Fyrirkomulag gjaldskrár vegna dýrahræja
Málsnúmer 2311146
Vakta málsnúmerLandbúnaðar- og innviðanefnd - 11. fundur - 19.09.2024
Farið var yfir fyrirkomulag gjaldskrár vegna dýrahræja. Afgreiðslu málsins frestað
Landbúnaðar- og innviðanefnd - 12. fundur - 03.10.2024
Landbúnaðar- og innviðanefnd vinnur málið áfram samkvæmt þeim upplýsingum sem nú liggja fyrir varðandi magn og kostnað við það að sækja dýrahræ og urða þau. Landbúnaðar og innviðanefnd samþykkir samhljóða að fela Hjörvari Halldórssyni sviðstjóra veitu og framkvæmdasviðs er að vinna málið samkvæmt þeim umræðum sem fór fram á fundinum.
Landbúnaðar- og innviðanefnd - 13. fundur - 17.10.2024
Til fundar Landbúnaðar og innviðanefndar komu fulltrúar frá Búnaðarsambandi Skagafjarðar Guðrún Lárusdóttir, Guðrún Kristín Eiríksdóttir og Þórdís Halldórsdóttir sem sat fundinn í fjarfundabúnaði. Farið var yfir upplýsingar sem liggja fyrir frá þjónustuaðila um safnað magn dýrahræja. Fyrir liggur að tap er á málaflokknum, en einnig að verið er að safna dýraúrgangi sem ekki er tekið gjald fyrir s.s. sláturúrgangi, gæsum og fiskúrgangi. Landbúnaðar- og innviðanefnd samþykkir samhljóða að tekið verði fyrir með öllu að úrgangi sem ekki er tekið gjald fyrir sé safnað á kostnað þeirra búgreina sem greiða fyrir þjónustuna. Jafnframt er samþykkt að fækka ferðum þannig að frá maí til ágúst verði farið vikulega en á tveggja vikna fresti aðra mánuði ársins. Fyrir liggur jafnframt að gjaldskrá Norðurár vegna urðunar dýrahræja hækkar um 15% frá 1. janúar 2025. Með hliðsjón af þessu samþykkir Landbúnaðar- og innviðanefnd samhljóða að gjaldskrá 2025 verði sem hér segir:
Sauðfé 165 kr. á grip.
Mjólkurkýr 1080 kr. á grip.
Geldneyti og nautkálfar 550 kr. á grip.
Hross 500 kr. á grip.
Grísir 500 kr. á grip.
Hænsn 10 kr. á stk.
Gjaldskránni er vísað til Byggðarráðs.
Sauðfé 165 kr. á grip.
Mjólkurkýr 1080 kr. á grip.
Geldneyti og nautkálfar 550 kr. á grip.
Hross 500 kr. á grip.
Grísir 500 kr. á grip.
Hænsn 10 kr. á stk.
Gjaldskránni er vísað til Byggðarráðs.
Landbúnaðar- og innviðanefnd - 16. fundur - 28.11.2024
Landbúnaðar og innviðanefnd samþykkir samhljóða að gerð verði rafræn notendakönnun meðal búfjáreigenda í Skagafirði um þá möguleika í hirðingu dýrahræja sem fram komu á íbúafundi í Ljósheimum sem haldinn var af nefndinni og Búnaðarsambandi Skagafjarðar. Niðurstöður könnunarinnar verða ekki bindandi en verða hafðar til hliðsjónar við ákvarðarnatöku í málaflokknum. Sviðstjóra Veitu- og framkvæmdasviðs er falið að vinna málið áfram og gert er ráð fyrir að könnunin verði gerð í byrjun desember.
Landbúnaðar- og innviðanefnd - 17. fundur - 12.12.2024
Sigfús Ólafur Guðmundsson deildarstjóri atvinnu- menningar og kynningarmála kynnti hvernig haga mætti rafrænni notendakönnun meðal búfjáreigenda í Skagafirði um þá fjóra möguleika sem fram komu varðandi hirðingu dýrahræja á íbúafundi sem haldinn var af nefndinni og Búnaðarsambandi Skagafjarðar í Ljósheimum.
Landbúnaðar- og innviðanefnd samþykkir samhljóða að halda íbúakönnun vegna málsins.
Allir þeir sem skráðir eru greiðendur gjalds vegna förgunar dýrahræja geta kosið í könnuninni sem stendur til 20 desember.
Nánari upplýsingum og slóð á könnunina verður dreift á samfélagsmiðlum og heimasíðu Skagafjarðar.
Landbúnaðar- og innviðanefnd samþykkir samhljóða að halda íbúakönnun vegna málsins.
Allir þeir sem skráðir eru greiðendur gjalds vegna förgunar dýrahræja geta kosið í könnuninni sem stendur til 20 desember.
Nánari upplýsingum og slóð á könnunina verður dreift á samfélagsmiðlum og heimasíðu Skagafjarðar.
Landbúnaðar- og innviðanefnd - 18. fundur - 09.01.2025
Útkoma rafrænnar notendakönnunar meðal búfjáeigenda í Skagafirði vegna söfnunar á dýrahræjum sem gerð var í desember 2024 er eftirfarandi:
Leið 1 - Óbreytt kerfi fyrir söfnun; flutning og urðun. 5 atkv. (6,9%)
Leið 2 - Óbreytt kerfi en vigta sláturúrgang. 39 atkv. (54,2%)
Leið 3 - Akstur innan fjarðar sameiginlegur kostnaður. 9 atkv. (12,5%)
Leið 4 - Hætta sameiginlegri þátttöku. 19 atkv. (26,4%)
Fjöldi atkvæða samtals 72. Á kjörskrá voru 321 og kosningaþátttaka því 22,4%.
Landbúnaðar- og innviðanefnd samþykkir samhljóða að leið 2, þ.e. óbreytt kerfi, en vigta annan úrgang en dýrahræ af gjaldskyldu búfé, verði notuð vegna innheimtu fyrir þjónustuna á árinu 2025. Sviðsstjóra veitu- og framkvæmdasviðs falið að ganga frá samningi við Íslenska gámafélagið um útfærslu og framkvæmd.
Leið 1 - Óbreytt kerfi fyrir söfnun; flutning og urðun. 5 atkv. (6,9%)
Leið 2 - Óbreytt kerfi en vigta sláturúrgang. 39 atkv. (54,2%)
Leið 3 - Akstur innan fjarðar sameiginlegur kostnaður. 9 atkv. (12,5%)
Leið 4 - Hætta sameiginlegri þátttöku. 19 atkv. (26,4%)
Fjöldi atkvæða samtals 72. Á kjörskrá voru 321 og kosningaþátttaka því 22,4%.
Landbúnaðar- og innviðanefnd samþykkir samhljóða að leið 2, þ.e. óbreytt kerfi, en vigta annan úrgang en dýrahræ af gjaldskyldu búfé, verði notuð vegna innheimtu fyrir þjónustuna á árinu 2025. Sviðsstjóra veitu- og framkvæmdasviðs falið að ganga frá samningi við Íslenska gámafélagið um útfærslu og framkvæmd.
Landbúnaðar- og innviðanefnd - 19. fundur - 23.01.2025
Sviðstjóri Veitu- og framkvæmdasviðs gerði grein fyrir fundi sem hann átti með ÍGF vegna vigtunar sláturúrgangs.
Landbúnaðar- og innviðanefnd samþykkir samhljóða að sviðstjóri vinni málið áfram.
Landbúnaðar- og innviðanefnd samþykkir samhljóða að sviðstjóri vinni málið áfram.
Landbúnaðar- og innviðanefnd - 22. fundur - 04.03.2025
Farið yfir verðskrá ÍGF vegna vigtunar dýrahræja og sláturúrgangs
Landbúnaðar- og innviðanefnd samþykkir samhljóða að fresta afgreiðslu málsins og felur sviðsstjóra að afla frekari upplýsinga hjá ÍGF.
Landbúnaðar- og innviðanefnd samþykkir samhljóða að fresta afgreiðslu málsins og felur sviðsstjóra að afla frekari upplýsinga hjá ÍGF.