Fara í efni

Ný umferðarlög - hámarks ökuhraði í þéttbýli

Málsnúmer 1909185

Vakta málsnúmer

Umhverfis- og samgöngunefnd Svf Skagafjarðar - 161. fundur - 15.10.2019

Nýsamþykkt umferðarlög kveða á um að hámarkshraði í þéttbýli skuli standa á heilum tug og má því ekki vera 35 km/klst eins og raunin er á Sauðárkróki í dag.
Umhverfis- og samgöngunefnd leggur til að löglegur hámarkshraði verði lækkaður úr 35km/klst niður í 30km/klst á þeim svæðum sem núverandi hraðatakmarkanir ná til.

Byggðarráð Svf. Skagafjarðar - 886. fundur - 31.10.2019

Lögð fram svohljóðandi bókun 161. fundar umhverfis- og samgöngunefndar frá 15. október 2019.
"Nýsamþykkt umferðarlög kveða á um að hámarkshraði í þéttbýli skuli standa á heilum tug og má því ekki vera 35 km/klst eins og raunin er á Sauðárkróki í dag. Umhverfis- og samgöngunefnd leggur til að löglegur hámarkshraði verði lækkaður úr 35km/klst niður í 30km/klst á þeim svæðum sem núverandi hraðatakmarkanir ná til."
Byggðarráð samþykkir breytinguna fyrir sitt leiti og vísar til afgreiðslu sveitarstjórnar.

Sveitarstjórn Sveitarfélagins Skagafjarðar - 390. fundur - 13.11.2019

Vísað frá 886. fundi byggðarráðs frá 31. október 2019 til afgreiðslu sveitarstjórnar.

Lögð fram svohljóðandi bókun 161. fundar umhverfis- og samgöngunefndar frá 15. október 2019.
"Nýsamþykkt umferðarlög kveða á um að hámarkshraði í þéttbýli skuli standa á heilum tug og má því ekki vera 35 km/klst eins og raunin er á Sauðárkróki í dag. Umhverfis- og samgöngunefnd leggur til að löglegur hámarkshraði verði lækkaður úr 35km/klst niður í 30km/klst á þeim svæðum sem núverandi hraðatakmarkanir ná til."

Tillagan borin upp til afgreiðslu og samþykkt með níu atkvæðum.