Fara í efni

Væntanleg fjárborg sauðfjáreigenda á Sauðárkróki

Málsnúmer 2506229

Vakta málsnúmer

Byggðarráð Skagafjarðar - 154. fundur - 09.07.2025

Lagt fram ódagsett erindi móttekið 30. júní 2025 frá Fjáreigendafélagi Sauðárkróks þar sem félagið leggur að sveitarfélaginu að fara að huga að staðsetningu fjárborgar fyrir sauðfjáreigendur í framhaldi af skipulagsvinnu á Nöfum fyrir ofan Sauðárkrók.
Byggðarráð þakkar Fjáreigendafélagi Sauðárkróks innsent erindi og vill ítreka afgreiðslu 72. fundar skipulagsnefndar þann 30. apríl sl. og afgreiðslu 28. fundar landbúnaðar- og innviðanefndar þann 12. júní sl. þar sem bent er á að um framtíðarstefnu sé að ræða. Það liggur því ljóst fyrir að búskapur á Nöfum mun ekki þurfa að víkja fyrir íbúabyggð á næstu áratugum og að skipulagsnefnd er með þessi mál til skoðunar til framtíðar.
Sveinn Úlfarsson fulltrúi Byggðalistans óskar bókað: Undirritaður vill beina því til skipulagsnefndar að skoða hvort hentugt sé að koma upp fjárborgum í fjárhólfinu í Hálsum ofan við golfvöllinn á Sauðárkrók.
Álfhildur Leifsdóttir Vg og óháð óskar bókað: Endurskoðun á aðalskipulagi Skagafjarðar hefur staðið yfir þar sem öllum er frjálst að koma með athugasemdir sem þessar inn í þá vinnu sem væri eðlilegri farvegur fyrir mál sem þetta.