Fara í efni

Byggðarráð Svf. Skagafjarðar

895. fundur 09. janúar 2020 kl. 11:30 - 12:40 að Sæmundargötu 7a
Nefndarmenn
  • Stefán Vagn Stefánsson formaður
  • Regína Valdimarsdóttir varam.
  • Bjarni Jónsson aðalm.
  • Jóhanna Ey Harðardóttir varam. áheyrnarftr.
Starfsmenn
  • Friðrik Margeir Friðriksson sviðsstjóri stjórnsýslu- og fjármálasviðs
  • Sigfús Ingi Sigfússon sveitarstjóri
  • Laufey Kristín Skúladóttir
Fundargerð ritaði: Margeir Friðriksson sviðsstjóri stjórnsýslu- og fjármálasviðs
Dagskrá
Bjarni Jónsson tók þátt í fundinum símleiðis sökum veðurs og ófærðar.

1.Auglýsing sviðsstjóri veitu og framkvæmdasviðs

Málsnúmer 1912057Vakta málsnúmer

Hrefna Gerður Björnsdóttir mannauðsstjóri sveitarfélagsins sat fundinn undir þessum dagskrárlið og kynnti að umsóknarfrestur er útrunninn og sex umsóknir hafi borist.
Byggðarráð samþykkir að fela mannauðsstjóra og sveitarstjóra að fá ráðgjafa frá Capacent til að fara yfir umsóknir um starf sviðsstjóra veitu- og framkvæmdasviðs.

2.Tillaga um vettvangsferð

Málsnúmer 2001058Vakta málsnúmer

Lögð fram svohljóðandi tillaga frá Ólafi Bjarna Haraldssyni (BL):
"Byggðarráð samþykkir að fara í vettvangsferð í Hofsós til þess að skoða umfang mengunar í jarðvegi vegna bensínleka úr tönkum N1. Byggðarráð vill jafnframt óska eftir að fá að hitta íbúa sem þurft hafa að yfirgefa heimili sitt, og ræða við þau um stöðu mála."
Byggðarráð samþykkir að óska eftir fundi með heilbrigðisfulltrúa og formanni heilbrigðisnefndar. Í kjölfar þess fundar verði farið í vettvangsferð og í framhaldi óskað eftir fundi með forsvarsmönnum Olíudreifingar ehf. og N1 ehf.

3.Tillaga - ósk um fund

Málsnúmer 2001059Vakta málsnúmer

Lögð fram svohljóðandi tillaga frá Ólafi Bjarna Haraldssyni (BL):
"Byggðarráð óskar eftir að fá fund með forsvarsmönnum N1 til að ræða stöðu mála vegna leka á tanki í Hofsós. Jafnframt óskar byggðarráð eftir fundi með heilbrigðisfulltrúa svæðisins til að ræða sama mál."
Byggðarráð samþykkir að óska eftir fundi með heilbrigðisfulltrúa og formanni heilbrigðisnefndar. Í kjölfar þess fundar verði farið í vettvangsferð og í framhaldi óskað eftir fundi með forsvarsmönnum Olíudreifingar ehf. og N1 ehf.

4.Fyrirspurn

Málsnúmer 2001060Vakta málsnúmer

Ólafur Bjarni Haraldsson (BL) leggur fram svohljóðandi fyrirspurn:
"Hvaða úrræði hefur sveitarfélagið fyrir fólk sem skyndilega missir heimilið sitt eða þarf að yfirgefa heimilið sitt án nokkurs fyrirvara?"
Svar byggðarráðs er eftirfarandi:
Sveitarfélaginu ber skylda til þess að veita fjölskyldum og einstaklingum, sem ekki eru færir um það sjálfir, úrlausn í húsnæðismálum til að leysa úr bráðum vanda á meðan unnið er að varanlegri lausn samkvæmt lögum um félagsþjónustu sveitarfélaga nr. 49/1991.

5.Umsókn um lækkun fasteignaskatts

Málsnúmer 1912202Vakta málsnúmer

Sjá trúnaðarbók.

6.Umsagnarbeiðni; þingsályktunartillögur um samgönguáætlanir 2020-2024 og 2020-2034

Málsnúmer 1912080Vakta málsnúmer

Lagður fram tölvupóstur dagsettur 9. desember 2019 frá nefndasviði Alþingis. Umhverfis- og samgöngunefnd Alþingis sendir til umsagnar tillögu til þingsályktunar um fimm ára samgönguáætlun fyrir árin 2020-2024, 434. mál og tillögu til þingsályktunar um samgönguáætlun fyrir árin 2020-2034, 435. mál.
Byggðarráð samþykkir að fela sveitarstjóra að senda inn fyrirliggjandi umsögn.

7.Samráð; Frumvarp til laga um Hálendisþjóðgarð

Málsnúmer 1911160Vakta málsnúmer

Lagður fram tölvupóstur dagsettur 18. desember 2019 þar sem umhverfis- og auðlindaráðuneytið kynnir til samráðs mál nr. 317/2019, "Drög að frumvarpi um Hálendisþjóðgarð". Umsagnarfrestur er til og með 15.01.2020.
Byggðarráð samþykkir að fela sveitarstjóra að senda inn umsögn í samráði við önnur sveitarfélög á Norðurlandi vestra sem eiga hagsmuni að gæta.

8.Samráð; Drög að frumvarpi til laga um Þjóðgarðastofnun og þjóðgarða

Málsnúmer 1912156Vakta málsnúmer

Lagður fram tölvupóstur dagsettur 18. desember 2019 þar sem umhverfis- og auðlindaráðuneytið kynnir til samráðs mál nr. 318/2019, "Drög að frumvarpi til laga um Þjóðgarðastofnun og þjóðgarða". Umsagnarfrestur er til og með 15.01.2020.

9.Samráð; Skýrsla um jarðstrengi í flutningskerfi raforku

Málsnúmer 1912130Vakta málsnúmer

Lagður fram tölvupóstur dagsettur 16. desember 2019 þar sem atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið kynnir til samráðs mál nr. 309/2019, "Skýrsla um jarðstrengi í flutningskerfi raforku". Umsagnarfrestur er til og með 13.01.2020.

10.Samráð; Landsáætlun í skógrækt - drög að lýsingu

Málsnúmer 1912148Vakta málsnúmer

Lagður fram tölvupóstur dagsettur 18. desember 2019 þar sem umhverfis- og auðlindaráðuneytið kynnir til samráðs mál nr. 310/2019, "Landsáætlun í skógrækt - drög að lýsingu". Umsagnarfrestur er til og með 31.01.2020.

11.Smráð; Drög að frumvarpi til laga um breytingu á lögum nr. 71998 um hollustuhætti og mengunarvarnir (EES-reglur, hringrásarhagkerfi, plastvörur)?.

Málsnúmer 1912171Vakta málsnúmer

Lagður fram tölvupóstur dagsettur 20. desember 2019 þar sem umhverfis- og auðlindaráðuneytið kynnir til samráðs mál nr. 324/2019, "Drög að frumvarpi til laga um breytingu á lögum nr. 7/1998 um hollustuhætti og mengunarvarnir (EES-reglur, hringrásarhagkerfi, plastvörur)". Umsagnarfrestur er til og með 16.01.2020.

12.Samráð; Drög að leiðbeiningum fyrir sveitarfélög um akstursþjónustu skv. 29. gr. laga nr 401991

Málsnúmer 1912172Vakta málsnúmer

Lagður fram tölvupóstur dagsettur 20. desember 2019 þar sem félagsmálaráðuneytið kynnir til samráðs mál nr. 320/2019, "Drög að leiðbeiningum fyrir sveitarfélög um akstursþjónustu skv. 29. gr. laga nr 40/1991". Umsagnarfrestur er til og með 22.01.2020.

13.Samráð; Frumvarp - breyting á lögum um meðhöndlun úrgangs (EES-innleiðing)

Málsnúmer 1912175Vakta málsnúmer

Lagður fram tölvupóstur dagsettur 20. desember 2019 þar sem umhverfis- og auðlindaráðuneytið kynnir til samráðs mál nr. 329/2019, "Frumvarp - breyting á lögum um meðhöndlun úrgangs (EES-innleiðing)". Umsagnarfrestur er til og með 16.01.2020.

14.Samráð; Rannsóknarnefnd almannavarna

Málsnúmer 1912193Vakta málsnúmer

Lagður fram tölvupóstur dagsettur 27. desember 2019 þar sem dómsmálaráðuneytið kynnir til samráðs mál nr. 326/2019, "Rannsóknarnefnd almannavarna". Umsagnarfrestur er til og með 10.01.2020.

15.Náttúrustofa Norðurlands vestra - ársreikningur 2018

Málsnúmer 1912147Vakta málsnúmer

Lagður fram til kynningar ársreikningur Náttúrustofu Norðurlands vestra fyrir árið 2018.

Fundi slitið - kl. 12:40.