Fara í efni

Veitunefnd Svf Skagafjarðar

50. fundur 05. júlí 2018 kl. 15:00 - 16:00 að Sæmundargötu 7a
Nefndarmenn
  • Haraldur Þór Jóhannsson aðalm.
  • Axel Kárason aðalm.
  • Högni Elfar Gylfason aðalm.
  • Úlfar Sveinsson áheyrnarftr.
Starfsmenn
  • Indriði Þór Einarsson sviðsstjóri veitu- og framkvæmdasviðs
  • Ásta Björg Pálmadóttir sveitarstjóri
  • Gunnar Björn Rögnvaldsson verkefnastjóri
Fundargerð ritaði: Ásta Pálmadóttir sveitarstjóri
Dagskrá

1.Kosning formanns, varaformanns og ritara - veitunefnd

Málsnúmer 1807016Vakta málsnúmer

Lögð fram tillaga um Harald Þór Jóhansson sem formann, Axel Kárason sem varaformann og Högna Elfar Gylfason sem ritara.
Samþykkt samhljóða. Formaður tók við fundarstjórn.

2.Lýtingsstaðahreppur vinnuútboð 2017 - Hitaveita og strenglögn

Málsnúmer 1707145Vakta málsnúmer

Farið var yfir stöðu framkvæmda við hitaveitu og ljósleiðara í Lýtingsstaðahreppi.

3.Ísland ljóstengt 2018 - útboðsverk

Málsnúmer 1804030Vakta málsnúmer

Tilboð voru opnuð í lagningu ljósleiðara í Efri-Byggð og á Reykjaströnd þann 15. júní sl.
Tvo tilboð bárust í verkið;
Steypustöð Skagafjarðar ehf. 42.938.000.-
Vinnuvélar Símonar ehf. 35.060.750.-
Kostnaðaráætlun 37.016.706.-

Sviðstjóra falið að ganga frá samningi við lægstbjóðanda.

4.Ísland ljóstengt 2017 - útboðsverk

Málsnúmer 1704077Vakta málsnúmer

Farið var yfir stöðu framkvæmda við lagningu ljósleiðara á milli Sauðárkróks og Marbælis.

5.Hitaveita Óslandshlíð, Viðvíkursveit og Hjaltadalur

Málsnúmer 1710178Vakta málsnúmer

Farið var yfir ástæður þess að lagningu hitaveitu um Óslandshlíð, Viðvíkursveit og Hjaltadal hefur verið frestað.
Kynntar var fyrir nefndinni mögulegar útfærslur á hitaveitu um svæðið.

Fundi slitið - kl. 16:00.