Félagsmála- og tómstundanefnd
Dagskrá
1.Styrkbeiðni - Afreksíþróttasjóður ungmenna
Málsnúmer 2512169Vakta málsnúmer
Lagður fram tölvupóstur foreldra, iðkenda 8. flokks stúlkna í körfubolta Tindastóls /Skallagríms þar sem sótt er um styrk í afreksíþróttasjóð ungmenna í Skagafirði vegna þátttöku flokksins á fjölliðamóti í Svíþjóð n.k. vor. Með vísan í reglur um afreksíþróttasjóð ungmenna í Skagafirði er erindinu hafnað, þar sem sjóðnum er ætlað að styrkja ungmenni til þátttöku í landsliðsverkefnum. Nefndin óskar iðkendum góðs gengis á mótinu.
2.Gjaldskrá íþróttamannvirkja 2026
Málsnúmer 2508122Vakta málsnúmer
Málið áður á dagskrá 39. fundar nefndarinnar 27. október sl. tekið upp aftur til þess að uppfæra gjaldskrá. Nefndin samþykkir samhljóða uppfærða gjaldskrá og vísar til byggðaráðs.
3.Aðsóknartölur sundlauganna 2025
Málsnúmer 2601113Vakta málsnúmer
Lagt fram minnisblað frá leiðtoga frístunda- og íþróttamála um aðsóknartölur sundlauga í Skagafirði árið 2025. Aðsóknin var með miklum ágætum og voru til að mynda sett tvö aðsóknarmet, annars vegar sóttu tæplega 106.000 gestir allar þrjár laugarnar heim og hins vegar voru gestir í Sundlaug Sauðárkróks rétt rúmlega 57.000 talsins. Alls sóttu rúmlega 25.000 gestir laugina á Hofsósi og í Varmahlíð voru gestir laugarinnar um 23.800 talsins árið 2025.
4.Króksblót 2026 - erindi vegna húsaleigu
Málsnúmer 2601177Vakta málsnúmer
Lagður fram tölvupóstur frá fulltrúa árgangs ´71 á Suðárkróki sem halda Króksblót 7. febrúar n.k. óskað er eftir lækkun leigugjalds á íþróttahúsinu á Sauðárkróki. Nefndin hafnar samhljóða erindinu á forsendum 4. gr. reglna um útleigu íþróttahúsa Skagafjarðar til skemmtanahalds. Nefndin óskar aðilum undirbúningshóps góðs gengis og skemmtunar.
5.Ungmennaráð Skagafjarðar - fundagerðir
Málsnúmer 2301204Vakta málsnúmer
Fundargerð Ungmennaráðs frá 24. október s.l. lögð fram til kynningar. Fundargerðina má nálgast á heimasíðu Skagafjarðar undir aðrar nefndir.
6.Málþing um stefnu í málefnum fatlaðs fólks til framtíðar
Málsnúmer 2512228Vakta málsnúmer
Föstudaginn 23. janúar mun Samband íslenskra sveitarfélaga standa fyrir málþingi um stefnu í málefnum fatlaðs fólks til framtíðar. Markmið málþingsins er að skapa vettvang fyrir opið samtal um framtíðarsýn, stefnumótun og áskoranir í veitingu þjónustu við fatlað fólk. Sveitarstjóri og leiðtogi fatlaðs fólks og eldra fólks sækja málþingið.
7.Fundargerðir öldungaráðs
Málsnúmer 2601066Vakta málsnúmer
Lögð fram til kynningar 3. fundargerð ráðsins frá 8.janúar sl. Fundargerðina má nálgast á heimasíðu Skagafjarðar undir aðrar nefndir.
8.Fundargerðir fagráðs - málefni fatlaðs fólks
Málsnúmer 2601063Vakta málsnúmer
Lögð fram til kynningar fundargerð nr. 42 frá 19. janúar 2026
9.Trúnaðarbók félagsmála- og tómstundanefndar
Málsnúmer 2601068Vakta málsnúmer
Lagt fram eitt mál, fært í trúnaðarbók.
Þorvaldur Gröndal vék af fundi undir þessum lið.
Fundi slitið - kl. 12:00.