Byggðarráð Skagafjarðar
Dagskrá
1.Styrkbeiðni - Smiðjukaffi
Málsnúmer 2507001Vakta málsnúmer
Lagður fram tölvupóstur dagsettur 30. júní 2025 frá verkefnastjóra Smiðjukaffis - menning, samvera og sköpun, þar sem segir að muni opna í hjarta Sauðárkróks í ágúst 2025, í húsnæðinu að Aðalgötu 7 (gamla Mælifell). Smiðjukaffi er nýtt samfélagsverkefni sem sameinar kaffihús, fjölskylduvæna leikaðstöðu, smiðjur, menningarviðburði og skapandi námskeið undir einu þaki. Markmiðið er að byggja upp hlýlegt, opið og líflegt rými þar sem bæjarbúar og gestir geta notið samveru, nærandi matar, lista og sköpunar. Sérstök áhersla er lögð á fría leikaðstöðu allt árið, endurnýtingarsmiðjur, handverksmarkaður, fjölskyldu og krakkasmiðjur og samfélagsviðburði sem efla tengsl, sköpun og gleði í samfélaginu.
Erindið er sent til að kanna hvort sveitarfélagið sjái sér fært að styðja við verkefnið með því að veita styrk til framkvæmda við breytingu á húsnæðinu.
Byggðarráð fagnar framkominni hugmynd en bendir á að styrkir til verkefna eins og þessa er ætlast til að sótt sé um til SSNV, en þangað greiðir sveitarfélagið árlegt framlag. Byggðarráð samþykkir samhljóða að synja erindinu.
Guðlaugur Skúlason vék af fundi við afgreiðslu þessa dagskrárliðar.
Erindið er sent til að kanna hvort sveitarfélagið sjái sér fært að styðja við verkefnið með því að veita styrk til framkvæmda við breytingu á húsnæðinu.
Byggðarráð fagnar framkominni hugmynd en bendir á að styrkir til verkefna eins og þessa er ætlast til að sótt sé um til SSNV, en þangað greiðir sveitarfélagið árlegt framlag. Byggðarráð samþykkir samhljóða að synja erindinu.
Guðlaugur Skúlason vék af fundi við afgreiðslu þessa dagskrárliðar.
2.Væntanleg fjárborg sauðfjáreigenda á Sauðárkróki
Málsnúmer 2506229Vakta málsnúmer
Lagt fram ódagsett erindi móttekið 30. júní 2025 frá Fjáreigendafélagi Sauðárkróks þar sem félagið leggur að sveitarfélaginu að fara að huga að staðsetningu fjárborgar fyrir sauðfjáreigendur í framhaldi af skipulagsvinnu á Nöfum fyrir ofan Sauðárkrók.
Byggðarráð þakkar Fjáreigendafélagi Sauðárkróks innsent erindi og vill ítreka afgreiðslu 72. fundar skipulagsnefndar þann 30. apríl sl. og afgreiðslu 28. fundar landbúnaðar- og innviðanefndar þann 12. júní sl. þar sem bent er á að um framtíðarstefnu sé að ræða. Það liggur því ljóst fyrir að búskapur á Nöfum mun ekki þurfa að víkja fyrir íbúabyggð á næstu áratugum og að skipulagsnefnd er með þessi mál til skoðunar til framtíðar.
Sveinn Úlfarsson fulltrúi Byggðalistans óskar bókað: Undirritaður vill beina því til skipulagsnefndar að skoða hvort hentugt sé að koma upp fjárborgum í fjárhólfinu í Hálsum ofan við golfvöllinn á Sauðárkrók.
Álfhildur Leifsdóttir Vg og óháð óskar bókað: Endurskoðun á aðalskipulagi Skagafjarðar hefur staðið yfir þar sem öllum er frjálst að koma með athugasemdir sem þessar inn í þá vinnu sem væri eðlilegri farvegur fyrir mál sem þetta.
Byggðarráð þakkar Fjáreigendafélagi Sauðárkróks innsent erindi og vill ítreka afgreiðslu 72. fundar skipulagsnefndar þann 30. apríl sl. og afgreiðslu 28. fundar landbúnaðar- og innviðanefndar þann 12. júní sl. þar sem bent er á að um framtíðarstefnu sé að ræða. Það liggur því ljóst fyrir að búskapur á Nöfum mun ekki þurfa að víkja fyrir íbúabyggð á næstu áratugum og að skipulagsnefnd er með þessi mál til skoðunar til framtíðar.
Sveinn Úlfarsson fulltrúi Byggðalistans óskar bókað: Undirritaður vill beina því til skipulagsnefndar að skoða hvort hentugt sé að koma upp fjárborgum í fjárhólfinu í Hálsum ofan við golfvöllinn á Sauðárkrók.
Álfhildur Leifsdóttir Vg og óháð óskar bókað: Endurskoðun á aðalskipulagi Skagafjarðar hefur staðið yfir þar sem öllum er frjálst að koma með athugasemdir sem þessar inn í þá vinnu sem væri eðlilegri farvegur fyrir mál sem þetta.
3.Viðauki 3 við fjárhagsáætlun 2025
Málsnúmer 2505118Vakta málsnúmer
Lögð fram beiðni um gerð viðauka nr. 3, við fjárhagsáætlun ársins 2025. Breytingar í rekstrarviðauka eru með þeim hætti að niðurstaðan er jákvæð um 22.394 þkr. Útsvarstekjur eru hækkaðar um 50 mkr., útgjöld félagsþjónustu lækkuð um 2,8 mkr., útgjöld fræðslumála hækkuð um 38.721 þkr., útgjöld æskulýðs- og íþróttamála hækkuð um 685 þkr. og tekjur SKV-hitaveitu hækkaðar um 9.000 þkr.
Viðaukinn innifelur einnig breytingar á niðurstöðu efnahagsreiknings 2025 þar sem upphafsstaða er nú reiknuð út frá niðurstöðu ársreiknings 2024. Breytingar á framkvæmdaáætlun eru þær að aukið fé er sett í frágang lóðar við nýbyggingu Leikskólans Birkilundar í Varmahlíð, 150 mkr. og endurnýjun götu og -lagna í Víðigrund á Sauðárkróki er frestað til gerðar fjárhagsáætlunar ársins 2026, 96 mkr. Lagt er til að þessum breytingum verði mætt með lækkun handbærs fjár, samtals 31.606 þkr.
Byggðarráð samþykkir samhljóða framlagðan viðauka við fjárhagsáætlun 2025.
Viðaukinn innifelur einnig breytingar á niðurstöðu efnahagsreiknings 2025 þar sem upphafsstaða er nú reiknuð út frá niðurstöðu ársreiknings 2024. Breytingar á framkvæmdaáætlun eru þær að aukið fé er sett í frágang lóðar við nýbyggingu Leikskólans Birkilundar í Varmahlíð, 150 mkr. og endurnýjun götu og -lagna í Víðigrund á Sauðárkróki er frestað til gerðar fjárhagsáætlunar ársins 2026, 96 mkr. Lagt er til að þessum breytingum verði mætt með lækkun handbærs fjár, samtals 31.606 þkr.
Byggðarráð samþykkir samhljóða framlagðan viðauka við fjárhagsáætlun 2025.
4.Beiðni um umsögn - nýtingarleyfi á jarðhita Sólgarðar Fljótum
Málsnúmer 2507012Vakta málsnúmer
Lagður fram tölvupóstur dagsettur 1. júlí 2025 frá Umhverfis- og orkustofnun, þar sem óskað er umsagnar um nýtingarleyfi á jarðhita í landi Sólgarða í Fljótum, L207637. Þess er óskað að athugasemdir berist UOS eigi síðar en 22. júlí 2025.
Byggðarráð sem fer með heimildir sveitarstjórnar í sumarleyfi hennar, skv. 5. mgr. 35. gr. l. 138/2011 samþykkir samhljóða að gera ekki athugasemd við leyfisveitinguna enda er starfsemin í fullu samræmi við skipulag á svæðinu og hefur jákvæð áhrif á íbúa svæðisins sem hafa þá aðgang að hagkvæmri og áreiðanlegri hitaveitu.
Byggðarráð sem fer með heimildir sveitarstjórnar í sumarleyfi hennar, skv. 5. mgr. 35. gr. l. 138/2011 samþykkir samhljóða að gera ekki athugasemd við leyfisveitinguna enda er starfsemin í fullu samræmi við skipulag á svæðinu og hefur jákvæð áhrif á íbúa svæðisins sem hafa þá aðgang að hagkvæmri og áreiðanlegri hitaveitu.
Fundi slitið - kl. 09:57.
Álfhildur Leifsdóttir og Baldur Hrafn Björnsson tóku þátt í fundinum í gegnum fjarfundabúnað.