Fara í efni

Hitaveita - Hofsós að Neðri Ási og Ásgarði - verkframkvæmd

Málsnúmer 1904025

Vakta málsnúmer

Veitunefnd Svf Skagafjarðar - 58. fundur - 03.04.2019

Föstudaginn 29. mars sl. voru opnuð tilboð í vinnuhluta verksins "Hofsós - Neðri Ás vinnuútboð 2019, hitaveita og strenglögn."
Tvö tilboð bárust í verkið;
Steypustöð Skagafjarðar ehf 145.073.840.-
Vinnuvélar Símonar ehf 117.462.900.-

Kostnaðaráætlun verksins, unnin af Verkfræðistofunni Stoð ehf. hljóðaði upp á 138.829.400.-.

Farið hefur verið yfir tilboðin og fundust engar villur í tilboðum verktaka.

Veitunefnd samþykkir að fela sviðstjóra að ganga frá samningi við lægstbjóðanda, Vinnuvélar Símonar, á grundvelli tilboðs hans.

Veitunefnd Svf Skagafjarðar - 61. fundur - 12.08.2019

Farið var yfir stöðu framkvæmda við lagningu hitaveitu og ljósleiðara frá Hofsósi að Neðra Ási og Ásgarði. Búið er að leggja stofnlögn hitaveitu og ljósleiðara að Marbæli.
Verktakakostnaður við verkið var komið í um 50% af tilboðsupphæð um mánaðarmót júlí / ágúst og telst verkið á áætlun.

Veitunefnd Svf Skagafjarðar - 62. fundur - 25.09.2019

Farið var yfir stöðu framkvæmda við lagningu hitaveitu og ljósleiðara frá Hofsósi að Neðra Ási og Ásgarði. Lagningu stofnlagna er lokið og er vinna við plægingu á heimtaugum hafin. Vinna við sökkla og steyptar plötur vegna dæluhúsa á Hofsósi og Sleitustöðum er einnig hafin. Dæluhúsin verða svo hífð á staðinn þegar frágangi á steyptri plötu er lokið.

Veitunefnd Svf Skagafjarðar - 63. fundur - 15.10.2019

Farið var yfir stöðu framkvæmda við lagningu hitaveitu frá Hofsósi að Neðra Ási og Ásgarði.
Lagningu stofnlagna er lokið og vinna við heimtaugar hafin. Lokið er við lagningu heimtauga að Neðra Ási, Ásgarðsbæjunum og að Smiðsgerði. ð

Veitunefnd Svf Skagafjarðar - 64. fundur - 05.11.2019

Lögð var fram til kynningar verkfundargerð 10. verkfundar vegna lagningar hitaveitu frá Hofsósi að Neðra Ási og Ásgarði.
Vinna við stofnlagnir er lokið og vinna við heimtaugar gengur vel. Vinnu við yfir 90% af lagningu hitaveitu er lokið og yfir 70% af ljósleiðaralögnum.

Veitunefnd Svf Skagafjarðar - 65. fundur - 22.01.2020

Farið var yfir stöðu framkvæmda við hitaveitu frá Hofsósi að Neðra Ási og Ásgarði.
Útboðshluta verksins telst nú lokið en unnið er að frágangi í dælustöðvum.
Stefnt er á að hleypa vatni á stofnlagnir í mars mánuði.

Veitunefnd Svf Skagafjarðar - 66. fundur - 05.03.2020

Farið var yfir stöðu framkvæmda við hitaveitu frá Hofsósi að Ásgarði og Neðra Ási.
Unnið er að frágangi á dælustöðvum og er stefnt á að vatni verði hleypt á stofnlögn í apríl mánuði.

Veitunefnd Svf Skagafjarðar - 68. fundur - 04.06.2020

Nefndin lýsir yfir ánægju sinni með framkvæmdina og þakkar öllum sem koma að verkinu fyrir vel unnin störf.