Lagður fram tölvupóstur dagsettur 30. júní 2025 frá verkefnastjóra Smiðjukaffis - menning, samvera og sköpun, þar sem segir að muni opna í hjarta Sauðárkróks í ágúst 2025, í húsnæðinu að Aðalgötu 7 (gamla Mælifell). Smiðjukaffi er nýtt samfélagsverkefni sem sameinar kaffihús, fjölskylduvæna leikaðstöðu, smiðjur, menningarviðburði og skapandi námskeið undir einu þaki. Markmiðið er að byggja upp hlýlegt, opið og líflegt rými þar sem bæjarbúar og gestir geta notið samveru, nærandi matar, lista og sköpunar. Sérstök áhersla er lögð á fría leikaðstöðu allt árið, endurnýtingarsmiðjur, handverksmarkaður, fjölskyldu og krakkasmiðjur og samfélagsviðburði sem efla tengsl, sköpun og gleði í samfélaginu.
Erindið er sent til að kanna hvort sveitarfélagið sjái sér fært að styðja við verkefnið með því að veita styrk til framkvæmda við breytingu á húsnæðinu.
Byggðarráð fagnar framkominni hugmynd en bendir á að styrkir til verkefna eins og þessa er ætlast til að sótt sé um til SSNV, en þangað greiðir sveitarfélagið árlegt framlag. Byggðarráð samþykkir samhljóða að synja erindinu.
Guðlaugur Skúlason vék af fundi við afgreiðslu þessa dagskrárliðar.
Erindið er sent til að kanna hvort sveitarfélagið sjái sér fært að styðja við verkefnið með því að veita styrk til framkvæmda við breytingu á húsnæðinu.
Byggðarráð fagnar framkominni hugmynd en bendir á að styrkir til verkefna eins og þessa er ætlast til að sótt sé um til SSNV, en þangað greiðir sveitarfélagið árlegt framlag. Byggðarráð samþykkir samhljóða að synja erindinu.
Guðlaugur Skúlason vék af fundi við afgreiðslu þessa dagskrárliðar.