Fara í efni

Skagafjarðarveitur - svæði utan 5 ára framkvæmdaáætlunar

Málsnúmer 1702114

Vakta málsnúmer

Veitunefnd Svf Skagafjarðar - 34. fundur - 14.02.2017

Bragi Þór Haraldsson frá Verkfræðistofunni Stoð ehf. mætti á fund nefndarinnar og kynnti kostnaðarútreikninga við hitaveituvæðingu svæða sem liggja utan 5 ára framkvæmdaáætlunnar Skagafjarðarveitna sem nær fram til ársins 2019.

Sviðstjóra er falið að vinna að frekari greiningu á svæðunum.

Veitunefnd Svf Skagafjarðar - 35. fundur - 15.03.2017

Sviðstjóri kynnti nefndarmönnum hagkvæmnisathugun á þeim svæðum sem liggja utan 5 ára áætlunar Skagafjarðarveitna.

Samkvæmt núgildandi framkvæmdaáætlun verður lögð hitaveita í Deildardal, Óslandshlíð, Viðvíkursveit og Hjaltadal árin 2018 og 2019 og eru það síðustu framkvæmdir á áætluninni sem samþykkt var árið 2014.

Mikill áhugi er á hitaveituframkvæmdum hjá íbúum og fasteignaeigendum utan þeirra svæða sem framkvæmdaáætlunin nær til og hefur því á síðustu misserum verið unnið að athugun á þeim svæðum sem raunhæft er að leggja hitaveitu.

Svæðin sem um ræðir eru Efribyggð, norðanvert Hegranes, Reykjaströnd að hluta auk stakra tenginga innan núverandi svæða.

Niðurstöður þessarar athugunar liggja fyrir og verða íbúar og landeigendur hvers svæðis fyrir sig boðaðir á fund veitunefndar þar sem þeim verða kynntar niðurstöður.

Veitunefnd Svf Skagafjarðar - 36. fundur - 06.04.2017

Haldin var kynningarfundur með íbúum Efribyggðar, Hegraness og Reykjastrandar þar sem kynnt voru hönnunardrög af mögulegum hitaveitulögnum um hvert svæði ásamt hagkvæmnisathugun.

Veitunefnd Svf Skagafjarðar - 37. fundur - 12.04.2017

Farið var yfir efni kynningarfundar sem haldin var fimmtudaginn 6. apríl sl. fyrir íbúa og landeigendur í Efribyggð, Hegranesi og Reykjaströnd.

Lögð voru fyrir fundinn drög að bréfi þar sem kannaður er áhugi á hitaveituvæðingu á áðurnefndum svæðum. Drögin samþykkt og sviðstjóra falið að senda bréfið á íbúa og landeigendur.

Veitunefnd Svf Skagafjarðar - 39. fundur - 19.06.2017

Í kjölfar kynningarfundar með íbúum og landeigendum á norðanverðu Hegranesi, Reykjaströnd ásamt Skarði og Veðramóti og Efribyggð voru send út bréf til þess að kanna áhuga á viðkomandi svæðum á mögulegri lagningu hitaveitu um svæðin. Alls voru send út um 38 bréf og hefur til þessa 21 bréfi verið svarað og eru öll svörin jákvæð að einu undanskildu.

Veitunefnd Svf Skagafjarðar - 41. fundur - 25.09.2017

Lögð voru fram til kynningar svör við fyrirspurnum um mögulegra hitaveituframkvæmdir í Efribyggð, á norðanverðu Hegranesi og á Reykjaströnd.
Í kjölfar funda með íbúum sem haldin var í apríl var farið í skriflega áhugakönnun vegna mögulegrar hitaveituvæðingar.
Svörun var mjög góð, alls bárust 26 svör og voru þau öll jákvæð að einu undanskildu.

Veitunefnd Svf Skagafjarðar - 51. fundur - 17.08.2018

Farið var yfir hönnunardrög og kostnaðaráætlanir vegna hitaveituvæðingu svæða sem liggja utan 5 ára framkvæmdaáætlunar Skagafjarðarveitna.