Fara í efni

Félags- og tómstundanefnd Svf. Skagafjarðar

273. fundur 17. desember 2019 kl. 16:00 - 17:00 að Sæmundargötu 7a
Nefndarmenn
  • Guðný Hólmfríður Axelsdóttir formaður
  • Atli Már Traustason varaform.
  • Sigurlaug Vordís Eysteinsdóttir ritari
  • Anna Lilja Guðmundsdóttir áheyrnarftr.
Starfsmenn
  • Þorvaldur Gröndal frístundastjóri
  • Gréta Sjöfn Guðmundsdóttir félagsmálastjóri
  • Laufey Kristín Skúladóttir
  • Ingibjörg Huld Þórðardóttir
  • Regína Valdimarsdóttir
  • Álfhildur Leifsdóttir
  • Jóhanna Ey Harðardóttir
Fundargerð ritaði: Gréta Sjöfn Guðmundsdóttir, félagsmálastjóri
Dagskrá

1.Áskorun frá skólaráði Árskóla

Málsnúmer 1912101Vakta málsnúmer

Tekin fyrir umsögn skólaráðs Árskóla. Ráðið fellst ekki á framlagðar tillögur félags- og tómstundanefndar um staðsetningu hjólabrettaaðstöðu sunnan íþróttahúss meðan lóð Árskóla hefur ekki verið skipulögð. Ráðið skorar jafnframt á sveitarfélagið að flýta hönnun og skipulagi skólalóðar Árskóla þannig að finna megi hjólabrettaaðstöðu varanlegan stað. Tekið skal fram að á áætlun 2020 er gert ráð fyrir 3 milljónum króna til skipulags lóðarinnar við Árskóla. Félags- og tómstundanefnd leggst ekki gegn því að hjólabrettaaðstöðunni verði fundinn annar staður verði það til að flýta framkvæmdinni. Málinu vísað til byggðaráðs.

2.Jólamót Molduxa 2019

Málsnúmer 1911082Vakta málsnúmer

Íþróttafélagið Molduxar óska eftir gjaldfrjálsum aðgangi að íþróttahúsinu á Sauðárkróki vegna jólamóts félagsins þann 26. desember n.k. Félags- og tómstundanefnd samþykkir að fella niður gjald fyrir afnot af húsinu þennan dag líkt og gert hefur verið undanfarin ár. Nefndin fagnar þessum árlega viðburði Molduxa sem dregur að sér fjölda fólks, bæði iðkendur í körfubolta og gesti á öllum aldri. Erindið er samþykkt. Guðný Axelsdóttir formaður nefndarinnar sat hjá við afgreiðslu á þessum lið.

3.Trúnaðarbók Félags- og tómstundanefndar 2019

Málsnúmer 1902123Vakta málsnúmer

Eitt mál tekið fyrir, synjað, fært í trúnaðarbók.
Þorvaldur Gröndal vék af fundi undir þessum lið.

Fundi slitið - kl. 17:00.