Fara í efni

Beiðni um umsögn - nýtingarleyfi á jarðhita Sólgarðar Fljótum

Málsnúmer 2507012

Vakta málsnúmer

Byggðarráð Skagafjarðar - 154. fundur - 09.07.2025

Lagður fram tölvupóstur dagsettur 1. júlí 2025 frá Umhverfis- og orkustofnun, þar sem óskað er umsagnar um nýtingarleyfi á jarðhita í landi Sólgarða í Fljótum, L207637. Þess er óskað að athugasemdir berist UOS eigi síðar en 22. júlí 2025.
Byggðarráð sem fer með heimildir sveitarstjórnar í sumarleyfi hennar, skv. 5. mgr. 35. gr. l. 138/2011 samþykkir samhljóða að gera ekki athugasemd við leyfisveitinguna enda er starfsemin í fullu samræmi við skipulag á svæðinu og hefur jákvæð áhrif á íbúa svæðisins sem hafa þá aðgang að hagkvæmri og áreiðanlegri hitaveitu.