Fara í efni

Lýtingsstaðahreppur vinnuútboð 2017 - Hitaveita og strenglögn

Málsnúmer 1707145

Vakta málsnúmer

Veitunefnd Svf Skagafjarðar - 45. fundur - 02.02.2018

Framkvæmdum við útboðsverk hitaveitu í Lýtingsstaðahreppi lauk að mestu leyti í nóvember sl. Eftir á að þvera Vestari - Jökulsá framan við Goðdali en búið er að plægja hitaveitulögn beggja vegna árinnar.
Unnið er að frágangi við dælu- og borholuhús og loftskilju í landi Hverhóla þessa dagana. Stefnt er að því að hleypa heitu vatni á stofnlögn um mánaðarmótin febrúar / mars.

Veitunefnd Svf Skagafjarðar - 49. fundur - 18.05.2018

Heitu vatni var hleypt á stofnlagnir í Lýtingsstaðahreppi í seinni hluta aprílmánaðar og er þegar búið að hleypa á nokkrar heimtaugar.

Veitunefnd Svf Skagafjarðar - 50. fundur - 05.07.2018

Farið var yfir stöðu framkvæmda við hitaveitu og ljósleiðara í Lýtingsstaðahreppi.