Fara í efni

Veitunefnd Svf Skagafjarðar

62. fundur 25. september 2019 kl. 10:00 - 11:50 að Sæmundargötu 7a
Nefndarmenn
  • Haraldur Þór Jóhannsson aðalm.
  • Axel Kárason aðalm.
  • Högni Elfar Gylfason aðalm.
  • Úlfar Sveinsson áheyrnarftr.
Starfsmenn
  • Indriði Þór Einarsson sviðsstjóri veitu- og framkvæmdasviðs
  • Árni Egilsson
  • Laufey Kristín Skúladóttir
  • Ingibjörg Huld Þórðardóttir
  • Regína Valdimarsdóttir
  • Álfhildur Leifsdóttir
  • Jóhanna Ey Harðardóttir
Fundargerð ritaði: Indriði Þór Einarsson sviðsstjóri veitu og framkvæmdasviðs
Dagskrá

1.Hitaveita - Hofsós að Neðri Ási og Ásgarði - verkframkvæmd

Málsnúmer 1904025Vakta málsnúmer

Farið var yfir stöðu framkvæmda við lagningu hitaveitu og ljósleiðara frá Hofsósi að Neðra Ási og Ásgarði. Lagningu stofnlagna er lokið og er vinna við plægingu á heimtaugum hafin. Vinna við sökkla og steyptar plötur vegna dæluhúsa á Hofsósi og Sleitustöðum er einnig hafin. Dæluhúsin verða svo hífð á staðinn þegar frágangi á steyptri plötu er lokið.

2.Undirbúningur hitaveituframkvæmda í Hegranesi

Málsnúmer 1908088Vakta málsnúmer

Lögð var fram bókun byggðarráðs frá 21. ágúst sl. þar sem byggðarráð samþykkti að fela veitunefnd að kostnaðargreina og vinna að hönnun hitaveitu í þeim hluta Hegraness sem ekki er þegar tengdur við hitaveitu. Mælst var til þess að þessari vinnu verði hraðað sem kostur er.
Nefndin samþykkir að unnið verði að uppfærðri kostnaðargreiningu og hönnun en gróf drög að hönnun og kostnaðaráætlun liggja þegar fyrir.

3.Jafnréttisáætlun 2018-2022

Málsnúmer 1809026Vakta málsnúmer

Lögð voru fram til umsagnar drög að jafnréttisstefnu og aðgerðaráætlun jafnréttisstefnu. Fjallað var um áætlunina og komu nefndarmenn með nokkrar ábendingar sem þurfa frekari umræðu áður en endanleg áætlun er samþykkt.

4.Erindi frá FISK Seafood vegna Hólalax

Málsnúmer 1906091Vakta málsnúmer

Tekið fyrir erindi frá FISK Seafood ehf. dags. 16. ágúst 2019 varðandi samruna Hólalax og FISK Seafood, þar sem óskað er eftir að veitunefnd fjalli að nýju um réttindi og skyldur Hólalax í kjölfar samruna fyrirtækjanna. Í bréfinu er tilgreint að FISK Seafood hafi með samrunanum yfirtekið öll réttindi og skyldur Hólalax, þ.m.t. varðandi orkuviðskipti.
Veitunefnd fellst á það eftir skoðun málsins að réttindi og skyldur Hólalax gagnvart Skagafjarðarveitum fylgi með samruna fyrirtæksins við FISK Seafood en óskar jafnframt eftir viðræðum við fyrirtækið á grundvelli 8. greinar samnings um orkuviðskipti frá 1991.

5.Fyrirspurn vegna heimæðar fyrir heitt vatn í Fagraholt

Málsnúmer 1906110Vakta málsnúmer

Lögð voru fram drög að kostnaðaráætlun vegna lagningu heimæðar að Fagraholti í Hofsstaðaplássi.
Sviðsstjóra falið að vinna áfram að málinu.

6.Stuðningur við ljósleiðaravæðingu í Sveitarfélaginu Skagafirði

Málsnúmer 1909018Vakta málsnúmer

Lögð voru fram til kynningar drög að samkomulagi við Kaupfélag Skagfirðinga varðandi styrk Kaupfélagsins til ljósleiðaravæðingar í dreifbýli.
Nefndin lýsir ánægju sinni með samkomulagið og þátttöku KS í verkefninu.

7.Ísland ljóstengt 2019 - framkvæmdir

Málsnúmer 1904027Vakta málsnúmer

Farið var yfir stöðu lagningu ljósleiðara samhliða rafstrengs RARIK á svæðinu frá Ásgarði að Vatnsleysu. Lagningu stofnstrengs samhliða rafstreng er lokið og unnið er að lagningu heimtauga.

Fundi slitið - kl. 11:50.