Fara í efni

Rekstrarsamningur við skíðadeild 2024

Málsnúmer 2406128

Vakta málsnúmer

Byggðarráð Skagafjarðar - 113. fundur - 18.09.2024

Lögð fram drög að nýjum rekstrarsamningi á milli sveitarfélagsins Skagafjarðar og Skíðadeildar Tindastóls vegna reksturs skíðasvæðisins í Tindastóli. Samningurinn gildir til loka árs 2028.
Byggðarráð samþykkir samningsdrögin samhljóða.

Byggðarráð felur sveitarstjóra jafnframt að undirbúa gerð viðauka vegna samningsins.

Byggðarráð Skagafjarðar - 118. fundur - 23.10.2024

Helga Daníelsdóttir og Sigurður Hauksson, fulltrúar Skíðadeildar Tindastóls sátu fundinn undir þessum lið.

Tekin til umræðu rekstrarsamningur á milli sveitarfélagsins og Skíðadeildar Tindastóls.

Byggðarráð samþykkir samhljóða að fela sveitarstjóra að vinna málið áfram.

Byggðarráð Skagafjarðar - 125. fundur - 04.12.2024

Málið síðast rætt á 118. fundi byggðarráðs 23. október 2024. Skíðadeild Tindastóls hefur sent sveitarfélaginu frekari upplýsingar um rekstur svæðisins.

Byggðarráð samþykkir samhljóða að fela sveitarstjóra að vinna málið áfram í samræmi við umræður á fundinum.