Styrkbeiðni - Afreksíþróttasjóður ungmenna
Málsnúmer 2512169
Vakta málsnúmerFélagsmála- og tómstundanefnd - 41. fundur - 22.01.2026
Lagður fram tölvupóstur foreldra, iðkenda 8. flokks stúlkna í körfubolta Tindastóls /Skallagríms þar sem sótt er um styrk í afreksíþróttasjóð ungmenna í Skagafirði vegna þátttöku flokksins á fjölliðamóti í Svíþjóð n.k. vor. Með vísan í reglur um afreksíþróttasjóð ungmenna í Skagafirði er erindinu hafnað, þar sem sjóðnum er ætlað að styrkja ungmenni til þátttöku í landsliðsverkefnum. Nefndin óskar iðkendum góðs gengis á mótinu.