Lögð fram beiðni um gerð viðauka nr. 3, við fjárhagsáætlun ársins 2025. Breytingar í rekstrarviðauka eru með þeim hætti að niðurstaðan er jákvæð um 22.394 þkr. Útsvarstekjur eru hækkaðar um 50 mkr., útgjöld félagsþjónustu lækkuð um 2,8 mkr., útgjöld fræðslumála hækkuð um 38.721 þkr., útgjöld æskulýðs- og íþróttamála hækkuð um 685 þkr. og tekjur SKV-hitaveitu hækkaðar um 9.000 þkr.
Viðaukinn innifelur einnig breytingar á niðurstöðu efnahagsreiknings 2025 þar sem upphafsstaða er nú reiknuð út frá niðurstöðu ársreiknings 2024. Breytingar á framkvæmdaáætlun eru þær að aukið fé er sett í frágang lóðar við nýbyggingu Leikskólans Birkilundar í Varmahlíð, 150 mkr. og endurnýjun götu og -lagna í Víðigrund á Sauðárkróki er frestað til gerðar fjárhagsáætlunar ársins 2026, 96 mkr. Lagt er til að þessum breytingum verði mætt með lækkun handbærs fjár, samtals 31.606 þkr.
Byggðarráð samþykkir samhljóða framlagðan viðauka við fjárhagsáætlun 2025.
Viðaukinn innifelur einnig breytingar á niðurstöðu efnahagsreiknings 2025 þar sem upphafsstaða er nú reiknuð út frá niðurstöðu ársreiknings 2024. Breytingar á framkvæmdaáætlun eru þær að aukið fé er sett í frágang lóðar við nýbyggingu Leikskólans Birkilundar í Varmahlíð, 150 mkr. og endurnýjun götu og -lagna í Víðigrund á Sauðárkróki er frestað til gerðar fjárhagsáætlunar ársins 2026, 96 mkr. Lagt er til að þessum breytingum verði mætt með lækkun handbærs fjár, samtals 31.606 þkr.
Byggðarráð samþykkir samhljóða framlagðan viðauka við fjárhagsáætlun 2025.