Skipulagsnefnd
Dagskrá
1.Endurskoðun aðalskipulags Skagafjarðar 2025-2040
Málsnúmer 2404001Vakta málsnúmer
2.Beiðni um lóð undir kennslu- og rannsóknaaðstöðu fiskeldis- og fiskalíffræði Háskólans á Hólum
Málsnúmer 2207159Vakta málsnúmer
Edda Matthíasdóttir framkvæmdastjóri Háskólans á Hólum sendir erindi dags. 3. janúar 2025 til skipulagsnefndar Skagafjarðar þar sem óskað er eftir framlengdu vilyrði fyrir úthlutun á lóð til lok árs 2025, lóðin eins hún kemur fram á lóðarblaði með skilmálum og greinargerð, Borgarflöt - Hólaskóli, uppdráttur nr. S01, verknúmer 71742001, útgáfudagur 10. janúar 2024.
Vilyrðið er ein af forsendum þess að hægt verði að bjóða út verkið og er því er óskað eftir niðurstöðu sveitarfélagsins um þetta málefni sem fyrst.
Skipulagsnefnd samþykkir samhljóða að leggja til við sveitarstjórn að framlengja umrætt vilyrði til og með 31.12.2025.
Vilyrðið er ein af forsendum þess að hægt verði að bjóða út verkið og er því er óskað eftir niðurstöðu sveitarfélagsins um þetta málefni sem fyrst.
Skipulagsnefnd samþykkir samhljóða að leggja til við sveitarstjórn að framlengja umrætt vilyrði til og með 31.12.2025.
3.Olíutankur við Sauðárkrókshöfn - Umsagnarbeiðni byggingarfulltrúa
Málsnúmer 2501046Vakta málsnúmer
Fyrir liggur umsagnarbeiðni byggingarfulltrúa dags. 18. desember síðastliðinn með vísan til 10. gr. laga um mannvirki nr. 160/2010 varðandi umsókn frá Atla Gunnari Arnórssyni byggingarverkfræðingi á Stoð ehf. verkfræðistofu, fh. Hafnarsjóðs Skagafjarðar/Skeljungs ehf. um leyfi til að koma fyrir 10 m³ olíutanki við svokallað syðra plan við Sauðárkrókshöfn. Við tankinn verður komið fyrir búnaði til afgreiðslu gasolíu á minni skip og báta. Meðfylgjandi uppdráttur gerður af umsækjanda. Uppdráttur í verki 3600-0200, númer S-101, dagsettir 03.12.2024.
Skipulagsnefnd telur umrædda framkvæmd vera í samræmi við gildandi deiliskipulag þar sem nú þegar er tankur og afgreiðsla á gasolíu á umræddu plani. Skipulagsnefnd samþykkir samhljóða að gera ekki athugasemd við fyrirhugaða framkvæmd en minnir jafnframt á að liggja þarf fyrir samþykki landbúnaðar- og innviðanefndar Skagafjarðar varðandi leyfisveitingu.
Skipulagsnefnd telur umrædda framkvæmd vera í samræmi við gildandi deiliskipulag þar sem nú þegar er tankur og afgreiðsla á gasolíu á umræddu plani. Skipulagsnefnd samþykkir samhljóða að gera ekki athugasemd við fyrirhugaða framkvæmd en minnir jafnframt á að liggja þarf fyrir samþykki landbúnaðar- og innviðanefndar Skagafjarðar varðandi leyfisveitingu.
4.Ægisstígur 3 og 5 - Umsókn um breytingu lóðamarka
Málsnúmer 2407187Vakta málsnúmer
Lögð fram drög að lóðayfirliti fyrir götureitinn á milli Hólavegar, Ránarstígs, Sæmundargötu og Ægisstígs.
Skipulagsnefnd samþykkir samhljóða að fela skipulagsfulltrúa að útbúa hnitsett lóðarblöð og endurnýja lóðarleigusamninga fyrir umræddar lóðir.
Skipulagsnefnd samþykkir samhljóða að fela skipulagsfulltrúa að útbúa hnitsett lóðarblöð og endurnýja lóðarleigusamninga fyrir umræddar lóðir.
5.Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa - 54
Málsnúmer 2412019FVakta málsnúmer
Lögð fram til kynningar fundargerð byggingarfulltrúa frá fundi nr. 54 þann 20.12.2024.
Fundi slitið - kl. 12:00.
Skipulagsnefnd samþykkir samhljóða að fela skipulagsfulltrúa að vinna málið áfram í samræmi við umræður fundarins.