Fara í efni

Sveitarstjórn Skagafjarðar

34. fundur 15. janúar 2025 kl. 16:15 - 16:32 að Sæmundargötu 7a
Nefndarmenn
  • Einar Eðvald Einarsson forseti
  • Hrund Pétursdóttir aðalm.
  • Sigríður Magnúsdóttir varam.
    Aðalmaður: Hrefna Jóhannesdóttir
  • Gísli Sigurðsson aðalm.
  • Sólborg Sigurrós Borgarsdóttir 1. varaforseti
  • Jóhanna Ey Harðardóttir aðalm.
  • Sveinn Þ. Finster Úlfarsson 2. varaforseti
  • Álfhildur Leifsdóttir aðalm.
  • Steinunn Rósa Guðmundsdóttir varam.
    Aðalmaður: Sigurlaug Vordís Eysteinsdóttir
Starfsmenn
  • Sigfús Ingi Sigfússon sveitarstjóri
  • Baldur Hrafn Björnsson sviðsstjóri stjórnsýslu- og fjármálasviðs
Fundargerð ritaði: Baldur Hrafn Björnsson Sviðsstjóri stjórnsýslu- og fjármálasviðs
Dagskrá

1.Byggðarráð Skagafjarðar - 127

Málsnúmer 2412017FVakta málsnúmer

Fundargerð 127. fundar byggðarráðs frá 18. desember 2024 lögð fram til afgreiðslu á 34. fundi sveitarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér. Einar E. Einarsson forseti kynnti fundargerð. Sveinn Þ. Finster Úlfarsson og Sigfús Ingi Sigfússon kvöddu sér hljóðs.
  • Byggðarráð Skagafjarðar - 127 Hjörvar Halldórsson, sviðsstjóri veitu- og framkvæmdasviðs, mætti undir þessum dagskrárlið þar sem farið var yfir fyrirhugaðar framkvæmdir og viðhald á árinu 2025. Bókun fundar Afgreiðsla 127. fundar byggðarráðs staðfest á 34. fundi sveitarstjórnar 15. janúar 2025 með níu atkvæðum.
  • Byggðarráð Skagafjarðar - 127 Lögð fram svohljóðandi bókun frá fundi stjórnar UMFÍ sem haldinn var 6. desember sl.:
    "Móta- og viðburðanefnd leggur til að óskað verði eftir samningaviðræðum við UMSS og Sveitarfélagið Skagafjörð vegna Unglingalandsmóts 2026. Stjórn felur framkvæmdastjóra að óska eftir samningaviðræðum."

    Byggðarráð tekur jákvætt í erindið og felur sveitarstjóra að afla frekari upplýsinga um málið.

    Bókun fundar Afgreiðsla 127. fundar byggðarráðs staðfest á 34. fundi sveitarstjórnar 15. janúar 2025 með níu atkvæðum.
  • Byggðarráð Skagafjarðar - 127 Lögð fram drög að viðauka við samning á milli sveitarfélagsins Skagafjarðar, Húnaþings vestra, Sveitarfélagsins Skagastrandar og umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytis um rekstur Náttúrustofu Norðurlands vestra. Viðaukinn felur í sér að gildistími samnings aðila á milli verður framlengdur út árið 2025.

    Byggðarráð samþykkir samhljóða framlagðan viðauka og vísar honum til afgreiðslu sveitarstjórnar.
    Bókun fundar Forseti gerir tillögu um að vísa afgreiðslu málsins til liðarins, Viðauki við samning um rekstur Náttúrustofu Norðurlands vestra, síðar á dagskrá fundarins. Samþykkt samhljóða.
  • Byggðarráð Skagafjarðar - 127 Lagður fram tölvupóstur, dags. 15. desember 2024, frá Bryndísi Lilju Hallsdóttur f.h. hlaupahópsins 550 Rammvilltar, þar sem óskað er eftir leyfi til að loka fyrir bílaumferð frá innkeyrslu á bílastæði íþróttahúss við Skagfirðingabraut og suður að Kirkjutorgi frá kl. 12:15 til 13:00 þann 31. desember nk., vegna Gamlárshlaups sem hópurinn stendur fyrir þann dag. Fram kemur í erindinu að lögreglan hafi samþykkt lokunina fyrir sitt leyti.

    Byggðarráð samþykkir samhljóða að heimila lokun götunnar á framangreindum tíma.
    Bókun fundar Afgreiðsla 127. fundar byggðarráðs staðfest á 34. fundi sveitarstjórnar 15. janúar 2025 með níu atkvæðum.
  • Byggðarráð Skagafjarðar - 127 Vísað frá 16. fundi landbúnaðar- og innviðanefndar 28. nóvember sl. með svohljóðandi bókun:

    "Landbúnaðar- og innviðanefnd samþykkir samhljóða að hækka eingöngu verðlaun fyrir vetrarveiði refa og stuðla þannig að aukinni vetrarveiði. Gjaldskrá fyrir unna refi og minnka veturinn 2024 - 2025 verður því eftirfarandi:

    Verðlaun fyrir unna refi og minka veturinn 2024-2025,
    Grendýr kvótasettir refir 21.000 kr.
    Hlaupadýr kvótasettir refir 10.500 kr.
    Vetrarveiddir kvótasettir refir 12.500 kr.
    Fengnar ógotnar læður apríl-maí (skrokk skilað) 20.000 kr.
    Refir utan kvóta (óráðnar skyttur) 1.000 kr.
    Minkar kvótasettir 11.500 kr.
    Minkar utan kvóta (óráðnar skyttur) 2.500 kr.
    Útkall vegna tjóns af völdum refa eða minka, að beiðni Umhverfis- og Landbúnaðarfulltrúa 15.000 kr.

    Kári Gunnarsson umhverfis og landbúnaðarfulltrúi vék af fundi undir þessum lið."

    Byggðarráð samþykkir gjaldskrána samhljóða og vísar til afgreiðslu sveitarstjórnar.
    Bókun fundar Forseti gerir tillögu um að vísa afgreiðslu málsins til liðarins, Reglur um veiði refa og minka, síðar á dagskrá fundarins. Samþykkt samhljóða.
  • Byggðarráð Skagafjarðar - 127 Umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytið kynnir til samráðs mál nr. 241/2024, "Saman gegn sóun - stöðumat og valkostir í úrgangsforvörnum". Umsagnarfrestur er til og með 13.01. 2025. Bókun fundar Afgreiðsla 127. fundar byggðarráðs staðfest á 34. fundi sveitarstjórnar 15. janúar 2025 með níu atkvæðum.
  • 1.7 2401002 Ábendingar 2024
    Byggðarráð Skagafjarðar - 127 Lagt fram til kynningar yfirlit yfir ábendingar sem hafa borist í gegnum ábendingagátt sveitarfélagsins sl. mánuði og viðbrögð við þeim. Bókun fundar Afgreiðsla 127. fundar byggðarráðs staðfest á 34. fundi sveitarstjórnar 15. janúar 2025 með níu atkvæðum.

2.Byggðarráð Skagafjarðar - 128

Málsnúmer 2501001FVakta málsnúmer

Fundargerð 128. fundar byggðarráðs frá 8. janúar 2025 lögð fram til afgreiðslu á 34. fundi sveitarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér. Einar E. Einarsson forseti kynnti fundargerð. Enginn kvaddi sér hljóðs.
  • Byggðarráð Skagafjarðar - 128 Undir þessum lið sat Arnór Hafstað lögfræðingur með fjarfundarbúnaði.

    Arnór lagði fram drög að endurskoðuðum lóðarleigusamningum við leigutaka á ræktunarlóðum á Nöfunum. Fjöldi lóðaleigusamninga rann út núna síðastliðin áramót og vilji sveitarfélagsins er að kanna möguleika til þess að gera nýja samninga.

    Byggðarráð samykkir samhljóða að senda bréf með áorðnum breytingum til lóðarhafa á Nöfum til að upplýsa þá um stöðu málsins.
    Bókun fundar Afgreiðsla 128. fundar byggðarráðs staðfest á 34. fundi sveitarstjórnar 15. janúar 2025 með níu atkvæðum.
  • Byggðarráð Skagafjarðar - 128 Byggðarráð Skagafjarðar samþykkir samhljóða að beina því til sveitarstjórnar að taka lán hjá Lánasjóði sveitarfélaga ohf. allt að fjárhæð 550 milljónir króna. Til tryggingar láninu standa tekjur sveitarfélagsins, sbr. heimild í 2. mgr. 68. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011. Er lánið tekið til framkvæmda eignasjóðs og B-hluta stofnana og vegna endurfjármögnunar afborgana eldri lána hjá Lánasjóðinum, sbr. 3. gr. laga um stofnun opinbers hlutafélags um Lánasjóð sveitarfélaga ohf. nr. 150/2006. Jafnframt er Sigfúsi Inga Sigfússyni, kt. 031175-5349, veitt fullt og ótakmarkað umboð til þess f.h. sveitarfélagsins Skagafjarðar að undirrita lánssamning við Lánasjóð sveitarfélaga ohf. sbr. framangreint, sem og til þess að móttaka, undirrita og gefa út, og afhenda hvers kyns skjöl, fyrirmæli og tilkynningar, sem tengjast lántöku þessari, þ.m.t. beiðni um útborgun láns. Bókun fundar Forseti gerir tillögu um að vísa afgreiðslu málsins til liðarins, Lántaka langtímalána 2025, síðar á dagskrá fundarins. Samþykkt samhljóða.
  • Byggðarráð Skagafjarðar - 128 Lögð fram beiðni um viðauka 1 við fjárhagsáætlun ársins 2025.

    Í viðaukanum er óskað eftir auknu fjármagni vegna:
    -fjölgunar barna í frístund í Varmahlíðarskóla 0,4 stöðugildi til ársloka 2025, 3,6 m.kr
    -eins stöðugildis stuðningsfulltrúa í leikskólanum Ársölum út árið 2025 10 m.kr.
    -eins stöðugildis stuðningsfulltrúa í Árskóla til loka skólaársins, 3,8 m.kr.
    -fjölgunar ferða frístundastrætó, 1,5 m.kr.

    Samtals útgjaldaaukning um 18,8 m.kr. Útgjaldaaukningu verði mætt með lækkun handbærs fjár.

    Byggðarráð samþykkir samhljóða framlagðan viðauka og vísar til afgreiðslu sveitarstjórnar.
    Bókun fundar Forseti gerir tillögu um að vísa afgreiðslu málsins til liðarins, Viðauki 1 við fjárhagsáætlun 2025, síðar á dagskrá fundarins. Samþykkt samhljóða.
  • Byggðarráð Skagafjarðar - 128 Lagður fram tölvupóstur dagsettur 6. janúar 2024 frá Kristni Kristóferssyni fjármálastjóra FISK Seafood þar sem óskað er upplýsinga um hvort sveitarfélagið hyggist nýta sér forkaupsrétt að Hafdísi SK-4 sknr 2323.

    Byggðarráð samþykkir samhljóða að nýta ekki forkaupsrétt sveitarfélagsins.
    Bókun fundar Afgreiðsla 128. fundar byggðarráðs staðfest á 34. fundi sveitarstjórnar 15. janúar 2025 með níu atkvæðum.
  • Byggðarráð Skagafjarðar - 128 Lagt fram fundarboð þar sem stjórn Brákar íbúðafélags hses. boðar til ársfundar sem haldinn verður miðvikudaginn 15. janúar 2025 kl. 13:00. Fundurinn verður rafrænn á Teams.

    Í samræmi við 11. gr. samþykkta Brákar íbúðafélags hses. eru stofnaðilar og fulltrúaráð sérstaklega boðaðir til fundarins en skal hann opinn öllum. Stofnaðilar hafa einir atkvæðisrétt á fundinum en stjórnarmenn, stofnaðilar og fulltrúar í fulltrúaráði eru einir bærir til að leggja til breytingar á samþykktum.

    Byggðarráð samþykkir samhljóða að fela sveitarstjóra að fara með atkvæðisrétt sveitarfélagsins á fundinum.
    Bókun fundar Afgreiðsla 128. fundar byggðarráðs staðfest á 34. fundi sveitarstjórnar 15. janúar 2025 með níu atkvæðum.
  • 2.6 2412001 Frístundaakstur
    Byggðarráð Skagafjarðar - 128 Máli vísað frá 29. fundi félagsmála- og tómstundanefndar þann 17. desember 2024, þannig bókað:
    "Lagt fram minnisblað um nýtingu viðbótar frístundaaksturs á þriðjudögum, sem samþykktur var til prufu fram að áramótum á 27. fundi nefndarinnar þann 14. október síðastliðinn. Nefndin fagnar frumkvæði íþróttafélaganna að koma að máli við nefndina og samþykkir samhljóða framlengingu á núverandi fyrirkomulagi, þ.e. akstur aðra leið að loknum skóladegi á þriðjudögum frá Hofsósi og Varmahlíð, á æfingar á Sauðárkróki, til loka skólaársins 2024-2025. Nýting og fyrirkomulag verður skoðað með skólum, íþróttafélögum og forráðamönnum að nýju þegar líða fer að vori. Nefndin vísar málinu til byggðarráðs og óskar eftir því að verkefnið fái fjármögnun með viðauka við fjárhagsáætlun ársins 2025."

    Byggðarráð skorar á félagsmála- og tómstundanefnd að flýta skoðun á nýtingu og fyrirkomulagi þannig að þeirri vinnu verði lokið fyrir miðjan febrúar.

    Byggðarráð samþykkir samhljóða að veita verkefninu fjármögnun með framlagðri beiðni um viðauka 1 við fjárhagsáætlun ársins 2025.
    Bókun fundar Afgreiðsla 128. fundar byggðarráðs staðfest á 34. fundi sveitarstjórnar 15. janúar 2025 með níu atkvæðum.
  • Byggðarráð Skagafjarðar - 128 Lagður fram tölvupóstur frá sýslumannsembættinu á Norðurlandi vestra, dagsettur 27. desember 2024, þar sem óskað er umsagnar um umsókn Snorra Snorrasonar, kt. 280470-3179 fyrir hönd fyrirtækisins Tenor slf., kt. 650111-0520 um leyfi til að reka veitingaleyfi í flokki III, samkomusalir, í Menningarhúsinu Miðgarði 560 Varmahlíð, fstnr. 214-0833.

    Byggðarráð gerir ekki athugasemd við umsóknina.
    Bókun fundar Afgreiðsla 128. fundar byggðarráðs staðfest á 34. fundi sveitarstjórnar 15. janúar 2025 með níu atkvæðum.
  • Byggðarráð Skagafjarðar - 128 Umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytið kynnir til samráðs mál nr. 235/2024, "Skýrsla starfshóps um endurskoðun á lögum um rammaáætlun".

    Umsagnarfrestur er til og með 01.02.2025.
    Bókun fundar Afgreiðsla 128. fundar byggðarráðs staðfest á 34. fundi sveitarstjórnar 15. janúar 2025 með níu atkvæðum.
  • Byggðarráð Skagafjarðar - 128 Forsætisráðuneytið kynnir til samráðs mál nr. 1/2025, "Verum hagsýn í rekstri ríkisins".

    Umsagnarfrestur er til og með 23.01.2025.
    Bókun fundar Afgreiðsla 128. fundar byggðarráðs staðfest á 34. fundi sveitarstjórnar 15. janúar 2025 með níu atkvæðum.

3.Atvinnu-, menningar- og kynningarnefnd - 30

Málsnúmer 2412020FVakta málsnúmer

Fundargerð 30. fundar atvinnu- menningar- og kynningarnefndar frá 19. desember 2024 lögð fram til afgreiðslu á 34. fundi sveitarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér. Einar E. Einarsson forseti kynnti fundargerð. Enginn kvaddi sér hljóðs.
  • Atvinnu-, menningar- og kynningarnefnd - 30 Tekin fyrir styrkbeiðni vegna jólaballs frá Völu Ófeigsdóttur fyrir hönd Byggjum upp Hofsós og nágrenni, dagsett 26.11.2024.
    Atvinnu-, menningar-, og kynningarnefnd samþykkir samhljóða að styrkja jólaballið um fjárhæð 60.000 kr. Tekið af málaflokki 05713.

    Auður Björk Birgisdóttir vék af fundi undir þessum lið.
    Bókun fundar Afgreiðsla 30. fundar atvinnu- menningar- og kynningarnefndar staðfest á 34. fundi sveitarstjórnar 15. janúar 2025 með níu atkvæðum.
  • Atvinnu-, menningar- og kynningarnefnd - 30 Tekin fyrir styrkbeiðni vegna jólaballs frá Kvenfélagi Rípurhrepps dagsett 27.11.2024.
    Atvinnu-, menningar-, og kynningarnefnd samþykkir samhljóða að styrkja Kvenfélag Rípurhrepps um 60.000 kr. Tekið af málaflokki 05713.
    Bókun fundar Afgreiðsla 30. fundar atvinnu- menningar- og kynningarnefndar staðfest á 34. fundi sveitarstjórnar 15. janúar 2025 með níu atkvæðum.
  • Atvinnu-, menningar- og kynningarnefnd - 30 Tekin fyrir styrkbeiðni vegna jólaballs frá Kvenfélagi Staðarhrepps dagsett 04.12.2024.
    Atvinnu-, menningar-, og kynningarnefnd samþykkir samhljóða að styrkja Kvenfélag Staðarhrepps um fjárhæð 60.000 kr. Tekið af málaflokki 05713.
    Bókun fundar Afgreiðsla 30. fundar atvinnu- menningar- og kynningarnefndar staðfest á 34. fundi sveitarstjórnar 15. janúar 2025 með níu atkvæðum.
  • Atvinnu-, menningar- og kynningarnefnd - 30 Tekin fyrir styrkbeiðni vegna jólaballs frá Kvenfélagi Lýtingstaðarhrepps dagsett 16.12.2024.
    Atvinnu-, menningar-, og kynningarnefnd samþykkir samhljóða að styrkja Kvenfélag Lýtingsstaðarhrepps um fjárhæð 60.000 kr. Tekið af málaflokki 05713.

    Elínborg Ásgeirsdóttir vék af fundi undir þessum lið.
    Bókun fundar Afgreiðsla 30. fundar atvinnu- menningar- og kynningarnefndar staðfest á 34. fundi sveitarstjórnar 15. janúar 2025 með níu atkvæðum.
  • Atvinnu-, menningar- og kynningarnefnd - 30 Tekin fyrir styrkbeiðni vegna jólaballs frá Lionsklúbbi Sauðárkróks dagsett 17.12.2024.
    Atvinnu-, menningar-, og kynningarnefnd samþykkir samhljóða að styrkja jólaballið um 60.000 kr. Tekið af málaflokki 05713.
    Bókun fundar Afgreiðsla 30. fundar atvinnu- menningar- og kynningarnefndar staðfest á 34. fundi sveitarstjórnar 15. janúar 2025 með níu atkvæðum.
  • Atvinnu-, menningar- og kynningarnefnd - 30 Tekin fyrir styrkbeiðni frá Stefaníu Hjördísi Leifsdóttur vegna jólaballs Fljótamanna, dagsett 18.12.2024.
    Atvinnu-, menningar-, og kynningarnefnd samþykkir samhljóða að styrkja jólaballið um fjárhæð 60.000 kr. Tekið af málaflokki 05713.
    Bókun fundar Afgreiðsla 30. fundar atvinnu- menningar- og kynningarnefndar staðfest á 34. fundi sveitarstjórnar 15. janúar 2025 með níu atkvæðum.
  • Atvinnu-, menningar- og kynningarnefnd - 30 Tekin fyrir styrkbeiðni frá Döllu Þórðardótur fyrir hönd Kvenfélags Akrahrepps, dagsett 17.12.2024, vegna jólaballs.
    Atvinnu-, menningar-, og kynningarnefnd samþykkir samhljóða að styrkja jólaballið um fjárhæð 60.000 kr. Tekið af málaflokki 05713.
    Bókun fundar Afgreiðsla 30. fundar atvinnu- menningar- og kynningarnefndar staðfest á 34. fundi sveitarstjórnar 15. janúar 2025 með níu atkvæðum.
  • Atvinnu-, menningar- og kynningarnefnd - 30 Lagt fram til kynningar bréf frá Fiskistofu, dagsett 9.12.2024, er varðar sérstakt strandveiðigjald til hafna 2024. Bókun fundar Afgreiðsla 30. fundar atvinnu- menningar- og kynningarnefndar staðfest á 34. fundi sveitarstjórnar 15. janúar 2025 með níu atkvæðum.

4.Félagsmála- og tómstundanefnd - 29

Málsnúmer 2412007FVakta málsnúmer

Fundargerð 29. fundar félagsmála- og tómstundanefndar frá 17. desember 2024 lögð fram til afgreiðslu á 34. fundi sveitarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér. Einar E. Einarsson forseti kynnti fundargerð. Enginn kvaddi sér hljóðs.
  • 4.1 2412001 Frístundaakstur
    Félagsmála- og tómstundanefnd - 29 Lagt fram minnisblað um nýtingu viðbótarfrístundaaksturs á þriðjudögum, sem samþykktur var til prufu fram að áramótum á 27. fundi nefndarinnar þann 14. október síðastliðinn. Nefndin fagnar frumkvæði íþróttafélaganna að koma að máli við nefndina og samþykkir samhljóða framlengingu á núverandi fyrirkomulagi, þ.e. akstur aðra leið að loknum skóladegi á þriðjudögum frá Hofsósi og Varmahlíð, á æfingar á Sauðárkróki, til loka skólaársins 2024-2025. Nýting og fyrirkomulag verður skoðað með skólum, íþróttafélögum og forráðamönnum að nýju þegar líða fer að vori. Nefndin vísar málinu til byggðarráðs og óskar eftir því að verkefnið fái fjármögnun með viðauka við fjárhagsáætlun ársins 2025. Bókun fundar Afgreiðsla 29. fundar félagsmála- og tómstundanefndar staðfest á 34. fundi sveitarstjórnar 15. janúar 2025 með níu atkvæðum.
  • Félagsmála- og tómstundanefnd - 29 Lagðar fram til kynningar þrjár fundargerðir ráðsins þ.e. 29., 30. og 31. fundargerð fagráðs. Bókun fundar Afgreiðsla 29. fundar félagsmála- og tómstundanefndar staðfest á 34. fundi sveitarstjórnar 15. janúar 2025 með níu atkvæðum.
  • Félagsmála- og tómstundanefnd - 29 Lögð fram tillaga að fundartímum nefndarinnar fyrir vorönn 2025, sem eru eftirfarandi: 6. febrúar, 6. mars, 3. apríl, 8. maí og 5. júní. Nefndin samþykkir tillöguna samhljóða með fyrirvara um breytingar. Bókun fundar Afgreiðsla 29. fundar félagsmála- og tómstundanefndar staðfest á 34. fundi sveitarstjórnar 15. janúar 2025 með níu atkvæðum.

5.Landbúnaðar- og innviðanefnd - 18

Málsnúmer 2501002FVakta málsnúmer

Fundargerð 18. fundar landbúnaðar- og innviðanefndar frá 9. janúar 2025 lögð fram til afgreiðslu á 34. fundi sveitarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér. Einar E. Einarsson kynnti fundargerð. Enginn kvaddi sér hljóðs.
  • Landbúnaðar- og innviðanefnd - 18 Laufskálarétt þarfnast verulegs viðhald næstu árin. Víðir Sigurðsson fjallskilastjóri og Bergur Gunnarsson komu á fund nefndarinnar kynntu hugmyndir sínar um viðgerðir og endurbætur réttarinnar.
    Landbúnaðar- og innviðanefnd samþykkir samhljóða að fela sviðsstjóra veitu- og framkvæmdasviðs að gera kostnaðar- og framkvæmdaáætlun í samráði við fjallskilastjórnina og leggja fyrir nefndina.
    Bókun fundar Afgreiðsla 18. fundar landbúnaðar- og innviðanefndar staðfest á 34. fundi sveitarstjórnar 15. janúar 2025 með níu atkvæðum.
  • Landbúnaðar- og innviðanefnd - 18 Útkoma rafrænnar notendakönnunar meðal búfjáeigenda í Skagafirði vegna söfnunar á dýrahræjum sem gerð var í desember 2024 er eftirfarandi:

    Leið 1 - Óbreytt kerfi fyrir söfnun; flutning og urðun. 5 atkv. (6,9%)
    Leið 2 - Óbreytt kerfi en vigta sláturúrgang. 39 atkv. (54,2%)
    Leið 3 - Akstur innan fjarðar sameiginlegur kostnaður. 9 atkv. (12,5%)
    Leið 4 - Hætta sameiginlegri þátttöku. 19 atkv. (26,4%)

    Fjöldi atkvæða samtals 72. Á kjörskrá voru 321 og kosningaþátttaka því 22,4%.

    Landbúnaðar- og innviðanefnd samþykkir samhljóða að leið 2, þ.e. óbreytt kerfi, en vigta annan úrgang en dýrahræ af gjaldskyldu búfé, verði notuð vegna innheimtu fyrir þjónustuna á árinu 2025. Sviðsstjóra veitu- og framkvæmdasviðs falið að ganga frá samningi við Íslenska gámafélagið um útfærslu og framkvæmd.
    Bókun fundar Afgreiðsla 18. fundar landbúnaðar- og innviðanefndar staðfest á 34. fundi sveitarstjórnar 15. janúar 2025 með níu atkvæðum.
  • Landbúnaðar- og innviðanefnd - 18 Rætt um samræmingarfund með fjallskilastjórum og nefndum vegna fjallskilamála.
    Landbúnaðar- og innviðanefnd samþykkir samhljóða að boða til fundar með stjórnum fjallskiladeildanna þann 20. febrúar 2025 og fara almennt yfir stöðu og verkefni sem snúa að fjallskilum.
    Bókun fundar Afgreiðsla 18. fundar landbúnaðar- og innviðanefndar staðfest á 34. fundi sveitarstjórnar 15. janúar 2025 með níu atkvæðum.
  • Landbúnaðar- og innviðanefnd - 18 Umgengni um útleigð gámageymslusvæði sveitarfélagsins á Sauðárkróki og Hofsósi hefur verið verulega ábótavant. Hafa þeir aðilar sem vel hafa gengið um, liðið fyrir sóðaskap þeirra sem frjálslega hafa gengið um. Í nokkurn tíma hefur horft til vandræða þar sem ekki er lengur pláss fyrir viðbótar leigugáma vegna ýmissa véla, bíla og búnaðar sem safnast hefur upp. Í ljósi þessa hafa nú verið markaðar reglur og uppfærð gjaldskrá fyrir árið 2025.
    Landbúnaðar- og innviðanefnd samþykkir samhljóða framlagða gjaldskrá og reglur fyrir geymslusvæði á vegum sveitarfélagsins Skagafjarðar, með áorðnum breytingum og vísar til afgreiðslu byggðarráðs.
    Bókun fundar Afgreiðsla 18. fundar landbúnaðar- og innviðanefndar staðfest á 34. fundi sveitarstjórnar 15. janúar 2025 með níu atkvæðum.
  • Landbúnaðar- og innviðanefnd - 18 Lagður fram tölvupóstur dagsettur 7. nóvember 2024 frá Vegagerðinni, þess efnis að fá að fjarlægja ristarhlið á Unadalsafleggjara og jafnvel ristarhliðið á Deildardalsvegi.
    Að fengnu áliti hagaðila samþykkir landbúnaðar- og innviðanefnd samhljóða að framangreind ristarhlið verði ekki fjarlægð.
    Bókun fundar Afgreiðsla 18. fundar landbúnaðar- og innviðanefndar staðfest á 34. fundi sveitarstjórnar 15. janúar 2025 með níu atkvæðum.
  • Landbúnaðar- og innviðanefnd - 18 Lagður fram tölvupóstur dagsettur 2. janúar 2025 frá Erlingi Sigurðarsyni varðandi ósk um framlengingu á leigusamningi um jörðina Hraun í Unadal, L146544.
    Landbúnaðar- og innviðanefnd samþykkir samhljóða að leggja til við byggðarráð að framlengja ekki ofangreindan samning og að skoðað verði hvort ekki sé skynsamlegast að selja jörðina.
    Bókun fundar Afgreiðsla 18. fundar landbúnaðar- og innviðanefndar staðfest á 34. fundi sveitarstjórnar 15. janúar 2025 með níu atkvæðum.
  • Landbúnaðar- og innviðanefnd - 18 Fyrir liggur erindi, dagsett 16. desember 2024 frá formanni Skagafjarðardeildar Rauða krossins, Sólborgu Unu Pálsdóttir, þar sem fram kemur að Rauði krossinn sé hættur að vera með fatagáma til söfnunar á textíl í Skagafirði. Megin ástæða þessara breytinga er sú að Rauði krossinn í Reykjavík hefur hætt rekstri á móttökustöð til flokkunar, en þangað hafa þau föt sem safnast hafa í Skagafirði verið send ásamt fötum frá öðrum deildum Rauða krossins. Með bréfinu er jafnframt verið að kanna möguleika á einhverskonar samvinnu á þessu sviði.
    Landbúnaðar- og innviðanefnd harmar að þessi söfnun sé hætt, en endurnýting og notkun á textílvörum er mikilvæg fyrir hringrásarhagkerfið sem við erum sammála um að þurfi að efla. Jafnframt erum við reiðbúin til viðræna um samvinnu á lausnum sem gætu stuðlað að aukinni notkun á endurnýtanlegum textíl í Skagafirði og þar með minnkun á því magni sem farga þarf með öðrum leiðum.
    Eftir þessa breytingu er rétt að árétta að nú eiga íbúar að skila öllum textíl á þær sorpmóttökustöðvar sem eru á Sauðárkróki, Varmahlíð og Hofsósi, og Íslenska gámafélagið sér þá um afsetningu hans eftir þeim leiðum sem í boði eru.
    Einar E. Einarsson vék af fundi við afgreiðslu þessa dagskrárliðar.
    Bókun fundar Afgreiðsla 18. fundar landbúnaðar- og innviðanefndar staðfest á 34. fundi sveitarstjórnar 15. janúar 2025 með átta atkvæðum.

    Einar E. Einarsson, forseti, vék af fundi við afgreiðslu þessa fundarliðar.
  • Landbúnaðar- og innviðanefnd - 18 Lögð fram til kynningar fundargerð sameiginlegs fundar stjórnar Samtaka orkusveitarfélaga og Samtaka sveitarfélaga á köldum svæðum, dagsett 6. desember 2024. Bókun fundar Afgreiðsla 18. fundar landbúnaðar- og innviðanefndar staðfest á 34. fundi sveitarstjórnar 15. janúar 2025 með níu atkvæðum.
  • Landbúnaðar- og innviðanefnd - 18 Lagðar fram til kynningar fundargerðir 466. og 467. stjórnarfunda Hafnasambands Íslands. Bókun fundar Afgreiðsla 18. fundar landbúnaðar- og innviðanefndar staðfest á 34. fundi sveitarstjórnar 15. janúar 2025 með níu atkvæðum.
  • Landbúnaðar- og innviðanefnd - 18 Lagt fram til kynningar bréf dagsett 9. desember 2024 frá Fiskistofu um sérstakt strandveiðigjald til hafna árið 2024. Gjaldið er innheimt strandveiðibátum. Í hlut Skagafjarðarhafna komu 561.223 kr. vegna Sauðárkróks og 99.372 kr. vegna Hofsóss. Bókun fundar Afgreiðsla 18. fundar landbúnaðar- og innviðanefndar staðfest á 34. fundi sveitarstjórnar 15. janúar 2025 með níu atkvæðum.

6.Skipulagsnefnd - 65

Málsnúmer 2501003FVakta málsnúmer

Fundargerð 65. fundar skipulagsnefndar frá 9. janúar 2025 lögð fram til afgreiðslu á 34. fundi sveitarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér. Einar E. Einarsson kynnti fundargerð. Enginn kvaddi sér hljóðs.
  • Skipulagsnefnd - 65 Hlynur Torfi Torfason skipulagsráðgjafi hjá VSÓ ráðgjöf sat fundarliðinn í gegnum fjarfundarbúnað og fór yfir minnisblað varðandi þrjá valkosti fyrir nýja aðkomu að Sauðárkróki um Þverárfjallsveg og um leið tillögur að fyrirhugaðri íbúðarbyggð þar.

    Skipulagsnefnd samþykkir samhljóða að fela skipulagsfulltrúa að vinna málið áfram í samræmi við umræður fundarins.
    Bókun fundar Afgreiðsla 65. fundar skipulagnefndar staðfest á 34. fundi sveitarstjórnar 15. janúar 2025 með níu atkvæðum.
  • Skipulagsnefnd - 65 Edda Matthíasdóttir framkvæmdastjóri Háskólans á Hólum sendir erindi dags. 3. janúar 2025 til skipulagsnefndar Skagafjarðar þar sem óskað er eftir framlengdu vilyrði fyrir úthlutun á lóð til lok árs 2025, lóðin eins hún kemur fram á lóðarblaði með skilmálum og greinargerð, Borgarflöt - Hólaskóli, uppdráttur nr. S01, verknúmer 71742001, útgáfudagur 10. janúar 2024.
    Vilyrðið er ein af forsendum þess að hægt verði að bjóða út verkið og er því er óskað eftir niðurstöðu sveitarfélagsins um þetta málefni sem fyrst.

    Skipulagsnefnd samþykkir samhljóða að leggja til við sveitarstjórn að framlengja umrætt vilyrði til og með 31.12.2025.
    Bókun fundar Forseti gerir tillögu um að vísa afgreiðslu málsins til liðarins, Beiðni um lóð undir kennslu- og rannsóknaaðstöðu fiskeldis- og fiskalíffræði Háskólans á Hólum, síðar á dagskrá fundarins. Samþykkt samhljóða.
  • Skipulagsnefnd - 65 Fyrir liggur umsagnarbeiðni byggingarfulltrúa dags. 18. desember síðastliðinn með vísan til 10. gr. laga um mannvirki nr. 160/2010 varðandi umsókn frá Atla Gunnari Arnórssyni byggingarverkfræðingi á Stoð ehf. verkfræðistofu, fh. Hafnarsjóðs Skagafjarðar/Skeljungs ehf. um leyfi til að koma fyrir 10 m³ olíutanki við svokallað syðra plan við Sauðárkrókshöfn. Við tankinn verður komið fyrir búnaði til afgreiðslu gasolíu á minni skip og báta. Meðfylgjandi uppdráttur gerður af umsækjanda. Uppdráttur í verki 3600-0200, númer S-101, dagsettir 03.12.2024.

    Skipulagsnefnd telur umrædda framkvæmd vera í samræmi við gildandi deiliskipulag þar sem nú þegar er tankur og afgreiðsla á gasolíu á umræddu plani. Skipulagsnefnd samþykkir samhljóða að gera ekki athugasemd við fyrirhugaða framkvæmd en minnir jafnframt á að liggja þarf fyrir samþykki landbúnaðar- og innviðanefndar Skagafjarðar varðandi leyfisveitingu.
    Bókun fundar Afgreiðsla 65. fundar skipulagnefndar staðfest á 34. fundi sveitarstjórnar 15. janúar 2025 með níu atkvæðum.
  • Skipulagsnefnd - 65 Lögð fram drög að lóðayfirliti fyrir götureitinn á milli Hólavegar, Ránarstígs, Sæmundargötu og Ægisstígs.

    Skipulagsnefnd samþykkir samhljóða að fela skipulagsfulltrúa að útbúa hnitsett lóðarblöð og endurnýja lóðarleigusamninga fyrir umræddar lóðir.
    Bókun fundar Afgreiðsla 65. fundar skipulagnefndar staðfest á 34. fundi sveitarstjórnar 15. janúar 2025 með níu atkvæðum.
  • Skipulagsnefnd - 65 Lögð fram til kynningar fundargerð byggingarfulltrúa frá fundi nr. 54 þann 20.12.2024. Bókun fundar Afgreiðsla 65. fundar skipulagnefndar staðfest á 34. fundi sveitarstjórnar 15. janúar 2025 með níu atkvæðum.

7.Viðauki við samning um rekstur Náttúrustofu Norðurlands vestra

Málsnúmer 2412113Vakta málsnúmer

Vísað frá 127. fundi byggðarráðs frá 18. desember sl. til afgreiðslu sveitarstjórnar, þannig bókað:
„Lögð fram drög að viðauka við samning á milli sveitarfélagsins Skagafjarðar, Húnaþings vestra, Sveitarfélagsins Skagastrandar og umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytis um rekstur Náttúrustofu Norðurlands vestra. Viðaukinn felur í sér að gildistími samnings aðila á milli verður framlengdur út árið 2025.

Byggðarráð samþykkir samhljóða framlagðan viðauka og vísar honum til afgreiðslu sveitarstjórnar.“

Framlagður viðauki við samning um rekstur Náttúrustofu Norðurlands vestra borinn upp til afgreiðslu og samþykktur með níu atkvæðum.

8.Reglur um veiði refa og minka

Málsnúmer 2410018Vakta málsnúmer

Vísað frá 127. fundi byggðarráðs frá 18. desember sl. til afgreiðslu sveitarstjórnar, þannig bókað:
„Vísað frá 16. fundi landbúnaðar- og innviðanefndar 28. nóvember sl. með svohljóðandi bókun:

"Landbúnaðar- og innviðanefnd samþykkir samhljóða að hækka eingöngu verðlaun fyrir vetrarveiði refa og stuðla þannig að aukinni vetrarveiði. Gjaldskrá fyrir unna refi og minnka veturinn 2024 - 2025 verður því eftirfarandi:

Verðlaun fyrir unna refi og minka veturinn 2024-2025,
Grendýr kvótasettir refir 21.000 kr.
Hlaupadýr kvótasettir refir 10.500 kr.
Vetrarveiddir kvótasettir refir 12.500 kr.
Fengnar ógotnar læður apríl-maí (skrokk skilað) 20.000 kr.
Refir utan kvóta (óráðnar skyttur) 1.000 kr.
Minkar kvótasettir 11.500 kr.
Minkar utan kvóta (óráðnar skyttur) 2.500 kr.
Útkall vegna tjóns af völdum refa eða minka, að beiðni Umhverfis- og Landbúnaðarfulltrúa 15.000 kr.

Kári Gunnarsson umhverfis og landbúnaðarfulltrúi vék af fundi undir þessum lið."

Byggðarráð samþykkir gjaldskrána samhljóða og vísar til afgreiðslu sveitarstjórnar.“

Framlögð gjaldskrá um verðlaun fyrir refa- og minkaveiðar veturinn 2024-2025 borin upp til afgreiðslu sveitarstjórnar og samþykkt með níu atkvæðum.

9.Lántaka langtímalána 2025

Málsnúmer 2501022Vakta málsnúmer

Vísað frá 128. fundi byggðarráðs frá 8. janúar sl. til afgreiðslu sveitarstjórnar, þannig bókað:
„Byggðarráð Skagafjarðar samþykkir samhljóða að beina því til sveitarstjórnar að taka lán hjá Lánasjóði sveitarfélaga ohf. allt að fjárhæð 550 milljónir króna. Til tryggingar láninu standa tekjur sveitarfélagsins, sbr. heimild í 2. mgr. 68. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011. Er lánið tekið til framkvæmda eignasjóðs og B-hluta stofnana og vegna endurfjármögnunar afborgana eldri lána hjá Lánasjóðinum, sbr. 3. gr. laga um stofnun opinbers hlutafélags um Lánasjóð sveitarfélaga ohf. nr. 150/2006. Jafnframt er Sigfúsi Inga Sigfússyni, kt. 031175-5349, veitt fullt og ótakmarkað umboð til þess f.h. sveitarfélagsins Skagafjarðar að undirrita lánssamning við Lánasjóð sveitarfélaga ohf. sbr. framangreint, sem og til þess að móttaka, undirrita og gefa út, og afhenda hvers kyns skjöl, fyrirmæli og tilkynningar, sem tengjast lántöku þessari, þ.m.t. beiðni um útborgun láns.“

Sveitarstjórn Skagafjarðar samþykkir, með níu atkvæðum, að taka lán hjá Lánasjóði sveitarfélaga ohf. allt að fjárhæð 550 milljónir króna. Til tryggingar láninu standa tekjur sveitarfélagsins, sbr. heimild í 2. mgr. 68. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011. Lánið er tekið til framkvæmda eignasjóðs og hitaveitu og vegna endurfjármögnunar afborgana eldri lána hjá Lánasjóðinum, sbr. 3. gr. laga um stofnun opinbers hlutafélags um Lánasjóð sveitarfélaga ohf. nr. 150/2006. Jafnframt er Sigfúsi Inga Sigfússyni, kt. 031175-5349, veitt fullt og ótakmarkað umboð til þess f.h. sveitarfélagsins Skagafjarðar að undirrita lánssamning við Lánasjóð sveitarfélaga ohf. sbr. framangreint, sem og til þess að móttaka, undirrita og gefa út, og afhenda hvers kyns skjöl, fyrirmæli og tilkynningar, sem tengjast lántöku þessari, þ.m.t. beiðni um útborgun láns.

10.Viðauki 1 við fjárhagsáætlun 2025

Málsnúmer 2501023Vakta málsnúmer

Vísað frá 128. fundi byggðarráðs frá 8. janúar sl. til afgreiðslu sveitarstjórnar, þannig bókað:
„Lögð fram beiðni um viðauka 1 við fjárhagsáætlun ársins 2025.

Í viðaukanum er óskað eftir auknu fjármagni vegna:
-fjölgunar barna í frístund í Varmahlíðarskóla 0,4 stöðugildi til ársloka 2025, 3,6 m.kr
-eins stöðugildis stuðningsfulltrúa í leikskólanum Ársölum út árið 2025 10 m.kr.
-eins stöðugildis stuðningsfulltrúa í Árskóla til loka skólaársins, 3,8 m.kr.
-fjölgunar ferða frístundastrætó, 1,5 m.kr.

Samtals útgjaldaaukning um 18,8 m.kr. Útgjaldaaukningu verði mætt með lækkun handbærs fjár.

Byggðarráð samþykkir samhljóða framlagðan viðauka og vísar til afgreiðslu sveitarstjórnar.“

Framlagður viðauki 1 við fjárhagsáætlun 2025 borinn upp til afgreiðslu og samþykktur með níu atkvæðum.

11.Beiðni um lóð undir kennslu- og rannsóknaaðstöðu fiskeldis- og fiskalíffræði Háskólans á Hólum

Málsnúmer 2207159Vakta málsnúmer

Vísað frá 65. fundi skipulagsnefndar frá 9. janúar sl. til afgreiðslu sveitarstjórnar, þannig bókað:
„Edda Matthíasdóttir framkvæmdastjóri Háskólans á Hólum sendir erindi dags. 3. janúar 2025 til skipulagsnefndar Skagafjarðar þar sem óskað er eftir framlengdu vilyrði fyrir úthlutun á lóð til lok árs 2025, lóðin eins hún kemur fram á lóðarblaði með skilmálum og greinargerð, Borgarflöt - Hólaskóli, uppdráttur nr. S01, verknúmer 71742001, útgáfudagur 10. janúar 2024.
Vilyrðið er ein af forsendum þess að hægt verði að bjóða út verkið og er því er óskað eftir niðurstöðu sveitarfélagsins um þetta málefni sem fyrst.
Skipulagsnefnd samþykkir samhljóða að leggja til við sveitarstjórn að framlengja umrætt vilyrði til og með 31.12.2025.“

Sveitarstjórn samþykkir með níu atkvæðum að framlengja vilyrði fyrir úthlutun umræddrar lóðar til Háskólans á Hólum til og með 31. desember 2025.

12.Fundagerðir SSNV 2025

Málsnúmer 2501006Vakta málsnúmer

116. fundargerð stjórnar Samtaka sveitarfélaga á Norðurlandi vestra frá 7. janúar 2025 lögð fram til kynningar á 34. fundi sveitarstjórnar 15. janúar 2025.

Fundi slitið - kl. 16:32.