Fara í efni

Veitunefnd Svf Skagafjarðar

51. fundur 17. ágúst 2018 kl. 13:00 - 14:15 að Sæmundargötu 7a
Nefndarmenn
  • Haraldur Þór Jóhannsson aðalm.
  • Axel Kárason aðalm.
  • Högni Elfar Gylfason aðalm.
  • Úlfar Sveinsson áheyrnarftr.
Starfsmenn
  • Indriði Þór Einarsson sviðsstjóri veitu- og framkvæmdasviðs
  • Gunnar Björn Rögnvaldsson
  • Stefán Vagn Stefánsson
  • Gísli Sigurðsson
  • Bjarni Jónsson
  • Ólafur Bjarni Haraldsson
Fundargerð ritaði: Indriði Þór Einarsson sviðsstjóri veitu og framkvæmdasviðs
Dagskrá

1.Staða framkvæmda vegna ljósleiðaravæðingar í dreifbýli

Málsnúmer 1808071Vakta málsnúmer

Farið var yfir stöðu framkvæmda við ljósleiðaravæðingu í dreifbýli. Lagningu ljósleiðara er að mestu lokið í Lýtingsstaðahreppi hinum forna að frátöldu Steinsstaðahverfi þar sem unnið er að lagningu um þessar mundir. Lagningu er lokið á milli Marbælis og Sauðárkróks og ídrætti ljósleiðara í fyrirliggjandi ídráttarrör er lokið í Hegranesi. Unnið er að ídrætti ljósleiðara á Hofðaströnd og í Sléttuhlíð og gengur sú vinna vel. Unnið er að plægingu stofnstrengs ljósleiðara á Reykjaströnd og í beinu framhaldi verður farið í plægingu á strengjum í Efribyggð.
Míla vinnur að gerð tengimynda fyrir áðurnefnd svæði og mun fyrsti hluti þeirra liggja fyrir á næstu dögum og verður þá hafist handa við tengivinnu.

2.Samningur við Mílu vegna uppbyggingu ljósleiðarakerfis í dreifbýli

Málsnúmer 1801270Vakta málsnúmer

Lögð voru fyrir fundinn lokadrög að samningi við Mílu um uppbyggingu ljósleiðarakerfis í dreifbýli. Veitunefnd felur formanni og sviðstjóra að ganga frá samningi við Mílu á grundvelli fyrirliggjandi samningsdraga.

3.Skagafjarðarveitur - svæði utan 5 ára framkvæmdaáætlunar

Málsnúmer 1702114Vakta málsnúmer

Farið var yfir hönnunardrög og kostnaðaráætlanir vegna hitaveituvæðingu svæða sem liggja utan 5 ára framkvæmdaáætlunar Skagafjarðarveitna.

4.Hitaveita Óslandshlíð, Viðvíkursveit og Hjaltadalur

Málsnúmer 1710178Vakta málsnúmer

Farið var yfir hönnunardrög og kostnaðaráætlanir vegna hitaveituvæðingar í Óslandshlíð, Viðvíkursveit og Hjaltadal.

5.Drög að borholureglum til umsagnar

Málsnúmer 1808073Vakta málsnúmer

Lögð voru fram drög að Borholureglum frá Orkustofnun til umsagnar.
Umsögn frestað til næsta fundar.

Fundi slitið - kl. 14:15.