Fara í efni

Sveitarstjórn Sveitarfélagins Skagafjarðar

390. fundur 13. nóvember 2019 kl. 16:15 - 19:00 að Sæmundargötu 7a
Nefndarmenn
  • Einar Eðvald Einarsson 2. varam.
  • Ingibjörg Huld Þórðardóttir aðalm.
  • Laufey Kristín Skúladóttir aðalm.
  • Gísli Sigurðsson aðalm.
  • Regína Valdimarsdóttir forseti
  • Bjarni Jónsson aðalm.
  • Álfhildur Leifsdóttir aðalm.
  • Ólafur Bjarni Haraldsson aðalm.
  • Jóhanna Ey Harðardóttir aðalm.
Starfsmenn
  • Sigfús Ingi Sigfússon sveitarstjóri
  • Friðrik Margeir Friðriksson sviðsstjóri stjórnsýslu- og fjármálasviðs
  • Helga Sigurrós Bergsdóttir ritari
Fundargerð ritaði: Helga Sigurrós Bergsdóttir Stjórnsýsluritari
Dagskrá

1.Byggðarráð Skagafjarðar - 885

Málsnúmer 1910023FVakta málsnúmer

Fundargerð 885. fundar byggðarráðs frá 16. október 2019 lögð fram til afgreiðslu á 390. fundi sveitarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér. Gísli Sigurðsson kynnti fundargerð. Gísli Sigurðsson kvaddi sér hljóðs.
  • Byggðarráð Skagafjarðar - 885 Erindið áður á dagskrá 882. og 883. fundar byggðarráðs. Í framhaldi af vinnu Háskólans á Hólum við sjálfsmatsskýrslu um skólann kom fram vilji hjá háskólaráði að stofnaður yrði starfshópur, skipaður af fulltrúum ráðsins og sveitarfélagsins, til að vinna sameiginlega að sem bestum framgangi Háskólans á Hólum.
    Byggðarráð samþykkir að tilnefna sem aðalmenn, Gísla Sigurðsson, Ólaf Bjarna Haraldsson og Sigfús Inga Sigfússon. Til vara eru tilnefndir Stefán Vagn Stefánsson og Bjarni Jónsson.
    Bókun fundar Afgreiðsla 885. fundar byggðarráðs staðfest á 390. fundi sveitarstjórnar 13. nóvember 2019 með níu atkvæðum.
  • Byggðarráð Skagafjarðar - 885 Á fundi félags- og tómstundanefndar þann 26. ágúst s.l. samþykkti nefndin að leita eftir umfjöllun og umsögn annarra fagnefnda sveitarfélagsins um Jafnréttisstefnu 2018-2022. Byggðarráð samþykkti á 883. fundi sínum að fela sveitarstjóra að gera tillögu að breytingu að Jafnréttisstefnu 2018-2022 og aðgerðaráætlun í samræmi við umræður á fundinum. Tillaga sveitarstjóra lögð fram.
    Byggðarráð samþykkir tillögu sveitarstjóra með breytingum sem gerðar voru á fundinum.
    Bókun fundar Forseti gerir tillögu um að vísa afgreiðslu málsins til liðar nr. 17 Jafnréttisáætlun 2019-2023. Samþykkt samhljóða.
  • Byggðarráð Skagafjarðar - 885 Lagt fram erindi frá Íbúa- og átthagafélagi Fljóta, dagsett 19. september 2019. Íbúa- og átthagafélag Fljóta óskar eftir stuðningi sveitarfélagsins við að koma á laggirnar leikvelli fyrir börn og unglinga í Fljótum.
    Byggðarráð tekur jákvætt í erindið og felur sveitarstjóra og sviðsstjóra veitu- og framkvæmdasviðs að vinna að útfærslu verkefnisins í samráði við hópinn.
    Bókun fundar Afgreiðsla 885. fundar byggðarráðs staðfest á 390. fundi sveitarstjórnar 13. nóvember 2019 með níu atkvæðum.
  • Byggðarráð Skagafjarðar - 885 Lagður fram tölvupóstur frá stjórn íbúasamtakanna Byggjum upp Hofsós og nágrenni, dagsettur 7. október 2019. Íbúasamtökin Byggjum upp Hofsós og nágrenni óska þess að Sveitarfélagið Skagafjörður greiði kostnað við uppsetningu á aparólu sem samtökin og Minningarsjóður Rakelar Pálmadóttur hafa keypt í sameiningu.
    Byggðarráð samþykkir fyrirliggjandi erindi og leggur til þess allt að 715 þúsund krónur og tekur það af fjárhagslið 214890. Byggðarráð leggur áherslu á að í verkefni sem þessu verði tímanlega haft samráð við sveitarfélagið varðandi mögulega aðkomu þess. Byggðarráð fagnar frumkvæði heimamanna í málinu.
    Bókun fundar Afgreiðsla 885. fundar byggðarráðs staðfest á 390. fundi sveitarstjórnar 13. nóvember 2019 með níu atkvæðum.
  • Byggðarráð Skagafjarðar - 885 Lagt fram bréf dagsett 8. október 2019 frá Eignarhaldsfélagi Brunabótafélag Íslands varðandi ágóðahlutagreiðslu 2019. Í hlut sveitarfélagsins koma 1.678.000 krónur. Bókun fundar Afgreiðsla 885. fundar byggðarráðs staðfest á 390. fundi sveitarstjórnar 13. nóvember 2019 með níu atkvæðum.
  • Byggðarráð Skagafjarðar - 885 Lögð fram til kynningar greinargerð um fyrri hugmyndir og tillögur um jarðgöng milli Skagafjarðar og Eyjafjarðar, tekin saman að ósk Sveitarfélagsins Skagafjarðar og Akureyrarbæjar af Hreini Haraldssyni.

    Bókun fundar Gísli Sigurðsson fulltrúi Sjálfstæðisflokks tók til máls og lagði fram tillögu frá Sveitarstjórn Sveitarfélagsins Skagafjarðar sem samþykkt var með níu atkvæðum.
    "Sveitarstjórn fagnar fram kominni þingsályktunartillögu frá Stefáni Vagni Stefánssyni og Bjarna Jónssyni um að að samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra verði falið að láta hefja vinnu við rannsóknir, frumhönnun og mat á hagkvæmni á gerð jarðganga á Tröllaskaga. Um er að ræða gríðarlegt hagsmunamál fyrir landshlutann og hvetur sveitarstjórn alþingi til að veita málinu brautargengi".

    Afgreiðsla 885. fundar byggðarráðs staðfest á 390. fundi sveitarstjórnar 13. nóvember 2019 með níu atkvæðum.
  • Byggðarráð Skagafjarðar - 885 Lagður fram tölvupóstur dagsettur 10. október 2019 frá nefndasviði Alþingis. Efnahags- og viðskiptanefnd Alþingis sendir til umsagnar frumvarp til laga um breytingu á lögum um verslun með áfengi og tóbak, nr. 86/2011 (staðsetning áfengisverslunar), 53. mál.
    Byggðarráð fagnar framkomnu frumvarpi.
    Bókun fundar Afgreiðsla 885. fundar byggðarráðs staðfest á 390. fundi sveitarstjórnar 13. nóvember 2019 með níu atkvæðum.
  • Byggðarráð Skagafjarðar - 885 Lagður fram til kynningar tölvupóstur dagsettur 11. október 2019 frá nefndasviði Alþingis. Velferðarnefnd Alþingis sendir til umsagnar tillögu til þingsályktunar um búsetuöryggi í dvalar- og hjúkrunarrýmum., 41. mál. Bókun fundar Afgreiðsla 885. fundar byggðarráðs staðfest á 390. fundi sveitarstjórnar 13. nóvember 2019 með níu atkvæðum.
  • Byggðarráð Skagafjarðar - 885 Með tölvupósti 4. október 2019 kynnir umhverfis- og auðlindaráðuneytið til samráðs mál nr. 243/2019, "Frumvarp, hollustuhættir og mengunarvarnir (viðaukar)". Umsagnarfrestur er til og með 18.10.2019.
    Byggðarráð samþykkir að fresta afgreiðslu málsins til næsta fundar.
    Bókun fundar Afgreiðsla 885. fundar byggðarráðs staðfest á 390. fundi sveitarstjórnar 13. nóvember 2019 með níu atkvæðum.
  • Byggðarráð Skagafjarðar - 885 Með tölvupósti 4. október 2019 kynnir samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytið til samráðs mál nr. 246/2019, "Drög að Sóknaráætlun Norðurlands vestra 2020-2024". Umsagnarfrestur er til og með 14.10.2019.
    Lagt fram.
    Bókun fundar Afgreiðsla 885. fundar byggðarráðs staðfest á 390. fundi sveitarstjórnar 13. nóvember 2019 með níu atkvæðum.

2.Byggðarráð Skagafjarðar - 886

Málsnúmer 1910029FVakta málsnúmer

Fundargerð 886. fundar byggðarráðs frá 31. október 2019 lögð fram til afgreiðslu á 390. fundi sveitarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér. Gísli Sigurðsson kynnti fundargerð. Álfhildur Leifsdóttir og Gísli Sigurðsson kvöddu sér hljóðs.
  • 2.1 1910106 Atlantic Leather
    Byggðarráð Skagafjarðar - 886 Sjá trúnaðarbók. Bókun fundar Afgreiðsla 886. fundar byggðarráðs staðfest á 390. fundi sveitarstjórnar 13. nóvember 2019 með níu atkvæðum.
  • Byggðarráð Skagafjarðar - 886 Lagt fram bréf frá Húnaþingi vestra, móttekið 21. október 2019, þar sem tilkynnt er um svohljóðandi bókun 1018. fundar byggðarráðs Húnaþings vestra sama dag.
    "1909077 Málefni fatlaðs fólks á Norðurlandi vestra. Á síðustu misserum hefur farið fram undirbúningur innan Húnaþings vestra vegna mögulegrar yfirtöku á málaflokknum um n.k. áramót. Á 1008. fundi byggðarráðs Húnaþings vestra þann 12. ágúst sl. var ákveðið að endurnýja ekki núgildandi samning. Sveitarfélög á Norðurlandi vestra hafa lýst áhuga á að áfram verði samstarf á öllu svæðinu. Í ljósi þessa felur byggðarráð sveitarstjóra að kanna grundvöll fyrir áframhaldandi samstarfi með ákveðnum breytingum frá núgildandi samningi."
    Byggðarráð fagnar niðurstöðu byggðarráðs Húnaþings vestra á 1018. fundi ráðsins og ítrekar fyrri vilja byggðarráðs um samstarf allra sveitarfélaga á Norðurlandi vestra um málefni fatlaðs fólks á svæðinu.
    Bókun fundar Afgreiðsla 886. fundar byggðarráðs staðfest á 390. fundi sveitarstjórnar 13. nóvember 2019 með níu atkvæðum.
  • 2.3 1910232 Viljayfirlýsing
    Byggðarráð Skagafjarðar - 886 Lögð fram drög að viljayfirlýsingu milli Sveitarfélagsins Skagafjarðar og Akrahrepps um uppbyggingu skólamannvirkja í Varmahlíð. Hreppsnefnd Akrahrepps hefur samþykkt viljayfirlýsinguna fyrir sitt leiti á fundi sínum 30. október 2019.
    Byggðarráð samþykkir framlagða viljayfirlýsingu.
    Bókun fundar Forseti gerir tillögu um að vísa afgreiðslu málsins til liðar nr. 18 "Viljayfirlýsing".
    Samþykkt samhljóða
  • Byggðarráð Skagafjarðar - 886 Lagt fram bréf dagsett 11. október 2019 frá skíðadeild Tindastóls þar sem deildin óskar eftir því að fá leyfi til að nefna skíðasvæðið í Tindastóli, AVIS skíðasvæðið í Tindastóli. Skíðadeild Tindastóls er rekstraraðili skíðasvæðisins samkvæmt samningi við Sveitarfélagið Skagafjörð.
    Byggðarráð samþykkir að fresta afgreiðslu erindisins til næsta fundar og óskar eftir afriti af samningnum á milli skíðadeildarinnar og AVIS.

    Álfhildur Leifsdóttir (Vg) leggur fram svohljóðandi tillögu:
    Lagt er til að Sveitarfélagið Skagafjörður móti sér stefnu um með hvaða hætti samningar einkaaðila eru gerðir við íþróttafélög um nafngiftir á íþróttamannvirkjum í eigu sveitarfélagsins.
    Það er mikilvægt að mál af þessum toga fari réttar boðleiðir innan stjórnsýslunnar og að allir sitji þar við sama borð.
    Byggðarráð samþykkir tillöguna og felur sveitarstjóra að koma með tillögu að stefnu.
    Bókun fundar Afgreiðsla 886. fundar byggðarráðs staðfest á 390. fundi sveitarstjórnar 13. nóvember 2019 með níu atkvæðum.
  • Byggðarráð Skagafjarðar - 886 Byggðarráð samþykkir með tveimur atkvæðum Stefáns Vagns Stefánssonar (B) og Gísla Sigurðssonar (D) að beina því til sveitarstjórnar að taka verðtryggt lán hjá Lánasjóði sveitarfélaga ohf. að fjárhæð 74,5 milljónir króna til 15 ára, í samræmi við samþykkta skilmála lánveitingarinnar sem liggja fyrir fundinum. Til tryggingar láninu standa tekjur sveitarfélagsins, sbr. heimild í 2. mgr. 68. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011. Er lánið tekið til framkvæmda eignasjóðs og hitaveitu og vegna endurfjármögnunar afborgana eldri lána hjá Lánasjóðinum, sbr. 3. gr. laga um stofnun opinbers hlutafélags um Lánasjóð sveitarfélaga nr. 150/2006. Jafnframt er Sigfúsi Inga Sigfússyni, kt. 031175-5349, veitt fullt og ótakmarkað umboð til þess f.h. Sveitarfélagsins Skagafjarðar að undirrita lánssamning við Lánasjóð sveitarfélaga ohf. sbr. framangreint, sem og til þess að móttaka, undirrita og gefa út, og afhenda hvers kyns skjöl, fyrirmæli og tilkynningar, sem tengjast lántöku þessari, þ.m.t. beiðni um útborgun láns.
    Álfhildur Leifsdóttir (Vg) óskar bókað að hún sitji hjá við afgreiðslu þessa dagskrárliðar.
    Bókun fundar Forseti gerir tillögu um að vísa afgreiðslu málsins til liðar nr. 19 "Umsókn um langtímalán 2019".
    Samþykkt samhljóða.
  • Byggðarráð Skagafjarðar - 886 Lögð fram tillaga um óbreytta hlutfallstölu útsvars í Sveitarfélaginu Skagafirði á árinu 2020, þ.e. 14,52%.
    Byggðarráð samþykkir að útsvarshlutfall ársins 2020 verði 14,52% og vísar til staðfestingar sveitarstjórnar.
    Bókun fundar Forseti gerir tillögu um að vísa afgreiðslu málsins til liðar nr. 20 "Útsvarshlutfall árið 2020".
    Samþykkt samhljóða.
  • Byggðarráð Skagafjarðar - 886 Álagning fasteignagjalda 2020 rædd.
    Byggðarráð samþykkir að fresta afgreiðslu málsins.

    Bókun fundar Afgreiðsla 886. fundar byggðarráðs staðfest á 390. fundi sveitarstjórnar 13. nóvember 2019 með níu atkvæðum.
  • Byggðarráð Skagafjarðar - 886 Vísað frá 67. fundi Atvinnu- menningar- og kynningarnefndar þann 25. september 2019 til byggaðrráðs.
    Lögð fram gjaldskrá Byggðasafns Skagfirðinga fyrir árið 2020. Gjaldskráin er óbreytt frá árinu 2019.
    Byggðarráð samþykkir afgreiðslu atvinnu-, menningar- og kynningarnefndar og vísar gjaldskránni til afgreiðslu sveitarstjórnar.

    Bókun fundar Forseti gerir tillögu um að vísa afgreiðslu málsins til liðar nr. 21 "Gjaldskrá 2020 Byggðasafn Skagfirðinga - Glaumbær".
    Samþykkt samhljóða.
  • Byggðarráð Skagafjarðar - 886 Farið yfir gögn vegna fjárhagsáætlunar 2020-2024. Bókun fundar Afgreiðsla 886. fundar byggðarráðs staðfest á 390. fundi sveitarstjórnar 13. nóvember 2019 með níu atkvæðum.
  • Byggðarráð Skagafjarðar - 886 Lagt fram ódagsett bréf, móttekið 14. október 2019, frá Alfreð Gesti Símonarsyni umsjónarmanni sundlaugarinnar á Sólgörðum og stjórn Íbúa- og átthagafélags Fljóta varðandi rekstur og viðhald sundlaugarinnar á Sólgörðum í Fljótum. Einnig lögð fram bókun 270. fundar félags- og tómstundanefndar.
    Byggðarráð tekur jákvætt í erindið og vísar því til gerðar fjárhagsáætlunar 2020-2024.
    Bókun fundar Afgreiðsla 886. fundar byggðarráðs staðfest á 390. fundi sveitarstjórnar 13. nóvember 2019 með níu atkvæðum.
  • Byggðarráð Skagafjarðar - 886 Lagður fram tölvupóstur dagsettur 12. október 2019 frá Álfhildi Leifsdóttur þar sem hún óskar eftir svörum við fyrirspurnum hennar vegna Byggðasafns Skagfirðinga. Einnig lögð fram svör við framangreindum fyrirspurnum.
    Byggðarráð samþykkir að fyrirspurnir og svör verði birt á heimasíðu sveitarfélagsins.

    Álfhildur Leifsdóttir, fulltrúi Vinstri grænna og óháðra óskar bókað:
    "Augljóst er að mikill kostnaður hefur hlotist af makaskiptum húsanna Aðalgötu 21 og Minjahússins. Er með ólíkindum að Sveitarfélagið Skagafjörður sé að leigja Minjahúsið, sem áður var í eigu sveitarfélagsins, á rúmar 600 þúsund krónur á mánuði í á annað ár, meðan Aðalgata 21 skilar engum leigutekjum á sama tíma.
    Er það miður að ekki sé gert ráð fyrir föstum sýningarsal fyrir Byggðasafn Skagfirðinga á Sauðárkróki til framtíðar, því verðlaunasafnið yrði mjög líklega einn af þeim seglum sem tíðrætt er um að vanti hér í sveitarfélagið. Má þar sérstaklega nefna gömlu verkstæðin sem þyrftu að fá viðeigandi pláss. Það er því sorglegt að aðstöðuleysi Byggðasafnsins til sýningarhalds hér á Sauðárkróki verði viðvarandi."

    Ólafur Bjarni Haraldsson, fulltrúi ByggðaListans, óskar bókað:
    "Það að fasteigninni að Aðalgötu 16b (Minjahús) var ráðstafað, áður en safninu var fundin varanlegur staður er orðið mjög kostnaðarsamt fyrir sveitarfélagið og má þar nefna yfir 10 milljón króna leigugreiðslur af eigninni. Þrátt fyrir að aðstaðan fyrir varðveislu muna í Minjahúsinu á Sauðárkróki hafi ekki þótt boðleg til langframa, þá hefði verið mun farsælla að finna safninu varanlegan stað áður en eigninni var ráðstafað. Einnig má ætla að núverandi ástand hamli mjög starfsemi Byggðasafnsins og er það miður."

    Fulltrúar meirihluta byggðarráðs, Stefán Vagn Stefánsson, Framsóknarflokki og Gísli Sigurðsson, Sjálfstæðisflokki, óskað bókað:
    "Nú er verið að leggja loka hönd á tímabundið geymsluhúsnæði fyrir byggðasafnið sem mun leysa núverandi húsnæði af hólmi sem uppfyllti ekki kröfur safnsins. Framtíðarsýn varðandi varðveislurými byggðasafnsins er skýr, en gert er ráð fyrir fullkomnu varðveislurýmis í nýju menningarhúsi og fyrir fundinum liggja drög af samningi við mennta- og menningarmálaráðuneytið um byggingu menningarhúss á Sauðárkróki."
    Bókun fundar Álfhildur Leifsdóttir, fulltrúi Vinstri grænna og óháðra óskar bókað: "Augljóst er að mikill kostnaður hefur hlotist af makaskiptum húsanna Aðalgötu 21 og Minjahússins. Er með ólíkindum að Sveitarfélagið Skagafjörður sé að leigja Minjahúsið, sem áður var í eigu sveitarfélagsins, á rúmar 600 þúsund krónur á mánuði í á annað ár, meðan Aðalgata 21 skilar engum leigutekjum á sama tíma. Er það miður að ekki sé gert ráð fyrir föstum sýningarsal fyrir Byggðasafn Skagfirðinga á Sauðárkróki til framtíðar, því verðlaunasafnið yrði mjög líklega einn af þeim seglum sem tíðrætt er um að vanti hér í sveitarfélagið. Má þar sérstaklega nefna gömlu verkstæðin sem þyrftu að fá viðeigandi pláss. Það er því sorglegt að aðstöðuleysi Byggðasafnsins til sýningarhalds hér á Sauðárkróki verði viðvarandi."
    Álfhildur Leifsdóttir og Bjarni Jónsson fulltrúar Vg og óháðra.

    Ólafur Bjarni Haraldsson fulltrúi Byggðalista tók til máls og ítrekar bókun.
    Það að fasteigninni að Aðalgötu 16b (Minjahús) var ráðstafað, áður en safninu var fundin varanlegur staður er orðið mjög kostnaðarsamt fyrir sveitarfélagið og má þar nefna yfir 10 milljón króna leigugreiðslur af eigninni. Þrátt fyrir að aðstaðan fyrir varðveislu muna í Minjahúsinu á Sauðárkróki hafi ekki þótt boðleg til langframa, þá hefði verið mun farsælla að finna safninu varanlegan stað áður en eigninni var ráðstafað. Einnig má ætla að núverandi ástand hamli mjög starfsemi Byggðasafnsins og er það miður.
    Ólafur Bjarni Haraldsson og Jóhanna Ey Harðardóttir fulltrúar Byggðalistans.

    Gísli Sigurðsson fulltrúi Sjálfstæðisflokks, óskað bókað: "Nú er verið að leggja loka hönd á tímabundið geymsluhúsnæði fyrir byggðasafnið sem mun leysa núverandi húsnæði af hólmi sem uppfyllti ekki kröfur safnsins. Framtíðarsýn varðandi varðveislurými byggðasafnsins er skýr, en gert er ráð fyrir fullkomnu varðveislurýmis í nýju menningarhúsi og fyrir fundinum liggja drög af samningi við mennta- og menningarmálaráðuneytið um byggingu menningarhúss á Sauðárkróki."
    Gísli Sigurðsson, Regína Jóhannsdóttir, fulltrúar Sjálfstæðisflokks og Laufey Kristín Skúladóttir, Ingibjörg Huld Þórðardóttir og Einar Einarsson, fulltrúar Framsóknarflokks.

    Afgreiðsla 886. fundar byggðarráðs staðfest á 390. fundi sveitarstjórnar 13. nóvember 2019 með níu atkvæðum.
  • Byggðarráð Skagafjarðar - 886 Lögð fram svohljóðandi bókun 161. fundar umhverfis- og samgöngunefndar frá 15. október 2019.
    "Nýsamþykkt umferðarlög kveða á um að hámarkshraði í þéttbýli skuli standa á heilum tug og má því ekki vera 35 km/klst eins og raunin er á Sauðárkróki í dag. Umhverfis- og samgöngunefnd leggur til að löglegur hámarkshraði verði lækkaður úr 35km/klst niður í 30km/klst á þeim svæðum sem núverandi hraðatakmarkanir ná til."
    Byggðarráð samþykkir breytinguna fyrir sitt leiti og vísar til afgreiðslu sveitarstjórnar.
    Bókun fundar Forseti gerir tillögu um að vísa afgreiðslu málsins til liðar nr. 22 "Ný umferðarlög - hámarks ökuhraði í þéttbýli". Samþykkt samhljóða.
  • Byggðarráð Skagafjarðar - 886 Lagður fram tölvupóstur dagsettur 11. október 2019 frá nefndasviði Alþingis. Velferðarnefnd Alþingis sendir til umsagnar tillögu til þingsályktunar um búsetuöryggi í dvalar- og hjúkrunarrýmum., 41. mál.

    1. Ríki og sveitarfélögum verði skylt að útvega öldruðum, sem hafa gengist undir færni- og heilsumat, dvalar- eða hjúkrunarrými eigi síðar en 60 dögum eftir að niðurstöður mats um að viðkomandi eigi rétt á slíku úrræði liggja fyrir.
    Afstaða byggðarráðs:
    Óraunhæf krafa í núverandi umhverfi öldrunarþjónustu. Hér mætti halda áherslunni á skjóta lausn í málefnum þeirra sem metnir hafa verið í þörf fyrir hjúkrunarrými en heimila sveitarfélögum að nýta fjármagn sem samsvarar kostnaði við hjúkrunarrými ef ekki losnar rými áður en mat rennur út. Samkvæmt núverandi reglum gildir færni- og heilsumat í 12 mánuði.

    2. Færni- og heilsumat skuli gefið út eigi síðar en 10 dögum eftir að umsókn um það berst.
    Afstaða byggðarráðs:
    Hæpið að setja kröfu á heilbrigðisstarfsfólk sem tilgreinir þrengri tímaramma en Stjórnsýslulögin (14 dagar). Jafnframt gert lítið úr fagþekkingu og starfssviði þeirra sem veita umsögn um færni og heilsumat ef bregðast þarf við beiðni um greinargerð um leið og hún berst. Um þessar umsóknir verður að gilda sama meðalhófsregla og um aðrar umsóknir um opinbera þjónustu.

    3. Öldruðum einstaklingum, sem dvalist hafa lengur en 10 daga á sjúkrahúsi án sérstakrar meðferðar, verði útvegað dvalar- eða hjúkrunarrými.
    Afstaða byggðarráðs:
    Í slíkum tilfellum væri mun nær að líta til nágranna landa okkar, t.a.m. Svíþjóðar þar sem sveitarfélög eru beitt sektum ef þau geta ekki tekið á móti fólki sem ekki er lengur í virkri meðferð á sjúkrahúsi. Þó ber að hafa í huga að þar reka sveitarfélögin (kommúnurnar) bæði sjúkrahúsin og nærþjónustuna svo þau eru að hagræða eigin rekstri með aðgerðunum. Algeng ástæða þess að fólk getur ekki útskrifast heim er að heimahjúkrun og heimaþjónusta hafa ekki bolmagn til að þjónusta fólk heima. Árangursríkara væri að efla heilsugæslu t.a.m. með stöðugildum sérmerktum öldrunarþjónustunni (sambærilegt sérhæfingu í meðgöngu- og ungbarnavernd) og færa fjármagn til sveitarfélaga til að sinna stuðningsþjónustu og auka jafnt og þétt í samræmi við breytta aldurssamsetningu þjóðarinnar.

    4. Læknar geti ákveðið að einstaklingur sem bersýnilega þarf að fá vistun í hjúkrunarrými þurfi ekki að undirgangast færni- og heilsumat til þess að fá dvöl á viðeigandi stofnun.
    Afstaða byggðarráðs:
    Með þessari tillögu er gengið fram hjá eðlilegu ferli við vinnslu umsókna um sértæka þjónustu og þverfaglegu samstarfi heilbrigðisstétta. Stakur fagaðili ætti aldrei að geta tekið ákvörðun um varanlega búsetu í hjúkrunarrými.

    5. Maki eða sambúðarmaki heimilismanns á stofnun fyrir aldraða skuli, án tillits til þess hvort hann hafi gengist undir færni- og heilsumat, eiga þess kost að dvelja á stofnun ásamt heimilismanni. Viðkomandi öðlist þá sjálfstæðan rétt sem
    heimilismaður á stofnun fyrir aldraða.
    Afstaða byggðarráðs:
    Hér ætti að leggja áherslu á að veita þjónustu inn á heimili eins mikið og lengi og mögulegt er. Heilbrigður einstaklingur ætti ekki að geta flutt inn í sértækt þjónustuúrræði þar sem veitt er sólarhrings hjúkrunarþjónusta.
    Stuðningur og ráðgjöf við maka og fjölskyldur ætti aftur að vera eðlilegur hluti af ferlinu þegar einstaklingur glímir við langvarandi veikindi. Slíkt ætti að gilda óháð lífaldri og dánarstað.
    Bókun fundar Afgreiðsla 886. fundar byggðarráðs staðfest á 390. fundi sveitarstjórnar 13. nóvember 2019 með níu atkvæðum.
  • Byggðarráð Skagafjarðar - 886 Lagður fram tölvupóstur dagsettur 15. október 2019 frá nefnasviði Alþingis. Umhverfis- og samgöngunefnd Alþingis sendir til umsagnar tillögu um stefnumótandi áætlun í málefnum sveitarfélaga fyrir árin 2019-2033 og aðgerðaáætlun fyrir árin 2019-2023, 148. mál.
    Byggðarráð Sveitarfélagsins Skagafjarðar lýsir yfir ánægju með góða vinnu og undirbúning við tillögu til þingsályktunar um stefnumótandi áætlun ríkisins í málefnum sveitarfélaga og styður framkomnar tillögur.
    Byggðarráð er sammála meginmarkmiðum þingsályktunarinnar um að tryggja sjálfbærar byggðir og sveitarfélög um land allt og að þjónusta samgöngu- og fjarskiptakerfa mæti þörfum samfélagsins.
    Byggðarráð tekur enn fremur undir áherslur um að sveitarfélögin verði öflug og sjálfbær vettvangur lýðræðislegrar starfsemi, að sjálfsstjórn og ábyrgð sveitarfélaga verði virt, og að tryggð verði sem jöfnust réttindi og aðgengi íbúa að þjónustu. Byggðarráð telur aðgerðir þær sem boðaðar eru í þingsályktunartillögunni séu vel til þess fallnar að efla sveitarstjórnarstigið og getu sveitarfélaganna í landinu til að veita íbúum sínum sem besta þjónustu.
    Byggðarráð leggur ríka áherslu á að staðið verði við fjárhagslegan stuðning við sameiningar sveitarfélaganna og að tekjustofnar þeirra verðir styrktir til að auka fjárhagslega sjálfbærni þeirra og getu til að veita öfluga þjónustu í öllum byggðum með jafnræði íbúanna að leiðarljósi.
    Byggðarráð telur enn fremur rétt að leiða eigi til lykta þá vinnu sem nú stendur yfir við endurskoðun á fjármálakafla sveitarstjórnarlaga áður en tekin verður ákvörðun um lækkun skuldaviðmiðs laganna fyrir A- og B-hluta reikningsskila sveitarfélaga.
    Bókun fundar Gísli Sigurðsson fulltrúi Sjálfstæðisflokks,tók til máls og lagði til að sveitarstjórn taki undir bókun byggðarráðs svohljóðandi.

    Sveitarstjórn Sveitarfélagsins Skagafjarðar lýsir yfir ánægju með góða vinnu og undirbúning við tillögu til þingsályktunar um stefnumótandi áætlun ríkisins í málefnum sveitarfélaga og styður framkomnar tillögur. Sveitarstjórn er sammála meginmarkmiðum þingsályktunarinnar um að tryggja sjálfbærar byggðir og sveitarfélög um land allt og að þjónusta samgöngu- og fjarskiptakerfa mæti þörfum samfélagsins. Sveitarstjórn Sveitarfélagins Skagafjarðar tekur enn fremur undir áherslur um að sveitarfélögin verði öflug og sjálfbær vettvangur lýðræðislegrar starfsemi, að sjálfsstjórn og ábyrgð sveitarfélaga verði virt, og að tryggð verði sem jöfnust réttindi og aðgengi íbúa að þjónustu. Sveitarstjórn telur aðgerðir þær sem boðaðar eru í þingsályktunartillögunni séu vel til þess fallnar að efla sveitarstjórnarstigið og getu sveitarfélaganna í landinu til að veita íbúum sínum sem besta þjónustu. Sveitarstjórn Sveitarfélagsins Skagafjarðar leggur ríka áherslu á að staðið verði við fjárhagslegan stuðning við sameiningar sveitarfélaganna og að tekjustofnar þeirra verðir styrktir til að auka fjárhagslega sjálfbærni þeirra og getu til að veita öfluga þjónustu í öllum byggðum með jafnræði íbúanna að leiðarljósi. Sveitarstjórn Sveitarfélagsins Skagafjarðar telur enn fremur rétt að leiða eigi til lykta þá vinnu sem nú stendur yfir við endurskoðun á fjármálakafla sveitarstjórnarlaga áður en tekin verður ákvörðun um lækkun skuldaviðmiðs laganna fyrir A- og B-hluta reikningsskila sveitarfélaga.

    Borið upp til afgreiðslu og samþykkt með níu atkvæðum.

    Afgreiðsla 886. fundar byggðarráðs staðfest á 390. fundi sveitarstjórnar 13. nóvember 2019 með níu atkvæðum.
  • Byggðarráð Skagafjarðar - 886 Lagður fram tölvupóstur dagsettur 17. október 2019 þar sem samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytið kynnir til samráðs mál nr. 257/2019, "Drög að fimmtán ára samgönguáætlun 2020-2034 og fimm ára aðgerðaáætlun 2020-2024". Umsagnarfrestur er til og með 31.10.2019.
    Byggðarráð Sveitarfélagsins Skagafjarðar lýsir yfir miklum vonbrigðum með tillögu að fimmtán ára samgönguáætlun 2020-2034 og fimm ára aðgerðaráætlun 2020-2024.
    Í áætlununum er gert ráð fyrir tæpum 400 m.kr til samgönguframkvæmda í Sveitarfélaginu Skagafirði, af 632,8 milljörðum króna sem alls er úthlutað til samgöngumála á tímabilinu. Þetta gerir 0,06% af úthlutuðu fjármagni til samgöngumála sem renna til framkvæmda í Skagafirði. Ef miðað væri við hlutfall íbúa Skagafjarðar af heildaríbúafjölda landsins og sama hlutfall rynni til Skagafjarða af úthlutuðu fé til samgöngumála, þá ættu ríflega 7,4 milljarðar króna að renna til framkvæmda í samgöngumálum í Skagafirði.
    Sérstök vonbrigði eru að ekki er tekið tillit til umsagnar byggðarráðs við grænbók um stefnu stjórnvalda í málefnum flugrekstrar og flugtengdrar starfsemi á Íslandi. Gerð er alvarleg athugasemd við að ekki sé gert ráð fyrir Sauðárkróksflugvelli sem hluta af flugvöllum í innanlandskerfinu. Um áratugaskeið hefur verið reglubundið áætlunarflug á milli Reykjavíkur og Sauðárkróks og eru væntingar til þess að það hefjist að nýju við innleiðingu „skoskrar leiðar“ í stuðningi við notkun íbúa á landsbyggðinni á innanlandsflugi sem einn þátt nauðsynlegra almenningssamgangna. Ólíðandi er með öllu að Norðurland vestra sé eini landshlutinn utan áhrifasvæðis höfuðborgarinnar sem ekki nýtur flugsamganga við þessa miðstöð stjórnsýslu og þjónustu í landinu. Reglulegt áætlunarflug á milli höfuðborgarinnar Reykjavíkur og Sauðárkróks skiptir mjög miklu máli varðandi samkeppnisstöðu, þjónustu og mannlíf á Norðurlandi vestra. Þá skiptir reglulegt áætlunarflug mjög miklu máli í þjónustu við vaxandi fjölda ferðamanna sem sækja svæðið heim. Nauðsynlegt er að gera breytingar á samgönguáætlun sem gera ráð fyrir Sauðárkróksflugvelli sem hluta af flugvöllum í innanlandskerfi.
    Þá er ólíðandi með öllu að ekki séu markaðar fjárveitingar til neinna vegaframkvæmda í Skagafirði í samgönguáætlun. Enn fremur að ekki sé gert ráð fyrir neinum fjármunum til undirbúnings og framkvæmda við jarðgöng á Mið-Norðurlandi. Brýn þörf er fyrir jarðgöngum á milli Fljóta og Siglufjarðar sem leysa myndu af hólmi hættulegan veg um Almenninga, veg sem hvenær sem er getur sigið og hrunið í sjó fram. Sveitarstjórn Sveitarfélagsins Skagafjarðar og bæjarstjórn Akureyrar sendu jafnframt fyrr á þessu ári frá sér áskorun til stjórnvalda um að fjármagna grunnrannsóknir og samanburð á kostum á legu mögulegra jarðganga undir Tröllaskaga, auk rannsókna á samfélags- og efnahagslegum áhrifum slíkra ganga. Ekki er stafkrók að finna um þann undirbúning í samgönguáætlun.
    Athygli vekur enn fremur hve rýrar fjárveitingar eru til reiðvega í samgönguáætlun en bæta þarf verulega í þann lið. Þá vekur furðu að ekki sé gert ráð fyrir fé til hjólreiðastíga í Skagafirði, einu fjölmennasta sveitarfélagi landsbyggðarinnar þar sem er að finna 4. stærsta þéttbýliskjarnann á landsbyggðinni, utan áhrifasvæðis höfuðborgarinnar á Hvítár/Hvítársvæðinu.
    Þakka ber fyrir það fé sem veitt er til framkvæmda í höfnum Skagafjarðar. Þrátt fyrir ítrekaðar beiðnir til Vegagerðar og samgönguráðuneytis er þó ekki að finna fjárveitingar til kaups á nauðsynlegum dráttarbát í Sauðárkrókshöfn né til framkvæmda við nýjan hafnargarð á Sauðárkróki. Nauðsynlegt er að endurskoða samgönguáætlun og veita fé til beggja verkefna á fimm ára samgönguáætlun.
    Bókun fundar Gísli Sigurðsson fulltrúi Sjálfstæðisflokks, tók til máls og gerði tillögu um að sveitarstjórn taki undir bókun frá fundi byggðarráðs, svohljóðandi:

    Sveitarstjórn Sveitarfélagsins Skagafjarðar lýsir yfir miklum vonbrigðum með tillögu að fimmtán ára samgönguáætlun 2020-2034 og fimm ára aðgerðaráætlun 2020-2024. Í áætlununum er gert ráð fyrir tæpum 400 m.kr til samgönguframkvæmda í Sveitarfélaginu Skagafirði, af 632,8 milljörðum króna sem alls er úthlutað til samgöngumála á tímabilinu. Þetta gerir 0,06% af úthlutuðu fjármagni til samgöngumála sem renna til framkvæmda í Skagafirði.
    Ef miðað væri við hlutfall íbúa Skagafjarðar af heildaríbúafjölda landsins og sama hlutfall rynni til Skagafjarðar af úthlutuðu fé til samgöngumála, þá ættu ríflega 7,4 milljarðar króna að renna til framkvæmda í samgöngumálum í Skagafirði.
    Sérstök vonbrigði eru að ekki er tekið tillit til umsagnar byggðarráðs við grænbók um stefnu stjórnvalda í málefnum flugrekstrar og flugtengdrar starfsemi á Íslandi. Gerð er alvarleg athugasemd við að ekki sé gert ráð fyrir Sauðárkróksflugvelli sem hluta af flugvöllum í innanlandskerfinu. Um áratugaskeið hefur verið reglubundið áætlunarflug á milli Reykjavíkur og Sauðárkróks og eru væntingar til þess að það hefjist að nýju við innleiðingu „skoskrar leiðar“ í stuðningi við notkun íbúa á landsbyggðinni á innanlandsflugi sem einn þátt nauðsynlegra almenningssamgangna. Ólíðandi er með öllu að Norðurland vestra sé eini landshlutinn utan áhrifasvæðis höfuðborgarinnar sem ekki nýtur flugsamganga við þessa miðstöð stjórnsýslu og þjónustu í landinu. Reglulegt áætlunarflug á milli höfuðborgarinnar Reykjavíkur og Sauðárkróks skiptir mjög miklu máli varðandi samkeppnisstöðu, þjónustu og mannlíf á Norðurlandi vestra. Þá skiptir reglulegt áætlunarflug mjög miklu máli í þjónustu við vaxandi fjölda ferðamanna sem sækja svæðið heim. Nauðsynlegt er að gera breytingar á samgönguáætlun sem gera ráð fyrir Sauðárkróksflugvelli sem hluta af flugvöllum í innanlandskerfi. Þá er ólíðandi með öllu að ekki séu markaðar fjárveitingar til neinna vegaframkvæmda í Skagafirði í samgönguáætlun. Enn fremur að ekki sé gert ráð fyrir neinum fjármunum til undirbúnings og framkvæmda við jarðgöng á Mið-Norðurlandi. Brýn þörf er fyrir jarðgöngum á milli Fljóta og Siglufjarðar sem leysa myndu af hólmi hættulegan veg um Almenninga, veg sem hvenær sem er getur sigið og hrunið í sjó fram.
    Sveitarstjórn Sveitarfélagsins Skagafjarðar og bæjarstjórn Akureyrar sendu jafnframt fyrr á þessu ári frá sér áskorun til stjórnvalda um að fjármagna grunnrannsóknir og samanburð á kostum á legu mögulegra jarðganga undir Tröllaskaga, auk rannsókna á samfélags- og efnahagslegum áhrifum slíkra ganga. Ekki er stafkrók að finna um þann undirbúning í samgönguáætlun. Athygli vekur enn fremur hve rýrar fjárveitingar eru til reiðvega í samgönguáætlun en bæta þarf verulega í þann lið. Þá vekur furðu að ekki sé gert ráð fyrir fé til hjólreiðastíga í Skagafirði, einu fjölmennasta sveitarfélagi landsbyggðarinnar þar sem er að finna 4. stærsta þéttbýliskjarnann á landsbyggðinni, utan áhrifasvæðis höfuðborgarinnar á Hvítár/Hvítársvæðinu. Þakka ber fyrir það fé sem veitt er til framkvæmda í höfnum Skagafjarðar. Þrátt fyrir ítrekaðar beiðnir til Vegagerðar og samgönguráðuneytis er þó ekki að finna fjárveitingar til kaups á nauðsynlegum dráttarbát í Sauðárkrókshöfn né til framkvæmda við nýjan hafnargarð á Sauðárkróki. Nauðsynlegt er að endurskoða samgönguáætlun og veita fé til beggja verkefna á fimm ára samgönguáætlun.

    Samþykkt með níu atkvæðum.

    Afgreiðsla 886. fundar byggðarráðs staðfest á 390. fundi sveitarstjórnar 13. nóvember 2019 með níu atkvæðum.
  • Byggðarráð Skagafjarðar - 886 Lagður fram tölvupóstur dagsettur 4. október 2019 þar sem umhverfis- og auðlindaráðuneytið kynnir til samráðs mál nr. 243/2019, "Frumvarp, hollustuhættir og mengunarvarnir (viðaukar)". Umsagnarfrestur var framlengdur til og með 25.10.2019.
    Lögð fram umsögn sem sveitarstjóri sendi inn í samráðsgátt með samþykki byggðarráðsmanna.
    Byggðarráð Sveitarfélagsins Skagafjarðar lýsir yfir andstöðu við drög að breytingum á lögum nr. 7/1998, viðauka sem nú eru til umsagnar í samráðsgátt stjórnvalda. Það sem skortir verulega á er að skýra út hvaða vandamál frumvarpinu sé ætlað að leysa, en almenn sátt er um að Heilbrigðisnefnd Norðurlands vestra veiti leyfi fyrir atvinnurekstri í sveitarfélaginu.
    Flest bendir til þess að markmið frumvarpsins, þ.e. einföldun regluverks í þágu íbúa og atvinnulífs, náist ekki fram með því og snúist jafnvel upp í andhverfu sína.
    Skagfirsk fyrirtæki og Skagfirðingar eiga auðveldara með að fá leiðbeiningar um kröfur sem rekstur þarf að uppfylla hjá Heilbrigðiseftirlitinu á staðnum en að senda ótilgreindar upplýsingar og gögn til Umhverfisstofnunar til þess að skráning taki gildi. Enn er ekki ljóst hvaða gögn þurfa að fylgja með skráningu til að hún taki gildi en ætla má að það taki mið af eðli starfsemi og að ekki verði gerð sama krafa til ryðvarnarverkstæðis og hárgreiðslustofu svo einhver dæmi séu nefnd til sögunnar.
    Áður en lengra er haldið þarf væntanlega að fá upplýsingar um hvort hárgreiðslustofa á Sauðárkróki eða Hofsósi sem starfrækt er hálfan daginn í íbúðagötu fengi áfram gilda skráningu ef frumvarpið næði fram að ganga.
    Kostnaðarauki fyrir lítil fyrirtæki í sveitarfélaginu er óljós. Reynslan sýnir að þegar verkefni hafa verið flutt frá heilbrigðiseftirliti sveitarfélaga til ríkisstofnana hafi allur tilkostnaður aukist til mikilla muna. Eitt skýrasta dæmið er þegar bændur í Hjaltadalnum reyndu fyrir sér með eldi á bleikju sem hliðarbúgrein en þá hækkaði eftirlitsgjaldið úr 22.400 kr. í 187.000 kr.
    Með frumvarpinu er verið að færa Umhverfisstofnun verkefni og tekjur frá Heilbrigðiseftirliti Norðurlands vestra, en áætlað tekjutap eftirlitsins er um 5 milljónir kr. á ári. Með öðrum orðum er verið að boða flutninga á störfum og fjármunum frá sveitarfélögunum til ríkisins sem er algerlega á skjön við stefnu stjórnvalda um að efla og flytja verkefni til sveitarfélaganna.
    Í 6. kafla greinargerðar með frumvarpinu er lagt mat á áhrif þess og þar er boðuð fækkun starfsfólks heilbrigðiseftirlitanna: Hjá heilbrigðisnefndum sveitarfélaga mun frumvarpið leiða til þess að umsvif þeirra við útgáfu starfsleyfa og við reglubundið eftirlit mun minnka frá og með 1. júlí 2020. Það mun hafa í för með sér að tekjur heilbrigðisnefnda af útgáfu starfsleyfa og reglulegu eftirliti mun minnka en á móti kemur að veitt þjónustu dregst að sama skapi saman.
    Ef frumvarpið nær fram að ganga þurfa sveitarfélögin sem bera ábyrgð á rekstrinum að bregðast við með niðurskurði eða með auknu rekstrarframlagi. Frumvarpið setur fjárhagsáætlun Heilbrigðiseftirlits Norðurlands vestra í uppnám fyrir árið 2020.
    Samantekt: Farið er fram á að frumvarpið verði dregið til baka eða framlagningu þess frestað, a.m.k. þar til betri mynd verður komin á eftirfarandi þætti: 1. Skýra út hvaða vandamál frumvarpinu er ætlað að leysa. 2. Skýra nánar verkferla og kröfur sem gerðar verða til þess að skráning taki gildi. 3. Upphæð skráningargjalds.
    Bókun fundar Afgreiðsla 886. fundar byggðarráðs staðfest á 390. fundi sveitarstjórnar 13. nóvember 2019 með níu atkvæðum.
  • Byggðarráð Skagafjarðar - 886 Lagður fram tölvupóstur dagsettur 11. október 2019 þar sem umhverfis- og auðlindaráðuneytið kynnir til samráðs mál nr. 253/2019 - Verkefni nefndar um stofnun þjóðgarðs á miðhálendinu. Umsagnarfrestur er til og með 31.10.2019.
    Byggðarráð Sveitarfélagsins Skagafjarðar vill árétta fyrri athugasemd þess um málið hvað varðar það að aðeins er óskað eftir umsögnum um þætti sem lúta að skipulagi og mörkum þjóðgarðs á miðhálendinu en ekki um kosti og galla þess yfir höfuð að stofna þjóðgarðinn.
    Má í því sambandi geta þess að á miðhálendinu er fjöldi svæða sem eru friðlýst. Velta má fyrir sér hvort ríkið ætti að sinna friðlýstum svæðum betur en nú er gert hvað varðar fjárhagslegan og faglegan grundvöll þeirra áður en ráðist er í stofnun nýs þjóðgarðs á miðhálendinu.
    Með stofnun þjóðgarðs á miðhálendinu er verið að færa hluta skipulagsvalds sveitarfélaganna yfir til stjórnunar- og verndaráætlana sem binda hendur sveitarfélaganna hvað varðar uppbyggingu innviða og vernd og nýtingu á umræddum svæðum. Með öðrum orðum er verið að skerða skipulagsvald sveitarfélaganna. Má í tengslum við það nefna að stærstur hluti þess svæðis sem tillagan gerir ráð fyrir að þjóðgarður nái til er afréttareign í þjóðlendu. Í því felast m.a. mikilvægir hagsmunir fyrir atvinnustarfsemi í Sveitarfélaginu Skagafirði og getur kallað á ýmis konar breytingar varðandi umferð, girðingar, nýtingu afréttareignar innan þjóðgarðs og aðra þætti sem tengist valdheimildum sveitarfélagsins.
    Tillaga um afmörkun þjóðgarðsins tekur ekki mið af aðalskipulagi sveitarfélaga. Þá er ekki fjallað um hvert skuli vera gildi aðalskipulaga varðandi afmörkun svæðisins. Kort með tillögum að afmörkun þjóðgarðssvæðisins eru ekki nægjanlega skýr svo hægt sé að bera saman tillöguna við aðalskipulag Sveitarfélagsins Skagafjarðar með nákvæmum hætti.
    Byggðarráð varpar fram þeirri tillögu til að sætta sjónarmið að hin svokölluðu svæðisráð yrðu aðeins ráðgefandi hvað varðar þætti sem lúta að skipulagsmálum en skipulagsvaldið yrði áfram hjá sveitarfélögunum í landinu.
    Mörk þjóðgarðs virðast fyrst og fremst eiga að ráðast af eignarhaldi eða ráðstöfunarrétti ríkisins á landi, þ.e. þjóðlendum, en ekki sjálfstæðu mati á þörf fyrir friðun einstakra landsvæða á faglegum forsendum þar sem tekið er ríkt tillit til fjölmargra hagaðila sem þyrftu að koma að málinu.
    Byggðarráð Sveitarfélagsins Skagafjarðar gerir verulega fyrirvara við að afmörkun miðhálendisþjóðgarðs verði innan sveitarfélagsins að svo stöddu og miðað við þær forsendur sem byggt er á í fyrirliggjandi tillögu. Allar tillögur í þeim efnum þurfa að byggjast á hagsmunum og aðkomu heimaaðila á hverju svæði fyrir sig.
    Byggðarráð Sveitarfélagsins Skagafjarðar áréttar jafnframt fyrri kröfu sína um að teknar verði saman upplýsingar um stöðu annarra þjóðgarða, rekstrargrundvöll þeirra og hvernig mat heimamanna á hverjum stað fyrir sig er á að til hafi tekist, áður en lengra er haldið áfram með undirbúning þjóðgarðs á miðhálendinu.

    Álfhildur Leifsdóttir Vg og óháð áréttar eftirfarandi:
    Miðhálendisþjóðgarður sem er í stjórnarsáttmála núverandi ríkisstjórnar stuðlar að náttúrvernd á einstöku svæði sem geymir fágætan gróður og sérstæðar jarðmyndanir. Hann yrði sá stærsti í Evrópu með tilheyrandi aðdráttarafli. Rannsókn sem gerð hefur verið á 12 svæðum hérlendis sýnir að beinn efnahagslegur ávinningur er ótvíræður af friðlýstum svæðum. Fyrir hverja krónu sem ríkið leggur til friðlýstra svæða skila að meðaltali 23 krónur sér til baka.
    Þjóðgarðurinn skapar störf bæði í þjónustu og landvörslu sem mikilvægt er tryggja að verði í heimabyggð.
    Leggja þarf áherslu á að unnið verði náið með heimamönnum í öllu ferlinu og hagsmuna heimafólks og sérstaklega bænda gætt í hvívetna.
    Bókun fundar Álfhildur Leifsdóttir fulltrúi Vg og óháðra, tók til máls og ítrekar bókun sína frá fundi byggðarráðs svohljóðandi:

    Miðhálendisþjóðgarður sem er í stjórnarsáttmála núverandi ríkisstjórnar stuðlar að náttúrvernd á einstöku svæði sem geymir fágætan gróður og sérstæðar jarðmyndanir. Hann yrði sá stærsti í Evrópu með tilheyrandi aðdráttarafli. Rannsókn sem gerð hefur verið á 12 svæðum hérlendis sýnir að beinn efnahagslegur ávinningur er ótvíræður af friðlýstum svæðum. Fyrir hverja krónu sem ríkið leggur til friðlýstra svæða skila að meðaltali 23 krónur sér til baka. Þjóðgarðurinn skapar störf bæði í þjónustu og landvörslu sem mikilvægt er tryggja að verði í heimabyggð. Leggja þarf áherslu á að unnið verði náið með heimamönnum í öllu ferlinu og hagsmuna heimafólks og sérstaklega bænda gætt í hvívetna.

    Afgreiðsla 886. fundar byggðarráðs staðfest á 390. fundi sveitarstjórnar 13. nóvember 2019 með níu atkvæðum.
  • Byggðarráð Skagafjarðar - 886 Lagður fram til kynningar tölvupóstur dagsettur 15. október 2019 frá samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytinu þar sem ráðuneytið kynnir ráðstefnu, Nordregio Forum 2019, 27.-28. nóvember 2019 í Hörpu, Reykjavík. "Hæfni svæða með seiglu (Skills for resilient regions)". Bókun fundar Afgreiðsla 886. fundar byggðarráðs staðfest á 390. fundi sveitarstjórnar 13. nóvember 2019 með níu atkvæðum.
  • Byggðarráð Skagafjarðar - 886 Lagt fram til kynningar afrit af bréfi dagsettu 3. október 2019, frá Landssamtökunum Þroskahjálp til félagsmálaráðuneytisins varðandi samstarf sveitarfélaga á Norðurlandi vestra í málefnum fatlaðs fólks. Bókun fundar Afgreiðsla 886. fundar byggðarráðs staðfest á 390. fundi sveitarstjórnar 13. nóvember 2019 með níu atkvæðum.
  • Byggðarráð Skagafjarðar - 886 Lagt fram bréf frá Capacent, móttekið 24. október 2019 varðandi sameiningar sveitarfélaga m.t.t. þingsályktunartillögu samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra um stefnu í málefnum sveitarfélaga. Fyrirtækið óskar eftir samtali við sveitarstjórn til að kynna þá aðstoð sem Capacent gæti veitt við forskoðun á kostum sameiningar sveitarfélaga. Bókun fundar Afgreiðsla 886. fundar byggðarráðs staðfest á 390. fundi sveitarstjórnar 13. nóvember 2019 með níu atkvæðum.
  • Byggðarráð Skagafjarðar - 886 Lagðar fram óendurskoðaðar upplýsingar úr rekstri sveitarfélagsins og stofnana fyrir tímabilið janúar-ágúst 2019. Niðurstaða rekstrar í A og B hluta er innan marka fjárhagsáætlunar og gefur fyrirheit um að niðurstaða ársins verði betri en áætlað var. Bókun fundar Afgreiðsla 886. fundar byggðarráðs staðfest á 390. fundi sveitarstjórnar 13. nóvember 2019 með níu atkvæðum.

3.Byggðarráð Skagafjarðar - 887

Málsnúmer 1911001FVakta málsnúmer

Fundargerð 887. fundar byggðarráðs frá 7. nóvember 2019 lögð fram til afgreiðslu á 390. fundi sveitarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér. Gísli Sigurðsson kynnti fundargerð. Enginn kvaddi sér hljóðs.
  • 3.1 1305108 Faxatorg 1
    Byggðarráð Skagafjarðar - 887 Lagðir fram fjármögnunarleigusamningar um Faxatorg 1, efri hæð.
    Byggðarráð samþykkir að fela sveitarstjóra og sviðsstjóra stjórnsýslu- og fjármálasviðs að vinna með málið áfram.
    Bókun fundar Afgreiðsla 887. fundar byggðarráðs staðfest á 390. fundi sveitarstjórnar 13. nóvember 2019 með níu atkvæðum.
  • Byggðarráð Skagafjarðar - 887 Málinu vísað frá 270. fundi félags- og tómstundanefndar þann 23. október 2019.
    "Félags - og tómstundanefnd samþykkir að greiðsluviðmið jafnaðarstunda í NPA samningum árið 2019 taki mið af útreikningum NPA miðstöðvarinnar svf. og jafnframt að taka upp þrjá mismunandi taxta sem endurspegla þarfir notenda þjónustunnar. Jafnaðarstund NPA samninga sem kveður á um aðstoð allan sólarhringinn þar sem notandi getur ekki nýtt sér hvíldarvaktir, skv. bókun 1 í sérkjarasamningi NPA miðstöðvar við Eflingu/SGS, nemur 4.913,04 kr. á klukkustund. Jafnaðarstund NPA samnings sem kveður á um aðstoð allan sólarhringinn hjá notanda sem getur nýtt sér hvíldarvaktir, nemur 4.476,54 kr. á klukkustund. Jafnaðarstund NPA samnings þar sem ekki er gert ráð fyrir næturvinnu, þ.e. hvorki hvíldarvöktum né vakandi næturvöktum, nemur 4.733,62 kr.
    Þessar breytingar gildi afturvirkt frá 1. apríl sl.
    Vegna viðbótarframlaga vegna námskeiða aðstoðarfólks skal reikna allt að 20 tímum fyrir hvern starfsman á ári. Félags- og tómstundanefnd samþykkir tillöguna fyrir sitt leyti en vísar málinu jafnframt til byggðarráðs."
    Byggðarráð samþykkir tillögu félags- og tómstundanefndar og vísar til staðfestingar sveitarstjórnar.


    Bókun fundar Forseti gerir tillögu um að vísa afgreiðslu málsins til liðar nr. 23 "Notendastýrð persónuleg aðstoð 2019".
    Samþykkt samhljóða.
  • 3.3 1909254 Launastefna
    Byggðarráð Skagafjarðar - 887 Lögð fram launastefna Sveitarfélagsins Skagafjarðar.
    Byggðarráð samþykkir fyrirliggjandi launastefnu sveitarfélagsins og vísar til afgreiðslu sveitarstjórnar.

    Bókun fundar Forseti gerir tillögu um að vísa afgreiðslu málsins til liðar nr. 24 Launastefna"
    Samþykkt samhljóða.
  • Byggðarráð Skagafjarðar - 887 Lagt fram bréf dagsett 4. október 2019 frá Ingimar Jóhannssyni fyrir hönd sóknarnefndar Sauðárkrókskirkju þar sem óskað er eftir að sveitarfélagið komi að áframhaldandi frágangi á veg- og bílastæði við kirkjugarðshúsið í Sauðárkrókskirkjugarði.
    Byggðarráð samþykkir að fela sveitarstjóra að eiga fund með fulltrúum sóknarnefndarinnar vegna erindisins.
    Bókun fundar Afgreiðsla 887. fundar byggðarráðs staðfest á 390. fundi sveitarstjórnar 13. nóvember 2019 með níu atkvæðum.
  • Byggðarráð Skagafjarðar - 887 Lögð fram fjárhagsáætlun sveitarfélagsins og stofnana fyrir árin 2020-2024.
    Byggðarráð samþykkir að vísa áætluninni til fyrri umræðu í sveitarstjórn.
    Bókun fundar Forseti gerir tillögu um að vísa afgreiðslu málsins til liðar nr. 41 "Fjárhagsáætlun 2020 - 2024".
    Samþykkt samhljóða.
  • Byggðarráð Skagafjarðar - 887 Lögð fram drög að breytingu á reglum um afslátt tekjulágra elli- og örorkulífeyrisþega af fasteignaskatti 2020. Bókun fundar Afgreiðsla 887. fundar byggðarráðs staðfest á 390. fundi sveitarstjórnar 13. nóvember 2019 með níu atkvæðum.
  • Byggðarráð Skagafjarðar - 887 Erindinu vísað frá 64. fundi veitunefndar. Lögð fram tillaga að gjaldskrá hitaveitu frá og með 1. janúar 2020.
    Byggðarráð samþykkir gjaldskrána með tveimur atkvæðum og vísar henni til afgreiðslu sveitarstjórnar. Bjarni Jónsson óskar bókað að hann sitji hjá við afgreiðslu málsins.
    Bókun fundar Forseti gerir tillögu um að vísa afgreiðslu málsins til liðar nr. 25 "Gjaldskrá hitaveitu 2020".
    Samþykkt samhljóða.
  • Byggðarráð Skagafjarðar - 887 Erindinu vísað frá 64. fundi veitunefndar. Lögð fram tillaga að gjaldskrá vatnsveitu frá og með 1. janúar 2020.
    Byggðarráð samþykkir gjaldskrána og vísar henni til afgreiðslu sveitarstjórnar.
    Bókun fundar Forseti gerir tillögu um að vísa afgreiðslu málsins til liðar nr. 26 "Gjaldskrá Vatnsveitu 2020".
    Samþykkt samhljóða.
  • Byggðarráð Skagafjarðar - 887 Erindinu vísað frá 69. fundi atvinnu-. menningar- og kynningarnefndar. Lögð fram tillaga að gjaldskrá Listasafns Skagfirðinga frá og með 1. janúar 2020.
    Byggðarráð samþykkir gjaldskrána og vísar henni til afgreiðslu sveitarstjórnar.
    Bókun fundar Forseti gerir tillögu um að vísa afgreiðslu málsins til liðar nr. 27 "Gjaldskrá 2020 - Listasafn Skagfirðinga".
    Samþykkt samhljóða.
  • Byggðarráð Skagafjarðar - 887 Erindinu vísað frá 69. fundi atvinnu-, menningar- og kynningarnefndar. Lögð fram tillaga að gjaldskrá Héraðsbókasafns Skagfirðinga frá og með 1. janúar 2020.
    Byggðarráð samþykkir gjaldskrána og vísar henni til afgreiðslu sveitarstjórnar.
    Bókun fundar Forseti gerir tillögu um að vísa afgreiðslu málsins til liðar nr. 28 "Gjaldskrá 2020 - Héraðsbókasafn".
    Samþykkt samhljóða.
  • Byggðarráð Skagafjarðar - 887 Erindinu vísað frá 69. fundi atvinnu-, menningar- og kynningarnefndar. Lögð fram tillaga að gjaldskrá Héraðsskjalasafns Skagfirðinga frá og með 1. janúar 2020.
    Byggðarráð samþykkir gjaldskrána og vísar henni til afgreiðslu sveitarstjórnar.
    Bókun fundar Forseti gerir tillögu um að vísa afgreiðslu málsins til liðar nr. 29 "Gjaldskrá 2020 - Héraðsskjalasafn Skagfirðinga".
    Samþykkt samhljóða.
  • Byggðarráð Skagafjarðar - 887 Erindinu vísað frá 271. fundi félags- og tómstundanefndar. Lögð fram tillaga að gjaldskrá Húss frítímans frá og með 1. janúar 2020.
    Byggðarráð samþykkir gjaldskrána og vísar henni til afgreiðslu sveitarstjórnar.
    Bókun fundar Forseti gerir tillögu um að vísa afgreiðslu málsins til liðar nr. 30 "Gjaldskrá Húss frítímans 2020".
    Samþykkt samhljóða.
  • Byggðarráð Skagafjarðar - 887 Erindinu vísað frá 271. fundi félags- og tómstundanefndar. Lögð fram tillaga að gjaldskrá íþróttamannvirkja frá og með 1. janúar 2020.
    Byggðarráð samþykkir gjaldskrána með tveimur atkvæðum og vísar henni til afgreiðslu sveitarstjórnar. Bjarni Jónsson óskar bókað að hann sitji hjá við afgreiðslu málsins.
    Bókun fundar Forseti gerir tillögu um að vísa afgreiðslu málsins til liðar nr. 31 "Gjaldskrá íþróttamannvirkja 2020".
    Samþykkt samhljóða.
  • Byggðarráð Skagafjarðar - 887 Erindinu vísað frá 271. fundi félags- og tómstundanefndar. Lögð fram tillaga að gjaldskrá Dagdvalar aldraðra frá og með 1. janúar 2020.
    Byggðarráð samþykkir gjaldskrána með tveimur atkvæðum og vísar henni til afgreiðslu sveitarstjórnar. Bjarni Jónsson óskar bókað að hann sitji hjá við afgreiðslu málsins.
    Bókun fundar Forseti gerir tillögu um að vísa afgreiðslu málsins til liðar nr. 32 "Gjaldskrá Dagdvalar aldraðra 2020".
    Samþykkt samhljóða.
  • Byggðarráð Skagafjarðar - 887 Erindinu vísað frá 271. fundi félags- og tómstundanefndar. Lögð fram tillaga að gjaldskrá heimaþjónustu frá og með 1. janúar 2020.
    Byggðarráð samþykkir gjaldskrána og vísar henni til afgreiðslu sveitarstjórnar.
    Bókun fundar Forseti gerir tillögu um að vísa afgreiðslu málsins til liðar nr. 33 "Gjaldskrá heimaþjónustu 2020".
    Samþykkt samhljóða.
  • Byggðarráð Skagafjarðar - 887 Erindinu vísað frá 271. fundi félags- og tómstundanefndar. Lögð fram tillaga að gjaldskrá Iðju-hæfingar frá og með 1. janúar 2020.
    Byggðarráð samþykkir gjaldskrána með tveimur atkvæðum og vísar henni til afgreiðslu sveitarstjórnar. Bjarni Jónsson óskar bókað að hann sitji hjá við afgreiðslu málsins.
    Bókun fundar Forseti gerir tillögu um að vísa afgreiðslu málsins til liðar nr. 34 " Reglur um innheimtu gjalda 2020 - Iðja Hæfing".
    Samþykkt samhljóða.
  • Byggðarráð Skagafjarðar - 887 Lögð fram drög að viðauka númer 6 við fjárhagsáætlun 2019. Niðurstaða viðaukans á rekstur sveitarfélagsins er 35.273 þús.kr. til tekna.
    Byggðarráð samþykkir viðauka 6 við fjárhaldsáætlun 2019 og vísar honum til afgreiðslu sveitarstjórnar.
    Bókun fundar Forseti gerir tillögu um að vísa afgreiðslu málsins til liðar nr. 35 "Viðauki 6 við fjárhagsáætlun 2019".
    Samþykkt samhljóða.
  • Byggðarráð Skagafjarðar - 887 Erindinu vísað frá 271. fundi félags- og tómstundanefndar þann 5. nóvember 2019.
    Félags- og tómstundanefnd samþykkir að leggja til við byggðaráð að eftirfarandi texti í 4. lið annarar málsgreinar reglna um húsnæðismál verði felldur brott „þeir sem leigja húsnæði á félagslegum forsendum greiða 20% lægri upphæð eða 1.160 krónur á fermetra og að hámarki 140.223 krónur á mánuði.
    Breytingarnar taki gildi 1.janúar 2020.
    Byggðarráð samþykkir tillöguna og vísar henni til afgreiðslu sveitarstjórnar.
    Bókun fundar Forseti gerir tillögu um að vísa afgreiðslu málsins til liðar nr. 36 "Reglur um húsnæðismál 2020".
    Samþykkt samhljóða.
  • Byggðarráð Skagafjarðar - 887 Lagður fram tölvupóstur dagsettur 25. október 2019 frá nefndasviði Alþingis. Allsherjar- og menntamálanefnd Alþingis sendir til umsagnar frumvarp til laga um grunnskóla (ritfangakostnaður), 230. mál. Bókun fundar Afgreiðsla 887. fundar byggðarráðs staðfest á 390. fundi sveitarstjórnar 13. nóvember 2019 með níu atkvæðum.
  • Byggðarráð Skagafjarðar - 887 Lagður fram tölvupóstur dagsettur 28. október 2019 þar sem dómsmálaráðuneytið kynnir til samráðs drög að frumvarpi til laga um breytingu á lögum um framkvæmdavald og stjórnsýslu ríkisins í héraði. Umsóknarfrestur er til og með 11. nóvember 2019.
    Byggðarráð samþykkir að fela sveitarstjóra að senda inn umsögn um frumvarpsdrögin.
    Bókun fundar Afgreiðsla 887. fundar byggðarráðs staðfest á 390. fundi sveitarstjórnar 13. nóvember 2019 með níu atkvæðum.
  • Byggðarráð Skagafjarðar - 887 Lagður fram tölvupóstur dagsettur 29. október 2019 þar sem fjármála- og efnahgasráðuneyti kynnir til samráðs drög að frumvarpi til laga um breytingu á ýmsum lagaákvæðum um skatta (ívilnanir vegna vistvænna ökutækja o.fl.. Umsóknarfrestur er til og með 12. nóvember. Bókun fundar Afgreiðsla 887. fundar byggðarráðs staðfest á 390. fundi sveitarstjórnar 13. nóvember 2019 með níu atkvæðum.
  • Byggðarráð Skagafjarðar - 887 Lagður fram tölvupóstur dagsettur 29. október 2019 þar sem félagsmálaráðuneytið kynnir til samráðs frumvarp til laga um breytingu á lögum nr. 95/2000 um fæðingar- og foreldraorlof, með síðari breytingum (lenging á rétti til fæðingarorlofs). Umsóknarfrestur er til og með 12. nóvember.
    Byggðarráð fagnar framkomnum drögum að frumvarpi.
    Bókun fundar Afgreiðsla 887. fundar byggðarráðs staðfest á 390. fundi sveitarstjórnar 13. nóvember 2019 með níu atkvæðum.
  • Byggðarráð Skagafjarðar - 887 Lagt fram til kynningar bréf dagsett 30. október 2019 frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga þar sem sveitarfélög sem ekki hafa sett sér jafnréttisáætlun eru hvött til að gera slíkt. Einnig er vakin athygli sveitarfélaga á umsögn sambandsins um tillögu til þingsályktunar um framkvæmdaáætlun í jafnréttismálum, dags 23. október 2019. Bókun fundar Afgreiðsla 887. fundar byggðarráðs staðfest á 390. fundi sveitarstjórnar 13. nóvember 2019 með níu atkvæðum.
  • Byggðarráð Skagafjarðar - 887 Lögð fram til kynningar skýrsla Flugklasans Air 66N um stöðuna í október 2019. Bókun fundar Afgreiðsla 887. fundar byggðarráðs staðfest á 390. fundi sveitarstjórnar 13. nóvember 2019 með níu atkvæðum.

4.Atvinnu-, menningar- og kynningarnefnd - 69

Málsnúmer 1910036FVakta málsnúmer

Fundargerð 69. fundar atvinnu- menningar- og kynningarnefndar frá 29. október 2019 lögð fram til afgreiðslu á 390. fundi sveitarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér. Laufey Kristín Skúladóttir kynnti fundargerð. Enginn kvaddi sér hljóðs.
  • Atvinnu-, menningar- og kynningarnefnd - 69 Tekin fyrir styrktarbeiðni frá Leikhópnum Lottu dagsetta 14.10.19 um leiksýninguna Hans klaufi.
    Atvinnu-, menningar- og kynningarnefnd samþykkir að styrkja leikhópinn sem svarar gistikostnaði og vísar beiðni um afnot af íþróttahúsinu á Sauðárkróki til Félags- og tómstundarnefndar.
    Bókun fundar Afgreiðsla 69. fundar atvinnu- menningar- og kynningarnefndar staðfest á 390. fundi sveitarstjórnar 13. nóvember 2019 með níu atkvæðum.
  • Atvinnu-, menningar- og kynningarnefnd - 69 Tekin fyrir styrktarbeiðni frá Kirkjukór Glaumbæjarprestakalls dagsetta 14.10.19 varðandi messuferð til Edinborgar.
    Atvinnu-, menningar- og kynningarnefnd samþykkir að styrkja kórinn um 200.000 kr vegna messuferðar til Edinborgar.
    Tekið af 13890.
    Bókun fundar Afgreiðsla 69. fundar atvinnu- menningar- og kynningarnefndar staðfest á 390. fundi sveitarstjórnar 13. nóvember 2019 með níu atkvæðum.
  • Atvinnu-, menningar- og kynningarnefnd - 69 Tekin fyrir umbótaáætlun frá Sólborgu Unu, Héraðsskjalaverði Skagfirðinga.
    Sólborg Una sat fundinn undir þessum lið.
    Atvinnu-, menningar- og kynningarnefnd samþykkir framlagða umbótaáætlun. Nefndin hvetur mannauðsstjóra og forstöðumenn stofnanna til að kynna sér skyldur sínar gagnvart skjalavörslu stofnanna. Héraðsskjalavörður er reiðubúin til að aðstoða og/eða leiðbeina forstöðumönnum um skyldur sínar í skjalavörslu.
    Bókun fundar Afgreiðsla 69. fundar atvinnu- menningar- og kynningarnefndar staðfest á 390. fundi sveitarstjórnar 13. nóvember 2019 með níu atkvæðum.
  • Atvinnu-, menningar- og kynningarnefnd - 69 Lögð fram gjaldskrá Héraðsskjalasafns Skagfirðinga fyrir árið 2020. Gjaldskráin lítið breytt milli ára.
    Atvinnu-, menningar- og kynningarnefnd samþykkir gjaldskrána og vísar henni til afgreiðslu byggðarráðs.
    Bókun fundar Afgreiðsla 69. fundar atvinnu- menningar- og kynningarnefndar staðfest á 390. fundi sveitarstjórnar 13. nóvember 2019 með níu atkvæðum.
  • Atvinnu-, menningar- og kynningarnefnd - 69 Lögð fram gjaldskrá Héraðsskjalasafns Skagfirðinga fyrir árið 2020. Gjaldskráin er óbreytt milli ára.
    Atvinnu-, menningar- og kynningarnefnd samþykkir gjaldskrána og vísar henni til afgreiðslu byggðarráðs.
    Bókun fundar Afgreiðsla 69. fundar atvinnu- menningar- og kynningarnefndar staðfest á 390. fundi sveitarstjórnar 13. nóvember 2019 með níu atkvæðum.
  • Atvinnu-, menningar- og kynningarnefnd - 69 Lögð fram gjaldskrá Héraðsbókasafns Skagfirðinga fyrir árið 2020. Gjaldskráin er óbreytt milli ára.
    Atvinnu-, menningar- og kynningarnefnd samþykkir gjaldskrána og vísar henni til afgreiðslu byggðarráðs.
    Bókun fundar Afgreiðsla 69. fundar atvinnu- menningar- og kynningarnefndar staðfest á 390. fundi sveitarstjórnar 13. nóvember 2019 með níu atkvæðum.
  • Atvinnu-, menningar- og kynningarnefnd - 69 Lagt fram til kynningar áfangaskýrsla Flugklasans Air 66N. Bókun fundar Afgreiðsla 69. fundar atvinnu- menningar- og kynningarnefndar staðfest á 390. fundi sveitarstjórnar 13. nóvember 2019 með níu atkvæðum.

5.Atvinnu-, menningar- og kynningarnefnd - 70

Málsnúmer 1911006FVakta málsnúmer

Fundargerð 70. fundar atvinnu- menningar- og kynningarnefndar frá 5. nóvember 2019 lögð fram til afgreiðslu á 390. fundi sveitarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér. laufey Krisín Skúladóttir kynnti fundargerð. Enginn kvaddi sér hljóðs.
  • Atvinnu-, menningar- og kynningarnefnd - 70 Lagður fram tölvupóstur, dagsettur 31.október 2019, frá Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytinu varðandi auglýsingu umsóknar um byggðakvóta fiskveiðiársins 2019/2020.
    Atvinnu-, menningar- og kynningarnefnd felur starfsmönnum sínum að sækja um byggðakvóta vegna byggðarlaga innan marka sveitarfélagsins.
    Bókun fundar Afgreiðsla 70. fundar atvinnu- menningar- og kynningarnefndar staðfest á 390. fundi sveitarstjórnar 13. nóvember 2019 með níu atkvæðum.
  • Atvinnu-, menningar- og kynningarnefnd - 70 Lögð fram drög að fjárhagsáætlun fyrir málaflokk 05 (menningarmál)á árinu 2020.
    Atvinnu-, menningar- og kynningarnefnd samþykkir fyrirliggjandi drög og vísar þeim til byggðarráðs.
    Bókun fundar Afgreiðsla 70. fundar atvinnu- menningar- og kynningarnefndar staðfest á 390. fundi sveitarstjórnar 13. nóvember 2019 með níu atkvæðum.
  • Atvinnu-, menningar- og kynningarnefnd - 70 Lögð fram drög að fjárhagsáætlun fyrir málaflokk 13 (atvinnumál)á árinu 2020.
    Atvinnu-, menningar- og kynningarnefnd samþykkir fyrirliggjandi drög og vísar þeim til byggðarráðs.
    Bókun fundar Afgreiðsla 70. fundar atvinnu- menningar- og kynningarnefndar staðfest á 390. fundi sveitarstjórnar 13. nóvember 2019 með níu atkvæðum.

6.Félags- og tómstundanefnd - 270

Málsnúmer 1910030FVakta málsnúmer

Fundargerð 270. fundar félags- og tómstundanefndar frá 23. október 2019 lögð fram til afgreiðslu á 390. fundi sveitarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér. Ingibjörg Huld Þórðardóttir kynnti fundargerð. Enginn kvaddi sér hljóðs.
  • Félags- og tómstundanefnd - 270 Lagður fram rammi fyrir fjárhagsáætlun fyrir árið 2020. Sviðsstjóri upplýsti að byrjað væri að vinna að rekstrar- og launaáætlunum fyrir stofnanir félags- og tómstundamála (02 og 06). Gert er ráð fyrir að fyrstu drög að skiptingu milli stofnana innan málaflokksins verði tilbúin fyrir fund byggðarráðs í lok mánaðarins. Í kjölfarið mun félags- og tómstundanefnd fá drögin í sínar hendur til fyrri umræðu. Bókun fundar Afgreiðsla 270. fundar félags- og tómstundanefndar staðfest á 390. fundi sveitarstjórnar 13. nóvember 2019 með níu atkvæðum.
  • Félags- og tómstundanefnd - 270 Á fund nefndarinnar komu formaður og framkvæmdastjóri UMSS til viðræðna um hugmyndir að breyttu fyrirkomulagi og samspili hvatapeninga og styrkja. Eftir samtöl við aðildarfélög innan UMSS er niðurstaða þeirra sú að breyta ekki fyrirkomulaginu frá því sem nú er, heldur nýta fjármuni enn frekar til að styðja við iðkendur og félög innan UMSS. Fyrir fundinum liggur minnisblað sem sýnir glögglega að hækkun hvatapeninga fyrir árið 2019 hefur skilað tilætluðum árangri, með lægri æfingagjöldum iðkenda og um leið fjölgun skráninga og þar með auknum tekjum til aðildarfélaga innan UMSS. Nefndin gerir ekki athugasemdir við þá niðurstöðu og þakkar stjórn UMSS og frístundastjóra fyrir þeirra vinnu við málið. Bókun fundar Afgreiðsla 270. fundar félags- og tómstundanefndar staðfest á 390. fundi sveitarstjórnar 13. nóvember 2019 með níu atkvæðum.
  • Félags- og tómstundanefnd - 270 Tekið fyrir erindi frá Alfreð Símonarsyni umsjónarmanni sundlaugarinnar og stjórn Íbúa- og átthagafélags Fljóta þar sem spurt er um framtíðarsýn Sveitarfélagsins Skagafjarðar vegna sundlaugarinnar á Sólgörðum og jafnframt bent á brýna þörf fyrir endurbætur á sundlauginni. Nefndin tekur undir mikilvægi þess að Sólgarðalaug sé áfram aðgengileg íbúum og gestum og að mikilvægt sé að marka sýn til framtíðar. Að öðru leyti vísar nefndin erindinu til byggðarráðs. Bókun fundar Afgreiðsla 270. fundar félags- og tómstundanefndar staðfest á 390. fundi sveitarstjórnar 13. nóvember 2019 með níu atkvæðum.
  • Félags- og tómstundanefnd - 270 Tekið fyrir erindi frá Ungmennafélaginu Smára þar sem þess er farið á leit við Sveitarfélagið Skagafjörð að það taki þátt í endurnýjun áhalda í íþróttahúsinu í Varmahlíð með Smáranum. Endurnýjunin mun bæði nýtast Grunnskólanum í Varmahlíð við íþróttakennslu sem og Smáranum við fimleikaæfingar. Áætlaður hlutur Sveitarfélagsins Skagafjarðar yrði kr. 350 þús. sem tekinn verður af lið 06890. Nefndin samþykkir erindið og felur frístundastjóra að ganga frá málinu við forsvarsmenn Smára. Bókun fundar Afgreiðsla 270. fundar félags- og tómstundanefndar staðfest á 390. fundi sveitarstjórnar 13. nóvember 2019 með níu atkvæðum.
  • Félags- og tómstundanefnd - 270 Félags - og tómstundanefnd samþykkir að greiðsluviðmið jafnaðarstunda í NPA samningum árið 2019 taki mið af útreikningum NPA miðstöðvarinnar svf. og jafnframt að taka upp þrjá mismunandi taxta sem endurspegla þarfir notenda þjónustunnar. Jafnaðarstund NPA samninga sem kveður á um aðstoð allan sólarhringinn þar sem notandi getur ekki nýtt sér hvíldarvaktir, skv. bókun 1 í sérkjarasamningi NPA miðstöðvar við Eflingu / SGS, nemur 4.913,04 kr. á klukkustund. Jafnaðarstund NPA samnings sem kveður á um aðstoð allan sólarhringinn hjá notanda sem getur nýtt sér hvíldarvaktir, nemur 4.476,54 kr. á klukkustund. Jafnaðarstund NPA samnings þar sem ekki er gert ráð fyrir næturvinnu, þ.e. hvorki hvíldarvöktum né vakandi næturvöktum, nemur 4.733,62 kr.
    Þessar breytingar gildi afturvirkt frá 1. apríl sl.
    Vegna viðbótarframlaga vegna námskeiða aðstoðarfólks skal reikna allt að 20 tímum fyrir hvern starfsman á ári. Félags- og tómstundanefnd samþykkir tillöguna fyrir sitt leyti en vísar málinu jafnframt til byggðarráðs.
    Bókun fundar Afgreiðsla 270. fundar félags- og tómstundanefndar staðfest á 390. fundi sveitarstjórnar 13. nóvember 2019 með níu atkvæðum.
  • Félags- og tómstundanefnd - 270 Lögð fram til kynningar umsagnarbeiðni um frumvarp til laga um barnaverndarlög. Bókun fundar Afgreiðsla 270. fundar félags- og tómstundanefndar staðfest á 390. fundi sveitarstjórnar 13. nóvember 2019 með níu atkvæðum.
  • Félags- og tómstundanefnd - 270 Lagt fram til kynningar frumvarp til laga um breytingu á lögum um málefni aldraðra. Bókun fundar Afgreiðsla 270. fundar félags- og tómstundanefndar staðfest á 390. fundi sveitarstjórnar 13. nóvember 2019 með níu atkvæðum.
  • Félags- og tómstundanefnd - 270 Eitt mál tekið fyrir og samþykkt. Sjá túnaðarbók. Bókun fundar Afgreiðsla 270. fundar félags- og tómstundanefndar staðfest á 390. fundi sveitarstjórnar 13. nóvember 2019 með níu atkvæðum.

7.Félags- og tómstundanefnd - 271

Málsnúmer 1910035FVakta málsnúmer

Fundargerð 271. fundar félags- og tómstundanefndar frá 5. nóvember 2019 lögð fram til afgreiðslu á 390. fundi sveitarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér. Ingibjörg Huld Þórðardóttirkynnti fundargerð. Enginn kvaddi sér hljóðs.
  • Félags- og tómstundanefnd - 271 Málið áður á dagskrá nefndarinnar þann 26.ágúst 2019. Hrefna Gerður Björnsdóttir, mannauðsstjóri kom á fundinn og kynnti breytingar á drögum að Jafnréttisstefnu ásamt aðgerðaáætlun fyrir árin 2019-2023. Stefnan hefur farið til umfjöllunar og umsagnar annarra fagnefnda og byggðaráðs. Nefndin þakkar mannauðsstjóra og samstarfsmönnum hennar fyrir góða og mikla vinnu við gerð jafnréttisstefnunar. Nefndin samþykkir Jafnréttisstefnuna og aðgerðaáætlunina fyrir árin 2019-2023 fyrir sitt leyti og vísar henni til sveitarstjórnar. Bókun fundar Forseti gerir tillögu um að vísa afgreiðslu málsins til liðar nr. 17 "Jafnréttisáætlun 2019-2023"
    Samþykkt samhljóða.
  • 7.2 1902065 Jafnlaunastefna
    Félags- og tómstundanefnd - 271 Hrefna Gerður Björnsdóttir, mannauðsstjóri kom á fundinn og kynnti drög að jafnlaunastefnu fyrir Sveitarfélagið Skagafjörð. Nefndin samþykkir jafnlaunastefnuna fyrir sitt leyti og vísar henni til sveitarstjórnar. Bókun fundar Forseti gerir tillögu um að vísa afgreiðslu málsins til liðar nr. 37 "Jafnlaunastefna".
    Samþykkt samhljóða.
  • Félags- og tómstundanefnd - 271 Fjárhagsáætlun fyrir málaflokkana 02 og 06 var kynnt og farið yfir rekstur stofnana. Fyrri umræða. Félags- og tómstundanefnd felur sviðsstjóra og starfsmönnum fjölskyldusviðs að vinna áfram að áætluninni og leggja fyrir næsta fund. Bókun fundar Afgreiðsla 271. fundar félags- og tómstundanefndar staðfest á 390. fundi sveitarstjórnar 13. nóvember 2019 með níu atkvæðum.
  • Félags- og tómstundanefnd - 271 Lögð er fram tillaga að opnunartíma íþróttamannvirkja í sveitarfélaginu fyrir árið 2020. Tillagan er samþykkt. Opnunartími verður auglýstur á heimasíðu sveitarfélagsins. Steinunn Rósa Guðmundsdóttir óskar bókað að hún sitji hjá við afgreiðslu þessa liðar dagskrár. Bókun fundar Afgreiðsla 271. fundar félags- og tómstundanefndar staðfest á 390. fundi sveitarstjórnar 13. nóvember 2019 með sjö atkvæðum. Bjarni Jónsson og Álfhildur Leifsdóttir fulltrúar Vg og óháðra óskar bókað að þau sitji hjá.
  • Félags- og tómstundanefnd - 271 Fulltrúar Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks í félags- og tómstundanefnd, Guðný Axelsdóttir og Atli Már Traustason, leggja til að aldursmörk vegna úthlutunar Hvatapeninga verði lækkuð um eitt ár og nái til 5 ára barna. Þar með er aukin samfella og samstarf milli skólastiga eins og stefnt er að í fjölskyldustefnu Sveitarfélagsins Skagafjarðar.
    Við gerð fjárhagsáætlunar 2019 var stigið stórt skref til að koma enn betur til móts við barnafjölskyldur í Sveitarfélaginu Skagafirði en þá voru Hvatapeningar hækkaðir úr 8.000 krónum í 25.000 krónur. Jafnframt var styrkur til íþróttafélaganna aukinn með það að markmiði að æfingagjöld hækkuðu ekki úr hófi fram. Þá hafa reglur um Hvatapeninga verið rýmkaðar á undanförnum árum og skilyrði um tiltekinn fjölda íþrótta- eða tómstundagreina afnumin. Með því að lækka aldursviðmiðið um eitt ár nú er komið enn betur til móts við barnafjölskyldur. Í samanburði við önnur sveitarfélög er mikilvægt að ítreka að góð sátt ríkir um að gjöldum fyrir íþróttaiðkun á vegum íþróttafélaga og tómstundanám á vegum sveitarfélagsins er stillt í hóf í anda fjölskyldustefnu Sveitarfélagsins Skagafjarðar.
    Steinunn Rósa Guðmundsdóttir fulltrúi VG og óháðra og Anna Lilja Guðmundsdóttir fulltrúi Byggðalista óska eftirfarandi bókað:
    Þann 9. júlí sl. lögðu VG og óháð ásamt Byggðalista fram tillögu í félags- og tómstundanefnd um að núverandi aldurstakmark úthlutunar Hvatapeninga yrði endurskoðað og fært úr 6-18 í 0-18 ára, því mikilvægt sé að jöfnuður gildi í úthlutun Hvatapeninga. Sú tillaga hefur ekki ennþá hlotið afgreiðslu í nefndinni. Hinsvegar er komin fram ný einhliða tillaga frá fulltrúum meirihluta, sem gengur mun skemur, um að lækka aldurinn einungis um eitt ár. Eru gerðar alvarlegar athugasemdir við þessa málsmeðferð. Skoða átti málin frekar sameiginlega innan nefndarinnar áður en tillaga VG og óháðra ásamt Byggðalista yrði afgreidd, en þess í stað er lögð fram ný tillaga nú frá meirihluta Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks. Teljum við ennfremur að með tillögu meirihluta sé jöfnuður ekki tryggður nægjanlega með því að lækka aldur einungis um eitt ár. Við undirstrikum því áður fram lagða og óafgreidda tillögu okkar og leggjum áherslu á mikilvægi þess að Sveitarfélagið Skagafjörður er heilsueflandi samfélag og ætti því að stuðla að samveru fjölskyldunnar í íþrótta- og tómstundastarfi, óháð aldri og fjárhag.
    Formaður nefndarinnar leggur til að greidd verði atkvæði um tillögu VG og óháðra og Byggðalista frá 9. júlí sl. um rétt barna 0- 18 ára til Hvatapeninga. Tillaga formanns samþykkt.
    Tillaga um Hvatapeninga 0-18 ára borin upp til afgreiðslu. Tillagan felld með tveimur atkvæðum gegn einu.
    Tillaga meirihluta um Hvatapeninga 5-18 ára er borin upp til afgreiðslu. Tillagan samþykkt með tveimur atkvæðum gegn einu.
    Bókun fundar Málinu vísað til byggðarráðs.
    Afgreiðsla 271. fundar félags- og tómstundanefndar staðfest á 390. fundi sveitarstjórnar 13. nóvember 2019 með níu atkvæðum.
  • Félags- og tómstundanefnd - 271 Tillaga að endurskoðuðum reglum um Hvatapeninga lögð fram.
    Steinunn Rósa Guðmundsdóttir, fulltrúi VG og óháðra og Anna Lilja Guðmundsdóttir fulltrúi Byggðalista, óska eftirfarandi bókað:
    Í ljósi þess að núverandi aldurstakmark úthlutunar er ekki endurskoðað og fært í 0-18 ár teljum við að jöfnuður sé ekki tryggður og styðjum því ekki reglur um Hvatapeninga í þessari mynd.
    Tillagan borin upp og samþykkt með tveimur atkvæðum. Steinunn Rósa Guðmundsdóttir óskar bókað að hún sitji hjá við afgreiðslu málsins.
    Vísað til byggðarráðs.
    Bókun fundar Afgreiðsla 271. fundar félags- og tómstundanefndar staðfest á 390. fundi sveitarstjórnar 13. nóvember 2019 með níu atkvæðum.
  • Félags- og tómstundanefnd - 271 Lögð er fram tillaga að gjaldskrá fyrir Hús frítímans fyrir árið 2020. Tillagan felur í sér allt að 2.5% hækkun á fyrir leigu á húsinu, mismunandi eftir viðburðum. Tillagan samþykkt samhljóða.Vísað til byggðarráðs.

    Bókun fundar Afgreiðsla 271. fundar félags- og tómstundanefndar staðfest á 390. fundi sveitarstjórnar 13. nóvember 2019 með níu atkvæðum.
  • Félags- og tómstundanefnd - 271 Lögð fram eftirfarandi tillaga að gjaldskrá fyrir íþróttamannvirki fyrir árið 2020: Tillagan felur almennt í sér hækkun um 2.5% gjaldskrár með þeirri undantekningu þó að lagt er til að 10 miða kort fullorðinna hækkar um 20% eða úr 5.000 krónum í 6.000 krónur.
    Steinunn Rósa Guðmundsdóttir fulltrúi VG og óháðra, leggur til að hækkunin á 10 tíma korti fullorðinna verði 10% en ekki 20%.
    Tillaga Steinunnar Rósu er felld með tveimur atkvæðum gegn einu.
    Fulltrúar Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks, Guðný Axelsdóttir og Atli Már Traustason, óska bókað að hækkunin sé tilkomin vegna leiðréttingar og samræmingar á gjaldskrám. Ítrekað er að hækkun upp á 20% nemur 1.000 krónum.
    Tillaga að gjaldskrá 2020 er borin upp og samþykkt með tveimur atkvæðum. Steinunn Rósa Guðmundsdóttir, fulltrúi VG og óháðra, óskar bókað að hún sitji hjá við afgreiðslu málsins. Vísð til byggðarráðs.
    Bókun fundar Afgreiðsla 271. fundar félags- og tómstundanefndar staðfest á 390. fundi sveitarstjórnar 13. nóvember 2019 með níu atkvæðum.
  • Félags- og tómstundanefnd - 271 Félags- og tómstundanefnd samþykkir að leggja til við byggðaráð að eftirfarandi texti í 4. lið annarar málsgreinar reglna um húsnæðismál í Sveitarfélaginu Skagafirði verði felldur brott „þeir sem leigja húsnæði á félagslegum forsendum greiða 20% lægri upphæð eða 1.160 krónur á fermetra og að hámarki 140.223 krónur á mánuði.
    Breytingarnar taki gildi 1.janúar 2020. Vísað til byggðaráðs.
    Bókun fundar Afgreiðsla 271. fundar félags- og tómstundanefndar staðfest á 390. fundi sveitarstjórnar 13. nóvember 2019 með níu atkvæðum.
  • Félags- og tómstundanefnd - 271 Félags- og tómstundanefnd samþykkir að leggja til við byggðaráð eftirfarandi breytingar á reglum Sveitarfélagsins Skagafjarðar um sérstakan húsnæðisstuðning.
    1. gr. önnur málsgrein. Felldur verði brott textinn „þeim sem leigja á almennum markaði“.
    Málsgreinin hljóði svo: „Sérstakur húsnæðisstuðingur er ætlaður þeim fjölskyldum og einstaklingum sem leigja í Sveitarfélaginu Skagafirði, sem ekki eru á annan hátt færir um að sjá sér fyrir húsnæði sökum lágra launa, lítilla eigna, þungrar framfærslubyrði og félagslegra aðstæðna“.
    3. gr. 1 liður. Í stað þess að umsækjandi skuli búa í íbúðarhúsnæði á almennum markaði komi textinn „Umsækjandi skal búa í íbúðarhúsnæði í Sveitarfélaginu Skagafirði.
    Breytingarnar taki gildi 1.janúar 2020.Vísað til byggðaráðs.
    Bókun fundar Afgreiðsla 271. fundar félags- og tómstundanefndar staðfest á 390. fundi sveitarstjórnar 13. nóvember 2019 með níu atkvæðum.
  • Félags- og tómstundanefnd - 271 Félags- og tómstundanefnd samþykkir að hlutur notenda Iðju í fæðiskostnaði hækki um 2,5% úr 570 kr. í 585 kr. fyrir hverja máltíð. Vísað til byggðaráðs.
    Steinunn Rósa Guðmundsdóttir, fulltrúi VG og óháðra, óskar bókað að hún sitji hjá við afgreiðslu málsins.
    Bókun fundar Afgreiðsla 271. fundar félags- og tómstundanefndar staðfest á 390. fundi sveitarstjórnar 13. nóvember 2019 með níu atkvæðum.
  • Félags- og tómstundanefnd - 271 Félags- og tómstundanefnd samþykkir að hlutur notenda Dagdvalar aldraðra í fæðiskostnaði hækki um 2,5% úr 511 kr. í 524 kr. fyrir hverja máltíð. Vísað til byggðaráðs.
    Steinunn Rósa Guðmundsdóttir, fulltrúi VG og óháðra, óskar bókað að hún sitji hjá við afgreiðslu málsins.
    Bókun fundar Afgreiðsla 271. fundar félags- og tómstundanefndar staðfest á 390. fundi sveitarstjórnar 13. nóvember 2019 með níu atkvæðum.
  • Félags- og tómstundanefnd - 271 Félags- og tómstundanefnd samþykkir að fjárhæð styrkja samkvæmt. 1.gr. í viðmiðunarreglum Sveitarfélagsins Skagafjarðar um greiðslur vegna styrkja til náms og verkfæra- og tækjakaupa fatlaðs fólks hækki um 2,9% frá og með 1.janúar 2020, samanber eftirfarandi:
    a.
    Náms- og skólagjöld
    Greitt er að hámarki kr. 155.000 á ári en aldrei meira en 75% af útlögðum kostnaði.
    b.
    Tómstundanámskeið skulu að hámarki styrkt um kr. 52.000 á ári en þó aldrei meira en 50% af útlögðum kostnaði.
    c.
    Tölvukaup
    Greitt er að hámarki kr. 124.000 en þó aldrei hærra en 75% af útlögðum kostnaði.
    d.
    Verkfæra og tækjakaup
    Hámark kr. 310.000 en aldrei meira en sem nemur 75% af útlögðum kostnaði.
    Steinunn Rósa Guðmundsdóttir, fulltrúi VG og óháðra, óskar eftirfarandi bókað:
    Í ljósi þess að greiðslur hafa verið óbreyttar frá árinu 2013, er hækkun upp á 2,9% fyrir þarfa styrki af þessu tagi fyrir fatlaða einstaklinga skammarlega lág.
    Fulltrúar Sjálfstæðis -og Framsóknarflokks óska bókað eftifarandi:
    Í ljósi þess að flestar styrkbeiðnir eru vegna tölvukaupa og verð á tölvum hafa frekar lækkað síðustu ár er ekki talin ástæða til frekari hækkana.
    Vísað til byggðaráðs.
    Steinunn Rósa Guðmundsdóttir, fulltrúi VG og óháðra, óskar bókað að hún sitji hjá við afgreiðslu málsins.
    Bókun fundar Afgreiðsla 271. fundar félags- og tómstundanefndar staðfest á 390. fundi sveitarstjórnar 13. nóvember 2019 með níu atkvæðum.
  • Félags- og tómstundanefnd - 271 Reglurnar lagðar fram. Félags- og tómstundanefnd felur starfsmönnum að vinna áfram að tillögu fyrir næsta fund. Bókun fundar Afgreiðsla 271. fundar félags- og tómstundanefndar staðfest á 390. fundi sveitarstjórnar 13. nóvember 2019 með níu atkvæðum.
  • Félags- og tómstundanefnd - 271 Félag- og tómstundanefnd samþykkir að grunnfjárhæð fjárhagsaðstoðar frá 1.janúar 2020 verði reiknuð með sama hætti og verið hefur, þ.e. viðmiðun grunnupphæðar fjárhagsaðstoðar árið 2020 verði 82% af lágmarks atvinnuleysisbótum á mánuði eins og þær eru í nóvember 2019. Full fjárhagsaðstoð einstaklings frá og með 1.janúar 2020 er því 229.370 kr. Vísað til byggðaráðs. Bókun fundar Afgreiðsla 271. fundar félags- og tómstundanefndar staðfest á 390. fundi sveitarstjórnar 13. nóvember 2019 með níu atkvæðum.
  • Félags- og tómstundanefnd - 271 Félags- og tómstundanefnd samþykkir að fjárhæðir greiðslna vegna þjónustu stuðningsfjölskylda verið eftirfarandi frá 1.janúar 2020.
    1. fl.: Börn sem eru algerlega háð öðrum með athafnir daglegs lífs.
    Greiddar eru kr. 22.000 fyrir hvern sólarhring.
    2. fl.: Börn sem þurfa verulega aðstoð við athafnir daglegs lífs og gæslu.
    Greiddar eru kr. 19.500 fyrir hvern sólarhring.
    3. fl.: Börn sem þurfa minni aðstoð en skv. 1. og 2. fl. en þurfa eftirlit við athafnir daglegs lífs.
    Greiddar eru kr. 17.500 fyrir hvern sólarhring.
    Sveitarfélagið greiðir fyrir þjónustu stuðningsfjölskyldu sem veittar eru á grundvelli barnaverndarlaga skv. 2.fl. umönnunarmats frá Tryggingarstofnun ríkisins.
    Sveitarfélagið greiðir fyrir þjónustu stuðningsfjölskyldu sem veittar eru á grundvelli félagsþjónustulaga skv. 3.fl. umönnunarmats frá Tryggingarstofnun ríkisins.
    Steinunn Rósa Guðmundsdóttir, fulltrúi VG og óháðra, óskar eftirfarandi bókað:
    Greiðslur til stuðningsfjölskyldna er brýnt að hækka, ekki síst í ljósi þess að ekki er tekið þátt í neinum útlögðum kostnaði vegna afþreyingu skjólstæðings. Hækkun greiðslna gerir stuðningsfjölskyldum kleift að koma enn betur til móts við þarfir skjólstæðinga. Lítill munur er á greiðslum milli flokka þó mikill munur sé á þjónustuþörf þar á milli.
    Lögð fram tillaga um hækkun svo greiðslur stuðningsfjölskyldna í sveitarfélaginu séu sambærilegar við greiðslur hjá Reykjavíkurborg.
    Greiðslur á sólarhring:
    * umönnunarflokkur 1: 38.915
    * umönnunarflokkur 2: 30.115
    * umönnunarflokkur 3: 23.190
    Samanburður á milli Reykjavíkur og Sveitarfélagsins Skagafjarðar
    Reglur Reykjavíkurborgar 2019
    Stuðningsfjölskylda skv. barnaverndarlögum
    Upphæð 2019
    Greiðslur á sólarhring
    21.765
    Álagsgjald
    28.260
    Sérstakt álagsgjald
    40.170

    Stuðningsfjölskylda skv. lögum um fatlað folk (á sólarhring eftir umönnunarflokki)
    Upphæð 2019
    Umönnunarflokkur 1
    38.915
    Umönnunarflokkur 2
    30.115
    Umönnunarflokkur 3
    23.190

    Reglur Sveitarfélagsins Skagafjarðar 2019
    1.fl.: Börn sem eru algerlega háð öðrum með athafnir daglegs lífs.
    Greiddar eru kr. 21.500 fyrir hvern sólarhring.
    2.fl.: Börn sem þurfa verulega aðstoð við athafnir daglegs lífs og gæslu.
    Greiddar eru kr. 19.000 fyrir hvern sólarhring.
    3. fl.: Börn sem þurfa minni aðstoð en skv. 1. og 2. fl. en þurfa eftirlit við athafnir daglegs lífs.
    Greiddar eru kr. 17.000 fyrir hvern sólarhring.

    Tillaga Steinunnar Rósu Guðmundsdóttur borin undir atkvæði. Tillagan er felld með tveimur atkvæðum gegn einu.
    Fulltrúar Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks óska bókað að fjárhæðir hafa hækkað töluvert undanfarið og taka mið af gjaldskrám fyrir þessa þjónustu í nágrannasveitarfélögum.
    Tillaga meirihluta borin undir atkvæði og samþykkt með tveimur atkvæðum.
    Steinunn Rósa Guðmundsdóttir, fulltrúi VG og óháðra, óskar bókað að hún sitji hjá við afgreiðslu málsins.
    Vísað til byggðaráðs.

    Bókun fundar Afgreiðsla 271. fundar félags- og tómstundanefndar staðfest á 390. fundi sveitarstjórnar 13. nóvember 2019 með níu atkvæðum.
  • Félags- og tómstundanefnd - 271 Félags- og tómstundanefnd samþykkir að gjaldskrá verði óbreytt, þ.e. viðmiðun við launaflokk 128-1 skv. samningum Öldunnar/Kjalar frá 1.janúar 2020 með 8% persónuálagi með tengdum gjöldum. Tekjuviðmið til lækkunar gjalda miðast við greiðslur Tryggingastofnunar. Vísað til byggðaráðs. Bókun fundar Afgreiðsla 271. fundar félags- og tómstundanefndar staðfest á 390. fundi sveitarstjórnar 13. nóvember 2019 með níu atkvæðum.
  • Félags- og tómstundanefnd - 271 Tvö mál tekin fyrir. Öðru erindinu synjað en hitt samþykkt. Bókun fundar Afgreiðsla 271. fundar félags- og tómstundanefndar staðfest á 390. fundi sveitarstjórnar 13. nóvember 2019 með níu atkvæðum.

8.Fræðslunefnd - 148

Málsnúmer 1910025FVakta málsnúmer

Fundargerð 148. fundar fræðslunefndar frá 7. nóvember lögð fram til afgreiðslu á 390. fundi sveitarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér. Laufey Kristín Skúladóttir kynnti fundargerð. Bjarni Jónsson, Jóhanna Ey Harðardóttir, Gísli Siguðsson og Laufey Kristín Skúladóttir kvöddu sér hljóðs.
  • 8.1 1909285 Karellen
    Fræðslunefnd - 148 Lögð var fram beiðni leikskólastjóra leikskólanna í Skagafirði um að taka í notkun skráningarkerfið Karellen. Karellen er sérhannað kerfi fyrir leikskóla sem heldur utan um allar skráningar í skólann, mætingar barna og samskipti við foreldra. Þá heldur kerfið utanum myndir, viðburði og hægt er að stjórna vefsíðu beint úr kerfinu o.fl. Leikskólastjórar telja að kerfi sem þetta geti sparað þeim tíma við daglegt utanumhald sem og dregið úr pappísrkostnaði. Stofnkostnaður fyrir leikskólana þrjá er 318.000 krónur en árlegur kostnaður við rekstur og vefhýsingu rúmar 1.100.000 krónur.
    Fræðslunefnd vísar erindinu til gerðar fjárhagsáætlunar.
    Bókun fundar Afgreiðsla 148. fundar fræðslunefndar staðfest á 390. fundi sveitarstjórnar 13. nóvember 2019 með níu atkvæðum.
  • Fræðslunefnd - 148 Lagður fram rammi fyrir fjárhagsáætlun fyrir árið 2020. Sviðsstjóri upplýsti að byrjað væri að vinna að rekstrar- og launaáætlunum fyrir stofnanir fræðslumála. Gert er ráð fyrir að fyrstu drög að skiptingu milli stofnana innan málaflokksins verði tilbúin fyrir fund byggðarráðs í lok mánaðarins. Í kjölfarið mun fræðslunefnd fá drögin í sínar hendur til fyrri umræðu. Bókun fundar Afgreiðsla 148. fundar fræðslunefndar staðfest á 390. fundi sveitarstjórnar 13. nóvember 2019 með níu atkvæðum.
  • Fræðslunefnd - 148 Drög að Menntastefnu Skagafjarðar lögð fram. Eins og kunnugt er hefur verið unnið að mótun Menntastefnu fyrir Skagafjörð á undanförnum mánuðum í miklu samráði við aðila skólasamfélagsins og íbúa Skagafjarðar. Fræðslunefnd hefur fjallað um stefnuna á nokkrum fundum sínum og tekið þátt í mótun hennar. Stefnan ásamt aðgerðaráætlun er nú lögð fram í lokadrögum. Fræðslunefnd samþykkir stefnuna fyrir sitt leyti og felur sviðsstjóra og ganga frá henni og leggja fyrir nefndina til staðfestingar. Bókun fundar Afgreiðsla 148. fundar fræðslunefndar staðfest á 390. fundi sveitarstjórnar 13. nóvember 2019 með níu atkvæðum.
  • Fræðslunefnd - 148 Lagt fram minnisblað um útboð á skólaakstri innanbæjar á Sauðárkróki sbr. bókun nefndarinnar frá 17. september s.l., en þá var samþykkt að bjóða aksturinn út að nýju með breyttu fyrirkomulagi frá því sem verið hefur. Tvö tilboð bárust í aksturinn en annar bjóðandinn dró tilboð sitt til baka með tölvupósti þann 18. október s.l. Eftir stendur eitt tilboð frá Suðurleiðum ehf. að upphæð 15.090.483 krónur.
    Fræðslunefnd samþykkir að taka tilboði Suðurleiða ehf. og felur sviðsstjóra að ganga frá samningum við fyrirtækið á grundvelli tilboðs þess.
    Bókun fundar Afgreiðsla 148. fundar fræðslunefndar staðfest á 390. fundi sveitarstjórnar 13. nóvember 2019 með níu atkvæðum.
  • Fræðslunefnd - 148 Lagt fram minnisblað um stöðu á úttekt á grunnskólum Skagafjarðar sem Starfsgæði ehf. vann ásamt samantekt á tillögum og kostnaðargreiningu vegna úttektarinnar. Í gögnum málsins er einnig fyrirspurn frá Auði Björk Birgisdóttur, áheyrnarfulltrúa í nefndinni, um ávinning af úttektinni, framkvæmd tillagna og kostnaði við úttektina. Varðandi framkvæmd er vísað í meðfylgjandi minnisblað. Kostnaður við úttektina er 3.475.316 kr. sem er annars vegar vinna við úttektina og hins vegar ferðakostnaður. Fræðslunefnd samþykkir að kalla vinnuhóp sem skipaður var til að útfæra tillögurnar aftur saman til áframhaldandi vinnu.

    Steinunn Rósa Guðmundsdóttir varaáheyrnarfulltrúi Vinstri grænna og óháðra í fræðslunefnd óskar eftirfarandi bókað:
    Greinilegt er að mikill kostnaður var lagður í umrædda úttekt en í úttektinni er að megninu til unnið með upplýsingar sem voru þegar til staðar og starfsmenn sveitarfélagsins hefðu getað unnið að mestu. Er það miður að fókus sé settur á niðurskurð í skólastarfi í Skagafirði með þessum hætti og með ærnum tilkostnaði í stað þess að byggja enn frekar undir það góða starf sem unnið er í skólum sveitarfélagins
    og litið er til víða af á landinu.

    Jóhanna Ey Harðardóttir, fulltrúi Byggðalista, óskar eftirfarandi bókað:
    Ráðist var í veigamikla úttekt á grunnskólum Skagafjarðar og skilaði úttektin mikilvægum upplýsingum, þar sem liggur fyrir að taka þurfi mikilvægar ákvarðanir um framtíð skólasamfélags í framsveitinni og austan Vatna. Var það niðurstaða nefndarinnar á þessum tíma að velja þessa leið til að fá heildar yfirsýn yfir veigamikið starf skólanna. Mikilvægt er að fulltrúar nefndarinnar séu vel upplýstir um stöðu mála og geti þar af leiðandi tekið upplýstar ákvarðanir.

    Laufey Skúladóttir, fulltrúi Frammsóknarflokks, Elín Árdís Björnsdóttir, fulltrúi Sjálfstæðisflokks óska eftirfarandi bókað: Full samstaða var innan fræðslunefndar um að fara í umrædda úttekt þegar að sú ákvörðun var tekin. Úttektin er upplýsandi um stöðu mála og möguleika til uppbyggingar í framtíðinni. Úttektin á eftir að nýtast vel til umræðna og ákvörðunar um framtíðarskipulag skólamála í Skagafirði. Úttektin tekur mið af bæði rekstrarlegum þáttum skólanna sem og almennu skipulagi skólahalds í Skagafirði. Í Skagafirði eru frambærilegir skólar sem hafa á að skipa öflugum starfsmönnum á öllum sviðum. Það er mikilvægt að vera vakandi yfir tækifærum til framþróunar enda rekstur grunnskóla afar mikilvægur þáttur í þjónustu sveitarfélaga við íbúa.
    Bókun fundar Bjarni Jónsson kvaddi sér hljóðs og ítrekar bókun Vg og óháðra frá fundi byggðaráðs svohljóðandi:

    Greinilegt er að mikill kostnaður var lagður í umrædda úttekt en í úttektinni er að megninu til unnið með upplýsingar sem voru þegar til staðar og starfsmenn sveitarfélagsins hefðu getað unnið að mestu. Er það miður að fókus sé settur á niðurskurð í skólastarfi í Skagafirði með þessum hætti og með ærnum tilkostnaði í stað þess að byggja enn frekar undir það góða starf sem unnið er í skólum sveitarfélagins og litið er til víða af á landinu.

    Jóhanna Ey Harðardóttirtók, fulltrúi Byggðalistans tók til máls og ítrekar bókun sína frá fundi byggðaráðs svohljóðandi:

    Ráðist var í veigamikla úttekt á grunnskólum Skagafjarðar og skilaði úttektin mikilvægum upplýsingum, þar sem liggur fyrir að taka þurfi mikilvægar ákvarðanir um framtíð skólasamfélags í framsveitinni og austan Vatna. Var það niðurstaða nefndarinnar á þessum tíma að velja þessa leið til að fá heildar yfirsýn yfir veigamikið starf skólanna. Mikilvægt er að fulltrúar nefndarinnar séu vel upplýstir um stöðu mála og geti þar af leiðandi tekið upplýstar ákvarðanir.

    Gísli Sigurðsson kvaddi sér hljóðs.
    Laufey Kristín Skúladóttir fulltrúi Framsóknarflokks tók til máls og lagði fram bókun meirihluta svohljóðandi:
    Það er mikilvægt að með reglubundnum hætti sé skólastarfið okkar rýnt af óháðum aðila, bæði með tilliti til rekstrarlegra þátta og skiplags skólastarfsins. Slík rýni á að styðja stjórnendur og kennara til umbóta og vera hvati til frekari þróunar.
    Full samstaða var innan fræðslunefndar að fara í umrædda úttekt þegar að sú ákvörðun var tekin. Ljóst er að ómögulegt hefði verið fyrir starfsmenn fjölskyldusviðs að fara í jafn viðamikla úttekt og nú liggur fyrir án þess að það kæmi niður á öðrum störfum. Úttektin er upplýsandi um stöðu mála og möguleika til uppbyggingar í framtíðinni. Það fer því fjarri að fókusinn sé á niðurskurð. Úttekt sem þessi gefur nefndarfólki, fræðsluþjónustu og foreldrum mikilvægar upplýsingar um góða stöðu mála í skólunum okkar og á eftir að nýtast vel til umræðu og ákvörðunar um framtíðarskipulag skólamála í Skagafirði.
    Í Skagafirði eru góðir skólar sem hafa á að skipa öflugum starfsmönnum á öllum sviðum. Skólaumhverfið okkar er hins vegar síbreytilegt eins og samfélagið okkar. Það er því mikilvægt að vera vakandi yfir tækifærum til framþróunar enda rekstur grunnskóla afar mikilvægur þáttur í þjónustu sveitarfélaga við íbúa.
    Laufey Kristín Skúladóttir, Ingibjörg Huld Þórðardóttir og Einar E. Einarsson fulltrúar Framsóknarflokks.
    Regína Valdimarsdóttir og Gísli Sigurðsson fulltrúar Sjálfstæðisflokks.

    Afgreiðsla 148. fundar fræðslunefndar staðfest á 390. fundi sveitarstjórnar 13. nóvember 2019 með níu atkvæðum.
  • Fræðslunefnd - 148 Lagt fram minnisblað um aðstæður og starfsemi í Árvistar ? heilsdagsskóla á Sauðárkróki. Minnisblaðið er sett fram í framhaldi af erindi sem barst fræðslustjóra frá foreldrum barna þar sem lýst er áhyggjum vegna erilsömu andrúmslofti í Árvist. Upplýst var að nemendum í Árvist hefði fjölgað mjög og nú væri einungis hægt að taka inn börn í 1.-2. bekk. Fyrirséð er að börnum í þessum aldurshópi muni fjölga á næsta ári. Fræðslustjóri vinnur að úrlausn málsins í samstarfi við frístundastjóra og stjórnendur Árskóla/Árvistar. Bókun fundar Afgreiðsla 148. fundar fræðslunefndar staðfest á 390. fundi sveitarstjórnar 13. nóvember 2019 með níu atkvæðum.
  • Fræðslunefnd - 148 Á fundi sínum þann 28. febrúar tók fræðslunefnd undir bókun félags- og tómstundanefndar þar sem frístundastjóra var falið að vinna að því að koma öllu tómstundastarfi og íþróttaæfingum nemenda Grunnskólans austan Vatna fyrir innan skólaaksturstíma. Frístunda ? og fræðslustjóri hafa unnið að tillögunum í samstarfi við skólaráð GAV, skólastjórnendur og formenn íþróttafélaganna Hjalta og Neista og komist að þeirri sameiginlegu niðurstöðu að skólaakstri verði seinkað á mánudögum um rúma klukkustund. Skólatími nemenda á Hofsósi og Hólum verði samræmdur eins og kostur er og boðið verði upp á tómstundir að skóla loknum á mánudögum. Nefndin samþykkir að endurmeta stöðuna um áramót í samstarfi við félags- og tómstundanefnd. Bókun fundar Afgreiðsla 148. fundar fræðslunefndar staðfest á 390. fundi sveitarstjórnar 13. nóvember 2019 með níu atkvæðum.
  • Fræðslunefnd - 148 Fræðslustjóri fór lauslega yfir aukna stuðningsþörf fyrir börn í leik- og grunnskólum Skagafjarðar.

    Bókun fundar Afgreiðsla 148. fundar fræðslunefndar staðfest á 390. fundi sveitarstjórnar 13. nóvember 2019 með níu atkvæðum.
  • Fræðslunefnd - 148 Lagt fram leiðbeinandi álit frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga um tvöfalda skólavist barna í leik- eða grunnskóla. Í niðurstöðu álitsins ráðleggur sambandið, með vísan í lög og út frá hagsmunum barns, öllum sveitarfélögum að hafna beiðnum um tvöfalda leik- og grunnskólavist.

    Bókun fundar Afgreiðsla 148. fundar fræðslunefndar staðfest á 390. fundi sveitarstjórnar 13. nóvember 2019 með níu atkvæðum.
  • Fræðslunefnd - 148 Fræðslustjóri fór yfir viðbrögð grunnskólanna vegna niðurstöðu samræmdra könnunarprófa sbr. bókun nefndarinnar þann 1. júlí s.l.

    Bókun fundar Afgreiðsla 148. fundar fræðslunefndar staðfest á 390. fundi sveitarstjórnar 13. nóvember 2019 með níu atkvæðum.

9.Fræðslunefnd - 149

Málsnúmer 1910034FVakta málsnúmer

Fundargerð 149 fundar fræðslunefndar frá 7. nóvember lögð fram til afgreiðslu á 390. fundi sveitarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér. Laufey Kristín Skúladóttir kynnti fundargerð. Enginn kvaddi sér hljóðs.
  • Fræðslunefnd - 149 Fjárhagsáætlun fyrir fræðslumál, málaflokk 04, var kynnt og farið yfir rekstur stofnana. Fyrri umræða. Fræðslunefnd felur sviðsstjóra og starfsmönnum fjölskyldusviðs að vinna áfram að áætluninni og leggja fyrir næsta fund. Samþykkt. Bókun fundar Afgreiðsla 149. fundar fræðslunefndar staðfest á 390. fundi sveitarstjórnar 13. nóvember 2019 með níu atkvæðum.
  • Fræðslunefnd - 149 Lagt er til að gjaldskrá leikskóla taki eftirfarandi breytingum: Fæðisgjald hækki um 2,5% og almennt dvalargjald og sérgjald hækki um 2,5%.
    Tillagan samþykkt samhljóða. Nefndin vísar málinu til byggðaráðs.
    Auður Björk Birgisdóttir, fulltrúi VG og óháðra, óskar bókað að hún styðji ekki hækkun gjaldskrár leikskóla.
    Bókun fundar Afgreiðsla 149. fundar fræðslunefndar staðfest á 390. fundi sveitarstjórnar 13. nóvember 2019 með níu atkvæðum.
  • Fræðslunefnd - 149 Lagt er til að fæðisgjald í grunnskóla hækki um 2,5% og dvalargjald í heilsdagsskóla hækki um 2,5%.
    Tillagan samþykkt samhljóða. Nefndin vísar málinu til byggðaráðs.
    Auður Björk Birgisdóttir, fulltrúi VG og óháðra, óskar bókað að hún styðji ekki hækkun gjaldskrár grunnskóla.
    Bókun fundar Afgreiðsla 149. fundar fræðslunefndar staðfest á 390. fundi sveitarstjórnar 13. nóvember 2019 með níu atkvæðum.
  • Fræðslunefnd - 149 Lagt er til að gjaldskrá í tónlistarskóla hækki um 2,5%.
    Tillagan samþykkt samhljóða. Nefndin vísar málinu til byggðaráðs.
    Auður Björk Birgisdóttir, fulltrúi VG og óháðra, óskar bókað að hún styðji ekki hækkun gjaldskrár tónlistarskólans.


    Bókun fundar Afgreiðsla 149. fundar fræðslunefndar staðfest á 390. fundi sveitarstjórnar 13. nóvember 2019 með níu atkvæðum.

10.Landbúnaðarnefnd - 207

Málsnúmer 1910028FVakta málsnúmer

Fundargerð 207. fundar landbúnaðarnefndarfrá 1. nóvember lögð fram til afgreiðslu á 390. fundi sveitarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér. Einar E Einarsson kynnti fundargerð. Enginn kvaddi sér hljóðs.
  • Landbúnaðarnefnd - 207 Farið yfir ástand skilarétta í Sveitarfélaginu Skagafirði. Lagt er til að skoðuð verði framtíð Grófagilsréttar sem skilarétt. Starfsmanni nefndarinnar falið að kanna hvort opinber styrkur fáist til viðhalds Hlíðarréttar vegna sérstöðu hennar og aldurs.
    Landbúnaðarnefnd samþykkir að sett verði gjaldskrá yfir starfsemi í skilaréttum sem fellur ekki undir lögbundin fjallskil.
    Bókun fundar Afgreiðsla 207. fundar landbúnaðarnefndar staðfest á 390. fundi sveitarstjórnar 13. nóvember 2019 með níu atkvæðum.
  • Landbúnaðarnefnd - 207 Lögð fram drög að fjárhagsáætlun vegna landbúnaðarmála á árinu 2020. Niðurstaða áætlunar er 15,0 milljónir króna.
    Landbúnaðarnefnd samþykkir framlögð drög og vísar þeim til byggðarráðs.
    Bókun fundar Afgreiðsla 207. fundar landbúnaðarnefndar staðfest á 390. fundi sveitarstjórnar 13. nóvember 2019 með níu atkvæðum.
  • Landbúnaðarnefnd - 207 Lagt fram bréf móttekið 22. október 2019 frá Guðmundi Þór Elíassyni, kt. 271277-3429 og Jóhönnu H. Friðriksdóttur, kt. 080579-5359, eigendum jarðarinnar Varmilækur land í Skagafirði (F2306242), þar sem óskað er eftir umsögn sveitarstjórnar vegna stofnunar lögbýlis.
    Landbúnaðarnefnd sér ekkert því til fyrirstöðu að lögbýlið sé stofnað og mælir með að það hljóti staðfestingu sveitarstjórnar.
    Bókun fundar Forseti gerir tillögu um að vísa afgreiðslu málsins til liðar nr. 38 "Varmilækur land F2306242, stofnun lögbýlis".
    Samþykkt samhljóða.
  • Landbúnaðarnefnd - 207 Rætt um reglugerðir um garnaveiki og varnir gegn henni.
    Landbúnaðarnefnd hvetur Matvælastofnun til að sinna sínu eftirlitshlutverki varðandi bólusetningar á sauðfé og geitum, til að lágmarka hættu á að upp komi garnaveiki. Til að virkni bólusetningar verði sem best er mikilvægt að framkvæma bólusetningu sem fyrst á haustin.
    Bókun fundar Afgreiðsla 207. fundar landbúnaðarnefndar staðfest á 390. fundi sveitarstjórnar 13. nóvember 2019 með níu atkvæðum.
  • Landbúnaðarnefnd - 207 Landbúnaðarnefnd fagnar fram kominni jafnréttisáætlun 2018-2022. Nefndin mun leitast við að tryggja jafnrétti kynjanna í fjallskilanefndum. Bókun fundar Afgreiðsla 207. fundar landbúnaðarnefndar staðfest á 390. fundi sveitarstjórnar 13. nóvember 2019 með níu atkvæðum.
  • Landbúnaðarnefnd - 207 Lagður fram til kynningar ársreikningur Fjallskilasjóðs Vestur-Fljóta fyrir árið 2018. Bókun fundar Afgreiðsla 207. fundar landbúnaðarnefndar staðfest á 390. fundi sveitarstjórnar 13. nóvember 2019 með níu atkvæðum.
  • Landbúnaðarnefnd - 207 Lagður fram til kynningar ársreikningur Fjallskilasjóðs Skefilsstaðahrepps fyrir árið 2018. Bókun fundar Afgreiðsla 207. fundar landbúnaðarnefndar staðfest á 390. fundi sveitarstjórnar 13. nóvember 2019 með níu atkvæðum.
  • Landbúnaðarnefnd - 207 Lagður fram til kynningar ársreikningur Fjallskilasjóðs Hofsafréttar fyrir árið 2018. Bókun fundar Afgreiðsla 207. fundar landbúnaðarnefndar staðfest á 390. fundi sveitarstjórnar 13. nóvember 2019 með níu atkvæðum.

11.Skipulags- og byggingarnefnd - 361

Málsnúmer 1910032FVakta málsnúmer

Fundargerð 361. fundar skipulags- og byggingarnefndar frá 28. október 2019 lögð fram til afgreiðslu á 390. fundi sveitarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér. Einar E. Einarsson, kynnti fundargerð. Jóhanna Ey Harðardóttir, Einar E Einarsson og Bjarni Jónsson, Jóhanna Ey Harðardódttir og Einar E Einarsson og Bjarni Jónsson kvöddu sér hljóðs.
  • Skipulags- og byggingarnefnd - 361 Á fundinn kom Sigfús Ólafur Guðmundsson til viðræðna við nefndina um hvernig heppilegast sé að kynna íbúum vinnuferlið við endurskoðu aðalskipulags á veraldarvefnum. Samþykkt að fá unnin gögn til að meta vindauðlindina í Skagafirði og ganga að tilboði Veðurvaktarinnar varðandi málið. Rætt um skólaverkefnið og spurningar til nemanda í framhaldi af fundi með grunnskólanemendum.
    Bókun fundar Afgreiðsla 361. fundar skipulags- og byggingarnefndar staðfest á 390. fundi sveitarstjórnar 13. nóvember 2019 með níu atkvæðum.
  • Skipulags- og byggingarnefnd - 361 Ingvar Daði Jóhannsson kt 06098-5979 og Barbara Wenzl kt 250180-2179 þinglýstir eigendur jarðarinnar Engihlíð, landnúmer 146517, sækja um heimild Skipulags- og bggingarnefndar og sveitarstjórnar til að stofna byggingarreit á jörðinni. Um er að ræðar byggingarreit fyrir reiðskemmu, sem er viðbygging við útihús á jörðinni. Erindið samþykkt. Bókun fundar Afgreiðsla 361. fundar skipulags- og byggingarnefndar staðfest á 390. fundi sveitarstjórnar 13. nóvember 2019 með níu atkvæðum.
  • Skipulags- og byggingarnefnd - 361 Sigurður Bjarni Rafnsson formaður Skíðadeildar U.M.F. Tindastóls óskar eftir, f.h. Skíðadeildar U.M.F.T, að skipulags- og byggingarnefnd og sveitarstjórn taki til umfjöllunar og auglýsingar breytingu á staðfestu deiliskipulagi Skíðasvæðisins í Tindastóli.
    Deiliskipulag Skíðasvæðisins í Tindastóli var staðfest 29.11.2017 og auglýst
    í B deild Stjórnartíðinda 23.02.2018.
    Meðfylgjandi tillaga að breyttu deiliskipulagi er unnin hjá VSÓ rágjöf, dagsett 27. september 2019 og ber heitið deiliskipulag Skíðasvæðis í Tindastóli.
    Breytingin snýr að því að afmarkaður er byggingarreitur BR-8 suðvestan við bílaplan. Stærð byggingarreits er 1500 fermetrar og veitir heimild fyrir byggingum allt að 7 m hæð. Erindið samþykkt.
    Bókun fundar Forseti gerir tillögu um að vísa afgreiðslu málsins til liðar nr. 39 "Skíðadeild UMF Tindastóls". Samþykkt samhljóða.
  • Skipulags- og byggingarnefnd - 361 Indriði Einarsson sviðsstjóri veitu- og framkvæmdasviðs sækir um heimild til að byggja við grunnskólann á Hofsósi, viðbyggingu sem fyrirhugað er að hýsi leikskóladeild. Meðfylgjandi uppdrættir gerðir af Jóni Þór Þorvaldssyni arkitekt hjá Úti og Inni arkitektum. Erindið samþykkt, byggingarfulltrúa falið að afgreiða erindið. Bókun fundar Afgreiðsla 361. fundar skipulags- og byggingarnefndar staðfest á 390. fundi sveitarstjórnar 13. nóvember 2019 með níu atkvæðum.
  • Skipulags- og byggingarnefnd - 361 Lagt fyrir bréf eigenda Hótels Varmahlíðar varðandi framkvæmdir við sjálfsafgreiðslustöð OLIS á lóð Kaupfélags Skagfirðinga í Varmahlíð. Skipulags- og byggingarfulltrúi gerði grein fyrir málinu og fundi með hlutaðeigendum. Bókun fundar Ólfur Bjarni Haraldsson fulltrúi Byggðalista vék af fundi undir afgreiðslu málsins.

    Jóhanna Ey Harðardóttir fulltrúi Byggðalista kvaddi sér hljóðs og lagði fram eftirfarandi tillögu:
    Þar sem byggðaráð fer með eftirlit með stjórnsýslu sveitarfélagsins vil ég vísa þessu máli til byggðaráðs og það taki til skoðunar þá málsmeðferð sem framkvæmdir við sjálfsafgreiðslustöð Olís í Varmahlíð fékk.

    Greinagerð;
    Samkvæmt skipulagslögum nr. 123/2010 er landið allt skipulagsskylt og skulu framkvæmdir vera í samræmi við staðfest aðalskipulag og samþykkt deiliskipulag. Breytingar á deiliskipulagi skal kynna með formlegum hætti, verulegar breytingar eru auglýstar skv. 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga en óverulegar breytingar má grenndarkynna skv. 2. mgr. 43 gr.
    Þær breytingar sem hafa staðið yfir á bílaplani og verslunarkjarna gamla KS nú Olís/Grill 66 eru að mínu mati ekki samkvæmt núverandi deiluskipulagi sem gert var árið 1997, því tel ég að samkvæmt skipulagslögum nr. 123/2010 hafi ekki verið staðið rétt að meðferð þessu tiltekna máli. Það hefði átt að auglýsa eða kynna þær breytingar sem nú standa yfir, því þær hafa haft veruleg áhrif á fólkið sem býr á svæðinu.
    Jóhanna Ey Harðardóttir.

    Einar E Einarsson kvaddi sér hljóðs, þá Bjarni Jónsson, Jóhanna Ey Harðardóttir.

    Einar E Einarsson varamaður Framsóknarflokks, lagði fram eftirfarandi bókun:
    Fulltrúar meirihlutans vilja ítreka að umrædd lóð er í eigu Menningarseturs Skagfirðinga og var úthlutað á fundi þeirra 27. febrúar 2018. Þar var þá einnig lagður fram skipulagsuppdráttur sem sýndi fyrirhugaðar framkvæmdir. Ekki voru gerðar athugasemdir við uppdráttinn og lóðarúthlutunin samþykkt. Þar sem Menningarsetrið er sjálfseignarstofnun hafa umræddar framkvæmdir ekki komið fyrir fráfarandi eða núverandi skipulagsnefndir sveitarfélagsins enda gekk þáverandi formaður Menningarsetursins frá samningi við skipulags- og byggingarfulltrúa um að taka málið til skipulagslegrar meðferðar samkvæmt samþykkt stjórnar.

    Bjarni Jónsson fulltrúi Vg og óháðra leggur fram bókun: Flest sem hefur komið fram á fundinum styður þá málsmeðferð að byggðarráð fjalli um málið.

    Tillaga Jóhönnu Ey borin upp til afgreiðslu og samþykkt með átta atkvæðum, Ólafur Bjarni Harðarsson fulltrúi Byggðarlista og óskar bókað að hann taki ekki þátt í atkvæðagreiðslu.

    Afgreiðsla 361. fundar skipulags- og byggingarnefndar staðfest á 390. fundi sveitarstjórnar 13. nóvember 2019 með átta atkvæðum, Ólafur Bjarni Harðarsson fulltrúi Byggðalista óskar bókað að hann taki ekki þátt í atkvæðagreiðslu.
  • Skipulags- og byggingarnefnd - 361 Fyrir liggur greinargerð Arnórs Halldórssonar lögmanns vegna erindis Úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála. Greinargerðin hefur verið send til úrskurðarnefndarinnar. Ákvörðun Skipulags- og byggingarnefndar frá 348. fundi þann 24. maí sl. er varðar byggingarlóðina Ásholt í Skagafirði var kærð til Úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála. Bókun fundar Afgreiðsla 361. fundar skipulags- og byggingarnefndar staðfest á 390. fundi sveitarstjórnar 13. nóvember 2019 með níu atkvæðum.
  • Skipulags- og byggingarnefnd - 361 Lagt fram bréf dagsett 20. september 2019 frá Tré lífsins. Bréfið er sent til að kanna áhuga sveitarfélagsins til minnigargarða og afstöðu til þess að opna slíkan garð í sveitarfélaginu. Í minningargarð er gert ráð fyrir að aska látinna einstaklinga verði jarðsett ásamt því að tré verður gróðursett til minningar um hinn látna.
    Með vísan til laga um kirkjugarða, greftrun og líkbrennslu, 36/1993, hafnar Skipulags- og bygginganefnd erindinu. Skipulags- og byggingarnefnd bendir á, með tilvísun í ofangreind lög, að skylt er að greftra lík í lögmætum kirkjugarði, eða brenna þau í viðurkenndri líkbrennslustofnun (bálstofu).
    Bókun fundar Afgreiðsla 361. fundar skipulags- og byggingarnefndar staðfest á 390. fundi sveitarstjórnar 13. nóvember 2019 með níu atkvæðum.
  • Skipulags- og byggingarnefnd - 361 Málið varðar afleggjara/vegtengingu sem er á skipurlagi Sveitarfélagsins í Varmahlíð inn á þjóðveg 1 suður af Birkimelnum.
    Eigendur Víðimels stefna á að opna fjölskyldugarð í landi Víðimels og telja að aðkoma að garðinum þurfi að vera vestanfrá af þjóðvegi nr 1.
    Fyrir liggur að Vegagerðin hefur hafnað slíkri tengingu að landinu og bendir á að nýta fyrirhugaða vegtengingu frá þjóðvegi 1 sem sýnd er á staðfestu aðalskipulagi.
    Skipulags- og byggingarfulltrúi gerði grein fyrir fundi með hlutaðeigandi. Erindinu vísað til gerðar aðalskipulags.
    Bókun fundar Afgreiðsla 361. fundar skipulags- og byggingarnefndar staðfest á 390. fundi sveitarstjórnar 13. nóvember 2019 með níu atkvæðum.
  • Skipulags- og byggingarnefnd - 361 Lagt fram bréf frá Umhverfisstofnun sem minnir á 22. ársfund Umhverfisstofnunar, náttúruverndarnefnda sveitarfélaga og forstöðumanna náttúrustofa sem haldinn verður fimmtudaginn 14. nóvember næstkomandi á Egilsstöðum. Bókun fundar Afgreiðsla 361. fundar skipulags- og byggingarnefndar staðfest á 390. fundi sveitarstjórnar 13. nóvember 2019 með níu atkvæðum.
  • Skipulags- og byggingarnefnd - 361 Lagt fram bréf frá Skipulagsstofnumn varðandi Skipulagsdaginn 8. nóvember nk. Skipulagsdagurinn er árleg ráðstefna helguð umræðu um skipulagsmál sem Skipulagsstofnun stendur fyrir í samstarfi við Samband íslenskra sveitarfélaga. Yfirskrift dagsins að þessu sinni er skipulag um framtíðina, samspil skipulags við áætlanagerð um byggð, samgöngur og nýtingu lands. Bókun fundar Afgreiðsla 361. fundar skipulags- og byggingarnefndar staðfest á 390. fundi sveitarstjórnar 13. nóvember 2019 með níu atkvæðum.

12.Skipulags- og byggingarnefnd - 362

Málsnúmer 1911005FVakta málsnúmer

Fundargerð 362. fundar skipulags- og byggingarnefndar frá 7. nóvember 2019 lögð fram til afgreiðslu á 390. fundi sveitarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér. Einar E. Einarsson kynnti fundargerð. Enginn kvaddi sér hljóðs.
  • Skipulags- og byggingarnefnd - 362 Á 376. fundi Sveitarstjórnar Sveitarfélagsins Skagafjarðar 12. desember 2018 var samþykkt að hefja vinnu við endurskoðun á aðalskipulagi Sveitarfélagsins Skagafjarðar 2009-2021.
    Skipulaginu er ætlað að stuðla að hagkvæmri og skynsamlegri nýtingu lands, móta stefnu um þróun byggðar og landnotkunar, og leggja mat á helstu áhrif skipulags á umhverfið og samfélag.
    Í samræmi við samþykkt sveitarstjórnar liggur fyrir skipulags- og matslýsing vegna endurskoðunar á Aðalskipulagi Sveitarfélagsins Skagafjarðar 2009-2021, dagsett í nóvember 2019 og unnin af VSÓ ráðgjöf.
    Skipulags- og byggingarnefnd samþykkir framangreinda skipulags og matslýsingu og leggur til við sveitarstjórn að lýsingin verði auglýst og kynnt samkvæmt 1. mgr. 30. greinar skipulagslaga nr. 123/2010.
    Undir þessum lið sat Stefán Gunnar Thors frá VSÓ fundinn.
    Bókun fundar Forseti gerir tillögu um að vísa afgreiðslu málsins til liðar nr. 40 "Aðalskipulag Sveitarfélagsins Skagafjarðar - Endurskoðun". Samþykkt samhljóða.
  • Skipulags- og byggingarnefnd - 362 Í fyrirliggjandi fjárhagsramma fyrir málaflokk 09 vegna ársins 2020 er gert ráð fyrir rekstrarniðurstöðu 74.442.000 - kr. sem sundurliðast í tekjur 6.600.000.- kr. og gjöld 81.042.000.- kr. Farið yfir rekstraramman og fyrirliggjandi verkefni. Bókun fundar Afgreiðsla 362. fundar skipulags- og byggingarnefndar staðfest á 390. fundi sveitarstjórnar 13. nóvember 2019 með níu atkvæðum.
  • Skipulags- og byggingarnefnd - 362 Friðrik Rúnar Friðriksson kt. 141156-5009 , þinglýstur eigandi lóðarinnar Lambeyri landnúmer 201897, óskar eftir heimild til að stofna 804 m² íbúðarhússlóð úr landi Lambreyrar, skv. meðfylgjandi afstöðuuppdrætti nr. S01 í verki 720463 útg. 22. okt. 2019. Afstöðuppdráttur er unnin hjá Stoð ehf. verkfræðistofu af Birni Magnúsi Árnasyni. Engin fasteign er innan útskiptrar lóðar.
    Lögbýlarétturinn mun áfram fylgja Lambeyri, landnr. 201897.
    Óskað er eftir að hin nýja lóð fái nafnið Hvammur. Erindið samþykkt.
    Bókun fundar Afgreiðsla 362. fundar skipulags- og byggingarnefndar staðfest á 390. fundi sveitarstjórnar 13. nóvember 2019 með níu atkvæðum.
  • Skipulags- og byggingarnefnd - 362 Torfi Ólafsson kt. 260451-2199 sækir, f.h þinglýstra eiganda jarðarinnar Skarðs, landnúmer 145958, um heimild til að stofna 2932 m² spildu úr landi jarðarinnar. Meðfylgjandi afstöðuuppdráttur er nr. S01 í verki 783801 útg. 8. október 2019, unnin hjá Stoð ehf. verkfræðistofu af Birni Magnúsi Árnasyni.
    Þá er óska eftir að hin nýja lóð fái heitið Nýja-Skarð.
    Engin fasteign er á umræddri spildu og mun lögbýlarétturinn áfram fylgja Skarði, landnr. 145958. Óskað er eftir því að útskipt spilda verði tekin úr landbúnaðarnotkun og landnotkun nýju lóðarinnar verði frístundahússlóð. Erindið samþykkt.
    Bókun fundar Afgreiðsla 362. fundar skipulags- og byggingarnefndar staðfest á 390. fundi sveitarstjórnar 13. nóvember 2019 með níu atkvæðum.
  • Skipulags- og byggingarnefnd - 362 Á 343. fundi Skipulags- og byggingarnefndar þann 18. mars 2019 var Pálli Sighvatsyni f.h. Hásteina ehf, kt. 601293-2189, Ásmundi og Friðrik Pálmasyni f.h. Svarðarhóls ehf., kt. 550708-1320 og Magnúsi Ingvarssyni kt. 171160-3249 úthlutuð lóðin Borgarteigur 1.
    Með bréfi dagsettu 24. október 2019 óska ofanritaðir lóðarhafar eftir að við gerð lóðarleigusamnings verði Hallgrímur M. Alfreðsson kt. 210266-3059 og Thelma Sif Magnúsdóttir kt. 100287-4049 einnig skráðir lóðarhafar.
    Skipulags- og byggingarnefnd fellst á ofanritaða beiðni og að lóðarhafar lóðarinnar verði Hásteinar ehf, kt. 601293-2189, Svarðarhóll ehf., kt. 550708-1320, Magnús Ingvarsson kt. 171160-3249, Hallgrímur M. Alfreðsson kt. 210266-3059 og Thelma Sif Magnúsdóttir kt. 100287-4049.
    Bókun fundar Afgreiðsla 362. fundar skipulags- og byggingarnefndar staðfest á 390. fundi sveitarstjórnar 13. nóvember 2019 með níu atkvæðum.
  • Skipulags- og byggingarnefnd - 362 Þinglýstir eigendur jarðanna Syðra-Vallholts 1, landnúmer 146067, og Syðra-Vallholts 2, landnr. 146068, óska staðfestingu skipulags- og byggingarnefndar og sveitarstjórnar Sveitarfélagsins Skagafjarðar á hnitsettum ytri landamerkjum jarðanna á móti Vindheimum 2 landnr. 174189, Lynghólma landnr. 189120, Mikley landnr. 146326, Vallanesi landnr. 146076 og Ytra-Vallholti landnr. 146047, eins og þau eru sýnd á framlögðum hnitsettum afstöðuuppdrætti.
    Uppdrátturinn er unninn hjá Stoð ehf. verkfræðistofu af Birni Magnúsi Árnasyni. Uppdráttur nr. S01 í verki 724404, dagsettur 18. júní 2019.
    Meðfylgjandi erindum eru landamerkjayfirlýsingar áritaðar af hlutaðeigandi, annarra en eigenda Mikleyjar, um ágreiningslaus landamerki eins og þau eru sýnd á ofangreindum framlögðum uppdrætti.
    Skipulags- og byggingarnefnd tekur ekki afstöðu til landamerkja Syðra-Vallholt 1, landnúmer 146067, og Syðra-Vallholts 2 þar sem þau liggja að Mikley, landnr. 146326, en samþykkir erindið að öðru leyti.

    Landamerki Syðra Vallholts 1 og 2 og Borgereyjar og Borgareyjar 1 voru samþykkt af Byggðarráði 24. júlí 2019.
    Bókun fundar Afgreiðsla 362. fundar skipulags- og byggingarnefndar staðfest á 390. fundi sveitarstjórnar 13. nóvember 2019 með níu atkvæðum.
  • Skipulags- og byggingarnefnd - 362 Þinglýstir eigendur jarðanna Syðra-Vallholts 1 landnúmer 146067, og Syðra-Vallholts 2 landnr. 146068, óska heimildar skipulags- og byggingarnefndar og sveitarstjórnar Sveitarfélagsins Skagafjarðar til að skipta 13,05 ha. spildu úr landi jarðanna og nefna landið Syðra-Vallholt 3.
    Framlagður hnitsettur afstöðuuppdráttur unninn hjá Stoð ehf. verkfræðistofu af Birni Magnúsi Árnasyni gerir grein fyrir erindinu. Uppdrátturinn er nr. S01 í verki 724404, dagsettur 18. júní 2019.
    Lögbýlaréttur fylgir áfram Syðra-Vallholt 1 landnúmer 146067, og Syðra-Vallholts 2 landnr. 146068. Skipulags- og byggingarnefnd samþykkir erindið eins og það er fyrir lagt.
    Bókun fundar Afgreiðsla 362. fundar skipulags- og byggingarnefndar staðfest á 390. fundi sveitarstjórnar 13. nóvember 2019 með níu atkvæðum.
  • Skipulags- og byggingarnefnd - 362 Þinglýstir eigendur jarðanna Syðra-Vallholt 1 landnúmer 146067, og Syðra-Vallholts 2 landnr. 146068, óska staðfestingar skipulags- og byggingarnefndar og sveitarstjórnar Sveitarfélagsins Skagafjarðar á hnitsettum landamerkjum milli jarðanna eins og þau eru sýnd á framlögðum hnitsettum afstöðuuppdrætti sem unninn hjá Stoð ehf. verkfræðistofu af Birni Magnúsi Árnasyni. Uppdrátturinn er nr. S01 í verki 724404, dagsettur 18. júní 2019. Skipulags- og byggingarnefnd samþykkir erindið eins og það er fyrir lagt.

    Bókun fundar Afgreiðsla 362. fundar skipulags- og byggingarnefndar staðfest á 390. fundi sveitarstjórnar 13. nóvember 2019 með níu atkvæðum.
  • Skipulags- og byggingarnefnd - 362 96.afgreiðslufundur byggingarfulltrúa lagður fram til kynningar Bókun fundar Afgreiðsla 362. fundar skipulags- og byggingarnefndar staðfest á 390. fundi sveitarstjórnar 13. nóvember 2019 með níu atkvæðum.

13.Umhverfis- og samgöngunefnd - 161

Málsnúmer 1910017FVakta málsnúmer

Fundargerð 161. fundar umhverfis- og samgöngunefndar frá 15. október 2019 lögð fram til afgreiðslu á 390. fundi sveitarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér. Ingibjörg Huld Þórðardóttir kynnti fundargerð. Enginn kvaddi sér hljóðs.
  • Umhverfis- og samgöngunefnd - 161 Fulltrúar frá Kiwanisklúbbnum Freyju sátu fundinn og ræddu hugmyndir um uppbyggingu á fjölskyldugarði.
    Sviðstjóra falið að útbúa drög að samkomulagi um uppbyggingu fjölskyldugarðs á Sauðárkróki.
    Bókun fundar Afgreiðsla 161. fundar umhverfis- og samgöngunefndar staðfest á 390. fundi sveitarstjórnar 13. nóvember 2019 með níu atkvæðum.
  • Umhverfis- og samgöngunefnd - 161 Lagður fram til kynningar tölvupóstur frá Cruise Europe um mögulega aðild Skagafjarðarhafna að samtökunum.
    Málinu frestað til næsta fundar.
    Bókun fundar Afgreiðsla 161. fundar umhverfis- og samgöngunefndar staðfest á 390. fundi sveitarstjórnar 13. nóvember 2019 með níu atkvæðum.
  • Umhverfis- og samgöngunefnd - 161 Nýsamþykkt umferðarlög kveða á um að hámarkshraði í þéttbýli skuli standa á heilum tug og má því ekki vera 35 km/klst eins og raunin er á Sauðárkróki í dag.
    Umhverfis- og samgöngunefnd leggur til að löglegur hámarkshraði verði lækkaður úr 35km/klst niður í 30km/klst á þeim svæðum sem núverandi hraðatakmarkanir ná til.

    Bókun fundar Afgreiðsla 161. fundar umhverfis- og samgöngunefndar staðfest á 390. fundi sveitarstjórnar 13. nóvember 2019 með níu atkvæðum.
  • Umhverfis- og samgöngunefnd - 161 Farið var yfir umferðarmál í kringum Árskóla, íþróttahús og heimavist FNV. Sviðsstjóri fór á dögunum yfir svæðið ásamt lögreglustjóra, slökkviliðsstjóra og skólastjóra Árskóla þar sem einblínt var á öryggi vegfarenda, gangandi, hjólandi og akandi, um svæðið.
    Úrbætur eru þegar hafnar.
    Bókun fundar Afgreiðsla 161. fundar umhverfis- og samgöngunefndar staðfest á 390. fundi sveitarstjórnar 13. nóvember 2019 með níu atkvæðum.
  • Umhverfis- og samgöngunefnd - 161 Lagt var fyrir fundinn erindi frá Björk Hlöðversdóttur varðandi lýsingu á göngustíg í Hliðarhverfi.
    Nefndin felur sviðstjóra að gera kostnaðaráætlun vegna lýsingar og lagfæringar á göngustígnum.
    Bókun fundar Afgreiðsla 161. fundar umhverfis- og samgöngunefndar staðfest á 390. fundi sveitarstjórnar 13. nóvember 2019 með níu atkvæðum.
  • Umhverfis- og samgöngunefnd - 161 Farið var yfir opnun tilboða í sorpmóttöku í Varmahlíð.
    Tilboð í verkið voru opnuð fimmtudaginn 3. október sl. og bárust 2 tilboð í verkið;

    Uppsteypa ehf. 57.818.600.-
    Vinnuvélar Símonar ehf. 57.193.968.-

    Kostnaðaráætlun Verkfræðistofunnar Stoðar hljóðar upp á 51.063.000.-

    Umhverfis- og samgöngunefnd felur sviðstjóra að ganga frá verksamningi við lægstbjóðanda.

    Steinar Skarphéðinsson og Ingibjörg Huld Þórðardóttir, viku af fundi undir afgreiðslu málsins.
    Sigríður Magnúsdóttir sat fundinn undir afgreiðslu þessa máls í stað Ingibjargar Huldar.
    Bókun fundar Afgreiðsla 161. fundar umhverfis- og samgöngunefndar staðfest á 390. fundi sveitarstjórnar 13. nóvember 2019 með átta atkvæðum. Ingibjörg Huld Þórðardóttir óskar bókað að hún taki ekki þátt í afgreiðslu.
  • Umhverfis- og samgöngunefnd - 161 Ræddar voru vinnureglur um númerslausar bifreiðar og starfsleyfi verktaka sem Heilbrigðiseftirlit Norðurlands vestra samþykkti nýverið. Einnig voru ræddir snertifletir umhverfis- og samgöngunefndar og heilbrigðisnefndar.
    Sigurjón Þórðarson, heilbrigðisfulltrúi Norðurlands vestra, sat fundinn undir þessum lið fundarins.
    Bókun fundar Afgreiðsla 161. fundar umhverfis- og samgöngunefndar staðfest á 390. fundi sveitarstjórnar 13. nóvember 2019 með níu atkvæðum.
  • Umhverfis- og samgöngunefnd - 161 Farið var yfir umhverfismál almennt ásamt garðyrkjustjóra, Helgu Gunnlaugsdóttur. Bókun fundar Afgreiðsla 161. fundar umhverfis- og samgöngunefndar staðfest á 390. fundi sveitarstjórnar 13. nóvember 2019 með níu atkvæðum.

14.Umhverfis- og samgöngunefnd - 162

Málsnúmer 1911003FVakta málsnúmer

Fundargerð 162. fundar umhverfis- og samgöngunefndar frá 8. nóvember 2019 lögð fram til afgreiðslu á 390. fundi sveitarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér. Ingibjörg Huld Þórðardóttir kynnti fundargerð. Enginn kvaddi sér hljóðs.
  • Umhverfis- og samgöngunefnd - 162 Lögð var fram tillaga að 2,5% hækkun gjaldskrá Skagafjarðarhafna fyrir árið 2020.
    Umhverfis- og samgöngunefnd samþykkir tillöguna og vísar til byggðarráðs.

    Bókun fundar Afgreiðsla 162. fundar umhverfis- og samgöngunefndar staðfest á 390. fundi sveitarstjórnar 13. nóvember 2019 með níu atkvæðum.
  • Umhverfis- og samgöngunefnd - 162 Lögð voru fram drög að fjárhagsáætlun Skagafarðarhafna fyrir árið 2020.
    Umhverfis- og samgöngunefnd samþykkir framlögð drög og vísar til byggðarráðs.
    Bókun fundar Afgreiðsla 162. fundar umhverfis- og samgöngunefndar staðfest á 390. fundi sveitarstjórnar 13. nóvember 2019 með níu atkvæðum.
  • Umhverfis- og samgöngunefnd - 162 Lagt var fyrir fundinn minnisblað vegna skoðunar á gamla vigtarhúsinu á Hofsósi.
    Hafnarstjóri ásamt sviðstjóra veitu- og framkvæmdasviðs hittu forsvarsmenn verkefnisins Verðandi, Sólveigu Pétursdóttur og Þuríði Helgu Jónsdóttur, þann 25. október sl. þar sem vigtarhúsið var skoðað með það í huga hvort það myndi nýtast verkefninu. Forsvarsmönnum leist vel á húsnæðið og óskuðu eftir að fá að nýta það í verkefnið.
    Umhverfis- og samgöngunefnd samþykkir fyrir sitt leyti nýtingu á húsinu og felur sviðsstjóra að vinna drög að samningi við Verðandi.
    Bókun fundar Afgreiðsla 162. fundar umhverfis- og samgöngunefndar staðfest á 390. fundi sveitarstjórnar 13. nóvember 2019 með níu atkvæðum.
  • Umhverfis- og samgöngunefnd - 162 Lögð voru fram drög að fjárhagsáætlun málaflokks 11 - umhverfismál fyrir árið 2020.
    Umhverfis- og samgöngunefnd samþykkir framlögð drög og vísar til byggðarráðs.
    Bókun fundar Afgreiðsla 162. fundar umhverfis- og samgöngunefndar staðfest á 390. fundi sveitarstjórnar 13. nóvember 2019 með níu atkvæðum.
  • Umhverfis- og samgöngunefnd - 162 Lögð var fram tillaga að 2,5% hækkun gjaldskrá Brunavarna Skagafjarðar fyrir árið 2020.
    Umhverfis- og samgöngunefnd samþykkir tillöguna og vísar til byggðarráðs.
    Bókun fundar Afgreiðsla 162. fundar umhverfis- og samgöngunefndar staðfest á 390. fundi sveitarstjórnar 13. nóvember 2019 með níu atkvæðum.
  • Umhverfis- og samgöngunefnd - 162 Lögð voru fram drög að fjárhagsáætlun fyrir Brunavarnir Skagafjarðar árið 2020.
    Umhverfis- og samgöngunefnd samþykkir framlögð drög og vísar til byggðarráðs.
    Bókun fundar Afgreiðsla 162. fundar umhverfis- og samgöngunefndar staðfest á 390. fundi sveitarstjórnar 13. nóvember 2019 með níu atkvæðum.
  • Umhverfis- og samgöngunefnd - 162 Lögð var fram tillaga að 2,5% hækkun á gjaldskrá slökkvitækjaþjónustu Brunavarna Skagafjarðar fyrir árið 2020.
    Umhverfis- og samgöngunefnd samþykkir tillöguna og vísar til byggðarráðs.
    Bókun fundar Afgreiðsla 162. fundar umhverfis- og samgöngunefndar staðfest á 390. fundi sveitarstjórnar 13. nóvember 2019 með níu atkvæðum.
  • Umhverfis- og samgöngunefnd - 162 Ræddar voru mögulegar breytingar á gjaldskrá sorphirðu.
    Bókun fundar Afgreiðsla 162. fundar umhverfis- og samgöngunefndar staðfest á 390. fundi sveitarstjórnar 13. nóvember 2019 með níu atkvæðum.
  • Umhverfis- og samgöngunefnd - 162 Lögð voru fram drög að fjárhagsáætlun fyrir málaflokk 08 - hreinlætismál árið 2020.
    Umhverfis- og samgöngunefnd samþykkir framlögð drög og vísar til byggðarráðs.
    Bókun fundar Afgreiðsla 162. fundar umhverfis- og samgöngunefndar staðfest á 390. fundi sveitarstjórnar 13. nóvember 2019 með níu atkvæðum.
  • Umhverfis- og samgöngunefnd - 162 Lögð var fram tillaga að 2,5% hækkun gjaldskrá fráveitur og tæmingu rotþróa fyrir árið 2020.
    Umhverfis- og samgöngunefnd samþykkir tillöguna og vísar til byggðarráðs.
    Bókun fundar Afgreiðsla 162. fundar umhverfis- og samgöngunefndar staðfest á 390. fundi sveitarstjórnar 13. nóvember 2019 með níu atkvæðum.
  • Umhverfis- og samgöngunefnd - 162 Lögð voru fram drög að fjárhagsáætlun málaflokks 53 - fráveitu fyrir árið 2020.
    Umhverfis- og samgöngunefnd samþykkir framlögð drög og vísar til byggðarráðs.
    Bókun fundar Afgreiðsla 162. fundar umhverfis- og samgöngunefndar staðfest á 390. fundi sveitarstjórnar 13. nóvember 2019 með níu atkvæðum.
  • Umhverfis- og samgöngunefnd - 162 Lögð voru fram drög að fjárhagsáætlun málaflokks 10 - umferðar- og samgöngumál fyrir árið 2020.
    Umhverfis- og samgöngunefnd samþykkir framlögð drög og vísar til byggðarráðs.
    Bókun fundar Afgreiðsla 162. fundar umhverfis- og samgöngunefndar staðfest á 390. fundi sveitarstjórnar 13. nóvember 2019 með níu atkvæðum.
  • Umhverfis- og samgöngunefnd - 162 Lögð var fram tillaga að 2,5% hækkun gjaldskrá hunda- og kattahalds fyrir árið 2020.
    Umhverfis- og samgöngunefnd samþykkir tillöguna og vísar til byggðarráðs.
    Bókun fundar Afgreiðsla 162. fundar umhverfis- og samgöngunefndar staðfest á 390. fundi sveitarstjórnar 13. nóvember 2019 með níu atkvæðum.
  • Umhverfis- og samgöngunefnd - 162 Lögð var fyrir fundinn umsókn um styrk til Vegagerðarinnar vegna viðhalds á vegi að Selhólum frá fjallskiladeild Hegraness, fjallskiladeild Skarðshrepps og Ferðafélagi Skagfirðinga.
    Um er að ræða veg frá Skagavegi upp að eyðibýlinu Selhólum á Kálfárdal.
    Í umsókninni segir að um sé að ræða ofaníburð og smá lagfæringar á vegarenda.
    Áætlaður kostnaður við framkvæmdina er 4.505.000.-
    Umhverfis- og samgöngunefnd styður framlagða umsókn um viðhald á núverandi vegi að Selhólum.
    Bókun fundar Afgreiðsla 162. fundar umhverfis- og samgöngunefndar staðfest á 390. fundi sveitarstjórnar 13. nóvember 2019 með níu atkvæðum.
  • Umhverfis- og samgöngunefnd - 162 Lagður var fram til kynningar tölvupóstur vegna ársfundar Umhverfisstofnunar sem haldinn verður á Egilsstöðum 14. nóvember nk. Bókun fundar Afgreiðsla 162. fundar umhverfis- og samgöngunefndar staðfest á 390. fundi sveitarstjórnar 13. nóvember 2019 með níu atkvæðum.
  • Umhverfis- og samgöngunefnd - 162 Lagður var fram til kynningar tölvupóstur frá Umhverfisstofnun þar sem vakin er athygli á því að stofnunin hefur gefið út ársskýrslu loftgæða með gögnum um loftgæði í landinu til ársins 2017. Bókun fundar Afgreiðsla 162. fundar umhverfis- og samgöngunefndar staðfest á 390. fundi sveitarstjórnar 13. nóvember 2019 með níu atkvæðum.

15.Veitunefnd - 63

Málsnúmer 1910019FVakta málsnúmer

Fundargerð 63. fundar veitunefndar frá 15. október 2019 lögð fram til afgreiðslu á 390. fundi sveitarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér. Gísli Sigurðsson kynnti fundargerð. Bjarni Jónsson kvaddi sér hljóðs.
  • Veitunefnd - 63 Farið var yfir stöðu framkvæmda við lagningu hitaveitu frá Hofsósi að Neðra Ási og Ásgarði.
    Lagningu stofnlagna er lokið og vinna við heimtaugar hafin. Lokið er við lagningu heimtauga að Neðra Ási, Ásgarðsbæjunum og að Smiðsgerði. ð
    Bókun fundar Afgreiðsla 63. fundar veitunefndar staðfest á 390. fundi sveitarstjórnar 13. nóvember 2019 níu atkvæðum.
  • Veitunefnd - 63 Farið var yfir erindi frá Högna Elfari Gylfasyni varðandi heimtaugagjöld í dreifbýli fyrir hús sem liggja utan nýframkvæmdasvæða.
    Sviðstjóra falið að taka saman yfirlit yfir hvernig þessum málum er háttað hjá sambærilegum veitufyrirtækjum.
    Bókun fundar Afgreiðsla 63. fundar veitunefndar staðfest á 390. fundi sveitarstjórnar 13. nóvember 2019 níu atkvæðum.
  • Veitunefnd - 63 Farið var yfir mögulegar nýframkvæmdir Skagafjarðarveitna á næsta ári.
    Sviðstjóra falið að vinna tillögu fyrir framkvæmdir næsta árs og leggja fram á næsta fundi.

    Bókun fundar Afgreiðsla 63. fundar veitunefndar staðfest á 390. fundi sveitarstjórnar 13. nóvember 2019 níu atkvæðum.
  • Veitunefnd - 63 Farið var yfir ramma fjárhagsáætlunar fyrir árið 2020. Drög að fjárhagsáætlun fyrir árið 2020 verður lögð fyrir á næsta fundi veitunefndar. Bókun fundar Afgreiðsla 63. fundar veitunefndar staðfest á 390. fundi sveitarstjórnar 13. nóvember 2019 níu atkvæðum.

16.Veitunefnd - 64

Málsnúmer 1911002FVakta málsnúmer

Fundargerð 64. fundar veitunefndar frá 5. nóvember 2019 lögð fram til afgreiðslu á 390. fundi sveitarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér. Gísli Sigurðsson kynnti fundargerð. Enginn kvaddi sér hljóðs.
  • Veitunefnd - 64 Farið var yfir drög að fjárhagsáætlun Skagafjarðarveitna fyrir árið 2020.
    Veitunefnd samþykkir áætlunina og vísar til byggðaráðs.
    Bókun fundar Afgreiðsla 64. fundar veitunefndar staðfest á 390. fundi sveitarstjórnar 13. nóvember 2019 níu atkvæðum.
  • Veitunefnd - 64 Lögð var fram tillaga um 2,5% hækkun á gjaldskrá hitaveitu fyrir árið 2020.
    Veitunefnd samþykkir tillöguna og vísar til byggðarráðs.
    Bókun fundar Afgreiðsla 64. fundar veitunefndar staðfest á 390. fundi sveitarstjórnar 13. nóvember 2019 níu atkvæðum.
  • Veitunefnd - 64 Lögð var fram tillaga að 2,5% hækkun á vatnsgjaldi, lágmarki og hámarki, samkvæmt 3. gr gjaldskrár vatnsveitu.
    Önnur gjöld taka breytingum samkvæmt byggingavísitölu.
    Bókun fundar Afgreiðsla 64. fundar veitunefndar staðfest á 390. fundi sveitarstjórnar 13. nóvember 2019 níu atkvæðum.
  • Veitunefnd - 64 Lögð var fram til kynningar hönnun og kostnaðaráætlun vegna lagningar hitaveitu um norðanvert Hegranes unnin af Braga Þór Haraldssyni á Verkfræðistofunni Stoð ehf.
    Veitunefnd leggur til og vísar til byggðarráðs að lagning hitaveitu um norðanvert Hegranes verði á fjárhagsáætlun næsta árs.
    Bókun fundar Afgreiðsla 64. fundar veitunefndar staðfest á 390. fundi sveitarstjórnar 13. nóvember 2019 níu atkvæðum.
  • Veitunefnd - 64 Lögð var fram til kynningar verkfundargerð 10. verkfundar vegna lagningar hitaveitu frá Hofsósi að Neðra Ási og Ásgarði.
    Vinna við stofnlagnir er lokið og vinna við heimtaugar gengur vel. Vinnu við yfir 90% af lagningu hitaveitu er lokið og yfir 70% af ljósleiðaralögnum.
    Bókun fundar Afgreiðsla 64. fundar veitunefndar staðfest á 390. fundi sveitarstjórnar 13. nóvember 2019 níu atkvæðum.
  • Veitunefnd - 64 Lagður var fram til kynningar listi yfir fyrirhugaðar framkvæmdir næstu ára hjá Skagafjarðarveitum. Bókun fundar Afgreiðsla 64. fundar veitunefndar staðfest á 390. fundi sveitarstjórnar 13. nóvember 2019 níu atkvæðum.

17.Jafnréttisáætlun 2019-2023

Málsnúmer 1809026Vakta málsnúmer

Vísað frá 885. fundi byggðarráðs þann 16. október 2019 til afgreiðslu sveitarstjórnar.
Framlögð Jafnréttisáætlun Sveitarfélagsins Skagafjarðar 2019-2023, borin upp til afgreiðslu sveitarstjórnar og samþykkt með níu atkvæðum.

18.Viljayfirlýsing

Málsnúmer 1910232Vakta málsnúmer

Vísað frá 886. fundi byggðarráðs 31. október 2019 til afgreiðslu sveitarstjórnar.

Sveitarfélögin Skagafjörður og Akrahreppur samþykkja að stefna að uppbyggingu skólamannvirkja fyrir leik-, grunn- og tónlistarskóla á einum stað í núverandi húsnæði Varmahlíðarskóla. Í samræmi við þann vilja verður unnið að þarfagreiningu og hönnun gagngerra breytinga húsnæðis og lóðar fyrir skólana þrjá á árinu 2020, í nánu samráði við fulltrúa hlutaðeigandi hagsmunahópa úr samfélaginu í framanverðum Skagafirði. Markmiðið er að breytingar sem gerðar verða á húsnæðinu og umhverfi þess uppfylli þær þarfir og kröfur sem gerðar eru í dag til skólahalds leik-, grunn- og tónlistarskóla, sem og til fyrirsjáanlegrar framtíðar. Við hönnunina verði eftir því sem unnt er haft að leiðarljósi að ákveðnir þættir starfsemi sem fram fer í húsinu, s.s. bókasafn geti einnig þjónað nærsamfélaginu.
Leiði niðurstaðan til þess að þessi valkostur verði fýsilegur verður lagt upp með að framkvæmdir hefjist á árinu 2021 en að öðrum kosti verði aðrir möguleikar skoðaðir.
Sameiginleg verkefnisstjórn verður stofnuð á næstunni og mun vinna að framgangi verksins næstu vikur og mánuði.

Ólafur Bjarni Haraldsson og Laufey Kristín Skúladóttir tóku til máls.
Viljayfirlýsingin borin upp til afgreiðslu sveitarstjórnar og samþykkt með níu atkvæðum.

19.Umsókn um langtímalán 2019

Málsnúmer 1901295Vakta málsnúmer

Vísað frá 886. fundi byggðarráðs 31. október 2019 til afgreiðslu sveitarstjórnar.

Sveitarstjórn Sveitarfélagsins Skagafjarðar samþykkir að taka verðtryggt lán hjá Lánasjóði sveitarfélaga ohf. að fjárhæð 74,5 milljónir króna til 15 ára, í samræmi við samþykkta skilmála lánveitingarinnar sem liggja fyrir fundinum. Til tryggingar láninu standa tekjur sveitarfélagsins, sbr. heimild í 2. mgr. 68. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011. Er lánið tekið til framkvæmda eignasjóðs og hitaveitu og vegna endurfjármögnunar afborgana eldri lána hjá Lánasjóðinum, sbr. 3. gr. laga um stofnun opinbers hlutafélags um Lánasjóð sveitarfélaga nr. 150/2006. Jafnframt er Sigfúsi Inga Sigfússyni, kt. 031175-5349, veitt fullt og ótakmarkað umboð til þess f.h. Sveitarfélagsins Skagafjarðar að undirrita lánssamning við Lánasjóð sveitarfélaga ohf. sbr. framangreint, sem og til þess að móttaka, undirrita og gefa út, og afhenda hvers kyns skjöl, fyrirmæli og tilkynningar, sem tengjast lántöku þessari, þ.m.t. beiðni um útborgun láns.

Umsóknin borin upp til afgreiðslu sveitarstjórna og samþykkt með sjö atkvæðum.
Álfhildur Leifsdóttir og Bjarni Jónsson fulltrúar Vg og óháðra óska bókað að þau sitji hjá við afgreiðsluna.

20.Útsvarshlutfall árið 2020

Málsnúmer 1910156Vakta málsnúmer

Vísað frá 886. fundi byggðarráðs frá 31. október 2019 til afgreiðslu sveitarstjórnar.
Lögð fram tillaga um óbreytta hlutfallstölu útsvars í Sveitarfélaginu Skagafirði á árinu 2020, þ.e. 14,52%.

Tillagan borin upp til afgreiðslu sveitarstjórnar og samþykkt með níu atkvæðum.

21.Gjaldskrá 2020 Byggðasafn Skagfirðinga - Glaumbær

Málsnúmer 1905078Vakta málsnúmer

Vísað frá 886. fundi byggðarráðs frá 31. október 2019 til afgreiðslu sveitarstjórnar.
Lögð fram gjaldskrá Byggðasafns Skagfirðinga fyrir árið 2020. Gjaldskráin er óbreytt frá árinu 2019.

Gjaldskráin borin upp til afgreiðslu sveitarstjórnar og samþykkt með níu atkvæðum.

22.Ný umferðarlög - hámarks ökuhraði í þéttbýli

Málsnúmer 1909185Vakta málsnúmer

Vísað frá 886. fundi byggðarráðs frá 31. október 2019 til afgreiðslu sveitarstjórnar.

Lögð fram svohljóðandi bókun 161. fundar umhverfis- og samgöngunefndar frá 15. október 2019.
"Nýsamþykkt umferðarlög kveða á um að hámarkshraði í þéttbýli skuli standa á heilum tug og má því ekki vera 35 km/klst eins og raunin er á Sauðárkróki í dag. Umhverfis- og samgöngunefnd leggur til að löglegur hámarkshraði verði lækkaður úr 35km/klst niður í 30km/klst á þeim svæðum sem núverandi hraðatakmarkanir ná til."

Tillagan borin upp til afgreiðslu og samþykkt með níu atkvæðum.

23.Notendastýrð persónuleg aðstoð 2019

Málsnúmer 1910176Vakta málsnúmer

Vísað frá 887. fundi byggðarráðs frá 7. nóvember 2019 til afgreiðslu sveitarstjórnar.

Sveitarstjórn Sveitarfélagsins Skagafjarðr samþykkir að greiðsluviðmið jafnaðarstunda í NPA samningum árið 2019 taki mið af útreikningum NPA miðstöðvarinnar svf. og jafnframt að taka upp þrjá mismunandi taxta sem endurspegla þarfir notenda þjónustunnar. Jafnaðarstund NPA samninga sem kveður á um aðstoð allan sólarhringinn þar sem notandi getur ekki nýtt sér hvíldarvaktir, skv. bókun 1 í sérkjarasamningi NPA miðstöðvar við Eflingu/SGS, nemur 4.913,04 kr. á klukkustund. Jafnaðarstund NPA samnings sem kveður á um aðstoð allan sólarhringinn hjá notanda sem getur nýtt sér hvíldarvaktir, nemur 4.476,54 kr. á klukkustund. Jafnaðarstund NPA samnings þar sem ekki er gert ráð fyrir næturvinnu, þ.e. hvorki hvíldarvöktum né vakandi næturvöktum, nemur 4.733,62 kr.
Þessar breytingar gildi afturvirkt frá 1. apríl sl.
Vegna viðbótarframlaga vegna námskeiða aðstoðarfólks skal reikna allt að 20 tímum fyrir hvern starfsman á ári.

Tillagan borin upp til afgreiðslu og samþykkt með níu atkvæðum.

24.Launastefna

Málsnúmer 1909254Vakta málsnúmer

Vísað frá 887. fundi byggðarráðs frá 7. nóvember 2019 til afgreiðslu sveitarstjórnar.
Fyrirliggjandi drög að launastefnu borin upp til afgreiðslu sveitarstjórnar og samþykkt með níu atkvæðum.

25.Gjaldskrá hitaveitu 2020

Málsnúmer 1910263Vakta málsnúmer

Vísað frá 887. fundi byggðarráðs frá 7. nóvember 2019 til afgreiðslu sveitarstjórnar.
Lögð var fram tillaga um 2,5% hækkun á gjaldskrá hitaveitu fyrir árið 2020.
Tillagan borin upp til afgreiðslu sveitarstjórnar og samþykkt með sjö atkvæðum.
Bjarni Jónsson og Álfhildur Leifsdóttir fulltrúar Vg og óháðra, óska bókað að þau sitji hjá við afgreiðslu málsins.

26.Gjaldskrá Vatnsveitu 2020

Málsnúmer 1910262Vakta málsnúmer

Vísað frá 887. fundi byggðarráðs frá 7. nóvember 2019 til afgreiðslu sveitarstjórnar.
Lögð var fram tillaga að 2,5% hækkun á vatnsgjaldi, lágmarki og hámarki, samkvæmt 3. gr gjaldskrár vatnsveitu.
Önnur gjöld taka breytingum samkvæmt byggingavísitölu.
Tillagan borin upp til afgreiðslu sveitarstjórnar og samþykkt með níu atkvæðum.

27.Gjaldskrá 2020 - Listasafn Skagfirðinga

Málsnúmer 1910163Vakta málsnúmer

Vísað frá 887. fundi byggðarráðs til afgreiðslu sveitarstjórnar.
Lögð fram gjaldskrá Listasafns Skagfirðinga fyrir árið 2020. Gjaldskráin er óbreytt milli ára.
Gjaldskráin borin upp til afgreiðslu og samþykkt með níu atkvæðum.

28.Gjaldskrá 2020 - Héraðsbókasafn

Málsnúmer 1910162Vakta málsnúmer

Vísað frá 887. fundi byggðarráðs til afgreiðslu sveitarstjórnar.
Lögð fram gjaldskrá Héraðsbókasafns Skagfirðinga fyrir árið 2020. Gjaldskráin er óbreytt milli ára.
Gjaldskráin borin upp til afgreiðslu og samþykkt með níu atkvæðum.

29.Gjaldskrá 2020 - Héraðsskjalasafn Skagfirðinga

Málsnúmer 1910161Vakta málsnúmer

Erindinu vísað frá 887. fundi byggðarráðs. Lögð fram tillaga að gjaldskrá Héraðsskjalasafns Skagfirðinga frá og með 1. janúar 2020. Gjaldskráin lítið breytt milli ára.
Gjaldskráin borin upp til afgreiðslu sveitarstjórnar og samþykkt með níu atkvæðum.

30.Gjaldskrá Húss frítímans 2020

Málsnúmer 1910250Vakta málsnúmer

Vísað frá 887. fundi byggðarráðs til afgreiðslu sveitarstjórnar.
Lögð er fram tillaga að gjaldskrá fyrir Hús frítímans fyrir árið 2020, sem felur í sér allt að 2.5% hækkun á fyrir leigu á húsinu, mismunandi eftir viðburðum.
Tillagan borin upp til afgreiðslu sveitarstjórnar og samþykkt með níu atkvæðum.

31.Gjaldskrá íþróttamannvirkja 2020

Málsnúmer 1910249Vakta málsnúmer

Vísað frá 887. fundi byggðarráðs til afgreiðslu sveitarstjórnar.
Lögð fram tillaga að gjaldskrá íþróttamannvirkja frá og með 1. janúar 2020.
Tillagan borin upp til afgreiðslu og samþykkt með sjö atkvæðum.
Bjarni Jónsson og Álfhildur Leifsdóttir fulltrúar Vg og óháðra, óska bókað að þau sitji hjá við afgreiðslu málsins.

32.Gjaldskrá Dagdvalar aldraðra 2020

Málsnúmer 1910273Vakta málsnúmer

Vísað frá 887. fundi byggðarráðs til afgreiðslu sveitarstjórnar.
Lögð fram tillaga um að hlutur notenda Dagdvalar aldraðra í fæðiskostnaði hækki um 2,5% úr 511 kr. í 524 kr. fyrir hverja máltíðað gjaldskrá Dagdvalar aldraðra frá og með 1. janúar 2020.
Tillagan borin upp til afgreiðslu og samþykkt með sjö atkvæðum.
Bjarni Jónsson og Álfhildur Leifsdóttir fulltrúar Vg og óháðra, óska bókað að þau sitji hjá við afgreiðslu málsins.

33.Gjaldskrá heimaþjónustu 2020

Málsnúmer 1910274Vakta málsnúmer

Vísað frá 887. fundi byggðarráðs til afgreiðslu sveitarstjórnar.
Lögð fram tillaga að gjaldskrá heimaþjónustu frá og með 1. janúar 2020 verði óbreytt, þ.e. viðmiðun við launaflokk 128-1 skv. samningum Öldunnar/Kjalar frá 1.janúar 2020 með 8% persónuálagi með tengdum gjöldum. Tekjuviðmið til lækkunar gjalda miðast við greiðslur Tryggingastofnunar.

Tillagan borin upp til afgreiðslu sveitarstjórnar og samþykkt með níu atkvæðum.

34.Reglur um innheimtu gjalda 2020 - Iðja Hæfing

Málsnúmer 1910281Vakta málsnúmer

Vísað frá 887. fundi byggðarráðs til afgreiðslu sveitarstjórnar.
Lögð fram tillaga að gjaldskrá Iðju-hæfingar frá og með 1. janúar 2020, að hlutur notenda Iðju í fæðiskostnaði hækki um 2,5% úr 570 kr. í 585 kr. fyrir hverja máltíð.
Tillagan borin upp til afgreiðslu sveitarstjórnar og samþykkt með sjö atkvæðum.
Bjarni Jónsson og Álfhildur Leifsdóttir fulltrúar Vg og óháðra, óska bókað að þau sitji hjá við afgreiðslu málsins.

35.Viðauki 6 við fjárhagsáætlun 2019

Málsnúmer 1911023Vakta málsnúmer

Vísað frá 887. fundi byggðarráðs þann 7. nóvember 2019 til afgreiðslu sveitarstjórnar, þannig bókað:

Lögð fram drög að viðauka númer 6 við fjárhagsáætlun 2019. Niðurstaða viðaukans á rekstur sveitarfélagsins er 35.273 þús.kr. til tekna.

Viðauki 6 við fjárhagsáætlun 2019 borin upp til afgreiðslu sveitarstjórnar og samþykktur með níu atkvæðum.

36.Reglur um húsnæðismál 2020

Málsnúmer 1910279Vakta málsnúmer

Vísað frá 887. fundi byggðarráðs frá 7. nóvember 2019 til afgreiðslu sveitarstjórnar.

Lagt er til að eftirfarandi texti í 4. lið annarar málsgreinar reglna um húsnæðismál verði felldur brott ?þeir sem leigja húsnæði á félagslegum forsendum greiða 20% lægri upphæð eða 1.160 krónur á fermetra og að hámarki 140.223 krónur á mánuði.
Breytingarnar taki gildi 1.janúar 2020.

Tillagan borin upp til afgreiðslu sveitarstjórnar og samþykkt með níu atkvæðum.

37.Jafnlaunastefna

Málsnúmer 1902065Vakta málsnúmer

Vísað frá 271. fundi félags- og tómstundanefndar frá 5. nóvember 2019 til afgreiðslu sveitarstjórnar.
Drög að jafnlaunastefnu lögð fram og borin upp til afgreiðslu sveitarstjórnar, samþykkt með níu atkvæðu.

38.Varmilækur land F2306242, stofnun lögbýlis

Málsnúmer 1910195Vakta málsnúmer

Vísað frá 207. fundi landbúnaðarnefndar frá 1. nóvember 2019 til afgreiðslu sveitarstjórnar.
Lagt fram bréf móttekið 22. október 2019 frá Guðmundi Þór Elíassyni, kt. 271277-3429 og Jóhönnu H. Friðriksdóttur, kt. 080579-5359, eigendum jarðarinnar Varmilækur land í Skagafirði (F2306242), þar sem óskað er eftir umsögn sveitarstjórnar vegna stofnunar lögbýlis.
Sveitarstjórn Sveitarfélagins Skagafjarðar sér ekkert því til fyrirstöðu að lögbýlið sé stofnað.
Samþykkt samhljóða.

39.Skíðasvæðið í Tindastóli - Umsókn um breytingu á deiliskipulagi.

Málsnúmer 1910010Vakta málsnúmer

Vísað frá 361. fundi skipulags og byggingarnefndar þann 28. október 2019 til afgreiðslu sveitarstjórnar, þannig bókað:

Sigurður Bjarni Rafnsson formaður Skíðadeildar U.M.F. Tindastóls óskar eftir, f.h. Skíðadeildar U.M.F.T, að skipulags- og byggingarnefnd og sveitarstjórn taki til umfjöllunar og auglýsingar breytingu á staðfestu deiliskipulagi Skíðasvæðisins í Tindastóli.
Deiliskipulag Skíðasvæðisins í Tindastóli var staðfest 29.11.2017 og auglýst í B deild Stjórnartíðinda 23.02.2018.
Meðfylgjandi tillaga að breyttu deiliskipulagi er unnin hjá VSÓ rágjöf, dagsett 27. september 2019 og ber heitið deiliskipulag Skíðasvæðis í Tindastóli.
Breytingin snýr að því að afmarkaður er byggingarreitur BR-8 suðvestan við bílaplan. Stærð byggingarreits er 1500 fermetrar og veitir heimild fyrir byggingum allt að 7 m hæð. Erindið samþykkt.

Tillaga um að breyting á deiliskipulagi skíðasvæðisins í Tindastóli verði auglýst í samræmi við 1. mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 borin upp til afgreiðslu og samþykkt með níu atkvæðum.

40.Aðalskipulag Sveitarfélagsins Skagafjarðar - Endurskoðun

Málsnúmer 1812032Vakta málsnúmer

Vísað frá 362. fundi skipulags og byggingarnefndar þann 7. nóvember 2019 til afgreiðslu sveitarstjórnar, þannig bókað:

Á 376. fundi Sveitarstjórnar Sveitarfélagsins Skagafjarðar 12. desember 2018 var samþykkt að hefja vinnu við endurskoðun á aðalskipulagi Sveitarfélagsins Skagafjarðar 2009-2021.
Skipulaginu er ætlað að stuðla að hagkvæmri og skynsamlegri nýtingu lands, móta stefnu um þróun byggðar og landnotkunar, og leggja mat á helstu áhrif skipulags á umhverfið og samfélag.
Í samræmi við samþykkt sveitarstjórnar liggur fyrir skipulags- og matslýsing vegna endurskoðunar á Aðalskipulagi Sveitarfélagsins Skagafjarðar 2009-2021, dagsett í nóvember 2019 og unnin af VSÓ ráðgjöf.
Skipulags- og byggingarnefnd samþykkir framangreinda skipulags og matslýsingu og leggur til við sveitarstjórn að lýsingin verði auglýst og kynnt samkvæmt 1. mgr. 30. greinar skipulagslaga nr. 123/2010.

Framangreind tillaga skipulags- og byggingarnefndar, um að ofangreind skipulags- og matslýsing verði auglýst og kynnt samkvæmt 1 mgr. 30. greinar skipulagslaga nr. 123/2010 borin upp til afgreiðslu sveitarstjórnar og samþykkt meðn níu atkvæðum.

41.Fjárhagsáætlun 2020 - 2024

Málsnúmer 1908008Vakta málsnúmer

Fjárhagsáætlun 2020-2024 vísað frá 887. fundi byggðarráðs frá 7. nóvmember 2019 til fyrri umræðu sveitarstjórnar.

Sigfús Ingi Sigfssson sveitarstjóri fór yfir og kynnti fjárhagsáætlun 2020-2024.

Fjárhagsáætlun Sveitarfélagsins Skagafjarðar fyrir árið 2020 er hér lögð fram til fyrri umræðu ásamt fjögurra ára áætlun fyrir árin 2021-2024. Fjárhagsáætlunin er sett fram í samræmi við 62. gr. sveitarstjórnarlaga, nr. 138/2011, fyrir A-hluta og samantekinn reikning fyrir A- og B-hluta. Í A-hluta er aðalsjóður auk eignasjóða. Í B-hluta eru veitustofnanir, hafnarsjóður, félagslegar íbúðir, Tímatákn ehf. og Eyvindarstaðarheiði ehf. Áætlunin sýnir rekstraráætlun, áætlaðan efnahagsreikning og sjóðsstreymi fyrir sveitarfélagið og stofnanir þess.

Helstu niðurstöður fjárhagsáætlunar fyrir árið 2020 gera ráð fyrir að rekstrartekjur Sveitarfélagsins Skagafjarðar nemi 5.754 m.kr. hjá samstæðunni í heild, A- og B-hluta, þar af eru rekstrartekjur A hluta áætlaðar 5.043 m.kr. Rekstrargjöld án fjármagnsliða og afskrifta eru áætluð 5.098 m.kr., þar af A-hluti 4.634 m.kr. Rekstrarhagnaður A- og B-hluta fyrir afskriftir og fjármagnsliði er áætlaður 656 m.kr. Afskriftir nema 239 m.kr. og fjármagnsgjöld umfram fjármunatekjur nema 308 m.kr. Rekstrarafgangur samstæðunnar í heild A- og B-hluta er áætlaður samtals 109 m.kr.

Rekstrarhagnaður A-hluta fyrir afskriftir og fjármagnsliði er áætlaður 409 m.kr. Afskriftir nema 145 m.kr. Fjármagnsgjöld umfram fjármunatekjur nema 249 m.kr. Rekstrarniðurstaða A-hluta sveitarsjóðs er því áætluð jákvæð um 15 m.kr.

Eignir Sveitarfélagsins Skagafjarðar eru áætlaðar í árslok 2020, 9.879 m.kr., þar af eru eignir A-hluta 8.367 m.kr. Skuldir og skuldbindingar eru áætlaðar í árslok 7.026 m.kr. Þar af hjá A-hluta 6.863 m.kr. Eigið fé er áætlað 2.853 m.kr hjá samstæðunni og eiginfjárhlutfall 28,76%. Eigið fé A-hluta er áætlað 1.504 m.kr. og eiginfjárhlutfall 17,98%.

Áætlunin gerir ráð fyrir að veltufé frá rekstri A-hluta verði 297 m.kr. Veltufé frá rekstri samstæðunnar A- og B-hluta verði samtals 521 m.kr. Þá er gert er ráð fyrir að handbært fé samstæðunnar í árslok verði 91 m.kr.

Helstu niðurstöður áætlunar fyrir árin 2021-2024 hvað samstæðuna varðar eru að áætlaðar tekjur 2021 eru 5.733 m.kr., fyrir árið 2022 5.707 m.kr., fyrir árið 2023 5.707 m.kr. og fyrir árið 2024 5.702 m.kr. Rekstrarniðurstöður samstæðunnar er áætluð fyrir árið 2021 121 m.kr., fyrir árið 2022 102 m.kr., fyrir árið 2023 98 m.kr. og fyrir árið 2024 71 m.kr. Gert er ráð fyrir að veltufé frá rekstri fyrir árið 2021 verði 547 m.kr., fyrir árið 2022 verði 546 m.kr., fyrir árið 2023 550 m.kr. og fyrir árið 2024 528 m.kr.

Forseti gerir tillögu um að vísa fjárhagsáætlun 2020-2024 til nefnda og síðari umræðu í sveitarstjórn. Samþykkt samhljóða með níu atkvæðum.

42.Skagfirskar leiguíbúðir hses - 16

Málsnúmer 1910026FVakta málsnúmer

Fundargerð 16. fundar Skagfirskra leiguíbúða hses frá 25. október 2019 lögð fram til kynningar á 390. fundi sveitarstjórnar 13. nóvember 2019

43.Stjórn Menningarseturs Skagfirðinga - 11

Málsnúmer 1910038FVakta málsnúmer

Fundargerð 11. fundar stjórnar Menningarsetur Skagfirðinga frá 31. október 2019 lögð fram til kynningar á 390. fundi sveitarstjórnar 13. nóvember 2019.

44.Fundagerðir skólanefndar FNV 2019

Málsnúmer 1901007Vakta málsnúmer

Fundargerð skólanefndar FNV frá 15. október 2019 lögð fram til kynningar á 390. fundi sveitarstjórnar 13. nóvember 2019.

45.Fundagerðir stjórnar Norðurár bs. 2019

Málsnúmer 1901009Vakta málsnúmer

Fundargerð 93. fundar stjórnar Norðurár bs. frá 30. október 2019 lögð fram til kynningar á 390. fundi sveitarstjórnar 13. nóvember 2019

46.Fundagerðir stjórnar SÍS 2019

Málsnúmer 1901002Vakta málsnúmer

Fundargerð 875. fundar stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga frá 25. október 2019 lögð fram til kynningar á 390. fundi sveitarstjórnar 13. nóvember 2019

Fundi slitið - kl. 19:00.