Fara í efni

Fræðslunefnd - 151

Málsnúmer 1912009F

Vakta málsnúmer

Sveitarstjórn Sveitarfélagins Skagafjarðar - 392. fundur - 15.01.2020

Fundargerð 151. fundar fræðslunefndar frá 16. desember 2019 lögð fram til afgreiðslu á 392. fundi sveitarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér. Laufey Kristín Skúladóttir kynnti fundargerð. Álfhildur Leifsdóttir og Laufey Kristín Skúladóttir kvöddu sér hljóðs.
  • Fræðslunefnd - 151 Lagðar fram til kynningar starfsáætlanir fyrir leikskóla árið 2019-2020. Bókun fundar Afgreiðsla 151. fundar fræðslunefndar staðfest á 392. fundi sveitarstjórnar 15. janúar 2020 með níu atkvæðum.
  • Fræðslunefnd - 151 Lagðar fram til kynningar sjálfsmatsskýrslur leikskóla 2018-2019. Fræðslustjóri og kennsluráðgjafi fóru yfir skýrslurnar og kynntu helstu niðurstöður. Fræðslunefnd fagnar því að innra mat leikskóla er komið í þann farveg sem raun ber vitni. Á síðustu misserum hefur verið unnið að því að formfesta innra matið með þessum hætti líkt og gert er í grunnskólum. Ástæða er til að færa leikskólastjórum og fræðsluþjónustu þakkir fyrir fagleg vinnubrögð hvað þetta varðar. Bókun fundar Afgreiðsla 151. fundar fræðslunefndar staðfest á 392. fundi sveitarstjórnar 15. janúar 2020 með níu atkvæðum.
  • Fræðslunefnd - 151 Þann 22. ágúst s.l. samþykkti fræðslunefnd að skipa starfshóp undir forystu fræðslustjóra til að skoða og meta starfsumhverfi leikskóla. Markmiðið var að skoða hvort og hvernig mætti bæta starfsaðstæður og minnka álag á börn og starfsfólk leikskólanna. Skýrsla, með tillögum til úrbóta, liggur nú fyrir og er lögð fram til kynningar. Fram kom að í fjárhagsáætlun fyrir árið 2020 var fræðsluþjónustunni lagðar sérstaklega til 8 milljónir króna til að koma til móts við tillögur starfshópsins. Fræðslunefnd þakkar starfshópnum fyrir þeirra greiningu og vinnu og telur skýrsluna mikilvægt innlegg í að skapa málefnum leikskóla betra starfsumhverfi til framtíðar litið. Nefndin felur fræðslustjóra að vinna áfram með starfshópnum að útfærslu tillagna og leggja aftur fyrir nefndina. Nefndin ítrekar einnig mikilvægi þess að innra skipulag sé stöðugt í skoðun með tilliti til breytinga á starfsháttum sem auðveldað gætu vinnulag innan skólanna.

    Auður Björk Birgisdóttir, fulltrúi VG og óháðra óskar eftirfarandi bókað:
    VG og óháðir þakka starfsfólki Sveitarfélagsins og starfshóp vinnu þeirra vegna undirbúnings að styttingu vinnuviku leikskólanna, en um er að ræða eitt af áherslumálum VG og óháðra eins og ítarlega er farið yfir í grein sem birt var á feykir.is, þann 17. maí 2018 og ber heitið Stytting vinnuvikunnar hjá sveitarfélaginu Skagafirði, rituð af Álfhildi Leifsdóttur.
    Bókun fundar Álfhildur Leifsdóttir kvaddi sér hljóðs og ítreka bókun sína frá fundi fræðslunefndar.
    VG og óháðir þakka starfsfólki Sveitarfélagsins og starfshóp vinnu þeirra vegna undirbúnings að styttingu vinnuviku leikskólanna, en um er að ræða eitt af áherslumálum VG og óháðra eins og ítarlega er farið yfir í grein sem birt var á feykir.is, þann 17. maí 2018 og ber heitið Stytting vinnuvikunnar hjá sveitarfélaginu Skagafirði, rituð af Álfhildi Leifsdóttur.
    Álfhildur Leifsdóttir VG og óháð
    Bjarni Jónsson VG og óháð

    Laufey Kristín Skúladóttir tók til máls.
    Fulltrúar meirihlutans í sveitarstjórn Sveitarfélagsins Skagafjarðar óska bókað:
    Meirihluti sveitarstjórnar Sveitarfélagsins Skagafjarðar fagnar góðri vinnu starfshóps sem fræðslunefnd skipaði sl. sumar til að skoða og meta starfsumhverfi leikskóla og þakkar fyrir góða vinnu hópsins.
    Meirihlutinn leggur áherslu á að komið verði til móts við tillögur starfshópsins, m.a. hvað varðar tilraunverkefni um styttingu vinnuviku leikskólanna, og að þeir fjármunir sem veitt var í fjárhagsáætlun ársins 2020 til að koma til móts við tillögur starfshópsins verði nýttir í því skyni.

    Afgreiðsla 151. fundar fræðslunefndar staðfest á 392. fundi sveitarstjórnar 15. janúar 2020 með níu atkvæðum.
  • Fræðslunefnd - 151 Lagðar fram til kynningar starfsáætlanir fyrir grunnskóla árið 2019-2020. Bókun fundar Afgreiðsla 151. fundar fræðslunefndar staðfest á 392. fundi sveitarstjórnar 15. janúar 2020 með níu atkvæðum.
  • Fræðslunefnd - 151 Lagðar fram til kynningar sjálfsmatsskýrslur grunnskóla 2018-2019. Fræðslustjóri og kennsluráðgjafi fóru yfir skýrslurnar og kynntu helstu niðurstöður. Sjálfsmatið er faglega unnið og gefur til kynna hvar vel gengur í skólastarfi og hvar úrbóta er þörf. Mikilvægt er að unnið sé skipulega úr niðurstöðum þess og áætlunum um umbætur markvisst hrint í framkvæmd. Bókun fundar Afgreiðsla 151. fundar fræðslunefndar staðfest á 392. fundi sveitarstjórnar 15. janúar 2020 með níu atkvæðum.
  • Fræðslunefnd - 151 Lagt fram erindi frá Ólínu Björk Hjartardóttur vegna sumaropnunar Árvistar. Fræðslunefnd þakkar Ólínu Björk erindið og felur fræðslustjóra að kanna möguleika á því að brúa bilið á milli opnunartíma Árvistar og upphafs SumarTím. Fræðslunefnd telur á hinn bóginn ekki unnt að koma til móts við óskir um gæslu í hádegistímum. Bókun fundar Afgreiðsla 151. fundar fræðslunefndar staðfest á 392. fundi sveitarstjórnar 15. janúar 2020 með níu atkvæðum.
  • Fræðslunefnd - 151 Lögð fram áskorun frá skólaráði Árskóla um að fræðslunefnd Sveitarfélagsins Skagafjarðar beiti sér fyrir því að flýta eins og kostur er hönnun og skipulagi endanlegrar skólalóðar Árskóla, þar sem gert verði ráð fyrir þeim leiktækjum sem skólinn á nú þegar og eru í geymslu á vegum sveitarfélagsins. Þá skorar skólaráð einnig á fræðslunefnd að beita sér fyrir því að haldið verði áfram við endurnýjun á A-álmu skólans. Fræðslunefnd telur mikilvægt að allir skólar í Skagafirði séu vel búnir og mun hér eftir sem hingað til beita sér fyrir uppbyggingu þeirra. Tekið skal fram að á áætlun ársins 2020 er gert ráð fyrir 3 milljónum króna til skipulags lóðarinnar við Árskóla. Að öðru leyti vísar nefndin erindinu til byggðarráðs. Fræðslunefnd samþykkir einnig að kynna erindið í félags- og tómstundanefnd þar sem óskað hefur verið eftir afstöðu skólaráðs til hjólabrettagarðs við skólann. Bókun fundar Afgreiðsla 151. fundar fræðslunefndar staðfest á 392. fundi sveitarstjórnar 15. janúar 2020 með níu atkvæðum.
  • Fræðslunefnd - 151 Niðurstöður Pisa rannsóknar fyrir árið 2018 lagðar fram til kynningar ásamt minnisblaði með samantekt niðurstaðna sem kennsluráðgjafi vann fyrir sveitarfélagið. Fræðslustjóri og kennsluráðgjafi fóru yfir helstu niðurstöður og ræddu umbætur og viðbrögð við skýrslunni. Pisa könnunin er einn af fáum mælikvörðum sem eru samanburðarhæfir á milli skólasvæða á Íslandi og annarra ríkja OECD. Það er einkar mikilvægt fyrir yfirvöld menntamála í landinu að vitað sé hvernig íslenskt menntakerfi stendur í slíkum samanburði. Fræðslunefnd felur skólastjórum að rýna vel niðurstöður og bregðast við þeim með viðeigandi hætti. Bókun fundar Afgreiðsla 151. fundar fræðslunefndar staðfest á 392. fundi sveitarstjórnar 15. janúar 2020 með níu atkvæðum.
  • .9 1906241 Samræmd próf
    Fræðslunefnd - 151 Niðurstöður úr samræmdum könnunarprófum í 4. og 7. bekk sem fram fóru í september s.l. Fræðslustjóri og kennsluráðgjafi fóru yfir helstu niðurstöður þeirra. Fræðslunefnd fagnar góðum niðurstöðum en felur skólastjórum jafnframt að bregðast við þar sem betur má fara. Bókun fundar Afgreiðsla 151. fundar fræðslunefndar staðfest á 392. fundi sveitarstjórnar 15. janúar 2020 með níu atkvæðum.