Fara í efni

Sveitarstjórn Sveitarfélagins Skagafjarðar

350. fundur 18. janúar 2017 kl. 16:15 - 17:15 að Sæmundargötu 7a
Nefndarmenn
  • Sigríður Svavarsdóttir forseti
  • Sigríður Magnúsdóttir 1. varaforseti
  • Stefán Vagn Stefánsson aðalm.
  • Bjarki Tryggvason aðalm.
  • Viggó Jónsson aðalm.
  • Þórdís Friðbjörnsdóttir aðalm.
  • Gunnsteinn Björnsson aðalm.
  • Bjarni Jónsson 2. varaforseti
  • Gréta Sjöfn Guðmundsdóttir aðalm.
Starfsmenn
  • Ásta Björg Pálmadótttir sveitarstjóri
  • Helga Sigurrós Bergsdóttir ritari
Fundargerð ritaði: Helga Sigurrós Bergsdóttir stjórnsýsluritari
Dagskrá

1.Byggðarráð Skagafjarðar - 769

Málsnúmer 1612012FVakta málsnúmer

Fundargerð 769. fundar byggðarráðs lögð fram til afgreiðslu á 350. fundi sveitarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér. Stefán Vagn Stefánsson kynnti fundargerð. Enginn kvaddi sér hljóðs.
  • Byggðarráð Skagafjarðar - 769 Lagt fram bréf dagsett 7. desember 2016 frá Landssamtökunum Þroskahjálp varðandi húsnæðisáætlanir, stofnframlög og skyldur sveitarfélaga gagnvart fötluðu fólki. Hvetja Landssamtökin Þroskahjálp stjórnendur sveitarfélaga eindregið til að huga sérstaklega að aðstæðum og þörfum fólks með þroskahömlun og fatlaðs fólks almennt þegar þeir gera áætlanir í húsnæðismálum og setja reglur og/eða taka ákvarðanir um veitingu stofnframlaga samkvæmt nýjum lögum sem um það gilda.
    Byggðarráð þakkar fyrir erindið.
    Bókun fundar Afgreiðsla 769. fundar byggðarráðs staðfest á 350. fundi sveitarstjórnar 18. janúar 2016 með níu atkvæðum.
  • Byggðarráð Skagafjarðar - 769 Lagður fram tölvupóstur dagsettur 12. desember 2016 frá Hafnasambandi Íslands varðandi mikla skerðingu á fjárframlögum til hafnaframkvæmda árið 2017 í frumvarpi til fjárlaga 2017.
    Byggðarráð hefur miklar áhyggjur af skerðingu fjármagns til hafnaframvæmda 2017 og tekur undir bókun Hafnasambands Íslands sem er svohljóðandi: "Í frumvarpi til fjárlaga 2017 er gert ráð fyrir 212 mkr.í hafnabótasjóð, sem er 400 mkr. lækkun frá árinu 2016. Í nýsamþykktri samgönguáætlun er hins vegar gert ráð fyrir 1.158 mkr. í hafnabótasjóð.
    Á nýliðnu hafnasambandsþingi sem haldið var 13.-14. október s.l. var því fagnað að hlutur hafna var aukinn í samgönguáætlun. Sá fögnuður reyndist skammvinnur er því sá fögnuður dreginn til baka enda telur stjórn hafnasambandsis að fyrirhuguð framlög á árinu 2017 séu óviðunandi með öllu."
    Bókun fundar Afgreiðsla 769. fundar byggðarráðs staðfest á 350. fundi sveitarstjórnar 18. janúar 2016 með níu atkvæðum.
  • Byggðarráð Skagafjarðar - 769 Málið áður á dagskrá 768. fundar byggðarráðs. Samþykkt var þá að gera Þreksporti ehf. gagntilboð sem fyrirtækið hefur gengið að. Söluverð fasteignarinnar er 48 milljónir króna.
    Byggðarráð samþykkir að fela sviðsstjóra stjórnsýslu- og fjármálasviðs að ganga frá samningum um söluna.
    Bókun fundar Afgreiðsla 769. fundar byggðarráðs staðfest á 350. fundi sveitarstjórnar 18. janúar 2016 með níu atkvæðum.
  • Byggðarráð Skagafjarðar - 769 Lagður fram tölvupóstur dagsettur 14. desember 2016 frá nefndasviði Alþingis þar sem efnahags- og viðskiptanefnd Alþingis sendir til umsagnar frumvarp til laga um Lífeyrissjóð starfsmanna ríkisins (breyting á A-deild sjóðsins). 6. mál.
    Byggðarráð Sveitarfélagsins Skagafjarðar leggur áherslu á að sem mest sátt náist um frumvarpið og það verði samþykkt á Alþingi fyrir næstu áramót.
    Bókun fundar Afgreiðsla 769. fundar byggðarráðs staðfest á 350. fundi sveitarstjórnar 18. janúar 2016 með níu atkvæðum.
  • Byggðarráð Skagafjarðar - 769 Lögð fram til kynningar fundargerð stjórnar SSNV frá 6. desember 2016. Bókun fundar Fundargerð stjórnar SSNV frá 6. desember 2016 lögð fram til kynningar á 350. fundi sveitarstjórnar 18.janúar 2016

2.Byggðarráð Skagafjarðar - 770

Málsnúmer 1612021FVakta málsnúmer

Fundargerð 770. fundar byggðarráðs lögð fram til afgreiðslu á 350. fundi sveitarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér. Stefán Vagn Stefánsson kynnti fundargerð. Enginn kvaddi sér hljóðs.
  • Byggðarráð Skagafjarðar - 770 Fulltrúar Karlakórsins Heimis, Gísli Árnason og Valgeir Þorvaldsson komu á fund byggðarráðs og kynntu samstarfsverkefni kórsins og Vesturfarasetursins, ferð kórsins til Kanada vorið 2017. Bókun fundar Afgreiðsla 769. fundar byggðarráðs staðfest á 350. fundi sveitarstjórnar 18. janúar 2016 með níu atkvæðum.
  • Byggðarráð Skagafjarðar - 770 Lagður fram tölvupóstur dagsettur 19. desember 2016 frá embætti sýslumannsins á Norðurlandi vestra úr máli 1612280. Óskað er umsagnar um umsókn Sigmars Jóhannssonar, kt. 100447-3129, Lindabæ, 551 Sauðárkróki, um leyfi til að reka veitingastað í flokki I í Búminjasafninu Lindabæ, 551 Sauðárkróki.
    Byggðarráð samþykkir að gera ekki athugasemdir við umsóknina.
    Bókun fundar Afgreiðsla 769. fundar byggðarráðs staðfest á 350. fundi sveitarstjórnar 18. janúar 2016 með níu atkvæðum.
  • Byggðarráð Skagafjarðar - 770 Lagður fram tölvupóstur dagsettur 18. desember 2016 frá samtökunum Landsbyggðin lifi varðandi árgjald ársins 2016.
    Byggðarráð samþykkir að greiða árgjald samkvæmt ákvörðun aðalfundar samtakanna árið 2016.
    Bókun fundar Afgreiðsla 769. fundar byggðarráðs staðfest á 350. fundi sveitarstjórnar 18. janúar 2016 með níu atkvæðum.
  • Byggðarráð Skagafjarðar - 770 Lögð fram beiðni frá embætti sýslumannsins á Norðurlandi vestra, dagsett 20. desember 2016 um afskrift sveitarsjóðsgjalda í innheimtu hjá ríkinu, sem orðnar eru fyrndar. Afskriftarbeiðni nr. 201612201406246, höfuðstóll 8.704 kr., dráttarvextir 5.207 kr., samtals 13.911 kr.
    Byggðarráð samþykkir að afskrifa kröfuna.
    Bókun fundar Afgreiðsla 769. fundar byggðarráðs staðfest á 350. fundi sveitarstjórnar 18. janúar 2016 með níu atkvæðum.
  • Byggðarráð Skagafjarðar - 770 Byggðarráð samþykkir heimild til sveitarstjóra að taka allt að 200 milljónir króna skammtímalán á árinu 2017 ef þörf krefur. Bókun fundar Forseti gerir tillögu um að vísa afgreiðslu málsins til liðar nr. 11 "Skammtímafjármögnun 2017" Samþykkt samhljóða.
  • Byggðarráð Skagafjarðar - 770 Lagt fram bréf frá Skeljungi hf., dagsett 16. júní 2016 þar sem fyrirtækið óskar eftir að gerður verði nýr lóðaleigusamningur vegna lóðarréttinda Skeljungs hf. í Varmahlíð.
    Umrædd lóð var upphaflega leigð Olíufélaginu Skeljungi hf. með samningi dags. 10. maí 1972. Í 2. gr. samningsins segir:
    „Leigutíminn skal vera 10 ár frá 1.apríl 1971 að telja, en að þeim tíma loknum hefur leigutaki rétt á að fá leiguréttinn framlengdan um a.m.k. tvö ár í senn eða að fá aðra sambærilega lóð undir starfsemi sína á staðnum þegar skipulag hans hefur verið endanlega ákveðið, og skal þá gerður nýr samningur um þau lóðarréttindi.“
    Ekki hefur verið gerður nýr samningur þrátt fyrir að skipulag svæðisins hafi nú verið endanlega ákveðið, en deiliskipulag svæðisins var samþykkt árið 1997. Í því skipulagi er umrædd lóð ekki skilgreind sérstaklega heldur er hluti af stærra svæði sem skilgreint er sem verslunar og þjónustusvæði.
    Skeljungur hf. sendi Varmahlíðarstjórn bréf, dags. 18. nóvember 1994 varðandi framtíðarskipulag á lóð Kaupfélags Skagfirðinga og Skeljungs hf. í Varmahlíð. Í bréfinu er grein gerð fyrir því að samningar hafi tekist á milli Kaupfélags Skagfirðinga, Olíufélagsins hf. og Skeljungs hf. um samstarf í sölu og þjónustu við ferðamenn í Varmahlíð, líkt og segir í bréfinu.
    Samkvæmt bréfinu var gengið út frá því að þær lóðir sem framangreindir aðilar höfðu á þeim tíma til ráðstöfunar yrðu nýttar sameiginlega til uppbyggingar aðstöðu fyrir ferðamenn. Þá segir orðrétt í niðurlagi bréfsins:
    „Í ljósi þess að ofangreint samstarf er komið á milli aðila um þessa þjónustu, hefur Skeljungur lýst yfir samþykki sínu fyrir þessum áætlunum og gerir því ráð fyrir að sú lóð, sem félagið hefur á hendi á staðnum, verði nýtt sem hluti af stærra þjónustusvæði fyrir ferðamenn.“
    Tekið skal fram að sveitarfélagið var ekki aðili að samkomulagi þessu tengdu né heldur var lóðarleigusamningi breytt, eða nýr gerður, vegna þeirrar lóðar sem mál þetta snýr að.
    Skeljungur hf. greiddi síðast lóðarleigu árið 1996 sem kemur heim og saman við það sem fram kemur í bréfi um samrekstur Skeljungs hf. og Olíufélagsins hf. um bensínafgreiðslu í Varmahlíð og að þá hafi Skeljungur hf. hætt að hagnýta sér lóðina.
    Skipulagsleg staða svæðisins í dag, og í raun allt frá árinu 1997 þegar deiliskipulag svæðisins var samþykkt, er sú að ekki er gert ráð fyrir lóðinni í skipulagi svæðisins. Upphaflegur lóðarleigusamningur hafði ekki verið endurnýjaður eða gerður nýr samningur um lóðina eða aðra sambærilega lóð og Skeljungur hf. á þessum árum hætt að nýta sér lóðina. Samkvæmt opinberum skráningum er Varmahlíðarstjórn skráður eigandi lóðarinnar.
    Engar athugasemdir bárust við deiliskipulagið frá Skeljungi hf., eða öðrum aðilum varðandi þessa lóð og tók það því sem fyrr segir gildi óbreytt.
    Að framsögðu er að mati Sveitarfélagsins Skagafjarðar ljóst að Skeljungur hf. er ekki með umrædda lóð á leigu, enda lóðin sem slík ekki sérstaklega skilgreind og hefur verið nýtt sem aðstaða fyrir ferðaþjónustu allt frá árinu 1995.
    Frá árinu 1996 greiddi annar aðili lóðarleigu af lóðinni og hélt því áfram allt til ársins 2013. Árið 2013 var Skeljungur hf., fyrir mistök, aftur krafið um lóðarleigu sem félagið hefur greitt allt til þessa árs. Sveitarfélagið Skagafjörður harmar þau mistök og mun endurgreiða Skeljungi hf. þá lóðarleigu ásamt vöxtum við fyrsta tækifæri.
    Byggðarráð Sveitarfélagsins Skagafjarðar er tilbúið til þess að setjast niður með forsvarsmönnum Skeljungs hf. vegna málsins með það í huga að skoða hvaða möguleikar eru í stöðunni varðandi það að útvega Skeljungi hf. lóð undir starfsemi sína í sveitarfélaginu.
    Bókun fundar Afgreiðsla 769. fundar byggðarráðs staðfest á 350. fundi sveitarstjórnar 18. janúar 2016 með níu atkvæðum.
  • Byggðarráð Skagafjarðar - 770 Lagt fram söluumboð og samningur við Fasteignasölu Sauðárkróks varðandi sölu á fasteigninni Laugavegur 15, neðri hæð, Varmahlíð. Fastanúmer 221-8387.
    Byggðarráð samþykkir að fasteignin Laugavegur 15, neðri hæð, verði seld og felur Fasteignasölu Sauðárkróks að sjá um sölu hennar.
    Bókun fundar Afgreiðsla 769. fundar byggðarráðs staðfest á 350. fundi sveitarstjórnar 18. janúar 2016 með níu atkvæðum.
  • Byggðarráð Skagafjarðar - 770 Lagt fram bréf frá Mannvirkjastofnun, dagsett 19. desember 2016 varðandi úttekt á Brunavörnum Skagafjarðar árið 2016. Helstu athugasemdir eru þær að endurskoða þarf brunavarnaáætlun og þjónustu og viðhald sérhæfðs björgunarbúnaðar til björgunar á fastklemmdu fólki úr mannvirkjum og farartækjum.
    Brunavarnaáætlun er i vinnslu og áætlað er að hún verði tilbúin fyrir 1. mars 2017. Búið er að kaupa nýjan björgunarbúnað sem er mjög öflugur og getur klippt með 140 tonna þunga. Gert er ráð fyrir að eldri búnaður verði uppfærður en hann hefur 30 tonna klippikraft.
    Bókun fundar Afgreiðsla 769. fundar byggðarráðs staðfest á 350. fundi sveitarstjórnar 18. janúar 2016 með níu atkvæðum.
  • Byggðarráð Skagafjarðar - 770 Lagt fram erindi móttekið 2. janúar 2017 frá stjórn Félags kennara og stjórnenda í tónlistarskólum þar sem stjórn FT lýsir m.a. þungum áhyggjum af gangi mála varðandi kjarasamningsgerð við félagið.
    Byggðarráð þakkar fyrir erindið og vonast til þess að samningar náist sem fyrst.
    Bókun fundar Afgreiðsla 769. fundar byggðarráðs staðfest á 350. fundi sveitarstjórnar 18. janúar 2016 með níu atkvæðum.
  • Byggðarráð Skagafjarðar - 770 Undir þessum dagskrárlið sat fundinn Indriði Þór Einarsson sviðsstjóri veitu- og framkvæmdasviðs. Farið yfir teikningar og hönnun á gervigrasvelli og byggðarráð sammála um að halda verkinu áfram á þeim nótum sem kynnt var á fundinum. Byggðarráð felur sviðsstjóra veitu- og framkvæmdasviðs að halda áfram vinnu við gerð útboðsgagna og stefna á að klára fyrir lok janúar 2017.
    Byggðarráð óskar eftir því við skipulags- og byggingarnefnd að það svæði sem um ræðir verði sett í deiliskipulagsferli ef þörf krefur.
    Bókun fundar Afgreiðsla 769. fundar byggðarráðs staðfest á 350. fundi sveitarstjórnar 18. janúar 2016 með níu atkvæðum.
  • Byggðarráð Skagafjarðar - 770 Lögð fram til kynningar fundargerð Róta bs. frá 19. desember 2016. Bókun fundar Fundargerð Róta bs frá 19. desember 2016 lögð fram til kynningar á 350. fundi sveitarstjórnar 18.janúar 2016

3.Byggðarráð Skagafjarðar - 771

Málsnúmer 1701005FVakta málsnúmer

Fundargerð 771. fundar byggðarráðs lögð fram til afgreiðslu á 350. fundi sveitarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér. Stefán Vagn Stefánsson kynnti fundargerð. Enginn kvaddi sér hljóðs.
  • Byggðarráð Skagafjarðar - 771 Á fundinn komu Erla Björk Örnólfsdóttir rektor Háskólans á Hólum ásamt Laufey Haraldsdóttur, Þóri Erlingssyni og Jóni Eðvald Friðrikssyni. Kynntu þau starfsemi skólans og breytingar á ferðamáladeild. Bókun fundar Afgreiðsla 771. fundar byggðarráðs staðfest á 350. fundi sveitarstjórnar 18. janúar 2016 með níu atkvæðum.
  • 3.2 1701105 Sjúkraflug
    Byggðarráð Skagafjarðar - 771 Rætt var um sjúkraflug frá Sauðárkróki. Undir þessum dagskrárlið sat Svavar Atli Birgisson slökkviliðsstjóri fundinn.
    Byggðarráð sveitarfélagsins Skagafjarðar lýsir þungum áhyggjum af stöðu sjúkraflugs og skorar á ný stjórnvöld að bregðast við hið fyrsta og tryggja íbúum landsbyggðarinnar örugga aðkomu að eina hátæknisjúkrahúsi landssins með opnun neyðarbrautarinnar í Vatnsmýrinni. Með öllu er ólíðandi að íbúar hinna dreifðu byggða þurfi að sæta slíku öryggisleysi eins og nýleg dæmi sanna þar sem ekki var hægt að koma fárveikum einstaklingum til Reykjavíkur þar sem sjúkraflugvél Mýflugs gat ekki lent í Reykjavík.
    Ljóst er að með nauðsynlegri uppbyggingu hátæknisjúkrahúss í Reykjavík hlýtur það að vera einboðið að sjúkraflugið lendi í sem mestri nálægð við sjúkrahúsið.
    Byggðarráð hvetur ríkisvaldið og borgaryfirvöld í höfuðborg okkar Íslendinga að ganga þannig frá málinu að sjúkraflug til Reykjavíkur verð tryggt með opnun neyðarbrautarinnar.
    Byggðarráð felur sveitarstjóra að óska eftir fundi með forsvarsmönnum Ísavia til að fara yfir nauðsynlegan búnað og umgjörð sem þarf að vera til staðar á Alexandersflugvelli á Sauðárkróki, til þess að tryggja öruggt sjúkraflug til og frá vellinum.
    Bókun fundar Stefán Vagn Stefánsson leggur til að sveitarstjórn taki undir bókun byggðarráðs, svohljóðandi.
    Sveitarstjórn Sveitarfélagsins Skagafjarðar lýsir þungum áhyggjum af stöðu sjúkraflugs og skorar á ný stjórnvöld að bregðast við hið fyrsta og tryggja íbúum landsbyggðarinnar örugga aðkomu að eina hátæknisjúkrahúsi landssins með opnun neyðarbrautarinnar í Vatnsmýrinni. Með öllu er ólíðandi að íbúar hinna dreifðu byggða þurfi að sæta slíku öryggisleysi eins og nýleg dæmi sanna þar sem ekki var hægt að koma fárveikum einstaklingum til Reykjavíkur þar sem sjúkraflugvél Mýflugs gat ekki lent í Reykjavík. Ljóst er að með nauðsynlegri uppbyggingu hátæknisjúkrahúss í Reykjavík hlýtur það að vera einboðið að sjúkraflugið lendi í sem mestri nálægð við sjúkrahúsið. Sveitarstjórn hvetur ríkisvaldið og borgaryfirvöld í höfuðborg okkar Íslendinga að ganga þannig frá málinu að sjúkraflug til Reykjavíkur verð tryggt með opnun neyðarbrautarinnar. Sveitarstjórn felur sveitarstjóra að óska eftir fundi með forsvarsmönnum Ísavia til að fara yfir nauðsynlegan búnað og umgjörð sem þarf að vera til staðar á Alexandersflugvelli á Sauðárkróki, til þess að tryggja öruggt sjúkraflug til og frá vellinum.
    Tillagan borin upp til afgreiðslu sveitarstjórnar og samþykkt með níu atkvæðum.
  • Byggðarráð Skagafjarðar - 771 Lagt fram kauptilboð frá Alex Má Sigurbjörnssyni og Bryndísi Rut Haraldsdóttur, í fasteignina Laugaveg 15, neðri hæð, Varmahlíð. Fastanúmer 221-8387.
    Byggðarráð samþykkir að fela sveitarstjóra að gera bjóðendum gagntilboð.
    Gréta Sjöfn Guðmundsdóttir vék af fundi undir þessum dagskrárlið.
    Bókun fundar Afgreiðsla 771. fundar byggðarráðs staðfest á 350. fundi sveitarstjórnar 18. janúar 2016 með átta atkvæðum. Gréta Sjöfn Guðmundsdóttir óskar bókað að hún taki ekki þátt í atkvæðagreiðslunni.
  • Byggðarráð Skagafjarðar - 771 Lagður fram tölvupóstur dagsettur 28. desember 2016 frá Lífeyrissjóði starfsmanna ríkisins varðandi að iðgjald launagreiðenda í A-deild hækkar ekki þann 1. janúar 2017. Alþingi samþykkti þann 22. desember sl. breytingu á lögum um LSR nr. 1/1997. Samkvæmt lögunum verður tekið upp breytt réttindakerfi hjá deildinni 1. júní nk. Í lögunum er einnig kveðið á um að iðgjald launagreiðenda verði áfram 11,5% og verður því ekki af áður tilkynntri hækkun iðgjalds um áramót.
    Byggðarráð samþykkir að fela sveitarstjóra að breyta fjárhagsáætlun ársins 2017 í samræmi við þessa niðurstöðu og leggja fram viðauka þar að lútandi.
    Bókun fundar Afgreiðsla 771. fundar byggðarráðs staðfest á 350. fundi sveitarstjórnar 18. janúar 2016 með níu atkvæðum.
  • Byggðarráð Skagafjarðar - 771 Lagður fram tölvupóstur dagsettur 27. desember 2016 frá Brú Lífeyrissjóði varðandi að iðgjald launagreiðenda í A-deild hækkar ekki þann 1. janúar 2017. Alþingi samþykkti þann 22. desember sl. frumvarp sem ætlað er að jafna lífeyrisréttindi á opinberum og almennum vinnumarkaði. Þessi lagabreyting felur í sér að mótframlag til A deildar Brúar lífeyrissjóðs verður áfram 12% fram til 1. júní 2017 og lækkar þá niður í 11,5% þar til annað verður samið um í kjarasamningum.
    Byggðarráð samþykkir að fela sveitarstjóra að breyta fjárhagsáætlun ársins 2017 í samræmi við þessa niðurstöðu og leggja fram viðauka þar að lútandi.
    Bókun fundar Afgreiðsla 771. fundar byggðarráðs staðfest á 350. fundi sveitarstjórnar 18. janúar 2016 með níu atkvæðum.
  • Byggðarráð Skagafjarðar - 771 Lagt fram ódagsett bréf frá Félagi fagfólks í frítímaþjónustu þar sem fram kemur að félagið er að hefja þriggja ára samstarf við systursamtök þess í Finnlandi og Svíþjóð um verkefnið Bootcamp for Youth Workers. Útkoma verkefnisins verður þríþætt; grunnnámskeið fyrir æskulýðsstarfsfólk, matstæki fyrir óformlegt nám og handbók fyrir æskulýðsstarfsfólk sem mun styðja við námskeiðið og matstækið. Verkefnið hefur hlotið 20,7 milljón króna styrk frá Evrópu unga fólksins sem áætlað er að nemi um 80% af kostnaði. Eftir stendur fjárþörf um 3.500.000 kr. Óskað er eftir 400.000 kr. styrk frá sveitarfélaginu til verkefnisins gegn fullum aðgangi að námskeiðinu og matstækinu í lok verkefnisins.
    Byggðarráð samþykkir að óska eftir umsögn félags- og tómstundanefndar.
    Bókun fundar Afgreiðsla 771. fundar byggðarráðs staðfest á 350. fundi sveitarstjórnar 18. janúar 2016 með níu atkvæðum.
  • Byggðarráð Skagafjarðar - 771 Umsögn um drög að tillögu til þingsályktunar um stefnu og framkvæmdaáætlun í málefnum fatlaðs fólks 2017-2021.
    Byggðaráð Sveitarfélagsins Skagafjarðar tekur undir þau meginmarkmið sem fram koma í stefnu og forsendum tillögunar og telur hana mikilvægan þátt í því að fötluðu fólki séu tryggð full mannréttindi og sambærileg lífskjör til jafns við aðra og skapa því skilyrði til að lifa sjálfstæðu lífi á eigin forsendum.
    Áréttað er mikilvægi þess að áður en ákvörðun verður tekin um framkvæmdaáætlunina að unnið verði ítarlegt kostnaðarmat allra verkefna sem tilgreind eru í áætluninni og að fjármögnun þeirra verði tryggð. Fram kemur að verkefni á ábyrgð sveitarfélaga eru tilgreind innan ramma, sem þýðir að það er ekki gert ráð fyrir sérstöku fjármagni á fjárlögum ríkisins til þessa verkefna.
    Í athugasemdum sem fylgja með þingsályktunartillögunni kemur fram að við vinnu áætlunarinnar hafi verið tekið mið af drögum að nýjum lögum um málefni fatlaðs fólks og drögum að nýjum lögum um félagsþjónustu sveitarfélaga og sjá má nýmæli þeim tengdum í framkvæmdaáætluninni.
    Horfa verður til þess að stefna og áætlun gangi ekki lengra en gildandi lög og reglugerðir segja til um, en margt sem fram kemur í áætluninni getur gefið tilefni til væntinga sem sveitarfélögin gætu átt erfitt með að standa undir á fjárhagslegum forsendum.
    Byggðaráð leggur því áherslu á að stefna og framkvæmdaáætlun í málefnum fatlaðs fólks fyrir árin 2017-2021 taki mið af núgildandi lögum og reglugerðum og að allir verkþættir verði kostnaðmetnir og fjármagnaði eða gildistöku hennar verði frestað þar til Alþingi hefur gert breytingar á lögum.
    Bókun fundar Sveitarstjórn Sveitarfélagsins Skagafjarðar tekur undir bókun byggðarráðs, svohljóðandi:
    Umsögn um drög að tillögu til þingsályktunar um stefnu og framkvæmdaáætlun í málefnum fatlaðs fólks 2017-2021. Sveitarstjórn Sveitarfélagsins Skagafjarðar tekur undir þau meginmarkmið sem fram koma í stefnu og forsendum tillögunar og telur hana mikilvægan þátt í því að fötluðu fólki séu tryggð full mannréttindi og sambærileg lífskjör til jafns við aðra og skapa því skilyrði til að lifa sjálfstæðu lífi á eigin forsendum. Áréttað er mikilvægi þess að áður en ákvörðun verður tekin um framkvæmdaáætlunina að unnið verði ítarlegt kostnaðarmat allra verkefna sem tilgreind eru í áætluninni og að fjármögnun þeirra verði tryggð. Fram kemur að verkefni á ábyrgð sveitarfélaga eru tilgreind innan ramma, sem þýðir að það er ekki gert ráð fyrir sérstöku fjármagni á fjárlögum ríkisins til þessa verkefna. Í athugasemdum sem fylgja með þingsályktunartillögunni kemur fram að við vinnu áætlunarinnar hafi verið tekið mið af drögum að nýjum lögum um málefni fatlaðs fólks og drögum að nýjum lögum um félagsþjónustu sveitarfélaga og sjá má nýmæli þeim tengdum í framkvæmdaáætluninni. Horfa verður til þess að stefna og áætlun gangi ekki lengra en gildandi lög og reglugerðir segja til um, en margt sem fram kemur í áætluninni getur gefið tilefni til væntinga sem sveitarfélögin gætu átt erfitt með að standa undir á fjárhagslegum forsendum. Sveitarstjórn leggur því áherslu á að stefna og framkvæmdaáætlun í málefnum fatlaðs fólks fyrir árin 2017-2021 taki mið af núgildandi lögum og reglugerðum og að allir verkþættir verði kostnaðmetnir og fjármagnaði eða gildistöku hennar verði frestað þar til Alþingi hefur gert breytingar á lögum.

    Afgreiðsla 771. fundar byggðarráðs staðfest á 350. fundi sveitarstjórnar 18. janúar 2016 með níu atkvæðum.
  • Byggðarráð Skagafjarðar - 771 Lagður fram tölvupóstur dagsettur 6. janúar 2017 frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga ásamt áætlun umhverfis- og auðlindaráðherra um að skipta út dekkjakurli á leik- og íþróttavöllum fyrir hættuminni efni.
    Í fjárhagsáætlun ársins 2017 er gert ráð fyrir að skipta út dekkjakurli á öllum fjórum gervigrasvöllum sveitarfélagsins.
    Bókun fundar Afgreiðsla 771. fundar byggðarráðs staðfest á 350. fundi sveitarstjórnar 18. janúar 2016 með níu atkvæðum.
  • Byggðarráð Skagafjarðar - 771 Lögð fram til kynningar yfirlýsing samninganefndar Sambands íslenskra sveitarfélaga frá 22. desember 2016 vegna samningaviðræðna við Félag kennara og stjórnenda í tónlistarskólum (FT). Einnig lagt fram bréf dagsett 9. janúar 2017 frá Kennarasambandi Íslands og bréf dagsett sama dag frá FT þar sem gerðar eru athugasemdir við fyrrgreinda yfirlýsingu samninganefndar sveitarfélaga. Bókun fundar Afgreiðsla 771. fundar byggðarráðs staðfest á 350. fundi sveitarstjórnar 18. janúar 2016 með níu atkvæðum.
  • Byggðarráð Skagafjarðar - 771 Lagt fram til kynningar fundarboð dagsett 6. janúar 2017 vegna aðalfundar Róta bs. 2016. Fundurinn verður haldinn á Mælifelli, miðvikudaginn 25. janúar 2017. Sveitarfélagið Skagafjörður á 11 fulltrúa af 42. Bókun fundar Afgreiðsla 771. fundar byggðarráðs staðfest á 350. fundi sveitarstjórnar 18. janúar 2016 með níu atkvæðum.

4.Landbúnaðarnefnd - 188

Málsnúmer 1612009FVakta málsnúmer

Fundargerð 188. fundar landbúnaðarnefndar lögð fram til afgreiðslu á 350. fundi sveitarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér. Gunnsteinn Björnsson kynnti fundargerð. Enginn kvaddi sér hljóðs.
  • Landbúnaðarnefnd - 188 Málið áður á dagskrá 186. fundi landbúnaðarnefndar, 5. september 2016. Lagt fram bréf dagsett 1. júlí 2016 frá Benedikt Benediktssyni landeiganda Stóra-Vatnsskarðs og Birgi Haukssyni og Loga Má Birgissyni landeigendum Fjalls, varðandi girðingu á milli heimalanda framangreindara jarða og afréttar. Á fund nefndarinnar undir þessum dagskrárlið komu Benedikt Benediktsson og Birgir Hauksson til viðræðu um málið.
    Landbúnaðarnefnd samþykkir að skoða málið nánar út frá þeim möguleikum sem liggja fyrir.
    Bókun fundar Afgreiðsla 188. fundar landbúnaðarnefndar staðfest á 350. fundi sveitarstjórnar 18. janúar 2017 með níu atkvæðum.
  • Landbúnaðarnefnd - 188 Lagt fram bréf dagsett 19. september 2016 frá Pálma Jónssyni, kt. 200980-5149 og Maríu Eymundsdóttur, kt. 040684-2209, eigendum Huldulands í Hegranesi, landnr. 223299, þar sem þau óska eftir umsögn sveitarstjórnar vegna stofnunar lögbýlis. Ætlunin er að rækta býflugur, skóg, blóm og matjurtir á landinu.
    Landbúnaðarnefnd gerir ekki athugasemdir við stofnun lögbýlisins og vísar til staðfestingar sveitarstjórnar.
    Bókun fundar Forseti gerir tillögu um að vísa afgreiðslu málsins til liðar nr.12 "Hulduland landnr.223299 - stofnun lögbýlis" Samþykkt samhljóða.
  • Landbúnaðarnefnd - 188 Lagt fram bréf dagsett 23. nóvember 2016 frá Landgræðslu ríkisins þar sem falast er eftir styrk til samstarfsverkefnisins "Bændur græða landið“ vegna ársins 2016.
    Landbúnaðarnefnd þakkar erindið en getur ekki orðið við því að styrkja verkefnið.
    Bókun fundar Afgreiðsla 188. fundar landbúnaðarnefndar staðfest á 350. fundi sveitarstjórnar 18. janúar 2017 með níu atkvæðum.
  • Landbúnaðarnefnd - 188 Lögð fram drög að skiptingu framlaga ársins 2017 til fjallskilasjóða.
    Landbúnaðarnefnd samþykkir fyrirliggjandi drög með áorðnum breytingum. Samtals er úthlutað framlögum að upphæð 3.718.800 kr.
    Bókun fundar Afgreiðsla 188. fundar landbúnaðarnefndar staðfest á 350. fundi sveitarstjórnar 18. janúar 2017 með níu atkvæðum.
  • Landbúnaðarnefnd - 188 Lögð fram umsókn um leyfi til búfjárhalds frá Steinunni Rósu Guðmundsdóttur, kt. 311273-3379, dagsett 9. desember 2016. Sótt er um leyfi fyrir 7 hross.
    Landbúnaðarnefnd samþykkir leyfi fyrir framangreindum fjölda hrossa.
    Bókun fundar Afgreiðsla 188. fundar landbúnaðarnefndar staðfest á 350. fundi sveitarstjórnar 18. janúar 2017 með níu atkvæðum.
  • Landbúnaðarnefnd - 188 Lögð fram umsókn um leyfi til búfjárhalds frá Sigurði Hólmari Kristjánssyni, kt. 150272-5139, dagsett 9. desember 2016. Sótt er um leyfi fyrir 10 hross.
    Landbúnaðarnefnd samþykkir leyfi fyrir framangreindum fjölda hrossa.
    Bókun fundar Afgreiðsla 188. fundar landbúnaðarnefndar staðfest á 350. fundi sveitarstjórnar 18. janúar 2017 með níu atkvæðum.
  • Landbúnaðarnefnd - 188 Lögð fram umsókn um leyfi til búfjárhalds frá Sigríði Ingólfsdóttur, kt. 260160-4519, dagsett 9. desember 2016. Sótt er um leyfi fyrir 10 hænur og einn hana á Nöfum og 25 kindur.
    Landbúnaðarnefnd samþykkir leyfi fyrir framangreindum fjölda hænsnfugla á Nöfum og 25 kindur.
    Bókun fundar Afgreiðsla 188. fundar landbúnaðarnefndar staðfest á 350. fundi sveitarstjórnar 18. janúar 2017 með níu atkvæðum.
  • Landbúnaðarnefnd - 188 Lögð fram umsókn um leyfi til búfjárhalds frá Sveini Sigfússyni, kt. 050846-4239, dagsett 9. desember 2016. Sótt er um leyfi fyrir 5 hross.
    Landbúnaðarnefnd samþykkir leyfi fyrir framangreindum fjölda hrossa.
    Bókun fundar Afgreiðsla 188. fundar landbúnaðarnefndar staðfest á 350. fundi sveitarstjórnar 18. janúar 2017 með níu atkvæðum.
  • Landbúnaðarnefnd - 188 Lagt fram bréf dagsett 11. desember 2016 frá Ólafi Atla Sindrasyni og Ara Jóhanni Sigurðssyni, þar sem þeir lýsa undrun á áhuga- og framkvæmdaleysi af hálfu fjallskilastjórnar Staðarafréttar, er kemur að framkvæmd fjallskila eftir að lögbundnum fjallskilum er lokið.
    Af gefnu tilefni beinir landbúnaðarnefnd því til fjallskilastjórna sveitarfélagsins að búpeningur sem vart verður við í afréttum og heimalöndum eftir síðustu lögbundnu leitir að hausti, verði sóttur eins fljótt og auðið er. Sérstaklega er það mikilvægt á þeim svæðum þar sem upp hafa komið riðutilfelli nú í haust svo komið verði í veg fyrir náinn samgang fjár.
    Bókun fundar Afgreiðsla 188. fundar landbúnaðarnefndar staðfest á 350. fundi sveitarstjórnar 18. janúar 2017 með níu atkvæðum.

5.Landbúnaðarnefnd - 189

Málsnúmer 1612020FVakta málsnúmer

Fundargerð 189. fundar landbúnaðarnefndar lögð fram til afgreiðslu á 350. fundi sveitarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér. Gunnsteinn Björnsson kynnti fundargerð. Enginn kvaddi sér hljóðs.
  • Landbúnaðarnefnd - 189 Lögð fram umsókn um leyfi til búfjárhalds frá Birni Magnússyni, kt. 240247-3569, dagsett 12. desember 2016. Sótt er um leyfi fyrir 4 hross.
    Landbúnaðarnefnd samþykkir leyfi fyrir framangreindum fjölda hrossa.
    Bókun fundar Afgreiðsla 189. fundar landbúnaðarnefndar staðfest á 350. fundi sveitarstjórnar 18. janúar 2017 með níu atkvæðum.
  • Landbúnaðarnefnd - 189 Lögð fram umsókn um leyfi til búfjárhalds frá Hafsteini Lúðvíkssyni, kt. 040240-2849, dagsett 13. desember 2016. Sótt er um leyfi fyrir 6 hross.
    Landbúnaðarnefnd samþykkir leyfi fyrir framangreindum fjölda hrossa.
    Bókun fundar Afgreiðsla 189. fundar landbúnaðarnefndar staðfest á 350. fundi sveitarstjórnar 18. janúar 2017 með níu atkvæðum.
  • Landbúnaðarnefnd - 189 Lögð fram umsókn um leyfi til búfjárhalds frá Bjarna Þór Broddasyni, kt. 020174-2939, dagsett 13. desember 2016. Sótt er um leyfi fyrir 4 hross.
    Landbúnaðarnefnd samþykkir leyfi fyrir framangreindum fjölda hrossa.
    Bókun fundar Afgreiðsla 189. fundar landbúnaðarnefndar staðfest á 350. fundi sveitarstjórnar 18. janúar 2017 með níu atkvæðum.
  • Landbúnaðarnefnd - 189 Lögð fram umsókn um leyfi til búfjárhalds frá Búa Vilhjálmssyni, kt. 090134-4779, dagsett 12. desember 2016. Sótt er um leyfi fyrir 11 hross.
    Landbúnaðarnefnd samþykkir leyfi fyrir framangreindum fjölda hrossa.
    Bókun fundar Afgreiðsla 189. fundar landbúnaðarnefndar staðfest á 350. fundi sveitarstjórnar 18. janúar 2017 með níu atkvæðum.
  • Landbúnaðarnefnd - 189 Lögð fram umsókn um leyfi til búfjárhalds frá Herði Þórarinssyni, kt. 140855-5109, dagsett 14. desember 2016. Sótt er um leyfi fyrir 8 hross.
    Landbúnaðarnefnd samþykkir leyfi fyrir framangreindum fjölda hrossa.
    Bókun fundar Afgreiðsla 189. fundar landbúnaðarnefndar staðfest á 350. fundi sveitarstjórnar 18. janúar 2017 með níu atkvæðum.
  • Landbúnaðarnefnd - 189 Lögð fram umsókn um leyfi til búfjárhalds frá Hilmari H. Aadnegard, kt. 031061-4829, dagsett 14. desember 2016. Sótt er um leyfi fyrir 16 hross.
    Landbúnaðarnefnd samþykkir leyfi fyrir framangreindum fjölda hrossa.
    Bókun fundar Afgreiðsla 189. fundar landbúnaðarnefndar staðfest á 350. fundi sveitarstjórnar 18. janúar 2017 með níu atkvæðum.
  • Landbúnaðarnefnd - 189 Lögð fram umsókn um leyfi til búfjárhalds frá Pétri Grétarssyni, kt. 210275-4449, dagsett 14. desember 2016. Sótt er um leyfi fyrir 10 hross.
    Landbúnaðarnefnd samþykkir leyfi fyrir framangreindum fjölda hrossa.
    Bókun fundar Afgreiðsla 189. fundar landbúnaðarnefndar staðfest á 350. fundi sveitarstjórnar 18. janúar 2017 með níu atkvæðum.
  • Landbúnaðarnefnd - 189 Lögð fram umsókn um leyfi til búfjárhalds frá Gísla Árnasyni, kt. 190661-3939 og Sveini Árnasyni, kt. 230359-7929, dagsett 14. desember 2016. Sótt er um leyfi fyrir 30 hross.
    Landbúnaðarnefnd samþykkir leyfi fyrir framangreindum fjölda hrossa hjá umsækjendum sameiginlega.
    Bókun fundar Afgreiðsla 189. fundar landbúnaðarnefndar staðfest á 350. fundi sveitarstjórnar 18. janúar 2017 með níu atkvæðum.
  • Landbúnaðarnefnd - 189 Lögð fram umsókn um leyfi til búfjárhalds frá Sigfúsi Snorrasyni, kt. 220468-4619 og Rögnu Hrund Hjartardóttur, kt. 211169-4789, dagsett 14. desember 2016. Sótt er um leyfi fyrir 10 hross.
    Landbúnaðarnefnd samþykkir leyfi fyrir framangreindum fjölda hrossa hjá umsækjendum sameiginlega.
    Bókun fundar Afgreiðsla 189. fundar landbúnaðarnefndar staðfest á 350. fundi sveitarstjórnar 18. janúar 2017 með níu atkvæðum.
  • Landbúnaðarnefnd - 189 Lögð fram umsókn um leyfi til búfjárhalds frá Þórarni Eymundssyni, kt. 190177-4599, dagsett 14. desember 2016. Sótt er um leyfi fyrir 30 hross.
    Landbúnaðarnefnd samþykkir leyfi fyrir framangreindum fjölda hrossa.
    Bókun fundar Afgreiðsla 189. fundar landbúnaðarnefndar staðfest á 350. fundi sveitarstjórnar 18. janúar 2017 með níu atkvæðum.
  • Landbúnaðarnefnd - 189 Lögð fram umsókn um leyfi til búfjárhalds frá Árna Þór Friðrikssyni, kt. 210264-2569, dagsett 16. desember 2016. Sótt er um leyfi fyrir 13 hross.
    Landbúnaðarnefnd samþykkir leyfi fyrir framangreindum fjölda hrossa.
    Bókun fundar Afgreiðsla 189. fundar landbúnaðarnefndar staðfest á 350. fundi sveitarstjórnar 18. janúar 2017 með níu atkvæðum.
  • Landbúnaðarnefnd - 189 Lögð fram umsókn um leyfi til búfjárhalds frá Kristjáni Elvari Gíslasyni, kt. 190476-3919, dagsett 10. desember 2016. Sótt er um leyfi fyrir 12 hross.
    Landbúnaðarnefnd samþykkir leyfi fyrir framangreindum fjölda hrossa.
    Bókun fundar Afgreiðsla 189. fundar landbúnaðarnefndar staðfest á 350. fundi sveitarstjórnar 18. janúar 2017 með níu atkvæðum.
  • Landbúnaðarnefnd - 189 Lögð fram umsókn um leyfi til búfjárhalds frá L. Kemp sf., kt. 510913-0940, dagsett 12. desember 2016. Sótt er um leyfi fyrir 15 hross.
    Landbúnaðarnefnd samþykkir leyfi fyrir framangreindum fjölda hrossa.
    Bókun fundar Afgreiðsla 189. fundar landbúnaðarnefndar staðfest á 350. fundi sveitarstjórnar 18. janúar 2017 með níu atkvæðum.
  • Landbúnaðarnefnd - 189 Lögð fram umsókn um leyfi til búfjárhalds frá Sveini Einarssyni, kt. 200956-2229, dagsett 22. desember 2016. Sótt er um leyfi fyrir 6 hross, 10 kindur og 10 hænur.
    Landbúnaðarnefnd samþykkir leyfi fyrir framangreindum fjölda búfjár.
    Bókun fundar Afgreiðsla 189. fundar landbúnaðarnefndar staðfest á 350. fundi sveitarstjórnar 18. janúar 2017 með níu atkvæðum.
  • Landbúnaðarnefnd - 189 Lögð fram umsókn um leyfi til búfjárhalds frá Óla Viðari Andréssyni, kt. 270572-4809, dagsett 28. desember 2016. Sótt er um leyfi fyrir 12 hross.
    Landbúnaðarnefnd samþykkir leyfi fyrir framangreindum fjölda hrossa.
    Bókun fundar Afgreiðsla 189. fundar landbúnaðarnefndar staðfest á 350. fundi sveitarstjórnar 18. janúar 2017 með níu atkvæðum.
  • Landbúnaðarnefnd - 189 Lögð fram umsókn um leyfi til búfjárhalds frá Auði Ingu Ingimarsdóttur, kt. 261185-2619, dagsett 27. desember 2016. Sótt er um leyfi fyrir 21 hross.
    Landbúnaðarnefnd samþykkir leyfi fyrir framangreindum fjölda hrossa.
    Bókun fundar Afgreiðsla 189. fundar landbúnaðarnefndar staðfest á 350. fundi sveitarstjórnar 18. janúar 2017 með níu atkvæðum.
  • Landbúnaðarnefnd - 189 Lagður fram tölvupóstur frá Vilhjálmi Steingrímssyni, dagsettur 27. desember 2016, þar sem leigusamningi um beitiland, spilda 1 á Hofsósi er sagt upp.
    Landbúnaðarnefnd samþykkir uppsögnina.
    Bókun fundar Afgreiðsla 189. fundar landbúnaðarnefndar staðfest á 350. fundi sveitarstjórnar 18. janúar 2017 með níu atkvæðum.
  • Landbúnaðarnefnd - 189 Lögð fram drög að leigusamningi milli sveitarfélagsins og Sóltúns ehf., kt. 520412-1740 um jörðina Hraun 146544 í Unadal, fastanúmer 214-3219.
    Landbúnaðarnefnd samþykkir fyrirliggjandi leigusamning með áorðnum breytingum.
    Bókun fundar Afgreiðsla 189. fundar landbúnaðarnefndar staðfest á 350. fundi sveitarstjórnar 18. janúar 2017 með níu atkvæðum.
  • Landbúnaðarnefnd - 189 Lagðar fram til kynningar upplýsingar um endurgreiðslu Umhverfisstofnunar vegna minka- og refaveiða fyrir tímabilið 1. september 2015 ? 31. ágúst 2016. Endurgreiðsla vegna minkaveiða nemur 213.000 kr. og 1.258.500 kr. vegna refaveiða, sem samsvarar um 23,57% af kostnaði sveitarfélagsins vegna veiðanna sem var 6.243.400 kr. Bókun fundar Afgreiðsla 189. fundar landbúnaðarnefndar staðfest á 350. fundi sveitarstjórnar 18. janúar 2017 með níu atkvæðum.
  • Landbúnaðarnefnd - 189 Lagður fram til kynningar ársreikningur Fjallskilasjóðs Skarðshrepps fyrir árið 2015. Bókun fundar Afgreiðsla 189. fundar landbúnaðarnefndar staðfest á 350. fundi sveitarstjórnar 18. janúar 2017 með níu atkvæðum.

6.Skipulags- og byggingarnefnd - 296

Málsnúmer 1612013FVakta málsnúmer

Fundargerð 296. fundar skipulags- og byggingarnefndar lögð fram til afgreiðslu á 350. fundi sveitarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér. Viggó Jónsson kynnti fundargerð. Enginn kvaddi sér hljóðs.
  • Skipulags- og byggingarnefnd - 296 Með umsókn dagsettri 14.desember 2016 sækir Þröstur Kárason kt. 310895-2459 um einbýlishúsalóðina nr. 23 við Iðutún á Sauðárkróki.Erindið samþykkt. Bókun fundar Afgreiðsla 296. fundar skipulags- og byggingarnefndar staðfest á 350. fundi sveitarstjórnar 18. janúar 2017 með níu atkvæðum.
  • Skipulags- og byggingarnefnd - 296 Með umsókn dagsettri 9.desember 2016 sækja Ingvar Páll Ingvarsson, kt. 011072-3809 og Valdís Brá Þorsteinsdóttir, kt. 290276-3659 um einbýlishúsalóðina nr. 14 við Iðutún á Sauðárkróki.
    Erindið samþykkt.
    Bókun fundar Afgreiðsla 296. fundar skipulags- og byggingarnefndar staðfest á 350. fundi sveitarstjórnar 18. janúar 2017 með níu atkvæðum.
  • Skipulags- og byggingarnefnd - 296 Gissur Pálsson deildarstjóri framkvæmdadeildar N1 hf sækir, fh. N1, um framlengingu á tímabundnu leyfi til notkunar 2 ofanjarðargeyma á lóð KS í Varmahlíð. Sótt er um leyfið tímabundið eða til 31.12.2017. Fyrir liggja umsagnir heilbrigðisfulltrúa og slökkviliðsstjóra. Fallist er á að veita leyfi fyrir ofangreindri beiðni gegn því að athugasemdir og ábendingar slökkviliðsstjóra og heilbrigðisfulltrúa verið virtar. Skipulags og byggingarnefnd veitir leyfi tímabundið til 31. október 2017. Bókun fundar Afgreiðsla 296. fundar skipulags- og byggingarnefndar staðfest á 350. fundi sveitarstjórnar 18. janúar 2017 með níu atkvæðum.
  • Skipulags- og byggingarnefnd - 296 Á fundi Skipulags- og byggingarnefndar 9. desember 2016 samþykkti Skipulags- og byggingarnefnd tímabundna breytta notkun húsnæðis, til tveggja ára. Var það gert í góðri trú um samþykki nágranna. Annað hefur komið í ljós eins og bréf eiganda Austurgötu 7 dagsett 19. desember 2016 ber með sér. Í ljósi framangreindra upplýsinga afturkallar skipulags- og byggingarnefnd áður samþykkta breytta starfsemi í Austurgötu 5. Bókun fundar Afgreiðsla 296. fundar skipulags- og byggingarnefndar staðfest á 350. fundi sveitarstjórnar 18. janúar 2017 með níu atkvæðum.
  • Skipulags- og byggingarnefnd - 296 Á 293. fundi Skipulags- og byggingarnefndar Skagafjarðar 25. október sl. fengu Sigurpáll Aðalsteinsson kt. 081170-5419 og Kristín Elfa Magnúsdóttir kt 230476-5869 úthlutað einbýlishúsalóðinni nr. 12 við Kleifatún á Sauðárkróki. Með bréfi dagsettu 5. janúar 2017 óska þau eftir að úthlutun lóðarinnar verði breytt og lóðarleigusamningur verði gerður við Videosport ehf. 470201-2150 en það fyrirtæki er í þeirra eigu. Erindið samþykkt.
    Bókun fundar Afgreiðsla 296. fundar skipulags- og byggingarnefndar staðfest á 350. fundi sveitarstjórnar 18. janúar 2017 með níu atkvæðum.
  • Skipulags- og byggingarnefnd - 296 Kári Björn Þorsteinsson kt 141174-5769, fyrir hönd KÞ lagna ehf. kt. 600106-2280 sem er eigandi séreignar með fastanúmerið 213-1299 í fjöleignahúsi á lóð nr. 3 við Borgarmýri á Sauðárkróki, landnúmer 143224, sækir um leyfi til að breyta útliti og innangerð eignarinnar ásamt því að gera eignina að þremur séreignum.
    Meðfylgjandi uppdrættir gerðir á Stoð ehf. verkfræðistofu af Eyjólfi Þ. Þórarinssyni, dagsettir 10. desember 2016. Uppdrættirnir eru í verki númer 776002 nr. A-101, A-102 og A-103. Fyrirliggjandi er samþykki meðeigenda sem ekki gera athugasemdir við fjölgun séreiganrhluta í húsinu. Erindið samþykkt.

    Bókun fundar Afgreiðsla 296. fundar skipulags- og byggingarnefndar staðfest á 350. fundi sveitarstjórnar 18. janúar 2017 með níu atkvæðum.
  • Skipulags- og byggingarnefnd - 296 Knútur Aadnegard kt 020951-2069 eigandi Skógargötu 1 á Sauðárkróki sækir um að lóðin Skógargata 1 verði stækkuð. Lóðin er í dag 575 m2 Í umsókn kemur fram að fyrirhugaðar séu breytingar á eigninni og því nauðsynlegt að lóðin verði stækkuð. Afgreiðslu erindis frestað. Skipulags- og byggingarfulltrúa falið að mæla upp reitinn og skoða gildandi samninga.

    Bókun fundar Afgreiðsla 296. fundar skipulags- og byggingarnefndar staðfest á 350. fundi sveitarstjórnar 18. janúar 2017 með níu atkvæðum.
  • Skipulags- og byggingarnefnd - 296 Lögð fram til kynningar fundargerð 39. afgreiðslufundar byggingarfulltrúa Bókun fundar Afgreiðsla 296. fundar skipulags- og byggingarnefndar staðfest á 350. fundi sveitarstjórnar 18. janúar 2017 með níu atkvæðum.

7.Skipulags- og byggingarnefnd - 297

Málsnúmer 1701006FVakta málsnúmer

Fundargerð 297. fundar skipulags- og byggingarnefndar lögð fram til afgreiðslu á 350. fundi sveitarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér. Viggó Jónsson kynnti fundargerð. Gréta Sjöfn Guðmundsdóttir, Bjarni Jónsson og Viggó Jónsson kvaddi sér hljóðs.
  • Skipulags- og byggingarnefnd - 297 Sveitarfélagið sendi inn umsóknir um styrki úr húsafriðunarsjóði til að undirbúa tillögur að verndarsvæði í byggð. Sótt var um styrk til tveggja verkefna, annars vegar vegna "gamla bæjarhlutans" á Sauðárkróki og hins vegar vegna hvosarinnar í Hofsósi. Styrkur fékkst til beggja verkefnanna.Fulltrúar Minjastofnunar, Þór, Guðmundur og Magnús komu til fundar við Skipulags- og byggingarnefnd og kynntu nefndarmönnum næstu skref í verkinu. Bókun fundar Afgreiðsla 297. fundar skipulags- og byggingarnefndar staðfest á 350. fundi sveitarstjórnar 18. janúar 2017 með níu atkvæðum.
  • Skipulags- og byggingarnefnd - 297 Sveitarfélagið sendi inn umsóknir um styrki úr húsafriðunarsjóði til að undirbúa tillögur að verndarsvæði í byggð. Sótt var um styrk til tveggja verkefna, annars vegar vegna "gamla bæjarhlutans" á Sauðárkróki og hins vegar vegna hvosarinnar í Hofsósi. Styrkur fékkst til beggja verkefnanna. Fulltrúar Minjastofnunar, Þór, Guðmundur og Magnús komu til fundar við Skipulags- og byggingarnefnd og kynntu nefndarmönnum næstu skref í verkinu. Bókun fundar Afgreiðsla 297. fundar skipulags- og byggingarnefndar staðfest á 350. fundi sveitarstjórnar 18. janúar 2017 með níu atkvæðum.
  • Skipulags- og byggingarnefnd - 297 Á fundi Byggðarráðs 5. janúar sl. var þessi liður til umfjöllumar og bókaði Byggðarráð eftirfarandi á fundinum:
    „Undir þessum dagskrárlið sat fundinn Indriði Þór Einarsson sviðsstjóri veitu- og framkvæmdasviðs. Farið yfir teikningar og hönnun á gervigrasvelli og byggðarráð sammála um að halda verkinu áfram á þeim nótum sem kynnt var á fundinum. Byggðarráð felur sviðsstjóra veitu- og framkvæmdasviðs að halda áfram vinnu við gerð útboðsgagna og stefna á að klára fyrir lok janúar 2017. Byggðarráð óskar eftir því við skipulags- og byggingarnefnd að það svæði sem um ræðir verði sett í deiliskipulagsferli ef þörf krefur.“
    Skipulags- og byggingarfulltrúi leitaði álits Skipulagsstofnunar á málsmeðferð. Skipulagsstofnun telur umfang framkvæmdarinnar það mikið að þær séu leyfisskyldar jafnframt það umfangsmiklar að gera þurfi og kynna deiliskipulag. Skipulags- og byggingarnefnd samþykkir að taka málið til skipulagslegrar meðferðar.
    Bókun fundar Afgreiðsla 297. fundar skipulags- og byggingarnefndar staðfest á 350. fundi sveitarstjórnar 18. janúar 2017 með níu atkvæðum.
  • Skipulags- og byggingarnefnd - 297 Með umsókn dagsettri 4. janúar 2017 sækja Jón Gunnlaugsson kt. 280954-4629 og Jónína Stefánsdóttir kt. 031253-5439 eigendur jarðarinnar Stóru-Grafar ytri (landnr. 146000) og lóðarinnar Stóru-Grafar ytri lands (landnr. 193955) um heimild skipulags-og byggingarnefndar og sveitarstjórnar til þess að breyta landamerkjum lóðarinnar. Framlagðir yfirlits-og afstöðuuppdrættir gerðir á Stoð ehf. verkfræðistofu af Atla Gunnari Arnórssyni gera grein fyrir erindinu. Númer uppdráttar er S-101 í verki 7232-01, dags. 4. janúar 2017. Skýringauppdrættir nr. S-102 og S-103 í verki 723201, dags. 4. janúar 2017. Einbýlishús með fastanúmer 214-0283, merking 01 0101, mun áfram tilheyra Stóru-Gröf ytri landi (landnr. 193955). Vélageymsla með fastanúmer 214-0279, matsnúmer 214-0285, merking 09 0101, sem nú tilheyrir Stóru-Gröf ytri (landnr. 146000) mun tilheyra Stóra-Gröf ytri landi (landnr. 193955) eftir breytinguna. Lögbýlaréttur og öll hlunnindi munu tilheyra Stóru-Gröf ytri, landnr. 146000.Erindið samþykkt eins og það er fyrir lagt. Bókun fundar Afgreiðsla 297. fundar skipulags- og byggingarnefndar staðfest á 350. fundi sveitarstjórnar 18. janúar 2017 með níu atkvæðum.
  • Skipulags- og byggingarnefnd - 297 Með umsókn dagsettri 6. janúar 2017 sækir Ingvar Gýgjar Jónsson kt 270330-5689 um stöðuleyfi til að byggja færanlegt aðstöðuhús/vinnuskúr á landi jarðarinnar Gýgjarhóls. Meðfylgjandi gögn gera grein fyrir fyrirhugaðri framkvæmd og staðsetningu.Erindið samþykkt.Stöðuleyfið veitt til eins árs. Bókun fundar Afgreiðsla 297. fundar skipulags- og byggingarnefndar staðfest á 350. fundi sveitarstjórnar 18. janúar 2017 með níu atkvæðum.

8.Veitunefnd - 31

Málsnúmer 1612005FVakta málsnúmer

Fundargerð 31. fundar veitunefndar lögð fram til afgreiðslu á 350. fundi sveitarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér. Gunnsteinn Björnsson kynnti fundargerð. Enginn kvaddi sér hljóðs.
  • Veitunefnd - 31 Bragi Þór Haraldsson frá Verkfræðistofunni Stoð fór yfir frumhönnun á hitaveitu um Lýtingsstaðahrepp.
    Gert er ráð fyrir að lokahönnun liggi fyrir í lok árs og að haldinn verði kynningarfundur í janúar.
    Bókun fundar Afgreiðsla 31. fundar veitunefndar staðfest á 350. fundi sveitarstjórnar 18. janúar 2017 með níu atkvæðum.

9.Veitunefnd - 32

Málsnúmer 1701002FVakta málsnúmer

Fundargerð 32. fundar veitunefndar lögð fram til afgreiðslu á 350. fundi sveitarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér. Gunnsteinn Björnsson kynnti fundargerð. Enginn kvaddi sér hljóðs.
  • Veitunefnd - 32 Kynnt voru nýjustu hönnunardrög að hitaveitu í Lýtingsstaðahreppi frá Verkfræðistofunni Stoð ehf.
    Veitunefnd samþykkir að vinna að útboðsgögnum fyrir efnis- og vinnuútboð samkvæmt fyrirliggjandi hönnun.
    Efnt verður til kynningafundar með íbúum svæðisins mánudaginn 23. janúar nk. og er sviðstjóra falið að senda boðsbréf á íbúa.
    Bókun fundar Afgreiðsla 32. fundar veitunefndar staðfest á 350. fundi sveitarstjórnar 18. janúar 2017 með níu atkvæðum.
  • Veitunefnd - 32 Lagt var fyrir fundinn erindi frá land- og húseigendum í utanverðu Hegranesi. Í erindinu er óskað eftir viðræðum við veitunefnd vegna framkvæmdaáætlunar Skagafjarðarveitna.
    Veitunefnd mun boða fulltrúa hópsins á fund þegar vinnu við úttekt á þeim svæðum sem ekki eru inn í núgildandi framkvæmdáætlun er lokið. Vinna við úttektina er á lokastigum.
    Bókun fundar Afgreiðsla 32. fundar veitunefndar staðfest á 350. fundi sveitarstjórnar 18. janúar 2017 með níu atkvæðum.

10.Byggingarnefnd Sundlaugar Sauðárkróks - 7

Málsnúmer 1701003FVakta málsnúmer

Fundargerð 7. fundar byggingarnefndar Sundlaugar Sauðárkróks lögð fram til afgreiðslu á 350. fundi sveitarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér. Stefán Vagn Stefánsson kynnti fundargerð. Enginn kvaddi sér hljóðs.
  • Byggingarnefnd Sundlaugar Sauðárkróks - 7 Farið var yfir fyrirliggjandi aðaluppdrætti. Samþykkt að halda áfram á þeim grunni sem kynntur var á fundinum. Bókun fundar Fundargerð 7. fundar byggingarnefndar Sundlaugar Sauðárkróks staðfest á 350. fundi sveitarstjórnar 18. janúar 2017 með níu atkvæðum.

11.Skammtímafjármögnun 2017

Málsnúmer 1612185Vakta málsnúmer

Vísað frá 770. fundi byggðarráðs frá 5. janúar 2017, til afgreiðslu sveitarstjórnar.



Sveitarstjórn Sveitarfélagsins Skagafjarðar samþykkir heimild til sveitarstjóra að taka allt að 200 milljónir króna skammtímalán á árinu 2017 ef þörf krefur.

Borið upp til afgreiðslu og samþykkt með níu atkvæðum.

12.Hulduland landnr.223299 - stofnun lögbýlis

Málsnúmer 1609259Vakta málsnúmer

Vísað frá 188. fundi landbúnaðarnefndar, 13. desember 2016, til afgreiðslu sveitarstjórnar.

Sveitarstjórn Sveitarfélagsins Skagafjarðar gerir ekki athugasemdir við stofnun lögbýlisins Hulduland, landnúmer 223299.

Málið borið upp til afgreiðslu sveitarstjórnar og samþykkt með níu atkvæðum.

13.Úrsögn úr stjórn Náttúrustofu Norðurlands vestra

Málsnúmer 1701067Vakta málsnúmer

Lagt fram bréf frá Hrund Pétursdóttir dags. 22. nóvember 2016, þar sem hún óskar eftir lausn frá nefndarstörfum í stjórn Náttúrustofu Norðurlands vestra.

Sveitarstjórn þakka Hrund störf hennar og veitir henni lausn frá störfum.



Forseti gerir tillögu Stefán Vagn Stefánsson um í stað Hrundar.



Borið upp til afgreiðslu og samþykkt með níu atkvæðum.

14.Fundagerðir 2016 - FNV

Málsnúmer 1601007Vakta málsnúmer

Fundargerð skólanefndar FNV frá 15. desember lögð fram til kynningar á 350. fundi sveitarstjórnar 18. janúar 2017

15.Fundagerðir 2016 - Samb.ísl. sveitarfélaga

Málsnúmer 1601002Vakta málsnúmer

Fundargerð 845. fundar stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga frá 16. desember 2016 lögð fram til kynningar á 350. fundi sveitarstjórnar 18. janúar 2017

Fundi slitið - kl. 17:15.