Fara í efni

Veitunefnd Svf Skagafjarðar

68. fundur 04. júní 2020 kl. 13:00 að Sæmundargötu 7a
Nefndarmenn
 • Haraldur Þór Jóhannsson aðalm.
 • Eyrún Sævarsdóttir aðalm.
 • Högni Elfar Gylfason aðalm.
 • Úlfar Sveinsson áheyrnarftr.
Starfsmenn
 • Steinn Leó Sveinsson sviðsstjóri veitu- og framkvæmdasviðs
 • Gunnar Björn Rögnvaldsson
 • Sigfús Ingi Sigfússon sveitarstjóri
 • Valur Valsson verkefnastjóri
 • Axel Kárason
 • Ingibjörg Huld Þórðardóttir
 • Regína Valdimarsdóttir
 • Álfhildur Leifsdóttir
 • Jóhanna Ey Harðardóttir
Fundargerð ritaði: Steinn Leó Sveinsson sviðsstjóri veitu og framkvæmdasviðs
Dagskrá
Sigfús Ingi Sigfússon Sveitarstjóri sat fundinn undir liðum 3,5 og 8.

1.Frágangur á skurðstæði eftir jarðrask, Grafargerði

Málsnúmer 2006001Vakta málsnúmer

Ekki tókst að ljúka við frágang vegna veðurfars. Sviðstjóra falið að sjá til þess að frágangur verði í samræmi við samninga.

2.Hitaveita í Hólminn, fyrirspurn, bréf til veitunefndar.

Málsnúmer 2006002Vakta málsnúmer

Fyrirspurnin var lögð fyrir og rædd. Þessi framkvæmd er ekki á fjárhagsáætlun fyrir árið 2020 og því ekki hægt að framkvæma árið 2020. Sviðsstjóra var falið að meta kostnað og veita frekari upplýsingar.

3.Ljólseiðaravæðing, Mílu og uppbygging innviða

Málsnúmer 2005276Vakta málsnúmer

Fyrirhugaður fundur er með Fjarskiptasjóði föstudaginn 12. júní.
Falið er sviðsstjóra og sveitarstjóra að ræða við Fjarskiptasjóð um stöðu verkefnisins.

4.Víðimelur - frístundabyggð, heitt og kalt vatn

Málsnúmer 2005274Vakta málsnúmer

Málið lagt til kynningar. Málinu vísað afram til Sviðsstjóra.

5.Neyðarlínan 2020, drög að samningi um lagningu ljósleiðara um Þverárfjallsleið og að Tindastóli

Málsnúmer 2006027Vakta málsnúmer

Óskað verður eftir fundi við Mílu um mögulegt samstarf um lagningu ljósleiðara með Neyðarlínunni um Þverárfjallsleið og Einhyrning.

6.Langamýri - ljósleiðari

Málsnúmer 2005245Vakta málsnúmer

Sviðsstjóra falið að vinna að undirbúning og framkvæmd að bæjum í Vallhólma og jafnfræmt að ræða við Akrahrepp um kostnað við tengingu við bæji innan sveitarfélagsmarka Akrahrepps.

7.Hegranes vinnuútboð 2020 - hitaveita og strenglögn

Málsnúmer 2004116Vakta málsnúmer

Farið yfir niðurstöður útboðs og sviðsstjóra falið að ganga til samninga um verkið við Vinnuvélar Símonar ehf.

8.Hitaveita - Hofsós að Neðri Ási og Ásgarði - verkframkvæmd

Málsnúmer 1904025Vakta málsnúmer

Nefndin lýsir yfir ánægju sinni með framkvæmdina og þakkar öllum sem koma að verkinu fyrir vel unnin störf.

Fundi slitið.