Fara í efni

Reglur um húsnæðismál 2020

Málsnúmer 1910279

Vakta málsnúmer

Félags- og tómstundanefnd Svf. Skagafjarðar - 271. fundur - 05.11.2019

Félags- og tómstundanefnd samþykkir að leggja til við byggðaráð að eftirfarandi texti í 4. lið annarar málsgreinar reglna um húsnæðismál í Sveitarfélaginu Skagafirði verði felldur brott „þeir sem leigja húsnæði á félagslegum forsendum greiða 20% lægri upphæð eða 1.160 krónur á fermetra og að hámarki 140.223 krónur á mánuði.
Breytingarnar taki gildi 1.janúar 2020. Vísað til byggðaráðs.

Byggðarráð Svf. Skagafjarðar - 887. fundur - 07.11.2019

Erindinu vísað frá 271. fundi félags- og tómstundanefndar þann 5. nóvember 2019.
Félags- og tómstundanefnd samþykkir að leggja til við byggðaráð að eftirfarandi texti í 4. lið annarar málsgreinar reglna um húsnæðismál verði felldur brott „þeir sem leigja húsnæði á félagslegum forsendum greiða 20% lægri upphæð eða 1.160 krónur á fermetra og að hámarki 140.223 krónur á mánuði.
Breytingarnar taki gildi 1.janúar 2020.
Byggðarráð samþykkir tillöguna og vísar henni til afgreiðslu sveitarstjórnar.

Sveitarstjórn Sveitarfélagins Skagafjarðar - 390. fundur - 13.11.2019

Vísað frá 887. fundi byggðarráðs frá 7. nóvember 2019 til afgreiðslu sveitarstjórnar.

Lagt er til að eftirfarandi texti í 4. lið annarar málsgreinar reglna um húsnæðismál verði felldur brott ?þeir sem leigja húsnæði á félagslegum forsendum greiða 20% lægri upphæð eða 1.160 krónur á fermetra og að hámarki 140.223 krónur á mánuði.
Breytingarnar taki gildi 1.janúar 2020.

Tillagan borin upp til afgreiðslu sveitarstjórnar og samþykkt með níu atkvæðum.