Fara í efni

Veitunefnd Svf Skagafjarðar

32. fundur 06. janúar 2017 kl. 11:00 - 12:00 að Sæmundargötu 7a
Nefndarmenn
  • Gísli Sigurðsson formaður
  • Einar Eðvald Einarsson varaform.
  • Helgi Þór Thorarensen ritari
  • Úlfar Sveinsson áheyrnarftr.
Starfsmenn
  • Indriði Þór Einarsson sviðsstjóri veitu- og framkvæmdasviðs
Fundargerð ritaði: Indriði Þór Einarsson sviðsstjóri veitu og framkvæmdasviðs
Dagskrá
Gunnar Björn Rögnvaldsson, verkefnastjóri hjá Skagafjarðarveitum sat fundinn.

1.Hitaveita - nýframkvæmd í Lýtingsstaðahreppi 2016 og 2017.

Málsnúmer 1602183Vakta málsnúmer

Kynnt voru nýjustu hönnunardrög að hitaveitu í Lýtingsstaðahreppi frá Verkfræðistofunni Stoð ehf.

Veitunefnd samþykkir að vinna að útboðsgögnum fyrir efnis- og vinnuútboð samkvæmt fyrirliggjandi hönnun.

Efnt verður til kynningafundar með íbúum svæðisins mánudaginn 23. janúar nk. og er sviðstjóra falið að senda boðsbréf á íbúa.

2.Erindi vegna hitaveitu frá land- og húseigendum á utanverðu Hegranesi

Málsnúmer 1612141Vakta málsnúmer

Lagt var fyrir fundinn erindi frá land- og húseigendum í utanverðu Hegranesi. Í erindinu er óskað eftir viðræðum við veitunefnd vegna framkvæmdaáætlunar Skagafjarðarveitna.

Veitunefnd mun boða fulltrúa hópsins á fund þegar vinnu við úttekt á þeim svæðum sem ekki eru inn í núgildandi framkvæmdáætlun er lokið. Vinna við úttektina er á lokastigum.

Fundi slitið - kl. 12:00.