Fara í efni

Byggðarráð Skagafjarðar

98. fundur 22. maí 2024 kl. 14:00 - 16:30 að Sæmundargötu 7a
Nefndarmenn
  • Einar Eðvald Einarsson formaður
  • Gísli Sigurðsson varaform.
  • Álfhildur Leifsdóttir aðalm.
  • Jóhanna Ey Harðardóttir áheyrnarftr.
Starfsmenn
  • Sigfús Ingi Sigfússon sveitarstjóri
Fundargerð ritaði: Sigfús Ingi Sigfússon sveitarstjóri
Dagskrá

1.Starfsemi Byggðastofnunar

Málsnúmer 2405556Vakta málsnúmer

Undir þessum dagskrárlið mættu Óli Halldórsson stjórnarformaður Byggðastofnunar, Arnar Már Elíasson forstjóri, Hrund Pétursdóttir forstöðumaður fyrirtækjasviðs og Sigríður Elín Þórðardóttir forstöðumaður þróunarsviðs, til að kynna starfsemi stofnunarinnar og ræða áherslumál við eflingu Norðurlands vestra.

2.Framtíðaruppbygging á golfsvæði Golfklúbbs Skagafjarðar

Málsnúmer 2405555Vakta málsnúmer

Undir þessum dagskrárlið mættu Kristján B. Halldórsson, Herdís Á Sæmundardóttir og Andri Árnason frá Golfklúbbi Skagafjarðar, til að kynna hugmyndir klúbbsins um eflingu og endurbætur á aðstöðu hans.

3.Vatnstjón á tjaldsvæðinu í Varmahlíð

Málsnúmer 2404009Vakta málsnúmer

Áður fjallað um málið á 91., 93. og 94. fundi byggðarráðs Skagafjarðar.
Álfhildur Leifsdóttir vék af fundi undir þessum dagskrárlið.
Byggðarráð samþykkir með 2 atkvæðum að fela sveitarstjóra að ræða við forsvarsmann Álfakletts ehf. í samræmi við umræður á fundinum.

4.Aðalfundur Flugu hf. 2024

Málsnúmer 2405558Vakta málsnúmer

Lagt fram aðalfundarboð frá Flugu ehf. Fundurinn verður haldinn 27. maí 2024 í Reiðhöllinni Svaðastöðum.
Byggðarráð samþykkir samhljóða að sveitarstjóri fari með atkvæðisrétt sveitarfélagsins á fundinum.

5.Ytra-Skörðugil - Umsagnarbeiðni vegna rekstrarleyfis

Málsnúmer 2405234Vakta málsnúmer

Lögð fram umsagnarbeiðni, dagsett 10. maí 2024 frá embætti sýslumannsins á Norðurlandi vestra, úr máli 2024-036175. Páll Ísak Lárusson, kt. 230999-3179, Ytra-Skörðugili 1, 561 Varmahlíð, sækir um leyfi til að reka gististað í flokki II, minni gistiheimili án veitinga, í húsinu Fjallagili, Ytra-Skörðugili, fnr. 2512451, rýmisnúmer 01 0101, 561 Varmahlíð. Hámarksfjöldi gesta eru fimm. Byggðarráð gerir ekki athugasemd við umsóknina.

6.Samráð; landsáætlun um útrýmingu á sauðfjárriðu

Málsnúmer 2405187Vakta málsnúmer

Matvælaráðuneytið kynnir til samráðs mál nr. 98/2024, "Landsáætlun um útrýmingu á sauðfjárriðu". Umsagnarfrestur er til 4. júní nk.
Byggðarráð tók málið fyrir á 97. fundi ráðsins og óskaði umsagnar frá Félagi Sauðfjárbænda í Skagafirði. Sú umsögn liggur nú fyrir.
Byggðarráð Skagafjarðar fagnar landsáætluninni og telur að gangi hún eftir séu verulegar líkur á að sauðfjárriðu verði útrýmt hér á landi.
Byggðarráð tekur undir með Félagi sauðfjárbænda í Skagafirði að rétt sé að horfa á að fleiri arfgerðir en ARR geta talist verndandi, sé horft til viðurkenndra rannsókna frá Evrópu. Má þar nefna T137 og auk þess sem H154 og C151 lofa góðu í prófunum. Byggðarráð tekur einnig undir að eðlilegt sé í því ljósi að hinir arfgerðarflokkanir ættu að sitja við sama borð hvað niðurgreiðslu við sýnatöku eða sauðfjársæðingar varðar, til að halda ákveðnum fjölbreytileika í stofninum og lágmarka skyldleikaræktun.
Byggðarráð tekur jafnframt undir umsögn Bændasamtaka Íslands, þar sem bent er á að skýra þurfi stjórnsýsluna betur í kringum fyrirhugaða flutninga frá MAR til Mast og að tryggja þurfi eðlilegar bætur til handa bændum í þeim tilfellum þar sem hreinsunar og förgunar er þörf sem og að eðlilegur stuðningur verði við uppbyggingartímabil nýrrar hjarðar.
Þá leggur byggðarráð að lokum áherslu á að þau varnarhólf sem ákveðið verður að hafa í landinu verði sinnt og viðhaldið og nauðsynlegar fjárheimildir til þess verði tryggðar. Því miður er viðhaldi núverandi varnarhólfa ekki sinnt sem skyldi.

Fundi slitið - kl. 16:30.