Fara í efni

Skagafjarðarveitur hitaveita - framkvæmdaáætlun 2019-2023

Málsnúmer 1809067

Vakta málsnúmer

Veitunefnd Svf Skagafjarðar - 52. fundur - 11.09.2018

Farið var yfir 5 ára framkvæmdaáætlun hitaveituvæðingar í dreifbýli fyrir árin 2019 til 2023.
Sviðstjóra falið að vinna áfram að undirbúningi áætlunarinnar.
Stefnt er á að kynna framkvæmdaáætlun síðar í haust.

Veitunefnd Svf Skagafjarðar - 54. fundur - 21.12.2018

Farið var yfir hitaveituframkvæmdir næstu ára.
Samþykkt að klára hönnun á hitaveitu í Hegranesi samhliða hönnun á hitaveitu í Óslandshlið, Viðvíkursveit og Hjaltadal.
5 ára framkvæmdaáætlun verður gefin út í janúar 2019.

Veitunefnd Svf Skagafjarðar - 55. fundur - 08.02.2019

Rætt var um framkvæmdaáætlun Skagafjarðarveitna 2019 - 2023.
Verið er að bíða eftir gögnum sem nauðsynleg eru til ákvarðana varðandi uppbyggingu á hitaveitu í dreifbýli á árunum 2019 - 2023.

Veitunefnd Svf Skagafjarðar - 56. fundur - 01.03.2019

Lagt var fyrir minnisblað frá Benedikt Guðmundssyni, Orkustofnun á Akureyri, til Atvinnu- og nýsköpunarráðuneytis vegna hitaveitna í dreifbýli í Skagafirði.
Minnisblaðið er hluti af undirbúningi fyrir framkvæmdaáætlun næstu ára hjá Skagafjarðarveitum þar sem verið er að kanna möguleika á tengingu veitusvæða á Langhúsum og í Hrolleifsdal.
Í minnisblaðinu er tekið saman hverju hitaveituvæðing dreifbýlis í Skagafirði hefur skilað í minni notkun rafmagns vegna rafhitunar.
Árið 2002 var heildarnotkun vegna rafhitunar í Skagafirði tæpar 20GWh og þar af voru 13GWh niðurgreiddar. Í árslok 2018 var heildarnotkun komin niður í 5GWh og þar af 3,6GWh niðurgreiddar.
Heildarframkvæmdakostnaður hitaveitna í dreifbýli frá árinu 2005 eru tæpir 3 milljarðar á núvirði.