Fara í efni

Álag á gjald skólabílstjóra á vistvænum bifreiðum

Málsnúmer 2501192

Vakta málsnúmer

Byggðarráð Skagafjarðar - 131. fundur - 29.01.2025

Í grein 8.8.1 Endurskoðunarákvæði, breytingar á samningstíma í útboðslýsingu skólaaksturs frá árinu 2023 er heimild til að greiða hærra kílómetragjald ef bifreið er endurnýjuð á samningstímanum og ný bifreið gengur 100% fyrir hreinum orkugjafa (þ.e. ekki hybrid eða plug in hybrid), t.d. rafmagni, vetni eða metan.

Byggðarráð samþykkir samhljóða að fela sveitarstjóra að afla frekari upplýsinga.

Byggðarráð Skagafjarðar - 132. fundur - 06.02.2025

Mál áður á dagskrá 131. byggðarráðsfundar þann 29. janúar sl.

Álfhildur Leifsdóttir vék af fundi byggðarráðs undir afgreiðslu málsins.

Umræður teknar um hvernig er rétt að standa að útfærslu endurskoðunarákvæðis í samningum við skólabílstjóra vegna bifreiða sem endurnýjaðar eru með bifreiðum sem ganga að öllu leiti fyrir vistvænum orkugjafa.

Byggðarráð samþykkir samhljóða að veita sviðsstjóra stjórnsýslu- og fjármálasviðs heimild til að greiða 2,5% álag á kílómetragjald fyrir þær leiðir sem eknar eru á bifreiðum sem ganga að öllu leiti fyrir vistvænum orkugjafa, óski samningsaðili eftir að nýta endurskoðunarákvæði samningsins.