Fara í efni

Veitunefnd Svf Skagafjarðar

54. fundur 21. desember 2018 kl. 10:00 - 11:40 að Sæmundargötu 7a
Nefndarmenn
  • Haraldur Þór Jóhannsson aðalm.
  • Axel Kárason aðalm.
  • Högni Elfar Gylfason aðalm.
  • Úlfar Sveinsson áheyrnarftr.
Starfsmenn
  • Indriði Þór Einarsson sviðsstjóri veitu- og framkvæmdasviðs
  • Gunnar Björn Rögnvaldsson
Fundargerð ritaði: Indriði Þór Einarsson sviðsstjóri veitu og framkvæmdasviðs
Dagskrá
Bragi Þór Haraldsson frá Verkfræðistofunni Stoð ehf sat fundinn.

1.Hitaveita Óslandshlíð, Viðvíkursveit og Hjaltadalur

Málsnúmer 1710178Vakta málsnúmer

Bragi Þór Haraldsson frá Verkfræðistofunni Stoð ehf fór yfir hönnun og kostnaðaráætlun vegna fyrirhugaðrar lagningar hitaveitu frá Hofsósi að Neðra-Ási og Ásgarðsbæjum.
Veitunefnd samþykkir að unnið verði að útboðsgögnum fyrir efnis- og vinnulið framkvæmdarinnar þannig að unnt verði að hefja framkvæmdir að vori 2019.

2.Skagafjarðarveitur hitaveita - framkvæmdaáætlun 2019-2023

Málsnúmer 1809067Vakta málsnúmer

Farið var yfir hitaveituframkvæmdir næstu ára.
Samþykkt að klára hönnun á hitaveitu í Hegranesi samhliða hönnun á hitaveitu í Óslandshlið, Viðvíkursveit og Hjaltadal.
5 ára framkvæmdaáætlun verður gefin út í janúar 2019.

Fundi slitið - kl. 11:40.