Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa
Dagskrá
1.Fornós 8 - Umsókn um byggingarheimild eða -leyfi.
Málsnúmer 2505184Vakta málsnúmer
Sæmundur Eiríksson byggingartæknifræðingur sækir f.h. Hrefnu Gerðar Björnsdóttur og Einars Árna Sigurðssonar um leyfi til að byggja við einbýlishús sem stendur á lóðinni númer 8 við Fornós á Sauðárkróki. Framlagðir aðaluppdrættir gerðir hjá Klöpp Arkitektar-Verkfræðingar ehf. af umsækjanda. Uppdrættir í verki 3358, númer A-101, A-102 og A-103, dagsettir í maí 2025. Byggingin fellur undir umfangsflokk 2, skv. gr. 1.3.2. í byggingarreglugerð. Byggingaráform samþykkt.
2.Geldingaholt IV L223292 - Umsókn um byggingarheimild eða -leyfi.
Málsnúmer 2507107Vakta málsnúmer
Smári Björnsson byggingarfræðingur sækir f.h. Bjarna Bragasonar um leyfi til að byggja við lausagöngufjós á jörðinni Geldingaholt, L223292. Framlagðir aðaluppdrættir gerð af umsækjanda. Uppdrættir í verki 3385, númer A-100, A-101, A-102, A-103, A-104 og A-105, dagsettir 01.07.2025. Byggingin fellur undir umfangsflokk 1, skv. gr. 1.3.2. í byggingarreglugerð. Byggingaráform samþykkt.
3.Egg L146368 - Umsókn um byggingarheimild eða -leyfi.
Málsnúmer 2508094Vakta málsnúmer
Þórir Guðmundsson byggingarfræðingur sækir f.h. Davíðs Loga Jónssonar og Emblu Dóru Björnsdóttur um leyfi til að breyta innangerð og útliti einbýlishúss sem stendur á jörðinni Egg, L146368 í Hegranesi. Framlagðir uppdrættir gerðir af umsækjanda. Uppdrættir í verki HA25153, númer A-101, A-102, A-103, A-104 og A-105, dagsettir 08.06.2025. Framkvæmdin fellur undir umfangsflokk 1, skv. gr. 1.3.2. í byggingarreglugerð. Byggingaráform samþykkt.
4.Lóð 22 Hlíðarenda L143908- Umsókn um byggingarheimild eða -leyfi
Málsnúmer 2508129Vakta málsnúmer
Þórður Karl Gunnarsson tæknifræðingur sækir f.h. Golfklúbbs Skagafjarðar um leyfi til að fjarlægja golfskála, mhl 01 sem stendur á lóð Golfklúbbs Skagafjarðar, Lóð 22 Hlíðarenda, L143908, einnig sótt um leyfi til að byggja nýjan skála á sama stað. Framlagðir aðaluppdrættir gerðir á Stoð ehf. verkfræðistofu af umsækjanda. Uppdrættir í verki 001, númer A-100, A-101, A-102 og A-103, dagsettir 03.09.2025. Byggingin fellur undir umfangsflokk 2, skv. gr. 1.3.2. í byggingarreglugerð. Byggingaráform samþykkt.
5.Borgarteigur 15 - Umsókn um byggingarheimild eða -leyfi.
Málsnúmer 2508238Vakta málsnúmer
Þórður Karl Gunnarsson tæknifræðingur sækir f.h. Skagafjarðarveitna - hitaveitu um leyfi til að byggja iðnaðarhúsnæði undir starfsemi Skagafjarðarveitna og áhaldahúss á lóðinni númer 15 við Borgarteig á Sauðárkróki. Framlagðir aðaluppdrættir gerðir á Stoð ehf. verkfræðistofu af umsækjanda. Uppdrættir í verki 41830101, númer A-100, A-101, A-102, A-103 og A-104, dagsettir 28.08.2025. Byggingin fellur undir umfangsflokk 2, skv. gr. 1.3.2. í byggingarreglugerð. Byggingaráform samþykkt.
6.Neðri-Ás 2 land 3 L223410 - Umsókn um stöðuleyfi.
Málsnúmer 2509044Vakta málsnúmer
Þóroddur Ingvarsson og Aðalheiður Rósa Jóhannesdóttir sækja um stöðuleyfi fyrir 117,5 fermetra húsi í landi Neðri-Ás 2 land 3, L223410 í Hjaltadal. Meðfylgjandi gögn dagsett 1. og 2. september 2025 gera grein fyrir umbeðnu stöðuleyfi. Húsið sem um ræðir, golfskáli sem í dag stendur á lóð Golfklúbbs Skagafjarðar, Lóð 22 Hlíðarenda, L143908. Fyrir liggur samþykki Sigurbjargar Magnúsdóttur eiganda Neðri-Ás 2 land 3, L223410. Erindið samþykkt, stöðuleyfi veitt.
7.Litli-Garður L192706 - Umsókn um stöðuleyfi
Málsnúmer 2508237Vakta málsnúmer
Sigurjón Heiðar Sigurbjörnsson sækir um stöðuleyfi fyrir 21,8 fermetra aðstöðuhúsi á lóðinni Litli-Garður, L192706 í Hegranesi. Meðfylgjandi gögn dagsett 28. ágúst 2025 gera grein fyrir umbeðnu stöðuleyfi. Húsið sem um ræðir stendur á landi Kotru 6, L228979 í Eyjafjarðarsveit. Fyrir liggur samþykki Sigfríðar Sigurjónsdóttur og Sigurbjörns Hreiðars Magnússonar eiganda Litla-Garðs, L192706. Erindið samþykkt, stöðuleyfi veitt.
8.Narfastaðir land L215816 - Umsókn um byggingarheimild eða -leyfi.
Málsnúmer 2509072Vakta málsnúmer
Rósa María Vésteinsdóttir og Bergur Gunnarsson sækja um leyfi til að rífa 82,5 fermetra geymslu sem stendur á lóðinni Narfastaðir land, L215816. Geymsla byggð árið 1950, mhl. 02 á lóðinni. Framkvæmdin fellur undir umfangsflokk 1. skv. gr. 1.3.2. í byggingarreglugerð. Áform um niðurrif samþykkt.
Fundi slitið - kl. 15:00.