar- og kynningarnefndar staðfest á 392. fundi sveitarstjórnar 15. janúar 2020 með níu atkvæðum.
  • Atvinnu-, menningar- og kynningarnefnd - 72 Tekin fyrir styrkbeiðni vegna jólaballs frá Jólatrésnefnd Fljóta 2019 dagsett 26.11.2019.
    Atvinnu-, menningar-, og kynningarnefnd samþykkir að styrkja Jólatrésnefndina um 50.000 kr. Tekið af málaflokki 05713.
    Bókun fundar Afgreiðsla 72. fundar atvinnu- menningar- og kynningarnefndar staðfest á 392. fundi sveitarstjórnar 15. janúar 2020 með níu atkvæðum.
  • Atvinnu-, menningar- og kynningarnefnd - 72 Tekin fyrir styrkbeiðni vegna jólaballs frá íbúasamtökunum Byggjum upp Hofsós og nágrenni dagsett 20.12.2019.
    Atvinnu-, menningar-, og kynningarnefnd samþykkir að styrkja íbúasamtökin um 50.000 kr. Tekið af málaflokki 05713.
    Bókun fundar Afgreiðsla 72. fundar atvinnu- menningar- og kynningarnefndar staðfest á 392. fundi sveitarstjórnar 15. janúar 2020 með níu atkvæðum.
  • Atvinnu-, menningar- og kynningarnefnd - 72 Tekin fyrir styrkbeiðni vegna jólaballs frá Kvenfélagi Rípurhrepps dagsett 04.12.2019.
    Atvinnu-, menningar-, og kynningarnefnd samþykkir að styrkja Kvenfélag Rípurhrepps um 50.000 kr. Tekið af málaflokki 05713.
    Bókun fundar Afgreiðsla 72. fundar atvinnu- menningar- og kynningarnefndar staðfest á 392. fundi sveitarstjórnar 15. janúar 2020 með níu atkvæðum.
  • Atvinnu-, menningar- og kynningarnefnd - 72 Tekin fyrir styrkbeiðni vegna jólaballs frá Kvenfélagi Staðarhrepps dagsett 12.12.2019.
    Atvinnu-, menningar-, og kynningarnefnd samþykkir að styrkja Kvenfélag Staðarhrepps um 50.000 kr. Tekið af málaflokki 05713.
    Bókun fundar Afgreiðsla 72. fundar atvinnu- menningar- og kynningarnefndar staðfest á 392. fundi sveitarstjórnar 16. janúar 2020 með níu atkvæðum.
  • Atvinnu-, menningar- og kynningarnefnd - 72 Tekin fyrir styrkbeiðni frá Kvenfélaginu Framtíðin í Fljótum vegna 80 ára afmælishátíðar sem haldin var 1. desember sl.
    Atvinnu-, menningar- og kynningarnefnd óskar kvenfélaginu til hamingju með afmælið og samþykkir að veita styrk að fjárhæð 80.000 kr vegna hátíðarhaldanna. Tekið af málaflokki 05890.
    Bókun fundar Afgreiðsla 72. fundar atvinnu- menningar- og kynningarnefndar staðfest á 392. fundi sveitarstjórnar 15. janúar 2020 með níu atkvæðum.
  • Atvinnu-, menningar- og kynningarnefnd - 72 Tekin fyrir styrkbeiðni vegna jólaballs frá Lionsklúbbnum Björk og Lionsklúbbs Sauðárkróks dagsett 23.12.2019.
    Atvinnu-, menningar-, og kynningarnefnd samþykkir að styrkja skemmtunina um 50.000 kr. Tekið af málaflokki 05713.
    Bókun fundar Afgreiðsla 72. fundar atvinnu- menningar- og kynningarnefndar staðfest á 392. fundi sveitarstjórnar 15. janúar 2020 með níu atkvæðum.

4.Félags- og tómstundanefnd - 273

Málsnúmer 1912010FVakta málsnúmer

Fundargerð 273 fundar félags- og tómstundanefndar frá 17. desember 2019 lögð fram til afgreiðslu á 392. fundi sveitarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér. Gísli Sigurðsson kynnti fundargerð. Enginn kvaddi sér hljóðs.
  • Félags- og tómstundanefnd - 273 Tekin fyrir umsögn skólaráðs Árskóla. Ráðið fellst ekki á framlagðar tillögur félags- og tómstundanefndar um staðsetningu hjólabrettaaðstöðu sunnan íþróttahúss meðan lóð Árskóla hefur ekki verið skipulögð. Ráðið skorar jafnframt á sveitarfélagið að flýta hönnun og skipulagi skólalóðar Árskóla þannig að finna megi hjólabrettaaðstöðu varanlegan stað. Tekið skal fram að á áætlun 2020 er gert ráð fyrir 3 milljónum króna til skipulags lóðarinnar við Árskóla. Félags- og tómstundanefnd leggst ekki gegn því að hjólabrettaaðstöðunni verði fundinn annar staður verði það til að flýta framkvæmdinni. Málinu vísað til byggðaráðs. Bókun fundar Afgreiðsla 273. fundar félags- og tómstundanefndar staðfest á 392. fundi sveitarstjórnar 15. janúar 2020 með níu atkvæðum.
  • Félags- og tómstundanefnd - 273 Íþróttafélagið Molduxar óska eftir gjaldfrjálsum aðgangi að íþróttahúsinu á Sauðárkróki vegna jólamóts félagsins þann 26. desember n.k. Félags- og tómstundanefnd samþykkir að fella niður gjald fyrir afnot af húsinu þennan dag líkt og gert hefur verið undanfarin ár. Nefndin fagnar þessum árlega viðburði Molduxa sem dregur að sér fjölda fólks, bæði iðkendur í körfubolta og gesti á öllum aldri. Erindið er samþykkt. Guðný Axelsdóttir formaður nefndarinnar sat hjá við afgreiðslu á þessum lið. Bókun fundar Afgreiðsla 273. fundar félags- og tómstundanefndar staðfest á 392. fundi sveitarstjórnar 9. janúar 2020 með níu atkvæðum.
  • Félags- og tómstundanefnd - 273 Eitt mál tekið fyrir, synjað, fært í trúnaðarbók. Bókun fundar Afgreiðsla 273. fundar félags- og tómstundanefndar staðfest á 392. fundi sveitarstjórnar 15. janúar 2020 með níu atkvæðum.

5.Fræðslunefnd - 151

Málsnúmer 1912009FVakta málsnúmer

Fundargerð 151. fundar fræðslunefndar frá 16. desember 2019 lögð fram til afgreiðslu á 392. fundi sveitarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér. Laufey Kristín Skúladóttir kynnti fundargerð. Álfhildur Leifsdóttir og Laufey Kristín Skúladóttir kvöddu sér hljóðs.
  • Fræðslunefnd - 151 Lagðar fram til kynningar starfsáætlanir fyrir leikskóla árið 2019-2020. Bókun fundar Afgreiðsla 151. fundar fræðslunefndar staðfest á 392. fundi sveitarstjórnar 15. janúar 2020 með níu atkvæðum.
  • Fræðslunefnd - 151 Lagðar fram til kynningar sjálfsmatsskýrslur leikskóla 2018-2019. Fræðslustjóri og kennsluráðgjafi fóru yfir skýrslurnar og kynntu helstu niðurstöður. Fræðslunefnd fagnar því að innra mat leikskóla er komið í þann farveg sem raun ber vitni. Á síðustu misserum hefur verið unnið að því að formfesta innra matið með þessum hætti líkt og gert er í grunnskólum. Ástæða er til að færa leikskólastjórum og fræðsluþjónustu þakkir fyrir fagleg vinnubrögð hvað þetta varðar. Bókun fundar Afgreiðsla 151. fundar fræðslunefndar staðfest á 392. fundi sveitarstjórnar 15. janúar 2020 með níu atkvæðum.
  • Fræðslunefnd - 151 Þann 22. ágúst s.l. samþykkti fræðslunefnd að skipa starfshóp undir forystu fræðslustjóra til að skoða og meta starfsumhverfi leikskóla. Markmiðið var að skoða hvort og hvernig mætti bæta starfsaðstæður og minnka álag á börn og starfsfólk leikskólanna. Skýrsla, með tillögum til úrbóta, liggur nú fyrir og er lögð fram til kynningar. Fram kom að í fjárhagsáætlun fyrir árið 2020 var fræðsluþjónustunni lagðar sérstaklega til 8 milljónir króna til að koma til móts við tillögur starfshópsins. Fræðslunefnd þakkar starfshópnum fyrir þeirra greiningu og vinnu og telur skýrsluna mikilvægt innlegg í að skapa málefnum leikskóla betra starfsumhverfi til framtíðar litið. Nefndin felur fræðslustjóra að vinna áfram með starfshópnum að útfærslu tillagna og leggja aftur fyrir nefndina. Nefndin ítrekar einnig mikilvægi þess að innra skipulag sé stöðugt í skoðun með tilliti til breytinga á starfsháttum sem auðveldað gætu vinnulag innan skólanna.

    Auður Björk Birgisdóttir, fulltrúi VG og óháðra óskar eftirfarandi bókað:
    VG og óháðir þakka starfsfólki Sveitarfélagsins og starfshóp vinnu þeirra vegna undirbúnings að styttingu vinnuviku leikskólanna, en um er að ræða eitt af áherslumálum VG og óháðra eins og ítarlega er farið yfir í grein sem birt var á feykir.is, þann 17. maí 2018 og ber heitið Stytting vinnuvikunnar hjá sveitarfélaginu Skagafirði, rituð af Álfhildi Leifsdóttur.
    Bókun fundar Álfhildur Leifsdóttir kvaddi sér hljóðs og ítreka bókun sína frá fundi fræðslunefndar.
    VG og óháðir þakka starfsfólki Sveitarfélagsins og starfshóp vinnu þeirra vegna undirbúnings að styttingu vinnuviku leikskólanna, en um er að ræða eitt af áherslumálum VG og óháðra eins og ítarlega er farið yfir í grein sem birt var á feykir.is, þann 17. maí 2018 og ber heitið Stytting vinnuvikunnar hjá sveitarfélaginu Skagafirði, rituð af Álfhildi Leifsdóttur.
    Álfhildur Leifsdóttir VG og óháð
    Bjarni Jónsson VG og óháð

    Laufey Kristín Skúladóttir tók til máls.
    Fulltrúar meirihlutans í sveitarstjórn Sveitarfélagsins Skagafjarðar óska bókað:
    Meirihluti sveitarstjórnar Sveitarfélagsins Skagafjarðar fagnar góðri vinnu starfshóps sem fræðslunefnd skipaði sl. sumar til að skoða og meta starfsumhverfi leikskóla og þakkar fyrir góða vinnu hópsins.
    Meirihlutinn leggur áherslu á að komið verði til móts við tillögur starfshópsins, m.a. hvað varðar tilraunverkefni um styttingu vinnuviku leikskólanna, og að þeir fjármunir sem veitt var í fjárhagsáætlun ársins 2020 til að koma til móts við tillögur starfshópsins verði nýttir í því skyni.

    Afgreiðsla 151. fundar fræðslunefndar staðfest á 392. fundi sveitarstjórnar 15. janúar 2020 með níu atkvæðum.
  • Fræðslunefnd - 151 Lagðar fram til kynningar starfsáætlanir fyrir grunnskóla árið 2019-2020. Bókun fundar Afgreiðsla 151. fundar fræðslunefndar staðfest á 392. fundi sveitarstjórnar 15. janúar 2020 með níu atkvæðum.
  • Fræðslunefnd - 151 Lagðar fram til kynningar sjálfsmatsskýrslur grunnskóla 2018-2019. Fræðslustjóri og kennsluráðgjafi fóru yfir skýrslurnar og kynntu helstu niðurstöður. Sjálfsmatið er faglega unnið og gefur til kynna hvar vel gengur í skólastarfi og hvar úrbóta er þörf. Mikilvægt er að unnið sé skipulega úr niðurstöðum þess og áætlunum um umbætur markvisst hrint í framkvæmd. Bókun fundar Afgreiðsla 151. fundar fræðslunefndar staðfest á 392. fundi sveitarstjórnar 15. janúar 2020 með níu atkvæðum.
  • Fræðslunefnd - 151 Lagt fram erindi frá Ólínu Björk Hjartardóttur vegna sumaropnunar Árvistar. Fræðslunefnd þakkar Ólínu Björk erindið og felur fræðslustjóra að kanna möguleika á því að brúa bilið á milli opnunartíma Árvistar og upphafs SumarTím. Fræðslunefnd telur á hinn bóginn ekki unnt að koma til móts við óskir um gæslu í hádegistímum. Bókun fundar Afgreiðsla 151. fundar fræðslunefndar staðfest á 392. fundi sveitarstjórnar 15. janúar 2020 með níu atkvæðum.
  • Fræðslunefnd - 151 Lögð fram áskorun frá skólaráði Árskóla um að fræðslunefnd Sveitarfélagsins Skagafjarðar beiti sér fyrir því að flýta eins og kostur er hönnun og skipulagi endanlegrar skólalóðar Árskóla, þar sem gert verði ráð fyrir þeim leiktækjum sem skólinn á nú þegar og eru í geymslu á vegum sveitarfélagsins. Þá skorar skólaráð einnig á fræðslunefnd að beita sér fyrir því að haldið verði áfram við endurnýjun á A-álmu skólans. Fræðslunefnd telur mikilvægt að allir skólar í Skagafirði séu vel búnir og mun hér eftir sem hingað til beita sér fyrir uppbyggingu þeirra. Tekið skal fram að á áætlun ársins 2020 er gert ráð fyrir 3 milljónum króna til skipulags lóðarinnar við Árskóla. Að öðru leyti vísar nefndin erindinu til byggðarráðs. Fræðslunefnd samþykkir einnig að kynna erindið í félags- og tómstundanefnd þar sem óskað hefur verið eftir afstöðu skólaráðs til hjólabrettagarðs við skólann. Bókun fundar Afgreiðsla 151. fundar fræðslunefndar staðfest á 392. fundi sveitarstjórnar 15. janúar 2020 með níu atkvæðum.
  • Fræðslunefnd - 151 Niðurstöður Pisa rannsóknar fyrir árið 2018 lagðar fram til kynningar ásamt minnisblaði með samantekt niðurstaðna sem kennsluráðgjafi vann fyrir sveitarfélagið. Fræðslustjóri og kennsluráðgjafi fóru yfir helstu niðurstöður og ræddu umbætur og viðbrögð við skýrslunni. Pisa könnunin er einn af fáum mælikvörðum sem eru samanburðarhæfir á milli skólasvæða á Íslandi og annarra ríkja OECD. Það er einkar mikilvægt fyrir yfirvöld menntamála í landinu að vitað sé hvernig íslenskt menntakerfi stendur í slíkum samanburði. Fræðslunefnd felur skólastjórum að rýna vel niðurstöður og bregðast við þeim með viðeigandi hætti. Bókun fundar Afgreiðsla 151. fundar fræðslunefndar staðfest á 392. fundi sveitarstjórnar 15. janúar 2020 með níu atkvæðum.
  • 5.9 1906241 Samræmd próf
    Fræðslunefnd - 151 Niðurstöður úr samræmdum könnunarprófum í 4. og 7. bekk sem fram fóru í september s.l. Fræðslustjóri og kennsluráðgjafi fóru yfir helstu niðurstöður þeirra. Fræðslunefnd fagnar góðum niðurstöðum en felur skólastjórum jafnframt að bregðast við þar sem betur má fara. Bókun fundar Afgreiðsla 151. fundar fræðslunefndar staðfest á 392. fundi sveitarstjórnar 15. janúar 2020 með níu atkvæðum.

6.Skipulags- og byggingarnefnd - 364

Málsnúmer 2001002FVakta málsnúmer

Fundargerð 364. fundar skipulags- og byggingarnefndar frá 13. janúar 2020 lögð fram til afgreiðslu á 392. fundi sveitarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér. Regína Valdimarsdóttir, með leyfi varaforseta, kynnti fundargerð. Enginn kvaddi sér hljóðs.
  • Skipulags- og byggingarnefnd - 364 Aðalskipulag Sveitarfélagsins Skagafjarðar 2020-2035
    Viðbrögð við umsögnum um skipulags- og matslýsingu
    Skipulags- og matslýsing var kynnt í samræmi við 1. mgr. 30. gr. skipulagslaga og 6. gr. laga um umhverfismat áætlana. Kynningartími var frá 13. nóvember 2019 til 23. desember 2019 og alls bárust 16 umsagnir. Skipulagsnefnd þakkar fyrir innsendar umsagnir og mun vinna með þær í áframhaldandi skipulagsvinnu í samræmi við eftirfarandi viðbrögð.
    1. UMSÖGN SKAGABYGGÐAR
    Sveitarfélagamörk
    Skagabyggð telur ótækt að sveitarfélagið Skagafjörður endurskoði aðalskipulag sitt og samþykki það, án þess að ganga frá sveitarfélagamörkum við Skagabyggð. Hér er vísað til máls sem lengi er búið að veltast í kerfinu.
    Sveitarstjórn Skagabyggðar óskar eftir fundi með fundi með fulltrúum sveitarfélagsins Skagafjarðar varðandi sveitarfélagsmörkin og vísar í bréf sem sent var til Skagafjarðar í mars 2014. Sveitarstjórn Skagabyggðar telur mikilvægt að sátt náist um sveitarfélagamörkin og að sveitarfélagið Skagafjörður taki tillit til þeirra gagna sem vísað er í bréfi Skagabyggðar frá 2014.
    Viðbrögð
    Skipulagsnefnd tekur undir mikilvægi þess að fyrir liggi upplýsingar um sveitarfélagamörk Sveitarfélagsins Skagafjarðar og aðliggjandi sveitarfélaga. Í áframhaldandi skipulagsvinnu verður unnið að því að skýra sveitarfélagamörk, þar sem niðurstaða liggur fyrir. Fram að því mun Sveitarfélagið birta í skipulagsgögnum „mörk óviss“ þar sem það á við.
    2. UMSÖGN SVEITARFÉLAGSINS SKAGASTRANDAR
    Sveitarfélagamörk
    Vegna beiðni um umsögn áréttar sveitarfélagið Skagaströnd erindi frá 2014 sem snýr að sveitarfélagamörkum. Vísað er til þess að ágreiningur sé um mörkin milli Þrívörðuhóls og Vestara Þverfells í Skagaheiði.
    Viðbrögð
    Skipulagsnefnd tekur undir mikilvægi þess að fyrir liggi upplýsingar um sveitarfélagamörk Sveitarfélagsins Skagafjarðar og aðliggjandi sveitarfélaga. Í áframhaldandi skipulagsvinnu verður unnið að því að skýra sveitarfélagamörk, þar sem niðurstaða liggur fyrir. Fram að því mun Sveitarfélagið birta í skipulagsgögnum „mörk óviss“ þar sem það á við.
    3. UMSÖGN LANDGRÆÐSLUNNAR
    Landgræðslan telur að í skipulags- og matslýsingu séu lögð drög að umfjöllun um þau viðfangsefni sem snerta verksvið stofnunarinnar við gerð aðalskipulagsins. Sérstaklega er ánægjulegt að sjááform er varða umfjöllun um jákvæð loftslagsáhrif landgræðsluaðgerða, en í sveitarfélaginu er mikill fjöldi þátttakenda í verkefnum Landgræðslunnar og mikil tækifæri með endurheimt vistkerfa.
    Landgræðslan gerir ekki athugasemdir við skipulags- og matslýsinguna en er reiðubúin til að veita frekari upplýsingar og ráðgjöf um þá þætti er að verksviði hennar snúa, um jarðvegs- og gróðurvernd, uppgræðslu, endurheimt votlendis, varnir gegn landbroti og sjálfbæra nýtingu lands, sé þess óskað.
    Viðbrögð
    Skipulagsnefnd þakkar fyrir boð Landgræðslunnar um upplýsingar og ráðgjöf um jarðvegs- og gróðurvernd, uppgræðslu, endurheimt votlendis, varnir gegn landbroti og sjálfbæra nýtingu lands, og mun leita til stofnunarinnar við framvindu skipulagsvinnunnar.
    4. UMSÖGN UMHVERFISSTOFNUNAR
    4.1 Heimsmarkmið
    Í lýsingu kemur fram að stuðst verður við Heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna um sjálfbæra þróun við stefnumörkun sveitarfélagsins og telur Umhverfisstofnun það jákvæða nálgun.
    Umhverfisstofnun telur mikilvægt að það komi fram í tillögunni hver sé stefna sveitarfélagsins varðandi verndun á vistkerfum sem njóta sérstakrar verndar, vistgerðir sem hafa verndargildi, búsvæði fugla þá sérstaklega ábyrgðartegunda Íslands og fugla á válista o.fl. með sjálfbæra þróun að leiðarljósi.
    Viðbrögð
    Sveitarstjórn mun leggja fram stefnu fyrir Sveitarfélagið Skagafjörð varðandi ofangreind viðfangsefni sem koma fram í umsögn Umhverfisstofnunar. Stefnan mun byggja á inntaki náttúruverndarlaga. Þá vill skipulagsnefnd vísa í þá nálgun og stefnu sem kom fram í aðalskipulagsbreytingum sem staðfest var á síðasta ári, en þar er lögð áhersla á vistkerfi, vistgerðir, búsvæði fugla og sérstaka vernd. Áfram verður unnið á þessari braut við endurskoðun aðalskipulags sveitarfélagsins.
    4.2 Svæði á náttúruminjaskrá
    Umhverfisstofnun telur mikilvægt að fjallað sé um friðlýst svæði í greinargerð skipulagstillögunnar og þau sýnd á uppdrætti sbr. skipulagsreglugerð nr. 90/2013. Umhverfisstofnun telur nauðsynlegt að deiliskipulagstillögur innan friðlýstra svæða séu unnar í samstarfi við Umhverfisstofnun þar sem stofnunin annast umsjón og rekstur á friðlýstum svæðum og veitir leyfi til framkvæmda á þeim.
    Viðbrögð
    Í skipulagsgögnum, greinargerð og uppdráttum, verður gerð grein fyrir svæðum á náttúruminjaskrá í samræmi við skipulagsreglugerð og lögum um náttúruvernd. Gerð verður grein fyrir þeim skilmálum sem þar gilda, þ.m.t. leyfisveitingar. Skipulagsnefnd mun setja skilmála varðandi deiliskipulagsvinnu á friðlýstum svæðum sem taka til samráðs við Umhverfisstofnun.
    4.3 Sérstök vernd
    Umhverfisstofnun telur mikilvægt að það komi fram í tillögunni hver sé stefna sveitarfélagsins varðandi vernd þeirra vistkerfa og jarðmyndana sem falla undir 61. gr. náttúruverndarlaganna og hvernig stefnan sé í samræmi við ákvæði þeirra.
    Í lýsingunni kemur fram að viðfangsefni tillögunnar sé m.a. að skilgreina aðgerðir til kolefnisbindingar, svo sem með skógrækt, landgræðslu og endurheimt votlendis. Stofnunin bendir á að skógrækt og landgræðsla geti haft neikvæð áhrif á jarðminjar, mikilvægar vistgerðir, búsvæði fugla og ásýnd svæða.
    Viðbrögð
    Sveitarstjórn mun leggja fram stefnu fyrir Sveitarfélagið Skagafjörð varðandi sérstaka vernd skv. lögum um náttúruvernd. Þá vill skipulagsnefnd vísa í þá nálgun og stefnu sem kom fram í viðbrögðum við viðfangsefnið Heimsmarkmið hér að ofan.
    Við ákvörðun um aðgerðir vegna kolefnisbindingar mun sveitarfélagið leita samráðs við fagstofnanir, þ.m.t. Umhverfisstofnun og Landgræðsluna. Umhverfismat aðalskipulagsins mun fjalla um möguleg áhrif aðgerða á umhverfisþætti, sem kunna að verða fyrir áhrifum.
    4.4 Óbyggð víðerni
    Umhverfisstofnun telur mikilvægt að það komi fram með skýrum hætti í tillögunni hver stefna sveitarfélagsins er varðandi verndun óbyggða víðerna í sveitarfélaginu.
    Viðbrögð
    Sveitarstjórn mun leggja fram stefnu fyrir Sveitarfélagið Skagafjörð varðandi óbyggð víðerni, sem mun byggja á náttúruverndarlögum. Sveitarfélagið telur mjög mikilvægt að Skipulagsstofnun og Umhverfisstofnun ljúki við þá vinnu kortlagningu óbyggðra víðerna, þannig að ljóst sé hvar þau séu innan sveitarfélagsins.
    4.5 Vistgerðir
    Umhverfisstofnun telur mikilvægt að það komi fram í tillögunni hver sé stefna sveitarfélagsins varðandi landnotkun á svæðum vistgerða með hátt verndargildi og búsvæðum fugla.
    Viðbrögð
    Sveitarstjórn mun leggja fram stefnu fyrir Sveitarfélagið Skagafjörð varðandi vistgerðir og búsvæði fugla, sem mun byggja á inntaki náttúruverndarlaga. Þá vísar skipulagsnefnd í þá nálgun og stefnu sem kom fram í viðbrögðum við viðfangsefnið Heimsmarkmið hér að ofan.
    4.6 Búsvæði fugla
    Umhverfisstofnun bendir á að innan sveitarfélagsins eru mikilvæg fuglasvæði skv. vistgerðarkorti NÍ, en þau eru í Tindastóli, Drangey, Málmey, Lundey og á Skaga og á láglendi Skagafjarðar.
    Umhverfisstofnun bendir á að á þessum svæðum eru fuglategundir sem eru forgangstegundir skv. Bernarsamningnum, á válista og ábyrgðartegundum Íslands.
    Umhverfisstofnun telur mikilvægt að það kom fram í tillögunni hver sé stefna sveitarfélagsins varðandi landnotkun á svæðum sem eru mikilvæg búsvæði fyrir fugla.
    Viðbrögð
    Skipulagsnefnd vísar í ofangreind svör vegna vistgerða.


    4.7 Vegir í náttúru Íslands
    Umhverfisstofnun bendir á að slík vegaskrá er háð samþykki Umhverfisstofnunar, þegar svæði liggja innan friðlýstra svæða eða annarra stjórnvalda þjóðgarða þegar við á. Umhverfisstofnun telur því mikilvægt að sveitarfélagið vinni tillöguna í samráði við Umhverfisstofnun á vinnslustigi aðalskipulagstillögunnar.
    Viðbrögð
    Skipulagsnefnd mun vinna að vegaskrá um vegi í náttúru Íslands og eiga samráð við Umhverfisstofnun um þá vinnu.
    4.8 Fráveita
    Umhverfisstofnun bendir á að öll fráveita skal vera skv. reglugerð um fráveitu og skólp nr. 798/1999. Umhverfisstofnun bendir á mikilvægi þess að fjallað sé nákvæmlega um hver staða fráveitumála er í sveitarfélaginu, þar sem kæmi fram magn og umfang fráveitu, eðli hreinsivirkja og auk þess er mikilvægt að það komi fram hvert er ástand viðtakans.
    Einnig bendir stofnunin á, að ef þörf sé á úrbótum í fráveitumálum og þá þarf að koma fram hver stefna sveitarfélagsins sé varðandi endurbætur og hver tímarammi endurbóta sé.
    Viðbrögð
    Í aðalskipulaginu verður byggt á fyrirliggjandi gögnum um stöðu fráveitumála og ástand viðtakans. Sveitarstjórn mun leggja fram tillögur í aðalskipulaginu um úrbætur, sé þess þörf, og þá hver sé tímarammi endurbóta.
    4.9 Tillaga að framkvæmdaráætlun (B-hluta)
    Umhverfisstofnun vill benda á að innan sveitarfélagsins er svæði á tillögu NÍ að framkvæmdaáætlun (B-hluta) sem kallast Skagi, Drangey, Málmey og Láglendi Skagafjarðar. Tillagan hefur verið birt á heimasíðu stofnunarinnar og felur í sér mat á verndargildi þeirra svæða sem þar eru tilgreind. Það er mat stofnunarinnar að mikilvægt sé að hafa þær upplýsingar fyrir ofangreint svæði til hliðsjónar þegar skipulagsáætlunin er unnin, þegar áhrif á helstu umhverfisþætti eru metin og til að tryggja að verndargildi svæðisins rýni ekki.
    Viðbrögð
    Skipulagsnefnd mun við mótun aðalskipulagsins og gerð umhverfismats þess, líta til þessara tillagna Náttúrufræðistofnunar um verndun svæðanna sem kallast Skagi, Drangey, Málmey og Láglendi Skagafjarðar
    4.10 Stjórn vatnamála
    Umhverfisstofnun bendir á að nú er unnið að innleiðingu laga nr. 36/2011 um stjórn vatnamála. Markmið laganna er að vernda vatn og vistkerfi þess, hindra frekari rýrnun vatnsgæða og bæta ástand vatnavistkerfa til þess að vatn njóti heildstæðrar verndar. Jafnframt er lögunum ætlað að stuðla að sjálfbærri nýtingu vatns og langtímavernd vatnsauðlindarinnar. Lögin taka til yfirborðsvatns og grunnvatns ásamt árósavatni og strandsjó, til vistkerfa þeirra og til vistkerfa sem tengjast þeim að vatnabúskap.
    Samkvæmt markmiðum laganna og reglugerðarinnar skulu vatnshlot vera í mjög góðu eða góðu vistfræðilegu ástandi. Unnið er að því að skilgreina gæðaþætti og koma á kerfi til að meta ástand vatnshlota. Í vatnaáætlun munu verða sett umhverfismarkmið fyrir vatnshlotin sem miða að því að halda vatnsgæðum góðum.
    Umhverfisstofnun bendir á að m.a. efnistaka í ám og virkjanaframkvæmdir hafa áhrif á vistformfræðilegt ástand áa.
    Viðbrögð
    Sveitarfélagið Skagafjörður leggur áherslu á vernd og sjálfbæra nýtingu vatnsauðlindarinnar og mun hafa þá áherslu til hliðsjónar við ákvörðun um landnotkun í sveitarfélaginu. Þá fagnar skipulagsnefnd því að brátt liggi fyrir ítarlegar upplýsingar um vatnshlot, þ.m.t. ástand þeirra. Það mun nýtast sveitarfélaginu vel í skipulagsgerð og ákvörðunum um framkvæmdir.
    5. LANDSNET
    Landsnet hefur farið yfir gögnin sem fylgdu erindinu og gerir ekki athugasemdir, en óskar eftir að fá tækifæri til að geta komið að athugasemdum síðar í skipulagsferlinu.
    Viðbrögð
    Umsögn krefst ekki viðbragða af hálfu skipulagsnefndar.
    6. NÁTTÚRUFRÆÐISTOFNUN
    Náttúrufræðistofnun hefur farið yfir lýsingu með hliðsjón af hlutverki stofnunarinnar og telur lýsinguna almennt vera greinargóða um þau atriði sem þarf að skoða í væntanlegu skipulagsferli.
    Á bls. 12 er fjallað um vindorku. Undanfarið hefur sífellt verið að skjóta upp nýjum hugmyndum um vindorkugarða og vill Náttúrufræðistofnun sérstaklega benda á, fyrir utan áhrif á landslag o.fl., að vindorkusvæði séu ekki sett á aðalskipulag án ítarlegrar skoðunar á áhrifum á fugla og þá sérstaklega í tengslum við farleiðir fugla.
    Á bls. 15 er fjallað um loftslagsmál og þar undir að skoða eigi m.a. endurheimt votlendis, landgræðslu og skógrækt. Í þessu samhengi telur Náttúrufræðistofnun mikilvægt að stuðst sé við góð gögn, m.a. vistgerðarkort og fleira, til að greina og flokka land og móta þannig stefnu um hvaða land er heppilegast í hverju tilfelli. Í öllum tilfellum þarf að tryggja að áætlanir í loftslagsmálum þ.m.t. kolefnisjöfnun með skógrækt fari ekki á svig við vernd líffræðilegrar fjölbreytni. Einnig er mikilvægt að nota góð grunngögn til að flokka landbúnaðarland sem oft nær til stórra svæða sem ekki eru eiginleg ræktarlönd.
    Viðbrögð
    6.1 Vindorka
    Sveitarfélagið mun líta til margvíslegra þátta varðandi möguleika á nýtingu vindorku, þ.m.t. áhrif á landnotkun og umhverfi. Ólíklegt er þó að sveitarfélagið ráðist á þessu stigi í ítarlega skoðun á áhrifum á fugla og farleiðir fugla, ef þær liggja ekki fyrir. Hins vegar getur sveitarfélagið gert það að skilmálum fyrir nýtingu vindorku innan marka sveitarfélagsins, sé þess þörf. Sveitarfélagið mun einnig styðjast við leiðbeiningar Skipulagsstofnunar um Skipulag og vindorkunýtingu.
    6.2 Loftslagsmál
    Vísað er í viðbrögð skipulagsnefndar um sambærilega umsögn frá Landgræðslunni og Umhverfisstofnun hér að ofan.
    Ýmsar ábendingar
    Náttúrufræðistofnun vísar til ákvæða í lögum um náttúruvernd og bendir á margvísleg gögn sem geta nýst við skipulagsgerð og umhverfismat þess.
    Viðbrögð
    Skipulagsnefnd mun taka mið af ábendingum Náttúrufræðistofnunar við mótun skipulagsins og gerð umhverfismatsins.
    7. VEÐURSTOFAN
    Ljóst er að taka á loftslagsmálin í víðu samhengi föstum tökum við skipulagsvinnuna, sbr. kafla 5.7 Loftslag og ber að fagna því.
    Þá skal undirstrikað mikilvægi hinna ýmsu þátta náttúruvár við skipulagsgerðina. Í kafla 5.9 Takmarkanir á landnotkun eru sérstaklega tiltekin flóðahætta, hækkun sjávarborðs og ofanflóð, en bæta skal jarðskjálftum og aftakaveðri við upptalningu þessa. Þá vantar ofanflóð og aftakaveður í töflu 7.1 undir Öryggi.
    Þá væri æskilegt að fjalla almennt um veðurfar í sérstökum kafla.
    Viðbrögð
    Skipulagsnefnd mun bæta við ofanflóðum og aftakaveðri í töflu 7.1 undir öryggi. Þá mun nefndin taka það til skoðunar hvort tilefni sé að fjalla um veðurfar í sérstökum kafla í aðalskipulagi sveitarfélagsins.
    8. VEGAGERÐIN
    Hafa þarf samráð við Vegagerðina varðandi hugsanlegar breytingar eða viðbætur á veglínum frá núverandi skipulagi, t.d. er varðar möguleg jarðgöng.
    Vegagerðin bendir á fyrri umsókn um viðbætur við efnistökustaði á aðalskipulagi. Vegagerðin óskar eftir að skoðað verði hvort þörf sé á frekari viðbótum við efnistökustaði frá því sem þegar hefur verið óskað eftir.
    Vegagerðin óskar eftir því að fá skipulagið til umsagnar á öllum stigum skipulagsferilsins.
    Viðbrögð
    Skipulagsnefnd mun eiga samráð við Vegagerðina um hugsanlegar breytingar eða viðbætur á veglínum frá núverandi skipulagi. Varðandi efnistökusvæði mun skipulagsnefndin taka fyrir umsókn Vegagerðarinnar um efnistökustaði.
    Skipulagsnefnd mun leita umsagnar, upplýsinga og samráðs við Vegagerðina í skipulagsferlinu sem er framundan.
    9. SAMGÖNGUSTOFA
    Gerir ekki athugasemdir.
    10. ATVINNU- OG NÝSKÖPUNARRÁÐUNEYTIÐ
    Ráðuneytið vísar af þessu tilefni til þess að skipulagslög gera ráð fyrir að meðal flokka landnotkunar samkvæmt skipulagsáætlunum sé land til landbúnaðar, en samkvæmt jarðalögum skal tryggja svo sem kostur er að land sem vel er fallið til búvöruframleiðslu verði varðveitt til slíkra nota og er óheimilt að taka land sem skipulagt er sem landbúnaðarsvæði eða land sem nýtanlegt er eða nýtt til landbúnaðar, þ.m.t. áfrétti, til annarra nota (breyta landnotkun) nema aflað sé leyfis ráðherra að gættum ákvæðum 6. gr. jarðalaga.
    Þess er beiðst að sveitarfélagið fari yfir þessi ákvæði og leitist við að hafa þau í huga við téða endurskoðun skipulagsáætlunarinnar.
    Viðbrögð
    Skipulagsnefnd mun líta til þessara ákvæða, enda er viðfangsefni landbúnaðar eitt af helstu viðfangsefnum skipulagsvinnunnar.
    11. HÖRGÁRSVEIT
    Gerir ekki athugasemdir.
    12. DALVÍKURBYGGÐ
    Gerir ekki athugasemdir.
    13. BLÁSKÓGABYGGÐ
    Gerir ekki athugasemdir.
    14. FJALLABYGGÐ
    Gerir ekki athugasemdir.
    15. LÖGREGLAN
    Í kaflanum um helstu viðfangsefni í skipulagsvinnu er minnst bæði á sjálfbæra þróun og að stuðst verði við heimsmarkmið Sameinuðu Þjóðanna við mótun nýs skipulags. Til viðbótar við þetta mætti benda á áætlun Sameinuðu Þjóðanna um eflingu viðnámsþróttar samfélaga gagnvart áföllum (Sendai Framework for Disaster Risk Reduction 2015-2030). Þar eru sett markmið um að fækka dauðsfjöllum og minnka tjón samfélaga af völdum hamfara hverskonar.
    Í kafla 5.9 er fjallað um takmarkanir á landnotkun og að sérstök grein verði gerð fyrir svæðum undir náttúruvá í samráði við Veðurstofu Íslands. Upplýsingar um slíka vá gætu einnig legið hjá Náttúrufræðistofnun varðandi skriðuföll og eldvirkni og hjá Orkustofnun varðandi jarðfræði.
    Viðbrögð
    Skipulagsnefnd mun líta til þeirra gagna sem vísað er til við skipulagsvinnu sem er framundan.
    16. SKIPULAGSSTOFNUN
    Skipulagsstofnun telur lýsinguna gefa góða mynd af viðfangsefnum aðalskipulagsins, áherslum í fyrirhuguðu umhverfismati og kynningar- og samráðsferli.
    Ferðaþjónusta
    Vegna fyrirhugaðrar stefnu um ferðaþjónustu og áfangastaði er minnt á að taka saman upplýsingar um framboð ferðaþjónustu og gistingar og halda utan um fjölda gistirúma, tegundar gistirýmis og nýtingu þess. Það er gagnlegt bæði við að móta stefnu um uppbyggingu og sem forsendur til að bregðast við óskum um stækkun eða fjölgun gistiheimila eða þörf fyrir innviði eða þjónustu fyrir ferðamenn.
    Viðbrögð
    Skipulagsnefnd mun kanna hvað liggur fyrir um framboð ferðaþjónustu og gistingar, þ.m.t. fjölda gistirýma, tegund þeirra og nýtingu. Þessar upplýsingar verða nýttar í kafla um forsendur og stöðu ferðaþjónustu í sveitarfélaginu.
    Landbúnaðarland
    Skipulagsstofnun bendir sveitarfélaginu á að flokka þarf landbúnaðarland til að leggja til grundvallar skipulagsákvörðunum um nýtingu þess, í samræmi við markmið Landsskipulagsstefnu 2015-2026 (gr. 2.3.1) og ákvæði jarðalaga um að tryggja eins og kostur er að land sem vel er fallið til búvöruframleiðslu verði varðveitt til slíkra nota.
    Viðbrögð
    Skipulagsnefnd mun vinna að flokkun landbúnaðarlands í samræmi við fyrirliggjandi gögn. Að öðru leyti er vísað í viðbrögð við umsögnum atvinnu- og nýsköpunarráðuneytis og Landgræðslunnar.
    Loftslagsmál og umhverfismat
    Áherslan á loftslagsmál í kafla 5.7, um að sveitarfélagið setji sér markmið í loftslagsmálum og skilgreini aðgerðir sem styðji við stefnumörkun stjórnvalda í loftslagsmálum, virðast ekki endurspeglast nægilega vel í aðferðarfræðinni við mat á áhrifum stefnunnar á umhverfið, þ.e. matsspurningunum. Þar er áhersla á loftgæði, sbr. viðmið. . . Áhersla stjórnvalda um að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda eða binda kolefni þarf því einnig að leggja fram sem viðmið. Meta þarf hvaða líklegu áhrif, eða breytingar, stefnan eða einstakar framkvæmdir geta haft á losun gróðurhúslofttegunda, til aukningar eða minnkunar, jákvæð eða neikvæð áhrif.
    Viðbrögð
    Skipulagsnefnd mun fara yfir matsspurningar varðandi loftslagsmál og tengja þær betur við stefnumörkun stjórnvalda í loftslagsmálum, með því að tilgreina þau viðmið sem litið er til. Jafnframt verður hugað að matsspurningum hvort stefna eða einstakar framkvæmdir hafi áhrif á losun gróðurhúsalofttegundir. Jafnframt er vísað í viðbrögð við umsagnir frá Landgræðslunni, Umhverfisstofnun og Náttúrufræðistofnun.
    Heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna
    Það mætti draga skýrar fram og velja heimsmarkmið sem hægt er að vinna með á sveitarfélagsstigi. Það er t.d. ekki skýrt hvernig loftslagsmarkmiðin 13.1.3 tengist aðalskipulaginu, sbr. yfirlit um heimsmarkmiðin á bls. 22-23, svo dæmi sé tekið.
    Viðbrögð
    Í tillögu aðalskipulags verður gerð grein fyrir því hvernig heimsmarkmið hafi áhrif á skipulagsgerð og tengjast framkvæmd þess.
    Vinnsla aðalskipulags á stafrænu formi og mælikvarði uppdráttar
    Stofnunin minnir á ákvæði 46. gr. skipulagslaga um að aðalskipulagsáætlunum skuli skilað á starfrænu formi til Skipulagsstofnunar. Skipulagsstofnun vinnur að gerð fitjuskrár og leiðbeininga þar um. Hægt er að fá drög að leiðbeiningum til skoðunar ef með þarf.
    Í Aðalskipulagi Sveitarfélagsins Skagafjarðar 2009-2021 er mælikvarði sveitarfélagsuppdráttar fyrir byggð og hálendi 1:150.000. Að mati Skipulagsstofnunar er það of lítill mælikvarði fyrir prentaðan uppdrátt þar sem sýna skal heildarmynd af landnotkun alls sveitarfélagsins en um leið með nægilegri nákvæmni. Að jafnaði skal aðalskipulag sett fram í mælikvarða 1:50.000 en þéttbýli í mælikvarða 1:10.000. Heimilt er að sýna mjög stór landsvæði með einsleitri landnotkun í mælikvarða, allt að 1:100.000 skv. skipulagsreglugerð.
    Viðbrögð
    Skipulagsnefnd hefur hafið vinnu við gerð vinnslutillögu og er hún unnin á stafrænu formi og í samræmi við þær upplýsingar sem liggja fyrir á þessum tíma. Skipulagsnefnd mun óska eftir að fá aðgang að uppfærðum drögum að leiðbeiningum.
    Skipulagsnefnd mun birta sveitarfélagsuppdrátt í 1:50.000 eða
    Bókun fundar Forseti gerir tillögu um að vísa afgreiðslu málsins til liðar nr. 9 Aðalskipulag Sveitarfélagsins Skagafjarðar - Endurskoðun. Samþykkt samhljóða.
  • Skipulags- og byggingarnefnd - 364 Í samræmi við samþykkt Sveitarstjórnar Sveitarfélagsins Skagafjarðar var tillaga að deiliskipulagi tengivirkis í Varmahlíð auglýst í samræmi við 1. mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Tengivirkið er á lóðinni Reykjarhóll lóð, landnúmer 146062. Deiliskipulagstillagan er unnin hjá VSÓ ráðgjöf, dagsett 6. nóvember 2017, uppfærð 10. apríl 2018. Auglýsingartími var frá og með þriðjudegi 20. ágúst 2019 til og með 2. október 2019. Engar athugasemdir bárust við deiliskipulagstillöguna. Skipulags- og byggingarnefnd samþykkir deiliskipulagið óbreytt.
    Bókun fundar Afgreiðsla 364. fundar skipulags- og byggingarnefndar staðfest á 392. fundi sveitarstjórnar 15. janúar 2020 með níu atkvæðum.
  • Skipulags- og byggingarnefnd - 364 Í samræmi við samþykkt Sveitarstjórnar Sveitarfélagsins Skagafjarðar var tillaga að breyttu skipulagi skíðasvæðisins í Tindastóli auglýst í samræmi við 1. mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Deiliskipulagstillagan er unnin hjá VSÓ ráðgjöf, dagsett 27. september 2019. Auglýsingartími var frá og með miðvikudegi 20. nóvember 2019 til og með 8. janúar 2020. Engar athugasemdir bárust við breytingartillöguna. Skipulags- og byggingarnefnd samþykkir breytt deiliskipulag.

    Bókun fundar Afgreiðsla 364. fundar skipulags- og byggingarnefndar staðfest á 392. fundi sveitarstjórnar 15. janúar 2020 með níu atkvæðum.
  • Skipulags- og byggingarnefnd - 364 Tryggvi Sveinbjörnsson kt. 200357-3969, f.h. IG Ferða ehf., þinglýsts eiganda jarðarinnar Merkigarðs í Tungusveit, óskar eftir heimild til að láta vinna deiliskipulag fyrir hluta jarðarinnar Merkigarðs. Með vísan í 2. mgr. 38. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 yrði deiliskipulagið unnið á kostnað eiganda. Meðfylgjandi erindinu er skipulagslýsing útg. 2.0 dags. 20.12.2019 unnin hjá Stoð ehf. verkfræðistofu. Umsækjandi óskar eftir samþykki skipulags-og byggingarnefndar og staðfestingu sveitarstjórnar á meðfylgjandi skipulagslýsingu og að hún hljóti málsmeðferð skv. skipulagslögum. Samkvæmt erindinu er fyrirhuguð á jörðinni frístundabyggð, auk skógræktar. Jörðin er í aðalskipulagi skilgreind sem landbúnaðarsvæði og því kallar þessi beytta landnotkun á breytingu á aðalskipulagi.
    Breytingu á landnotkun er vísað til endurskoðunar á aðalskipulagi sveitarfélagsins sem nú stendur yfir. Að fenginni þeirri niðurstöðu verður afstaða tekin til beiðnar um gerð deiliskipulags.
    Bókun fundar Afgreiðsla 364. fundar skipulags- og byggingarnefndar staðfest á 392. fundi sveitarstjórnar 15. janúar 2020 með níu atkvæðum.
  • Skipulags- og byggingarnefnd - 364 Þórólfur Gíslason kaupfélagsstjóri, óskar eftir heimild til að láta vinna breytingu á deiliskipulagi svokallaðs Mjólkurstöðvarreits sem á eru m.a. lóðirnar Skagfirðingabraut 51 og Ártorg 1. Með vísan í 2. mgr. 38. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 yrði deiliskipulagið unnið á kostnað Kaupfélags Skagfirðinga. Meðfylgjandi erindinu er skipulagslýsing útg. 1.0 dags. 20.12.2019 sem unnin var hjá Stoð ehf. verkfræðistofu. Umsækjandi óskar eftir samþykki skipulags- og byggingarnefndar og staðfestingu sveitarstjórnar á meðfylgjandi skipulagslýsingu og að hún hljóti málsmeðferð skv. skipulagslögum. Í skipulagslýsingu kemur fram að viðfangsefnið kalli á breytt deili- og aðalskipulag. Breytingu á nýtingarhlutfalli reitsins er vísað til endurskoðunar á aðalskipulagi sveitarfélagsins sem nú stendur yfir. Að fenginni þeirri niðurstöðu verður afstaða tekin til beiðnar um gerð deiliskipulags.

    Bókun fundar Afgreiðsla 364. fundar skipulags- og byggingarnefndar staðfest á 392. fundi sveitarstjórnar 15. janúar 2020 með níu atkvæðum.
  • Skipulags- og byggingarnefnd - 364 Ásmundur J. Pálmason kt. 300765-5649 sækir um að fá úthlutað lóðinni númer 21-23 við Grenihlíð. Erindið samþykkt.

    Bókun fundar Afgreiðsla 364. fundar skipulags- og byggingarnefndar staðfest á 392. fundi sveitarstjórnar 15. janúar 2020 með níu atkvæðum.
  • Skipulags- og byggingarnefnd - 364 Björn Helgi Ófeigsson kt.181251-2399, þinglýstur eigandi jarðarinnar Reykjaborg, landnúmer 146215 óskar eftir heimild til að stofna 1,57 ha spildu úr landi jarðarinnar, sem „Hyrnan“. Framlagður hnitsettur afstöðuuppdráttur nr. S01 í verki 731701 dagsettur 21. okt. 2019, unnin hjá Stoð ehf. verkfræðistofu af Birni Magnúsi Árnasyni. Hlunnindi og lögbýlaréttur munu áfram tilheyra Reykjaborg, landnr. 146215. Einnig sótt um að spildan verði leyst úr landbúnaðarnotum.
    Erindinu fylgir rökstuðningur fyrir umbeðinni nafngift. Landskiptin samþykkt. Landið verður skráð sem annað land í þjóðskrá. Nafnið Hyrnan samþykkt.
    Bókun fundar Afgreiðsla 364. fundar skipulags- og byggingarnefndar staðfest á 392. fundi sveitarstjórnar 15. janúar 2020 með níu atkvæðum.
  • Skipulags- og byggingarnefnd - 364 Brynhildur Sigtryggsdóttir kt. 061057-3829 og Ómar Kjartansson kt. 270858-4659 þinglýstir eigendur jarðarinnar Tjarnarnes, landnúmer 227338, óska heimildar til að stofna 9,7 ha spildu úr landi jarðarinnar, sem „Móberg“, Framlagður hnitsettur afstöðuuppdráttur nr. S01 í verki 782605 dagsettur 27. des. 2019, unnin hjá Stoð ehf. verkfræðistofu af Birni Magnúsi Árnasyni.
    Engin hlunnindi fylgja útskiptu spildunni. Þá er óskað eftir að spildan verði skráð íbúðarhúsalóð. Erindinu fylgir rökstuðningur fyrir umbeðinni nafngift. Erindið samþykkt eins og það er fyrir lagt.
    Bókun fundar Afgreiðsla 364. fundar skipulags- og byggingarnefndar staðfest á 392. fundi sveitarstjórnar 15. janúar 2020 með níu atkvæðum.
  • Skipulags- og byggingarnefnd - 364 Fyrir liggur fyrirspurn Helgu Óskarsdóttur kt. 310184-3659 og Guðjóns Sveins Magnússonar kt. 250572-4929 varðandi nafngift lóðarinnar Helluland land B lóð 2, í Hegranesi þar sem fram kemur ósk um að nefna lóðina Helgustaðir. Erindið samþykkt eins og það er fyrir lagt.

    Bókun fundar Afgreiðsla 364. fundar skipulags- og byggingarnefndar staðfest á 392. fundi sveitarstjórnar 15. janúar 2020 með níu atkvæðum.
  • Skipulags- og byggingarnefnd - 364 Hrefna Þórarinsdóttir kt.070157-3149 og Sólborg Jóhanna Þórarinsdóttir kt.080253-5679,
    eigendur Saurbær land, L146219 ásamt sumarhúsi sem á landinu stendur sækja um að fá að nefna landið og húsið Systrasel. Erindið samþykkt eins og það er fyrir lagt.
    Bókun fundar Afgreiðsla 364. fundar skipulags- og byggingarnefndar staðfest á 392. fundi sveitarstjórnar 15. janúar 2020 með átta atkvæðum. Jóhanna Ey Harðardóttir óskar bókað að hún taki ekki þátt í afgreiðslu málsins.
  • Skipulags- og byggingarnefnd - 364 98. afgreiðslufundur byggingarfulltrúa lagður fram til kynningar. Bókun fundar Afgreiðsla 364. fundar skipulags- og byggingarnefndar staðfest á 392. fundi sveitarstjórnar 15. janúar 2020 með níu atkvæðum.
  • Skipulags- og byggingarnefnd - 364 Á fundinn kom Ingvar Páll Ingvarsson og fór yfir stöðu málsins.

    Bókun fundar Afgreiðsla 364. fundar skipulags- og byggingarnefndar staðfest á 392. fundi sveitarstjórnar 15. janúar 2020 með níu atkvæðum.

7.Umhverfis- og samgöngunefnd - 164

Málsnúmer 1912014FVakta málsnúmer

Fundargerð 164. fundar umhverfis- og samgöngunefndar frá 19. desember 2019 lögð fram til afgreiðslu á 392. fundi sveitarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér. Ingibjörg Huld Þórðardóttir kynnti fundargerð. Enginn kvaddi sér hljóðs.
  • Umhverfis- og samgöngunefnd - 164 Pálmi Jónsson, yfirhafnarvörður, fór yfir afleiðingar óveðursins þann 10. og 11. desember sl. Togarar FISK Seafood, Málmey og Drangey, voru báðir bundnir við bryggju þessa daga og slitnuðu togvírar og ofurtóg á Drangey í veðurhamnum ásamt því að einn bryggjupolli gaf sig og slitnaði upp úr bryggjukantinum. Hluti áhafnar skipanna ásamt björgunarsveit unnu að því að tryggja landfestar og var sólarhringsvakt á höfninni á meðan veðrið gekk yfir.
    Há sjávarstaða, áhlaðandi og mikil ölduhæð varð til þess að mikill sjór gekk á land við Skarðseyrina og var Eyrin umflotin frá hringtorgi og suður fyrir FISK Seafood og flæddi meðal annars inn í húsnæði sláturhússins og FISK Seafood. Grjótgarður við Skarðseyri skemmdist töluvert og barst mikið af möl, grjóti og þara inn yfir Skarðseyrina.
    Í Hofsóshöfn sökk bátur sökum ísingar og sjólags en ekki varð teljandi tjón á smærri bátum á Sauðárkróki.

    Umhverfis- og samgöngunefnd þakkar viðbragðsaðilum, starfsmönnum hafnarinnar og áhöfnum skipanna fyrir vel unnin störf í erfiðum aðstæðum og fyrir að koma í veg fyrir stórtjón á skipum, mannvirkjum og fólki.
    Ljóst er á afleiðingum veðursins að úrbóta er þörf á hafnarsvæðinu, m.a. úrbætur á núverandi hafnarkanti og frekari landvinninga á Eyrinni. Höfninni vantar sárlega dráttarbát sem eykur öryggi í aðstæðum sem þessum og auðveldar alla vinnu við móttöku og brottför stærri skipa.
    Bókun fundar Afgreiðsla 164. fundar umhverfis- og samgöngunefndar staðfest á 392. fundi sveitarstjórnar 15. janúar 2020 með níu atkvæðum.
  • Umhverfis- og samgöngunefnd - 164 Lögð var fram til kynningar verkefnis- og matslýsing kerfisáætlunar Landsnets 2020 - 2029. Bókun fundar Afgreiðsla 164. fundar umhverfis- og samgöngunefndar staðfest á 392. fundi sveitarstjórnar 15. janúar 2020 með níu atkvæðum.
  • Umhverfis- og samgöngunefnd - 164 Farið var yfir staðsetningar og nýtingu á gámum fyrir blandað sorp í dreifbýli árið 2018.
    Umhverfis- og samgöngunefnd samþykkir að fjarlægja gáma við Skarðsrétt, Áshildarholt og við Varmalæk vegna lélegrar nýtingar og nálægðar við önnur gámasvæði frá 1. janúar 2020. Íbúum á þessum svæðum er bent á gámasvæði á Sauðárkróki, Varmahlíð og Steinsstaði.
    Bókun fundar Afgreiðsla 164. fundar umhverfis- og samgöngunefndar staðfest á 392. fundi sveitarstjórnar 15. janúar 2020 með níu atkvæðum.
  • Umhverfis- og samgöngunefnd - 164 Lögð voru fyrir fundinn breytt drög að viljayfirlýsingu milli Kiwanisklúbbsins Freyju og Sveitarfélagsins Skagafjarðar vegna uppbyggingar á fjölskyldugarði á Sauðárkróki.
    Gerðar hafa verið óverulegar breytingar á yfirlýsingunni.
    Umhverfis- og samgöngunefnd samþykkir drögin og felur sviðstjóra að ganga frá undirskrift við Kiwnisklúbbinn Freyju.
    Bókun fundar Afgreiðsla 164. fundar umhverfis- og samgöngunefndar staðfest á 392. fundi sveitarstjórnar 15. janúar 2020 með níu atkvæðum.

8.Umhverfis- og samgöngunefnd - 165

Málsnúmer 2001005FVakta málsnúmer

Fundargerð 165. fundar umhverfis- og samgöngunefndar frá 13. janúar 2020 lögð fram til afgreiðslu á 392. fundi sveitarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér. Ingibjörg Huld Þórðardóttir kynnti fundargerð. Enginn kvaddi sér hljóðs.
  • Umhverfis- og samgöngunefnd - 165 Rætt var almennt um sorphirðu í dreifbýli.
    Ómar Kjartansson frá Flokku og Ó.K. Gámaþjónustu sat fundinn undir þessum lið.
    Bókun fundar Afgreiðsla 165. fundar umhverfis- og samgöngunefndar staðfest á 392. fundi sveitarstjórnar 15. janúar 2020 með níu atkvæðum.
  • Umhverfis- og samgöngunefnd - 165 Lagðar fram til kynningar fundargerðir Hafnasambands Íslands. Bókun fundar Afgreiðsla 165. fundar umhverfis- og samgöngunefndar staðfest á 392. fundi sveitarstjórnar 15. janúar 2020 með níu atkvæðum.
  • Umhverfis- og samgöngunefnd - 165 Lögð voru fram drög að tímabundnum lóðarleigusamning fyrir Rækjuvinnsluna Dögun um lóð undir frystigáma austan við núverandi vinnsluhús Dögunar. Samningurinn gerir ráð fyrir að lóðinni sé úthlutað tímabundið undir frystigáma en gert er ráð fyrir að Dögun verði úthlutað lóðinni sem byggingarlóð að loknu deiliskipulagsferli hafnarsvæðisins sem nú er í vinnslu.
    Umhverfis- og samgöngunefnd samþykkir drögin fyrir sitt leyti.
    Bókun fundar Afgreiðsla 165. fundar umhverfis- og samgöngunefndar staðfest á 392. fundi sveitarstjórnar 15. janúar 2020 með níu atkvæðum.
  • Umhverfis- og samgöngunefnd - 165 Lagt var fram til kynningar bréf frá Vegagerðinni þar sem tilkynnt er að fallið sé frá fyrirhugaðri niðurfellingu Reykjarhólsvegar 7853-02. Bókun fundar Afgreiðsla 165. fundar umhverfis- og samgöngunefndar staðfest á 392. fundi sveitarstjórnar 15. janúar 2020 með níu atkvæðum.
  • Umhverfis- og samgöngunefnd - 165 Lagt var fram erindi frá Lindu Jónsdóttur á Sauðárkróki varðandi umferðaröryggi barna á Sauðárkróki, m.a. vegna hraðaksturs á Hólavegi.
    Umhverfis- og samgöngunefnd felur sviðstjóra að koma með tillögur að úrbótum.
    Bókun fundar Afgreiðsla 165. fundar umhverfis- og samgöngunefndar staðfest á 392. fundi sveitarstjórnar 15. janúar 2020 með níu atkvæðum.
  • Umhverfis- og samgöngunefnd - 165 Lögð var fram til kynningar tilynning um lok framkvæmda við hundasvæði á Sauðárkróki.
    Bókun fundar Afgreiðsla 165. fundar umhverfis- og samgöngunefndar staðfest á 392. fundi sveitarstjórnar 15. janúar 2020 með níu atkvæðum.
  • Umhverfis- og samgöngunefnd - 165 Lögð var fram til kynningar bókun byggðarráðs varðandi tillögu um vettvangsferð í Hofsós til að skoða umfang mengunar í jarðvegi vegna bensínleka úr tönkum N1.
    Byggðarráð samþykkti á fundi sínum þann 9. janúar sl. að óska eftir fundi með heilbrigðisfulltrúa og formanni heilbrigðisnefndar. Í kjölfar þess fundar verði farið í vettvangsferð og í framhaldi óskað eftir fundi með forsvarsmönnum Olíudreifingar ehf. og N1 ehf.
    Umhverfis- og samgöngunefnd leggur áherslu á að mál þetta leysist sem fyrst.
    Bókun fundar Afgreiðsla 165. fundar umhverfis- og samgöngunefndar staðfest á 392. fundi sveitarstjórnar 15. janúar 2020 með níu atkvæðum.
  • Umhverfis- og samgöngunefnd - 165 Umhverfis- og samgöngunefnd áréttar að sorpeyðingargjald fyrir bújarðir eða býli með atvinnustarfsemi skv. 1 gr. gjaldskrár fyrir sorpurðun og sorphirðu á við um allar bújarðir og býli þar sem skráðir eru fleiri en 10 gripir (sauðfé og geitfé, nautgripir, hross, grísir). Leggst gjaldið á hverja skráða jörð sem uppfyllir þessi skilyrði. Bókun fundar Afgreiðsla 165. fundar umhverfis- og samgöngunefndar staðfest á 392. fundi sveitarstjórnar 15. janúar 2020 með níu atkvæðum.

9.Aðalskipulag Sveitarfélagsins Skagafjarðar - Endurskoðun

Málsnúmer 1812032Vakta málsnúmer

Tekin er fyrir bókun skipulags- og bygginganefndar varðandi viðbrögð vegna umsagna og ábendinga við skipulags- og matslýsingu. Skipulags- og matslýsing var kynnt í samræmi við 1. mgr. 30. gr. skipulagslaga og 6. gr. laga um umhverfismat áætlana. Kynningartími var frá 13. nóvember 2019 til 23. desember 2019 og alls bárust 16 umsagnir.
Enginn kvaddi sér hljóðs.

Forseti gerir það að tillögu sinni að Sveitarstjórn Sveitarfélagsins Skagafjarðar samþykki málsmeðferð skipulags- og byggingarnefndar á kynningu á skipulags- og matslýsingu vegna endurskoðunar á Aðalskipulagi Sveitarfélagsins Skagafjarðar 2020-2035 og viðbrögð skipulags- og byggingarnefndar við umsögnum og ábendingum.
Samþykkt með níu atkvæðum.

10.Endurtilnefning varmanns í atvinnu- menningar- og kynningarnefnd

Málsnúmer 2001127Vakta málsnúmer

Endurtilnefning varamanns í atvinnu- menningar- og kynningarnefnd.
Forseti gerir tillögu um Regínu Valdimarsdóttur í stað Steinunnar Gunnsteinsdóttur.
Aðrar tilnefningar komu ekki fram og skoðast hún því rétt kjörinn.

11.Endurtilnefning fulltrúa í almannavarnarnefnd

Málsnúmer 2001125Vakta málsnúmer

Endurtilnefning fulltrúa í almannavarnarnefnd Skagafjarðar.
Forseti gerir tillögu um Gísla Sigurðsson í stað Jóns Daníels Jónssonar.
Aðrar tilnefningar komu ekki fram og skoðast hann því rétt kjörinn.

12.Stjórn Menningarseturs Skagfirðinga - 12

Málsnúmer 1912008FVakta málsnúmer

Fundargerð 12. fundar stjórnar Menningarseturs Skagfirðinga frá 20. desember 2020 lögð fram til kynningar á 392. fundi sveitarstjórnar 9. janúar 2020

13.Fundagerðir stjórnar SÍS 2019

Málsnúmer 1901002Vakta málsnúmer

Fundargerð 877. fundar stjónar Sambands íslenskra sveitarfélaga frá 13. desember 2019 lögð fram til kynningar á 392. fundi sveitarstjórnar 15. janúar 2020

Fundi slitið - kl. 16:55.