Aðsóknartölur sundlauganna 2025
Málsnúmer 2601113
Vakta málsnúmerFélagsmála- og tómstundanefnd - 41. fundur - 22.01.2026
Lagt fram minnisblað frá leiðtoga frístunda- og íþróttamála um aðsóknartölur sundlauga í Skagafirði árið 2025. Aðsóknin var með miklum ágætum og voru til að mynda sett tvö aðsóknarmet, annars vegar sóttu tæplega 106.000 gestir allar þrjár laugarnar heim og hins vegar voru gestir í Sundlaug Sauðárkróks rétt rúmlega 57.000 talsins. Alls sóttu rúmlega 25.000 gestir laugina á Hofsósi og í Varmahlíð voru gestir laugarinnar um 23.800 talsins árið 2025.