Fara í efni

Skipulagsnefnd

66. fundur 23. janúar 2025 kl. 10:00 - 12:10 að Sæmundargötu 7a
Nefndarmenn
  • Sigríður Magnúsdóttir formaður
  • Jón Daníel Jónsson varaform.
  • Álfhildur Leifsdóttir aðalm.
  • Eyþór Fannar Sveinsson áheyrnarftr.
Starfsmenn
  • Sæunn Kolbrún Þórólfsdóttir skipulagsfulltrúi
  • Sigurður H Ingvarsson starfsmaður skipulagsfulltrúa
Fundargerð ritaði: Sæunn Kolbrún Þórólfsdóttir skipulagsfulltrúi
Dagskrá

1.Endurskoðun aðalskipulags Skagafjarðar 2025-2040

Málsnúmer 2404001Vakta málsnúmer

Sveitarstjórn og sveitarstjóra Skagafjarðar var boðið að sitja fundarliðinn af þeim eru mætt í gegnum fjarfundarbúnað Sigfús Ingi Sigfússon, Jóhanna Ey Harðardóttir, Sveinn Úlfarsson og á staðinn Einar E. Einarsson og Sólborg S. Borgarsdóttir.
Íris Anna Karlsdóttir, Valdís Vilmarsdóttir og Hlynur Torfi Torfason skipulagsráðgjafar hjá VSÓ ráðgjöf sátu fundarliðinn í gegnum fjarfundarbúnað og fóru yfir vinnslutillögu Aðalskipulags Skagafjarðar 2025-2040 og minnisblað varðandi þrjá valkosti fyrir nýja aðkomu að Sauðárkróki um Þverárfjallsveg og um leið tillögur að fyrirhugaðri íbúðarbyggð þar.

Skipulagsnefnd samþykkir samhljóða að fela skipulagsfulltrúa að vinna málið áfram í samræmi við umræður fundarins.

2.Borgarteigur 15, L143237 - Deiliskipulag

Málsnúmer 2501198Vakta málsnúmer

Hjörvar Halldórsson sviðsstjóri, f.h. Skagafjarðarveitna - hitaveitu, þinglýsts lóðarhafa Borgarteigs 15, landnr. 143237, óskar eftir heimild til að láta vinna tillögu að deiliskipulagi fyrir lóðina á kostnað framkvæmdaraðila skv. 2. mgr. 38. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Á lóðinni er starfsemi Skagafjarðarveitna og áhaldahúss sveitarfélagsins Skagafjarðar. Starfsemin hefur verið á þessari lóð í áratugi og stendur húsið nánast óbreytt frá árinu 1978. Starfsemin hefur þó þróast á þessum tíma og uppbygging orðin aðkallandi. Helstu markmið skipulagsins eru að skapa forsendur fyrir lóðarhafa til uppbyggingar fyrir núverandi starfsemi með því að skilgreina lóðamörk, byggingarreiti og skipulag- og byggingarskilmála.
Skipulagssvæðið afmarkast af Borgarteig að austan, gangstétt meðfram Borgarflöt að norðan, línu 2,7 m vestan lóðamarka að vestan og lóðamörkum að sunnan. Innan skipulagssvæðis er lóðin Borgarteigur spennistöð og var haft samráð við lóðarhafa þeirrar lóðar á vinnslustigi skipulags. Aðliggjandi lóðir, utan skipulagssvæðis, eru Borgarteigur 9 og 9B að sunnanverðu. Stærð skipulagssvæðis er 8.211 m².
Skipulagssvæðið er á athafnasvæði nr. AT403, í Aðalskipulagi Sveitarfélagsins Skagafjarðar 2020-2035. Helstu meginforsendur liggja fyrir í aðalskipulagi, s.s. varðandi frágang lóða og ásýnd svæða, og því er óskað eftir því að falla frá gerð og auglýsingu skipulagslýsingar, sbr. ákvæði 5.2.2. gr. skipulagsreglugerðar nr. 90/2013.
Framkvæmdir í tengslum við deiliskipulagstillöguna falla ekki undir lög nr. 111/2021 um umhverfismat framkvæmda og áætlana. Þó verður unnið mat á líklegum áhrifum fyrirhugaðra framkvæmda á valda umhverfisþætti skv. 5.4.1. gr. skipulagsreglugerðar nr. 90/2013.

Að fenginni heimild, til að láta vinna deiliskipulag skv. 2. mgr. 38. gr. skipulagslaga nr.
123/2010, er lögð fram meðfylgjandi tillaga að deiliskipulagi fyrir Borgarteig 15, greinargerð og skipulagsuppdráttur nr. DS01, í verki 56293303, dags. 22.11.2024, ásamt stafrænu skipulagi, unnin hjá Stoð verkfræðistofu ehf.
Óskað er eftir því, að fengnu samþykki skipulagsnefndar og sveitarstjórnar, að tillagan hljóti meðferð skv. 41. og 42. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

Skipulagsnefnd samþykkir samhljóða að heimila Skagafjarðarveitum - hitaveitu að láta vinna deiliskipulag á eigin kostnað og fellst á að helstu meginforsendur liggi fyrir í aðalskipulagi og heimilar að fallið verði frá gerð og auglýsingu skipulagslýsingar, sbr. ákvæði 5.2.2. gr. skipulagsreglugerðar nr. 90/2013.
Skipulagsnefnd samþykkir einnig samhljóða að leggja til við sveitarstjórn að auglýsa deiliskipulagstillöguna fyrir Borgarteig 15 á Sauðárkróki í samræmi við 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

3.Mjólkursamlagsreitur breyting á deiliskipulagi - Skagfirðingabraut 51 - Deiliskipulag

Málsnúmer 2404003Vakta málsnúmer

Málið áður á dagskrá skipulagsnefndar þann 16.10.2024 þá bókað:
“Þann 04.04.2024 tók skipulagsnefnd fyrir umsókn lóðarhafa Skagfirðingabrautar 51 og Ártorgs 1 um heimild til að láta vinna tillögu að breytingu á deiliskipulagi mjólkursamlagsreitsins, einkum á lóð Skagfirðingabrautar 51, á kostnað framkvæmdaraðila skv. 2. mgr. 38. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Skipulagsnefnd frestaði afgreiðslu og óskaði eftir fundi með forsvarsmönnum Kaupfélags Skagfirðinga vegna málsins. Sá fundur hefur átt sér stað og í framhaldinu er lögð fram tillaga að breytingu á deiliskipulagi Mjólkursamlagsreitsins á Sauðárkróki, dags. 10.10.2024, uppdráttur nr. DS01, verknúmer 5629301 unnin á Stoð ehf. verkfræðistofu. Breytingar á uppdrætti eru að byggingarreitur á Skagfirðingabraut 51 er stækkaður til vesturs um 387 m2. Málsetningum bætt við og skilmálum um stærð byggingarreits breytt úr 9.486 m2 í 9.873 m2. Þá er grunnflötur bygginga sýndur eins og hann er í dag. Skipulagsnefnd samþykkir samhljóða að fela skipulagsfulltrúa að óska eftir greiningu á sjónsviði og umferðaröryggi við gatnamót Skagfirðingabrautar, Hegrabrautar og Sæmundarhlíðar norðvestan við Mjólkursamlagsreitinn með tilliti til stækkun byggingarreits Skagfirðingabrautar 51 til vesturs."

Fyrir liggur minnisblað “Umferðarráðgjöf Hegrabraut-Skagfirðingabraut-Sæmundarhlíð" unnið af Eflu verkfræðistofu dags. 09.01.2025 þar sem m.a. kemur fram að fyrirhuguð stækkun byggingingum Mjólkursamlagsins hafa ekki áhrif á umferðaröryggi miðað við núverandi útfærslu á gatnamótunum.
Hægt er að breyta gatnamótunum í hringtorg fyrir 5.000-20.000 ökutæki/sólarhring án þess að þurfa fara inn á lóð Mjólkursamlagsins og fyrirhugaðar stækkanir á byggingu hefur ekki áhrif á umferðaröryggi við gatnamótin með hringtorgi. Fyrirhugaðar stækkun Mjólkursamlagsins mun jafnframt ekki hafa áhrif á framtíðarmöguleika á hjólaleið meðfram Skagfirðingabraut.

Lögð er fram tillaga að breytingu á deiliskipulagi dags. 10.10.2024 með breytingu dags. 15.01.2025. Breytingar voru gerðar í greinargerð, einkum í undirköflum Umhverfisskýrslu, Heilsa og öryggi og Samantekt þar sem vísað er í minnisblað Eflu verkfræðistofu, dags. 09.1.2025. Annað er óbreytt.

Skipulagsnefnd samþykkir samhljóða að leggja til við sveitarstjórn að auglýsa deiliskipulagstillöguna Mjólkursamlagsreitur - Tillaga að breytingu á deiliskipulagi í samræmi við 41. gr. og 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

4.Lækjarbakki 6 - Umsókn um lóð

Málsnúmer 2501209Vakta málsnúmer

Fyrir liggur umsókn frá Valdimari Bjarnasyni dags. 18.01.2025 um einbýlishúsalóðina Lækjarbakka 6 á Steinsstöðum.

Skipulagsnefnd samþykkir samhljóða að úthluta umsækjanda einbýlishúsalóðinni Lækjarbakka 6 á Steinsstöðum.

Skipulagsnefnd fagnar framkominni umsókn um lóð á Steinsstöðum.

5.Sætún 12, Hofsósi - Umsókn um lóð

Málsnúmer 2408225Vakta málsnúmer

Með erindi dags. 14.01.2025 óska Karl Tómasson og Líney Ólafsdóttir eftir að skila inn lóðinni Sætún 12 á Hofsósi vegna breyttra aðstæðna.

Skipulagsnefnd samþykkir samhljóða skil á lóðinni og mun lóðin vera auglýst til úthlutunar í samræmi við gildandi úthlutunarreglur sveitarfélagsins.

6.Steinn á Reykjaströnd L145959 - Ósk um mat Veðurstofu Íslands

Málsnúmer 2501242Vakta málsnúmer

Sigfríður Jódís Halldórsdóttir eigandi af Steini á Reykjaströnd landnúmer 145959
óskar eftir mati frá Veðurstofu Íslands hvort að samþykktur byggingarreitur sé á mögulegu ofanflóðahættusvæði.

Skipulagsnefnd samþykkir samhljóða að leggja til við sveitarstjórn leitað verði álits Skipulagsstofnunar á því hvort óska beri eftir staðbundnu hættumati hjá Veðurstofu Íslands varðandi áður samþykktan byggingarreit.

7.Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa - 55

Málsnúmer 2501017FVakta málsnúmer

Lögð fram til kynningar fundargerð byggingarfulltrúa frá fundi nr. 55 þann 17.01.2025.

Fundi slitið - kl. 12:10.