Fara í efni

Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa

55. fundur 17. janúar 2025 kl. 08:30 - 09:30 í Ráðhúsi, Skr.
Nefndarmenn
  • Einar Andri Gíslason byggingarfulltrúi
  • Sigurður H Ingvarsson starfsmaður byggingarfulltrúa
Fundargerð ritaði: Einar Andri Gíslason byggingarfulltrúi
Dagskrá

1.Hofsstaðasel L146407 - Umsókn um byggingarheimild eða -leyfi.

Málsnúmer 2411076Vakta málsnúmer

Emil Þór Guðmundsson tæknifræðingur sækir f.h. Sels ehf. um leyfi fyrir starfsmannahúsi á jörðinni Hofsstaðaseli L146407. Framlagðir aðaluppdrættir gerðir af umsækjanda. Uppdrættir númer BN01 BN02 og BN03, dagsettir 20.05.2024 og 09.11.2024. Byggingin fellur undir umfangsflokk 1. skv. gr. 1.3.2. í byggingarreglugerð. Byggingaráform samþykkt.

2.Ármúli L145983 - Umsókn um byggingarheimild eða -leyfi.

Málsnúmer 2412003Vakta málsnúmer

Guðmundur Hreinsson byggingarfræðingur sækir f.h. Hermanns Þórissonar um leyfi til að byggja íbúðarhús á jörðinni Ármúla L145983. Framlagðir aðaluppdrættir gerðir á Teikni- og tækniþjónustunni TOGT ehf. af umsækjanda. Uppdrættir númer A-001, A-002, A-003 og A-004, dagsettir 15.01.2025. Byggingin fellur undir umfangsflokk 2. skv. gr. 1.3.2. í byggingarreglugerð. Byggingaráform samþykkt.

3.Hvammur L229358 - Umsókn um skráningu fasteignar

Málsnúmer 2501134Vakta málsnúmer

Stefán Björnsson leggur fram gögn varðandi lokun á verönd einbýlishúss sem stendur á lóðinni Hvammi, L229358 í Skagafirði. Framlagður uppdráttur gerður af Vali Benidiktssyni byggingarfræðingi. Uppdráttur í verki T24-101, númer 0100, dagsettur 18.12.2024. Byggingin fellur undir umfangsflokk 1. skv. gr. 1.3.2. í byggingarreglugerð. Byggingarleyfi veitt.

4.Menningarhúsið Miðgarður - Umsagnarbeiðni vegna rekstrarleyfis

Málsnúmer 2501012Vakta málsnúmer

Lagður fram tölvupóstur , dagsettur 27. desember 2024 frá sýslumannsembættinu á Norðurlandi vestra úr máli 2024-082106. Með vísan til 10. gr. laga nr. 85/2007 og 26. gr. reglugerðar. nr. 1277/2016 þar sem óskað er umsagnar byggingarfulltrúa varðandi umsókn Snorra Snorrasonar f.h. Tenors slf., kt. 650111-0520 um leyfi til að reka veitingaleyfi í flokki III, samkomusalir í Menningarhúsinu Miðgarði, Varmahlíð, fasteignanúmer F2140833. Byggingarfulltrúi gerir ekki athugasemd við umsóknina.

Fundi slitið - kl. 09:30.