Fara í efni

Hitaveita Óslandshlíð, Viðvíkursveit og Hjaltadalur

Málsnúmer 1710178

Vakta málsnúmer

Veitunefnd Svf Skagafjarðar - 42. fundur - 02.11.2017

Farið var yfir mögulega kosti vegna hitaveituvæðingar í Óslandshlið, Viðvíkursveit og Hjaltadal.

Veitunefnd Svf Skagafjarðar - 45. fundur - 02.02.2018

Sviðstjóra falið í samráði við Verkfræðistofuna Stoð að finna tíma fyrir kynningarfund vegna hitaveitu um Óslandshlíð, Viðvíkursveit og Hjaltadal í lok febrúar.

Veitunefnd Svf Skagafjarðar - 46. fundur - 09.02.2018

Farið var yfir mögulegar leiðir til lagningar hitaveitu í Óslandshlíð, Viðvíkursveit og Hjaltadal. Bragi Þór Haraldsson frá Verkfræðistofunni Stoð sat fundinn.
Haldinn verður kynningarfundur fyrir íbúa svæðanna miðvikudaginn 28. febrúar kl 20. Fundurinn verður nánar auglýstur síðar.

Veitunefnd Svf Skagafjarðar - 47. fundur - 26.02.2018

Farið var yfir fundarefni kynningarfundar þar sem farið verður yfir möguleika á hitaveitu í Deildardal, Óslandshlíð, Viðvíkursveit og Hjaltadal.
Fundurinn verður haldinn í Grunnskólanum á Hólum í Hjaltadal miðvikudaginn 28. febrúar nk. kl 20.
Bragi Þór Haraldsson, frá Verkfræðistofunni Stoð, sat fundinn.

Veitunefnd Svf Skagafjarðar - 48. fundur - 10.04.2018

Lagðar voru fyrir frumniðurstöður efnagreiningar á vatnssýni úr borholu á Reykjarhól á Bökkum.
Efnagreiningin er unnin af ÍSOR.
Nánar verður gerð grein fyrir niðurstöðum efnagreininga þegar þeim er lokið.

Veitunefnd Svf Skagafjarðar - 50. fundur - 05.07.2018

Farið var yfir ástæður þess að lagningu hitaveitu um Óslandshlíð, Viðvíkursveit og Hjaltadal hefur verið frestað.
Kynntar var fyrir nefndinni mögulegar útfærslur á hitaveitu um svæðið.

Veitunefnd Svf Skagafjarðar - 51. fundur - 17.08.2018

Farið var yfir hönnunardrög og kostnaðaráætlanir vegna hitaveituvæðingar í Óslandshlíð, Viðvíkursveit og Hjaltadal.

Veitunefnd Svf Skagafjarðar - 53. fundur - 29.11.2018

Lögð var fram til kynningar kostnaðaráætlun fyrir hitaveitulögn frá Hofsósi að Neðri-Ás og Ásgarðsbæjum.

Veitunefnd Svf Skagafjarðar - 54. fundur - 21.12.2018

Bragi Þór Haraldsson frá Verkfræðistofunni Stoð ehf fór yfir hönnun og kostnaðaráætlun vegna fyrirhugaðrar lagningar hitaveitu frá Hofsósi að Neðra-Ási og Ásgarðsbæjum.
Veitunefnd samþykkir að unnið verði að útboðsgögnum fyrir efnis- og vinnulið framkvæmdarinnar þannig að unnt verði að hefja framkvæmdir að vori 2019.

Veitunefnd Svf Skagafjarðar - 55. fundur - 08.02.2019

Lagðar voru fyrir fundinn niðurstöður tilboðsopnunar vegna efnisútboðs fyrir lagningu hitaveitu frá Hofsósi að Neðri Ási og Ásgarðsbæjunum.
Alls bárust fjögur tilboð í verkið (tilboðsupphæðir í evrum án vsk);
Ísrör ehf. 408.360
Set ehf. 362.572
Johan Rönning ehf. 412.740
Antares ehf. 463.204

Bragi Þór Haraldsson hjá Verkfræðistofunni Stoð hefur yfirfarið tilboðin og leggur til í umsögn sinni að gengið verði til samninga við lægstbjóðanda, Set ehf.
Veitunefnd samþykkir tilboð frá Set ehf. og felur sviðstjóra að ganga frá samningum um efniskaup vegna verksins.

Veitunefnd Svf Skagafjarðar - 56. fundur - 01.03.2019

Farið var yfir kostnaðaráætlun hitaveitu í Óslandshlíð og Viðvíkursveit.
Nefndin leggur til að boðað verði til kynningafundar vegna verkefnisins þriðjudaginn 12. mars nk. kl 20:30 í Höfðaborg.

Veitunefnd Svf Skagafjarðar - 57. fundur - 12.03.2019

Rætt var um útboð vegna hitaveitu frá Hofsósi að Neðra Ási og Ásgarðsbæjunum.
Nefndin felur sviðstjóra að bjóða verkið út í lokuðu útboði.

Veitunefnd Svf Skagafjarðar - 60. fundur - 13.06.2019

Framkvæmdir við stofnlögn frá Hofsós að Neðra Ási hófust um seinni hluta maí mánaðar.
Búið er að leggja út 1.800m af stofnlögn og lokið við að sjóða saman um 1.500m.
Afgreiðsla á stállögnum hefur tafist og valdið truflunum á framgang verksins.