Fara í efni

Byggðarráð Skagafjarðar

131. fundur 29. janúar 2025 kl. 12:00 - 13:23 að Sæmundargötu 7a
Nefndarmenn
  • Gísli Sigurðsson formaður
  • Einar Eðvald Einarsson varaform.
  • Sveinn Þ. Finster Úlfarsson varam.
    Aðalmaður: Jóhanna Ey Harðardóttir
  • Álfhildur Leifsdóttir áheyrnarftr.
Starfsmenn
  • Sigfús Ingi Sigfússon sveitarstjóri
  • Baldur Hrafn Björnsson sviðsstjóri stjórnsýslu- og fjármálasviðs
Fundargerð ritaði: Baldur Hrafn Björnsson Sviðsstjóri stjórnsýslu- og fjármálasviðs
Dagskrá
Í upphafi fundar fór formaður þess á leit að taka mál 2406128 Rekstrarsamningur við skíðadeild 2024 á dagskrá fundarins með afbrigðum. Samþykkt samhljóða.

1.Rekstrarsamningur við skíðadeild 2024

Málsnúmer 2406128Vakta málsnúmer

Undir þessum lið sátu Helga Daníelsdóttir fyrir hönd skíðadeildar og Magnús Barðdal fyrir hönd aðalstjórnar Tindastóls, í gegnum fjarfundarbúnað.

Farið yfir áður samþykkt drög rekstrarsamnings við skíðadeild Tindastóls.

Byggðarráð samþykkir samhljóða breytingar á fyrirliggjandi samningi hvað varðar styttra uppsagnarákvæði. Byggðarráð samþykkir jafnframt samhljóða að fela sveitarstjóra að undirbúa gerð viðauka að upphæð 2 milljóna króna til viðhalds á snjótroðurum.

2.Viljayfirlýsing um uppbyggingu á leiguíbúðum í Skagafirði

Málsnúmer 2411194Vakta málsnúmer

Lögð fram viljayfirlýsing sem Skagafjörður og Leigufélagsið Bríet gera með sér um uppbyggingu leiguíbúða í sveitarfélaginu Skagafirði. Með yfirlýsingunni lýsir Leigufélagið Bríet sig reiðubúið til að byggja fjórar eignir í Skagafirði fyrir lok desember 2025 og Skagafjörður mun á móti tryggja aðgengi að gjaldfrjálsum, hagkvæmum lóðum vegna þeirrar íbúðauppbyggingar. Náist ekki samningar eða hugmyndin verður ekki að veruleika fyrir lok árs 2026 falla allar skuldbindingar ofangreindra aðila niður.

Byggðarráð samþykkir samhljóða framlagða viljayfirlýsingu og vísar til afgreiðslu sveitarstjórnar.

3.Álag á gjald skólabílstjóra á vistvænum bifreiðum

Málsnúmer 2501192Vakta málsnúmer

Í grein 8.8.1 Endurskoðunarákvæði, breytingar á samningstíma í útboðslýsingu skólaaksturs frá árinu 2023 er heimild til að greiða hærra kílómetragjald ef bifreið er endurnýjuð á samningstímanum og ný bifreið gengur 100% fyrir hreinum orkugjafa (þ.e. ekki hybrid eða plug in hybrid), t.d. rafmagni, vetni eða metan.

Byggðarráð samþykkir samhljóða að fela sveitarstjóra að afla frekari upplýsinga.

4.Endurhönnun á leiðarkerfi landsbyggðarstrætó

Málsnúmer 2501309Vakta málsnúmer

Fyrir liggur að Vegagerðin hefur ákveðið að endurhanna leiðarkerfi landsbyggðarstrætó. Nokkrar breytingar eru á teikniborðinu en ákveðið hefur verið að leið 57 muni framvegis fara eina ferð á dag í stað tveggja eins og nú er. Eins hefur hugmyndum um nýja akstursleið sem tengir Hvammstanga, Blönduós og Sauðárkrók ekki hlotið fjármögnun og því verður ekki unnið áfram með þá útfærslu eins og að var stefnt.

Byggðarráð mótmælir harðlega fyrirætluðum niðurskurði í almenningssamgöngum milli Akureyrar og Reykjavíkur og harmar að ekki hafi verið horft á hugmyndir íbúa Norðurlands vestra um almenningssamgöngur milli þéttbýlisstaða í landshlutanum. Byggðarráð skorar á innviðaráðherra að taka málið til skoðunar með það í huga að íbúar Norðurlands vestra sitji við sama borð þegar kemur að almenningssamgöngum og aðrir landsmenn. Ekki síst þarf að horfa til þess að almenningssamgöngur eru sérstaklega mikilvægar fyrir eina framhaldsskólann á Norðurlandi vestra ásamt tómstunda- og íþróttastarfi. Er þessi ákvörðun í hróplegu ósamræmi við 3. grein stefnuyfirlýsingar ríkisstjórnar Samfylkingar, Viðreisnar og Flokks fólksins þar sem segir að auka eigi fjárfestingar í samgöngum um land allt.

5.Verkfall leikskólakennara og gjaldtaka

Málsnúmer 2410278Vakta málsnúmer

Byggðarráð samþykkir samhljóða að komi til fyrirhugaðs verkfalls leikskólakennara við leikskólann Ársali á Sauðárkróki muni greiðsluhlutdeild foreldra/forráðamanna barna einungis ná til þeirrar þjónustu sem raunverulega verður hægt að nýta á meðan á verkfallinu stendur.

6.Erindisbréf fastanefnda 2025

Málsnúmer 2501189Vakta málsnúmer

Lögð fram drög að erindisbréfi byggðarráðs Skagafjarðar.

Byggðarráð samþykkir samhljóða framlögð drög að erindisbréfi byggðarráðs Skagafjarðar og vísar til afgreiðslu sveitarstjórnar.

Fundi slitið - kl. 13:23.