Fara í efni

Framtíðaruppbygging á golfsvæði Golfklúbbs Skagafjarðar

Málsnúmer 2405555

Vakta málsnúmer

Byggðarráð Skagafjarðar - 98. fundur - 22.05.2024

Undir þessum dagskrárlið mættu Kristján B. Halldórsson, Herdís Á Sæmundardóttir og Andri Árnason frá Golfklúbbi Skagafjarðar, til að kynna hugmyndir klúbbsins um eflingu og endurbætur á aðstöðu hans.

Byggðarráð Skagafjarðar - 116. fundur - 08.10.2024

Undir þessum dagskrárlið mættu Kristján B. Halldórsson, Herdís Á Sæmundardóttir og Andri Árnason frá Golfklúbbi Skagafjarðar. Fulltrúar Golfklúbbs Skagafjarðar hafa óskað eftir fundi með byggðarráði til að ræða framtíðaruppbyggingu á golfsvæði Golfklúbbs Skagafjarðar (GSS). Á 98. fundi byggðarráðs þann 22. maí sl. voru kynntar hugmyndir um byggingu nýs golfskála sem mikilvægan lið í að efla félagsstarf GSS og ferðamennsku í Skagafirði. Á fundinum komu fram óskir um nánari upplýsingar varðandi kostnað og fjármögnun. Fulltrúar GSS eru nú tilbúin með útfærslu sem þeir kynntu fyrir byggðarráði. Byggðarráð þakkar fulltrúum GSS fyrir komuna.

Byggðarráð Skagafjarðar - 150. fundur - 12.06.2025

Undir þessum dagskrárlið mættu Aldís Hilmarsdóttir, Andri Þór Árnason, Herdís Á. Sæmundardóttir og Þórður Karl Gunnarsson frá Golfklúbbi Skagafjarðar.

Fulltrúar GSS voru síðast á 116. fundi byggðarráðs þegar umræðum um byggingu nýs golfskála var haldið áfram. Þá voru komnar fram hugmyndir að fjármögnun verkefnisins.

Fulltrúar GSS lögðu fram kynningu á framvindu verkefnisins. Fyrir liggur frumhönnun að nýjum golfskála ásamt uppfærðri kostnaðaráætlun vegna verkefnisins.

Byggðarráð þakkar þeim fyrir framlagða kynningu.

Byggðarráð Skagafjarðar - 151. fundur - 18.06.2025

Málið áður tekið fyrir á 116. og 150. fundi byggðarráðs.

Lögð var fram kynning á framvindu verkefnis um byggingu nýs golfskála og fjármögnunaráætlun sem unnin hefur verið fyrir Golfklúbb Skagafjarðar.

Byggðarráð samþykkir samhljóða að fela sveitarstjóra að vinna drög að styrktarsamningi við Golfklúbb Skagafjarðar í samræmi við umræður á fundinum.