Króksblót 2026 - erindi vegna húsaleigu
Málsnúmer 2601177
Vakta málsnúmerFélagsmála- og tómstundanefnd - 41. fundur - 22.01.2026
Lagður fram tölvupóstur frá fulltrúa árgangs ´71 á Suðárkróki sem halda Króksblót 7. febrúar n.k. óskað er eftir lækkun leigugjalds á íþróttahúsinu á Sauðárkróki. Nefndin hafnar samhljóða erindinu á forsendum 4. gr. reglna um útleigu íþróttahúsa Skagafjarðar til skemmtanahalds. Nefndin óskar aðilum undirbúningshóps góðs gengis og skemmtunar.