Fara í efni

Landbúnaðar- og innviðanefnd

18. fundur 09. janúar 2025 kl. 09:00 - 11:32 að Borgarteigi 15, Sauðárkróki
Nefndarmenn
  • Einar Eðvald Einarsson formaður
  • Sólborg Sigurrós Borgarsdóttir varaform.
  • Hrólfur Þeyr Hlínarson varam.
    Aðalmaður: Hildur Þóra Magnúsdóttir
  • Sveinn Þ. Finster Úlfarsson áheyrnarftr.
Starfsmenn
  • Kári Gunnarsson umhverfis- og landbúnaðarfulltrúi
  • Hjörvar Halldórsson sviðsstjóri veitu- og framkvæmdasviðs
  • Friðrik Margeir Friðriksson fjármálastjóri
Fundargerð ritaði: Margeir Friðriksson fjármálastjóri
Dagskrá

1.Viðhald Laufskálaréttar

Málsnúmer 2412116Vakta málsnúmer

Laufskálarétt þarfnast verulegs viðhald næstu árin. Víðir Sigurðsson fjallskilastjóri og Bergur Gunnarsson komu á fund nefndarinnar kynntu hugmyndir sínar um viðgerðir og endurbætur réttarinnar.
Landbúnaðar- og innviðanefnd samþykkir samhljóða að fela sviðsstjóra veitu- og framkvæmdasviðs að gera kostnaðar- og framkvæmdaáætlun í samráði við fjallskilastjórnina og leggja fyrir nefndina.

2.Fyrirkomulag gjaldskráar vegna dýrahræja

Málsnúmer 2311146Vakta málsnúmer

Útkoma rafrænnar notendakönnunar meðal búfjáeigenda í Skagafirði vegna söfnunar á dýrahræjum sem gerð var í desember 2024 er eftirfarandi:

Leið 1 - Óbreytt kerfi fyrir söfnun; flutning og urðun. 5 atkv. (6,9%)
Leið 2 - Óbreytt kerfi en vigta sláturúrgang. 39 atkv. (54,2%)
Leið 3 - Akstur innan fjarðar sameiginlegur kostnaður. 9 atkv. (12,5%)
Leið 4 - Hætta sameiginlegri þátttöku. 19 atkv. (26,4%)

Fjöldi atkvæða samtals 72. Á kjörskrá voru 321 og kosningaþátttaka því 22,4%.

Landbúnaðar- og innviðanefnd samþykkir samhljóða að leið 2, þ.e. óbreytt kerfi, en vigta annan úrgang en dýrahræ af gjaldskyldu búfé, verði notuð vegna innheimtu fyrir þjónustuna á árinu 2025. Sviðsstjóra veitu- og framkvæmdasviðs falið að ganga frá samningi við Íslenska gámafélagið um útfærslu og framkvæmd.

3.Fjallskilasamþykkt Skagafjarðar

Málsnúmer 2411167Vakta málsnúmer

Rætt um samræmingarfund með fjallskilastjórum og nefndum vegna fjallskilamála.
Landbúnaðar- og innviðanefnd samþykkir samhljóða að boða til fundar með stjórnum fjallskiladeildanna þann 20. febrúar 2025 og fara almennt yfir stöðu og verkefni sem snúa að fjallskilum.

4.Umgengni um gámageymslusvæði

Málsnúmer 2406131Vakta málsnúmer

Umgengni um útleigð gámageymslusvæði sveitarfélagsins á Sauðárkróki og Hofsósi hefur verið verulega ábótavant. Hafa þeir aðilar sem vel hafa gengið um, liðið fyrir sóðaskap þeirra sem frjálslega hafa gengið um. Í nokkurn tíma hefur horft til vandræða þar sem ekki er lengur pláss fyrir viðbótar leigugáma vegna ýmissa véla, bíla og búnaðar sem safnast hefur upp. Í ljósi þessa hafa nú verið markaðar reglur og uppfærð gjaldskrá fyrir árið 2025.
Landbúnaðar- og innviðanefnd samþykkir samhljóða framlagða gjaldskrá og reglur fyrir geymslusvæði á vegum sveitarfélagsins Skagafjarðar, með áorðnum breytingum og vísar til afgreiðslu byggðarráðs.

5.Ristarhlið Unadalsvegi

Málsnúmer 2411049Vakta málsnúmer

Lagður fram tölvupóstur dagsettur 7. nóvember 2024 frá Vegagerðinni, þess efnis að fá að fjarlægja ristarhlið á Unadalsafleggjara og jafnvel ristarhliðið á Deildardalsvegi.
Að fengnu áliti hagaðila samþykkir landbúnaðar- og innviðanefnd samhljóða að framangreind ristarhlið verði ekki fjarlægð.

6.Ósk um leigu á Hrauni í Unadal

Málsnúmer 2501033Vakta málsnúmer

Lagður fram tölvupóstur dagsettur 2. janúar 2025 frá Erlingi Sigurðarsyni varðandi ósk um framlengingu á leigusamningi um jörðina Hraun í Unadal, L146544.
Landbúnaðar- og innviðanefnd samþykkir samhljóða að leggja til við byggðarráð að framlengja ekki ofangreindan samning og að skoðað verði hvort ekki sé skynsamlegast að selja jörðina.

7.Endurvinnsla á textíl

Málsnúmer 2412138Vakta málsnúmer

Fyrir liggur erindi, dagsett 16. desember 2024 frá formanni Skagafjarðardeildar Rauða krossins, Sólborgu Unu Pálsdóttir, þar sem fram kemur að Rauði krossinn sé hættur að vera með fatagáma til söfnunar á textíl í Skagafirði. Megin ástæða þessara breytinga er sú að Rauði krossinn í Reykjavík hefur hætt rekstri á móttökustöð til flokkunar, en þangað hafa þau föt sem safnast hafa í Skagafirði verið send ásamt fötum frá öðrum deildum Rauða krossins. Með bréfinu er jafnframt verið að kanna möguleika á einhverskonar samvinnu á þessu sviði.
Landbúnaðar- og innviðanefnd harmar að þessi söfnun sé hætt, en endurnýting og notkun á textílvörum er mikilvæg fyrir hringrásarhagkerfið sem við erum sammála um að þurfi að efla. Jafnframt erum við reiðbúin til viðræna um samvinnu á lausnum sem gætu stuðlað að aukinni notkun á endurnýtanlegum textíl í Skagafirði og þar með minnkun á því magni sem farga þarf með öðrum leiðum.
Eftir þessa breytingu er rétt að árétta að nú eiga íbúar að skila öllum textíl á þær sorpmóttökustöðvar sem eru á Sauðárkróki, Varmahlíð og Hofsósi, og Íslenska gámafélagið sér þá um afsetningu hans eftir þeim leiðum sem í boði eru.
Einar E. Einarsson vék af fundi við afgreiðslu þessa dagskrárliðar.

8.Fundargerð sameiginlegs fundar Samtaka orkusveitarfélaga og sveitarfélaga á köldum svæðum

Málsnúmer 2501038Vakta málsnúmer

Lögð fram til kynningar fundargerð sameiginlegs fundar stjórnar Samtaka orkusveitarfélaga og Samtaka sveitarfélaga á köldum svæðum, dagsett 6. desember 2024.

9.Fundagerðir Hafnasambands Ísl. 2024

Málsnúmer 2401004Vakta málsnúmer

Lagðar fram til kynningar fundargerðir 466. og 467. stjórnarfunda Hafnasambands Íslands.

10.Sérstakt strandveiðigjald til hafna

Málsnúmer 2412114Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar bréf dagsett 9. desember 2024 frá Fiskistofu um sérstakt strandveiðigjald til hafna árið 2024. Gjaldið er innheimt strandveiðibátum. Í hlut Skagafjarðarhafna komu 561.223 kr. vegna Sauðárkróks og 99.372 kr. vegna Hofsóss.

Fundi slitið - kl. 11:32.