Fara í efni

Landbúnaðarnefnd Svf. Skagafjarðar

188. fundur 13. desember 2016 kl. 10:00 - 11:47 að Sæmundargötu 7a
Nefndarmenn
  • Haraldur Þór Jóhannsson formaður
  • Jóhannes H Ríkharðsson varaform.
  • Valdimar Óskar Sigmarsson ritari
  • Guðný Herdís Kjartansdóttir áheyrnarftr.
Starfsmenn
  • Arnór Gunnarsson starfsmaður landbúnaðarnefndar
  • Friðrik Margeir Friðriksson sviðsstjóri stjórnsýslu- og fjármálasviðs
Fundargerð ritaði: Margeir Friðriksson sviðsstjóri stjórnsýslu- og fjármálasviðs
Dagskrá

1.Girðing á milli heimalanda og afréttar - Stóra Vatnsskarð og Fjall

Málsnúmer 1608007Vakta málsnúmer

Málið áður á dagskrá 186. fundi landbúnaðarnefndar, 5. september 2016. Lagt fram bréf dagsett 1. júlí 2016 frá Benedikt Benediktssyni landeiganda Stóra-Vatnsskarðs og Birgi Haukssyni og Loga Má Birgissyni landeigendum Fjalls, varðandi girðingu á milli heimalanda framangreindara jarða og afréttar. Á fund nefndarinnar undir þessum dagskrárlið komu Benedikt Benediktsson og Birgir Hauksson til viðræðu um málið.

Landbúnaðarnefnd samþykkir að skoða málið nánar út frá þeim möguleikum sem liggja fyrir.

2.Hulduland landnr.223299 - stofnun lögbýlis

Málsnúmer 1609259Vakta málsnúmer

Lagt fram bréf dagsett 19. september 2016 frá Pálma Jónssyni, kt. 200980-5149 og Maríu Eymundsdóttur, kt. 040684-2209, eigendum Huldulands í Hegranesi, landnr. 223299, þar sem þau óska eftir umsögn sveitarstjórnar vegna stofnunar lögbýlis. Ætlunin er að rækta býflugur, skóg, blóm og matjurtir á landinu.

Landbúnaðarnefnd gerir ekki athugasemdir við stofnun lögbýlisins og vísar til staðfestingar sveitarstjórnar.

3.Bændur græða landið - styrkbeiðni

Málsnúmer 1611238Vakta málsnúmer

Lagt fram bréf dagsett 23. nóvember 2016 frá Landgræðslu ríkisins þar sem falast er eftir styrk til samstarfsverkefnisins "Bændur græða landið“ vegna ársins 2016.

Landbúnaðarnefnd þakkar erindið en getur ekki orðið við því að styrkja verkefnið.

4.Framlög til fjallskilasjóða árið 2017

Málsnúmer 1612094Vakta málsnúmer

Lögð fram drög að skiptingu framlaga ársins 2017 til fjallskilasjóða.

Landbúnaðarnefnd samþykkir fyrirliggjandi drög með áorðnum breytingum. Samtals er úthlutað framlögum að upphæð 3.718.800 kr.

5.Umsókn um búfjárleyfi

Málsnúmer 1612087Vakta málsnúmer

Lögð fram umsókn um leyfi til búfjárhalds frá Steinunni Rósu Guðmundsdóttur, kt. 311273-3379, dagsett 9. desember 2016. Sótt er um leyfi fyrir 7 hross.

Landbúnaðarnefnd samþykkir leyfi fyrir framangreindum fjölda hrossa.

6.Umsögn um búfjárleyfi

Málsnúmer 1612088Vakta málsnúmer

Lögð fram umsókn um leyfi til búfjárhalds frá Sigurði Hólmari Kristjánssyni, kt. 150272-5139, dagsett 9. desember 2016. Sótt er um leyfi fyrir 10 hross.

Landbúnaðarnefnd samþykkir leyfi fyrir framangreindum fjölda hrossa.

7.Umsókn um búfjárleyfi

Málsnúmer 1612089Vakta málsnúmer

Lögð fram umsókn um leyfi til búfjárhalds frá Sigríði Ingólfsdóttur, kt. 260160-4519, dagsett 9. desember 2016. Sótt er um leyfi fyrir 10 hænur og einn hana á Nöfum og 25 kindur.

Landbúnaðarnefnd samþykkir leyfi fyrir framangreindum fjölda hænsnfugla á Nöfum og 25 kindur.

8.Umsókn um búfjárleyfi

Málsnúmer 1612090Vakta málsnúmer

Lögð fram umsókn um leyfi til búfjárhalds frá Sveini Sigfússyni, kt. 050846-4239, dagsett 9. desember 2016. Sótt er um leyfi fyrir 5 hross.

Landbúnaðarnefnd samþykkir leyfi fyrir framangreindum fjölda hrossa.

9.Framkvæmd fjallskila

Málsnúmer 1612095Vakta málsnúmer

Lagt fram bréf dagsett 11. desember 2016 frá Ólafi Atla Sindrasyni og Ara Jóhanni Sigurðssyni, þar sem þeir lýsa undrun á áhuga- og framkvæmdaleysi af hálfu fjallskilastjórnar Staðarafréttar, er kemur að framkvæmd fjallskila eftir að lögbundnum fjallskilum er lokið.

Af gefnu tilefni beinir landbúnaðarnefnd því til fjallskilastjórna sveitarfélagsins að búpeningur sem vart verður við í afréttum og heimalöndum eftir síðustu lögbundnu leitir að hausti, verði sóttur eins fljótt og auðið er. Sérstaklega er það mikilvægt á þeim svæðum þar sem upp hafa komið riðutilfelli nú í haust svo komið verði í veg fyrir náinn samgang fjár.

Fundi slitið - kl. 11:47.