Fara í efni

Veitunefnd Svf Skagafjarðar

56. fundur 01. mars 2019 kl. 10:00 - 11:10 að Sæmundargötu 7a
Nefndarmenn
  • Haraldur Þór Jóhannsson aðalm.
  • Axel Kárason aðalm.
  • Högni Elfar Gylfason aðalm.
  • Úlfar Sveinsson áheyrnarftr.
Starfsmenn
  • Indriði Þór Einarsson sviðsstjóri veitu- og framkvæmdasviðs
  • Gunnar Björn Rögnvaldsson verkefnastjóri
  • Valur Valsson verkefnastjóri
Fundargerð ritaði: Indriði Þór Einarsson sviðsstjóri veitu og framkvæmdasviðs
Dagskrá

1.Hitaveita Óslandshlíð, Viðvíkursveit og Hjaltadalur

Málsnúmer 1710178Vakta málsnúmer

Farið var yfir kostnaðaráætlun hitaveitu í Óslandshlíð og Viðvíkursveit.
Nefndin leggur til að boðað verði til kynningafundar vegna verkefnisins þriðjudaginn 12. mars nk. kl 20:30 í Höfðaborg.

2.Ísland ljóstengt - umsókn 2019

Málsnúmer 1811038Vakta málsnúmer

Lagt var fyrir tilboð frá Fjarskiptasjóði sem byggt er á gögnum sem Sveitarfélagið Skagafjörður skilaði inn sem hluta af forvals gögnum í umsóknarferli Ísland ljóstengt 2019.
Í umsókn Sveitarfélagsins var sótt um styrki til tenginga á alls 88 heimilum. Kostnaður vegna þessara tengingar var áætlaður um 164,5 milljónir eða um 2 milljónir pr. tengingu.
Tilboð Fjarskiptasjóðs hljóðar upp á styrki upp á rúmar 70 milljónir af rúmum 110 milljónum sem Sveitarfélagið sótti um.
Nefndin leggur til að tilboði Fjarskiptasjóðs sé tekið og vísar til byggðarráðs vegna aukinna útgjalda Sveitarfélagsins vegna ljósleiðaravæðingar dreifbýlis. Nefndin harmar það að á lokametrum verkefnisins Ísland ljóstengt sé verið að þvinga stærri kostnaðarhluta verkefnisins yfir á Sveitarfélögin í landinu.

3.Skagafjarðarveitur hitaveita - framkvæmdaáætlun 2019-2023

Málsnúmer 1809067Vakta málsnúmer

Lagt var fyrir minnisblað frá Benedikt Guðmundssyni, Orkustofnun á Akureyri, til Atvinnu- og nýsköpunarráðuneytis vegna hitaveitna í dreifbýli í Skagafirði.
Minnisblaðið er hluti af undirbúningi fyrir framkvæmdaáætlun næstu ára hjá Skagafjarðarveitum þar sem verið er að kanna möguleika á tengingu veitusvæða á Langhúsum og í Hrolleifsdal.
Í minnisblaðinu er tekið saman hverju hitaveituvæðing dreifbýlis í Skagafirði hefur skilað í minni notkun rafmagns vegna rafhitunar.
Árið 2002 var heildarnotkun vegna rafhitunar í Skagafirði tæpar 20GWh og þar af voru 13GWh niðurgreiddar. Í árslok 2018 var heildarnotkun komin niður í 5GWh og þar af 3,6GWh niðurgreiddar.
Heildarframkvæmdakostnaður hitaveitna í dreifbýli frá árinu 2005 eru tæpir 3 milljarðar á núvirði.

4.Fyrirspurn varðandi land

Málsnúmer 1901154Vakta málsnúmer

Lagt var fyrir erindi vegna fyrirspurnar um jörðina Hólavelli í Fljótum, þar sem falast er eftir jörðinni til kaups eða leigu.
Erindið hefur verið tekið fyrir hjá landbúnaðarnefnd og byggðarráði sem víðsaði því til veitunefndar að því leiti sem snýr að jarðhitaréttindum jarðarinnar.
Á jörðinni Hólavellir eru tvær borholur HV-01 og HV-02 og eru í eigu Sveitarfélagsins. Nefndin leggur til að jarðhitaréttindi jarðarinnar verði undanskilin verði jörðin Hólavellir seld.

Fundi slitið - kl. 11:10.