Fara í efni

Sveitarstjórn Sveitarfélagins Skagafjarðar

296. fundur 14. desember 2012 kl. 15:00 - 17:40 í Safnahúsi við Faxatorg
Nefndarmenn
  • Bjarni Jónsson forseti
  • Stefán Vagn Stefánsson aðalm.
  • Sigríður Magnúsdóttir 1. varaforseti
  • Bjarki Tryggvason aðalm.
  • Viggó Jónsson aðalm.
  • Jón Magnússon aðalm.
  • Sigríður Svavarsdóttir aðalm.
  • Þorsteinn Tómas Broddason 2. varaforseti
  • Sigurjón Þórðarson aðalm.
  • Ásta Björg Pálmadóttir sveitarstjóri
  • Helga Sigurrós Bergsdóttir ritari
Fundargerð ritaði: Helga Sigurrós Bergsdóttir stjórnsýsluritari
Dagskrá
Í upphafi fundar bar forseti upp tillögu um að taka fyrir með afbrigðum "Umsókn um langtímalán". Tillagan var borin undir atkvæði og samþykkt samhljóða.

1.

Málsnúmer Vakta málsnúmer

1.1.Bréf Skipulagsstofnunar varðandi gildi deiliskipulags

Málsnúmer 1211115Vakta málsnúmer

Afgreiðsla 239. fundar skipulags- og byggingarnefndar staðfest á 296. fundi sveitarstjórnar með níu atkvæðum.

1.2.Hólar,Ferðaþj.Hólum-umsögn um rekstrarleyfi

Málsnúmer 1211020Vakta málsnúmer

Afgreiðsla 239. fundar skipulags- og byggingarnefndar staðfest á 296. fundi sveitarstjórnar með níu atkvæðum.

1.3.Suðurgata 3 Veisluþj. - umsögn um rekstarleyfi

Málsnúmer 1211086Vakta málsnúmer

Afgreiðsla 239. fundar skipulags- og byggingarnefndar staðfest á 296. fundi sveitarstjórnar með níu atkvæðum.

1.4.Sæmundargata 1B - Byggingarleyfi.

Málsnúmer 1210285Vakta málsnúmer

Afgreiðsla 239. fundar skipulags- og byggingarnefndar staðfest á 296. fundi sveitarstjórnar með níu atkvæðum.

1.5.Háahlíð 6 - Byggingarleyfi.

Málsnúmer 1210465Vakta málsnúmer

Afgreiðsla 239. fundar skipulags- og byggingarnefndar staðfest á 296. fundi sveitarstjórnar með níu atkvæðum.

1.6.Grundarstígur 24 - Byggingarleyfi

Málsnúmer 1209237Vakta málsnúmer

Afgreiðsla 239. fundar skipulags- og byggingarnefndar staðfest á 296. fundi sveitarstjórnar með níu atkvæðum.

1.7.Nátthagi 12 - Byggingarleyfi.

Málsnúmer 1210188Vakta málsnúmer

Afgreiðsla 239. fundar skipulags- og byggingarnefndar staðfest á 296. fundi sveitarstjórnar með níu atkvæðum.

1.8.Barmahlíð 6 - Byggingarleyfi.

Málsnúmer 1211163Vakta málsnúmer

Afgreiðsla 239. fundar skipulags- og byggingarnefndar staðfest á 296. fundi sveitarstjórnar með níu atkvæðum.

1.9.Hof (146539) - Byggingarleyfi.

Málsnúmer 1211152Vakta málsnúmer

Afgreiðsla 239. fundar skipulags- og byggingarnefndar staðfest á 296. fundi sveitarstjórnar með níu atkvæðum.

1.10.Ljótsstaðir lóð - samþykkt byggingaráform

Málsnúmer 1208025Vakta málsnúmer

Afgreiðsla 239. fundar skipulags- og byggingarnefndar staðfest á 296. fundi sveitarstjórnar með níu atkvæðum.

1.11.Suðurbraut 9 - Samþykkt byggingaráform.

Málsnúmer 1210388Vakta málsnúmer

Afgreiðsla 239. fundar skipulags- og byggingarnefndar staðfest á 296. fundi sveitarstjórnar með níu atkvæðum.

1.12.Áshildarholt land(220469)- Samþykkt byggingaráform.

Málsnúmer 1211030Vakta málsnúmer

Afgreiðsla 239. fundar skipulags- og byggingarnefndar staðfest á 296. fundi sveitarstjórnar með níu atkvæðum.

2.Umhverfis- og samgöngunefnd - 79

Málsnúmer 1211007FVakta málsnúmer

Fundargerð 79. fundar umhverfis- og samgöngunefndar lögð fram til afgreiðslu á 296. fundi sveitarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér. Sigríður Magnúsdóttir kynnti fundargerð. Enginn kvaddi sér hljóðs.

2.1.Þjóðvegur í þéttbýli - Strandvegur

Málsnúmer 1210466Vakta málsnúmer

Afgreiðsla 79. fundar umhverfis og samgöngunefndar staðfest á 296. fundi sveitarstjórnar með níu atkvæðum.

2.2.Ósk frá leik- og grunnskólabörnum á Hólum

Málsnúmer 1211017Vakta málsnúmer

Afgreiðsla 79. fundar umhverfis og samgöngunefndar staðfest á 296. fundi sveitarstjórnar með níu atkvæðum..

2.3.Sauðárkrókur Skarðseyri (218097) - Umsókn um lóð

Málsnúmer 1206014Vakta málsnúmer

Afgreiðsla 79. fundar umhverfis og samgöngunefndar staðfest á 296. fundi sveitarstjórnar með níu atkvæðum.

2.4.Brunavarnir - Gjaldskrá

Málsnúmer 1211029Vakta málsnúmer

Afgreiðsla 79. fundar umhverfis og samgöngunefndar staðfest á 296. fundi sveitarstjórnar með níu atkvæðum.

2.5.Gjaldskrá 2013 - Skagafjarðarhafnir

Málsnúmer 1211126Vakta málsnúmer

Afgreiðsla 79. fundar umhverfis og samgöngunefndar staðfest á 296. fundi sveitarstjórnar með níu atkvæðum.

2.6.Fjárhagsáætlun umhverfis- og samgöngunefnd vegna 2013

Málsnúmer 1210300Vakta málsnúmer

Forseti gerir tillögu um að vísa afgreiðslu málsins til afgreiðslu 14. liðar, Fjárhagsáætlun 2013
Samþykkt samhljóða.

2.7.Sauðárkrókshöfn - ný smábátahöfn

Málsnúmer 1109306Vakta málsnúmer

Fundargerð 79. fundar umhverfis- og samgöngunefndar lögð fram til afgreiðslu á 296. fundi sveitarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér. kynnti fundargerð. Enginn kvaddi sér hljóðs.

3.Umhverfis- og samgöngunefnd - 80

Málsnúmer 1211012FVakta málsnúmer

Fundargerð 80. fundar umhverfis- og samgöngunefndar lögð fram til afgreiðslu á 296. fundi sveitarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér. Sigríður Magnúsdóttir kynnti fundargerð. Enginn kvaddi sér hljóðs.

3.1.Fjárhagsáætlun umhverfis- og samgöngunefnd vegna 2013

Málsnúmer 1210300Vakta málsnúmer

Forseti gerir tillögu um að vísa afgreiðslu málsins til afgreiðslu 14. liðar, Fjárhagsáætlun 2013
Samþykkt samhljóða.

3.2.Sauðárkrókshöfn - ný smábátahöfn

Málsnúmer 1109306Vakta málsnúmer

Afgreiðsla 80. fundar umhverfis- og samgöngunefndar staðfest á 296. fundi sveitarstjórnar með níu atkvæðum.

3.3.Fráveitugjald og tæming rotþróa - gjaldskrá

Málsnúmer 1211195Vakta málsnúmer

Afgreiðsla 80. fundar umhverfis- og samgöngunefndar staðfest á 296. fundi sveitarstjórnar með níu atkvæðum.

3.4.Hættumat vegna skriðufalla og snjóflóða

Málsnúmer 1211151Vakta málsnúmer

Afgreiðsla 79. fundar umhverfis og samgöngunefndar staðfest á 296. fundi sveitarstjórnar með níu atkvæðum.

4.Umsókn um langtímalán

Málsnúmer 1212038Vakta málsnúmer

Sveitarstjórn Sveitarfélagsins Skagafjarðar samþykkir hér með að taka lán hjá Lánasjóði sveitarfélaga að fjárhæð 150.000.000 kr., í samræmi við samþykkta skilmála lánveitingarinnar sem liggja fyrir fundinum. Til tryggingar láninu standa tekjur sveitarfélagsins, sbr. heimild í 2. mgr.
68. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011. Er lánið tekið til að fjármagna framkvæmdaáætlun sveitarfélagsins fyrir árið 2012 (139m) auk þess að fjármagna hluta af afborgunum til LS á árinu 2012 (11m), sbr. 3. gr. laga um stofnun opinbers hlutafélags um Lánasjóð sveitarfélaga nr. 150/2006.
Jafnframt er Ástu Björg Pálmadóttur kt. 040764-2839, veitt fullt og ótakmarkað umboð til þess f.h. Sveitarfélagsins Skagafjarðar að undirrita lánssamning við Lánasjóð sveitarfélaga sbr. framangreint, sem og til þess að móttaka, undirrita og gefa út, og afhenda hvers kyns skjöl, fyrirmæli og tilkynningar, sem tengjast lántöku þessari.
Þorsteinn Tómas Broddason kvaddi sér hljóðs, þá Ásta Björg Pálmadóttir.

Umsókn um langtímalán borin undir atkvæði og samþykkt með níu atkvæðum.

5.Fjárhagsáætlun 2013

Málsnúmer 1208106Vakta málsnúmer

Ásta Björg Pálmadóttir sveitarstjóri tók til máls. Ásta Björg Pálmadóttir tók til máls og kynnti fjárhagsáætlun 2013.

Fjárhagsáætlun Sveitarfélagsins Skagafjarðar fyrir árið 2013 er hér lögð fram til seinni umræðu. Fjárhagsáætlunin sýnir rekstraráætlun, sjóðsstreymi og áætlaðan efnahagsreikning fyrir sveitarfélagið og stofnanir þess. Áætlun ársins gerir ráð fyrir að rekstrartekjur Sveitarfélagsins Skagafjarðar nemi 3.628 m.kr. hjá samstæðunni í heild, A- og B hluta, þar af eru rekstrartekjur A- hluta áætlaðar 3.147 m.kr. Rekstrargjöld án fjármagnsliða eru áætluð 3.285 m.kr., þ.a. A hluti 3.014 m.kr. Rekstrarhagnaður A og B hluta án afskrifta og fjármagnsliða er 489 m.kr, afskriftir nema 148 m.kr. og fjármagnsgjöld umfram fjármunatekjur nema 263 m.kr., rekstrarniðurstaða samstæðunnar í heild A og B hluta er áætluð samtals 79 m.kr. hagnaður.
Rekstrarhagnaður A hluta án afskrifta og fjármagnsliða er 206 m.kr, afskriftir nema 73 m.kr., fjármagnsgjöld umfram fjármunatekjur nema 174 m.kr. Rekstrarniðurstaða A hluta sveitarsjóðs er því áætluð neikvæð um 41 m.kr.
Eignir Sveitarfélagsins Skagafjarðar eru áætlaðar í árslok 6.751 m.kr., þ.a. eignir A hluta 5.160 m.kr. Skuldir og skuldbindingar eru áætlaðar í árslok 5.666 m.kr., þ.a. hjá A hluta 4.241 m.kr. Eigið fé er áætlað 1.211 m.kr hjá samstæðunni og eiginfjárhlutfall því 0,19. Eigið fé A hluta er áætlað 918 m.kr. og eiginfjárhlutfall 0,22. Ný lántaka er áætluð 681 m.kr. hjá samstæðunni í heild og að afborganir eldri lána og skuldbindinga verði um 326 m.kr. Reiknaðar lífeyrisskuldbindingar eru 811 m.kr. hjá samstæðu og 756 m.kr. hjá A-hluta.
Áætlunin gerir ráð fyrir að veltufé frá rekstri A hluta verði jákvætt um 147 m.kr., veltufé frá rekstri samstæðunnar A og B hluta verði jákvætt um samtals 379 m.kr. sem er gríðarlega mikilvægt þegar horft er til getu sveitarfélagsins til framkvæmda og afborgana skulda til framtíðar litið.
Gert er ráð fyrir að handbært fé frá rekstri í A-hluta verði 133 m.kr. og handbært fé frá rekstri samstæðunnar verði 360 m.kr. Þá er gert er ráð fyrir að handbært fé í árslok verði 105 m.kr.

Sigurjón Þórðarson kvaddi sér hljóðs, þá Jón Magnússon sem lagði fram eftirfarandi bókun.
Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins í Sveitarstjórn Sveitarfélagsins Skagafjarðar vilja þakka starfsfólki sveitarfélagsins og nefndafólki, fyrir þá miklu vinnu sem lögð hefur verið í gerð fjárhagsáætlunar fyrir næsta ár. Áætlunin ber þess merki, að afleiðingar óráðsíu undangenginna ára fer nú að bitna í ríkari mæli á íbúum sveitarfélagsins. Þrátt fyrir boðað aðhald í rekstri sveitarfélagsins, munu þjónustugjöld á flestum sviðum verða hækkuð til að mæta taplausum rekstri á næsta ári.
Til að ná fram rekstrarlegum markmiðum fjárhagsáætlunar næsta árs, þarf að sýna styrk og ráðdeild á flestum sviðum í útgjöldum sveitarfélagsins. Sjálfstæðismenn hafa miklar efasemdir um getu meirihlutans til að starfa innan þess ramma, sem áætlunin setur rekstri sveitarsjóðs á næsta ári. Af þeim sökum munu fulltrúar Sjálfstæðisflokksins sitja hjá við afgreiðslu þessarar fjárhagsáætlunar.

Þorsteinn Tómas Broddason tók til máls og óskar bókað að hann sitji hjá við afgreiðslu málsins.

Stefán Vagn Stefánsson kvaddi sér hljóðs og lagði fram eftirfarandi bókun.

Ánægjulegur viðsnúningur hefur orðið á rekstri Sveitarfélagsins Skagafjarðar sem sjá má á rekstrartölum þessa árs sem og í áætlun fyrir árið 2013. Gert er ráð fyrir hagnaði af samstæðureikningi sveitarfélagsins sem nemur 79 milljónum fyrir árið 2013 og skuldahlutfall sveitarfélagsins verður innan við þau viðmið sem eftirlitsnefnd um fjármál sveitarfélaga hefur sett þó að áætlun geri ráð fyrir framkvæmdum upp á um 770 milljónir á næsta ári. Af þeirri upphæð er viðbygging Árskóla á Sauðárkróki stærsti einstaki liðurinn. Nauðsynlegt er að tannhjól atvinnulífs í héraði haldi áfram að snúast og því mikilvægt að sveitarfélagið haldi áfram á þeirri braut sem nú hefur verið mörkuð. Atvinna er forsenda hagsældar.
Sú vinna sem farið var í nú á haustdögum þegar nýtt stjórnskipulag sveitarfélagsins var tekið í notkun og samhliða farið í miklar hagræðingaraðgerðir sem virðast vera að skila árangri án þess að nokkrum starfsmanni sveitarfélagsins hafi verið sagt upp störfum. Sú samstaða sem náðist í sveitarstjórn um aðgerðirnar og vilji starfsmanna til að taka höndum saman í þessu stóra verkefni hefur skilað okkur rekstraráætlun sem geri ráð fyrir jákvæðri rekstrarniðurstöðu sveitarsjóðs árið 2013. Ber það að þakka.
Stefán Vagn Stefánsson
Sigríður Magnúsdóttir
Bjarki Tryggvason
Viggó Jónsson
Bjarni Jónsson

Sigurjón Þórðarson fulltrúi Frjálslyndra og óháðra tók til máls og lagði fram svohljóðandi bókun: Núverandi meirihluti hefur hingað til ekki gert mikið með samþykktar fjárhagsáætlanir sveitarfélagsins. Í því plaggi sem hér er til umræðu eru allt aðrar fjárheimildir sagðar vera í Fjárhagsáætlun 2012 en þær sem voru raunverulega samþykktar i lok árs 2011, en sem dæmi má taka þá gerði samþykkt áætlun ráð fyrir að árið 2012, væru skuldir 400 milljón krónum lægri en þær tölur sem hér eru lagðar fram. Ástæðan fyrir þessum breytingum er að gerðir hafa verið viðaukar við samþykkta áætlun en það breytir því ekki að áætlunin á að vera eins og hún var samþykkt.
Áætlun árið 2013 gerir ráð fyrir umtalverðri lækkun á vaxtakostnaði, þrátt fyrir gríðarlega skuldaaukningu sveitarfélagsins. Ég hef fengið þær skýringar að það sé vegna þess að Kaupfélag Skagfirðinga ætli að fjármagna kostnað við byggingu við Árskóla á byggingartíma vaxtalaust. Þrátt fyrir að eftir því hafi verið gengið, þá hefur umræddur fjármögnunarsamningur ekki séð dagsljósið og þau útgjöld sem þegar hafa fallið á sveitafélagið vegna byggingaframkvæmdanna, hafa verið fjármögnuð með dýrum skammtímalánum. Enn á eftir að hnýta lausa enda varðandi miklvæga þætti í fjárhag sveitarfélagsins og er ljóst að niðurstaðan sem gert er ráð fyrir í áætluninni byggist fyrst og fremst fremur á óskhyggju en traustum grunni. Sigurjón Þórðarson óskar bókað að hann sitji hjá.

Þorsteinn Tómas Broddason kvaddi sér hljóðs.

Fjárhagsáætlun 2013 borin undir atkvæði og samþykkt með fimm atkvæðum, fjórir sátu hjá.

6.Þriggja ára áætlun 2014-2016

Málsnúmer 1210039Vakta málsnúmer

Ásta Pálmadóttir sveitarstjóri kynnti þriggja ára áætlun.

Þriggja ára áætlun 2014-2016
Þriggja ára fjárhagsáætlun Sveitarfélagsins Skagafjarðar fyrir árin 2014-2016 hefur verið unnin í samvinnu kjörinna fulltrúa, embættismanna og starfsfólks. Ber að þakka það starf. Við það starf var haft að leiðarljósi að þjónustuskerðingar yrðu sem minnstar gagnvart íbúum og kæmu fram þar sem notkun þjónustu væri minnst. Halda þarf þeirri vinnu áfram og greina enn frekar rekstur einstakra þátta og ákveða þjónustustig sveitarfélagsins til framtíðar. Mikilvægt er að samvinna verði áfram meðal allra sem málið snertir í þeirri viðleitni að ná fram þeim markmiðum sem fram eru sett í áætluninni.
Helstu forsendur áætlunar:
Áætlunin er á áætluðu verðlagi ársins 2013. Útsvarsprósentan er óbreytt á milli ára 14,48%. Fasteignaskattshlutföll breytast ekki á milli ára. Gert er ráð fyrir lækkun launakostnaðar og þá helst með fækkun stöðugilda í samræmi við fyrri ákvörðun sveitarstjórnar.
Rekstur
Samantekið - A og B hluti
Verðlag ársins 2013

Áætlun Áætlun Áætlun
2014 2015 2016
REKSTRARREIKNINGUR
Tekjur: 3.621.911 3.626.645 3.616.145


Gjöld: 3.233.634 3.230.145 3.237.227
Niðurstaða án fjármagnsliða 388.277 396.500 378.918

Fjármunatekjur og (fjármagnsgjöld) -231.000 -219.741 -218.198


Rekstrarniðurstaða 157.277 176.759 160.720

EFNAHAGSREIKNINGUR
Eignir
Fastafjármunir 6.353.479 6.291.394 6.224.921

Veltufjármunir:
Veltufjármunir 468.336 562.985 745.314
Eignir samtals 6.821.816 6.854.379 6.970.235


Eiginfjárreikningar:
Eigið fé 1.241.648 1.418.406 1.579.126
Skuldbindingar:
Lífeyrisskuldbindingar 811.620 811.620 811.620
Langtímaskuldir:
Skuldir við lánastofnanir 3.760.779 3.577.854 3.517.830



Skuldir og skuldbindingar samtals 5.160.759 5.070.914 4.842.619



Sjóðsstreymi:

Veltufé frá rekstri (til rekstrar) 428.287 432.950 436.214
Handbært fé frá rekstri (til rekstrar) 406.287 407.950 408.214
SJÓÐSTREYMISYFIRLIT
Fjárfestingarhreyfingar:
Fjárfesting í varanl. rekstrarfjármunum -286.300 -138.900 -122.900
Tekin ný langtímalán 450.000 200.000 340.000
Afborganir langtímalána -639.583 -434.593 -472.985
Langtímask. við eigin fyrirtæki, breyting 0 0 0

Hækkun (lækkun) á handbæru fé -19.560 106.492 182.367
Handbært fé (fjárþörf) í árslok 85.968 192.460 374.824

Veltufé frá rekstri sem fer til að greiða niður skuldir sveitarfélagsins tekur mið af rekstrarafkomu sveitarfélagsins. Það er brýnt að sveitarfélagið leiti leiða til að hagræða í rekstri og/eða auka tekjur sínar á komandi árum til að viðhalda traustri fjárhagsstöðu þess.
Kostnaðareftirlit þarf að vera virkt og fjármálastjórn skipuleg, halda þarf áfram að leita leiða til hagræðingar í rekstri.
Almennt um áætlunina
Þriggja ára áætlun er gerð til að sveitarstjórn horfi til framtíðar og setji sér ramma um rekstur, framkvæmdir og fjármál sveitarfélagsins eftir þeim bestu upplýsingum sem hún hefur. Þannig er reynt að draga upp mynd af því sem búast má við miðað við gefnar, en þó einkum þekktar forsendur og sjá hvað er mögulegt ef við viljum reka sveitarfélagið af ábyrgð og standa vel við allar okkar skuldbindingar og uppfylla jafnframt þær kröfur sem gerðar eru til þjónustu við íbúana.
Ég vil þakka starfsfólki og sveitarstjórnarfulltrúum samstarfið við gerð þessarar áætlunar sem hefur verið gott eins og jafnan áður.
Ásta Björg Pálmadóttir

Sigurjón Þórðarson kvaddi sér hljóðs.

Þriggja ára áætlun 2014-2016 borin undir atkvæði og samþykkt með fimm atkvæðum. Jón Magnússon, Sigríður Svavarsdóttir, Þorsteinn Tómas Broddason og Sigurjón Þórðarson óska bókað að þau sitji hjá við afgreiðslu málsins.

7.Menningarráð Fundargerðir stjórnar 2012

Málsnúmer 1201015Vakta málsnúmer

Fundargerð stjórnar Menningarráðs Norðurlands vestra frá 6. desember 2012 lögð fram til kynningar á 296. fundi sveitarstjórnar.

8.Heilbrigðiseftirlit - Fundargerðir stjórnar 2012

Málsnúmer 1201014Vakta málsnúmer

Fundargerð Heilbrigðiseftirlits Norðulands vestra frá 13. nóvember 2012 lögð fram til kynningar á 296. fundi sveitarstjórnar.

9.Samb.ísl.sveit. Fundargerðir stjórnar 2012

Málsnúmer 1201011Vakta málsnúmer

Fundargerð stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga frá 23. nóvember 2012 lögð fram til kynningar á 296. fundi sveitarstjórnar.

10.Byggðarráð Skagafjarðar - 610

Málsnúmer 1211010FVakta málsnúmer

Fundargerð 610. fundar byggðarráðs lögð fram til afgreiðslu á 296. fundi sveitarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér. Stefán Vagn Stefánsson kynnti fundargerð. Sigurjón Þórðarson og Stefán Vagn Stefánsson kvöddu sér hljóðs.

10.1.Beiðni um styrk til nýsköpunarkeppni grunnskólanna

Málsnúmer 1211106Vakta málsnúmer

Afgreiðsla 610. fundar byggðaráðs staðfest á 296. fundi sveitarstjórnar með níu atkvæðum.

10.2.Sóknaráætlun landshlutanna

Málsnúmer 1211109Vakta málsnúmer

Afgreiðsla 610. fundar byggðaráðs staðfest á 296. fundi sveitarstjórnar með níu atkvæðum.

10.3.Gjaldskrá leikskóla 2013

Málsnúmer 1211133Vakta málsnúmer

Gjaldskrá leikskóla 2013, sem samþykkt var á 82. fundi fræðslunefndar og vísað til byggðarráðs, samþykkt á 610. fundi byggðarráðs sem vísaði gjaldskránni til samþykktar sveitarstjórnar.

Gjaldskrá fyrir leikskóla Skagafjarðar frá 1. janúar 2013
Almennt gjald
Dvalartími klst,dag /Mánaðargjald /Morgunhressing /Hádegismatur /Síðdegishressing /Upphæð samtals

4,0/ 10.099/ 2.391/ 5.201/ 17.691/
4,5/ 11.361/ 2.391/ 5.201/ 18.953/
5,0/ 12.624/ 2.391/ 5.201/ 20.215/
5,5/ 13.886/ 2.391/ 5.201/ 21.478/
6,0/ 15.148/ 2.391/ 5.201/ 22.740/
6,5/ 16.411/ 2.391/ 5.201/ 24.003/
7,0/ 17.673/ 2.391/ 5.201/ 2.391/ 27.655/
7,5/ 18.935/ 2.391/ 5.201/ 2.391/ 28.918/
8,0/ 20.198/ 2.391/ 5.201/ 2.391/ 30.180/
8,5/ 21.460/ 2.391/ 5.201/ 2.391/ 31.442/
9,0/ 22.722/ 2.391/ 5.201/ 2.391/ 32.705/
9,5/ 23.985/ 2.391/ 5.201/ 2.391/ 33.967
Sérgjald
4,0/ 7.072/ 2.391/ 5.201/ 14.663
4,5/ 7.956/ 2.391/ 5.201/ 15.547
5,0/ 8.839/ 2.391/ 5.201/ 16.431
5,5/ 9.723/ 2.391/ 5.201/ 17.315
6,0/ 10.607/ 2.391/ 5.201/ 18.199
6,5/ 11.491/ 2.391/ 5.201/ 19.083
7,0/ 12.375/ 2.391/ 5.201/ 2.391/ 22.358
7,5/ 13.259/ 2.391/ 5.201/ 2.391/ 23.242
8,0/ 14.143/ 2.391/ 5.201/ 2.391/ 24.126
8,5/ 15.027/ 2.391/ 5.201/ 2.391/ 25.009
9,0/ 15.911/ 2.391/ 5.201/ 2.391/ 25.893
9,5/ 16.795/ 2.391/ 5.201/ 2.391/ 26.777

Systkinaafsláttur er veittur af leikskólagjaldi, 50% við 2. barn og 100% við 3 barn.
Klst gjald er 2.525 kr. af almennu gjaldi
Klst gjald af sérgjaldi er kr. 1.768
Sæki foreldrar barn sitt eftir umsaminn dvalartíma oftar en tvisvar á hverju 30 daga tímabili greiða þeir kr. 1090.- krónur í sektargjald.


Sigurjón Þórðarson fulltrúi Frjálslyndra og óháðra leggur fram svohljóðandi bókun:
Áhersla Vg. að hækka leikskólagjöld langt umfram verðlag kemur á óvart þar sem flokkurinn boðaði í stjórnarandstöðu gjaldfrjálsan leikskóla. Sömuleiðis boðaði samstarfsflokkur Vg. í meirihluta, í aðdraganda síðustu kosninga að tryggja ódýr leikskólapláss.


Stefán Vagn Stefánsson kvaddi sér hljóðs og lagði fra eftirfarandi bókun:
Sveitarfélagið Skagafjörður er því miður ekki undanþegið því að þurfa að hækka gjöld til að halda í við verðlagsbreytingar undanfarinna ára. Hækkanir á leikskólagjöldum frá 2008 eru umtalsvert lægri en verðlagshækkanir á sama tíma. Leikskólagjöld í Skagafirði verða áfram með því lægsta sem gerist á landsvísu.

Gjaldskrá leikskóla 2013 borin undir atkvæði og samþykkt með átta atkvæðum gegn einu.

10.4.Gjaldskrá grunnskóla 2013

Málsnúmer 1211134Vakta málsnúmer

Tillaga fræðslunefndar um að fæðis- og dvalargjaldskrár í grunnskóla hækki um 9% frá og með 1. janúar 2013, samþykkt á 610. fundi byggðarráðs og vísað til samþykktar í sveitarstjórn.

Fæðisgjöld í grunnskóla, á einnig við um heilsdagsskóla.
Morgunverður kr. 160,-
Hádegisverður kr. 332,-
Samtals í áskrift kr. 492,-
Stök máltíð í hádegi kr. 432,-

Heilsdagsskóli. Árvist og dvöl utan skólatíma í öðrum grunnskólum.
Dvalargjald - hver klukkustund kr. 209,-

Systkinaafsláttur er veittur af dvalargjaldi en ekki af fæðiskostnaði. Afslátturinn reiknast þannig að 50% afsláttur er veittur við 2. barn (eldra barn) og 100% við 3. barn og fleiri (aflsátturinn miðast alltaf við elsta barn). Börn búsett utan Sauðárkróks hafa forgang í Árvist. Þau greiða 20% af dvalargjaldi sem er efnis- og þátttökugjald, en fullt gjald fyrir fæði.

Gjaldskrá grunnskóla 2013 borin undir atkvæði og samþykkt með níu atkvæðum.

10.5.Gjaldskrá tónlistarskóla 2013

Málsnúmer 1211135Vakta málsnúmer

Gjaldskrá tónlistarskóla 2013, samþykkt á 82. fundi fræðslunefndar, vísað til byggðarráðs, samþykkt á 611. fundi byggðarráðs og vísað til samþykktar sveitarstjórnar.

Suzukídeild mánaðargjald.

Hálft nám kr. 4.812,- 25% afsl. kr. 3.609,- 50% afsl. kr. 2.406 ársgjald 43.308
Fullt nám kr. 7.218,- 25% afsl. kr.5.413,- 50% afsl. kr. 3.609 ársgjald 64.962

Grunnnám mánaðargjald.
Hálft nám kr. 4.812,- 25% afsl. kr. 3.609,- 50% afsl. kr. 2.406 ársgjald 43.308
Fullt nám kr. 7.218,- 25% afsl. kr.5.413,- 50% afsl. kr. 3.609 ársgjald 64.962

Mið- og framhaldsnám mánaðargjald.
Fullt nám kr. 8.500,- 25% afsl. kr. 6.375 50% afsl. kr. 4.250,- ársgjald 76.500

Ef fleiri en einn nemandi eru saman í hljóðfæranámi er 25% lægra gjald

Hljóðfæraleiga:
Aðeins verður veittur systkina afsláttur
Hljóðfæragjald kr. 10.000,-
2. barn 25% afsláttur kr. 7.500,-
3. barn 50% afsláttur kr. 5.000,-
4. barn frítt.

Uppsögn á skólavist skal vera skrifleg og miðuð við mánaðarmót.
Uppsagnafrestur er einn mánuður.

Gjaldskrá tónlistarskóla 2013 borin undir atkvæði og samþykkt með níu atkvæðum.

10.6.Gjaldskrá skólarútu á Sauðárkróki 2013

Málsnúmer 1211136Vakta málsnúmer

Afgreiðsla 610. fundar byggðaráðs staðfest á 296. fundi sveitarstjórnar með níu atkvæðum.

10.7.Fjárhagsáætlun 2013 - Atvinnu- og ferðamál

Málsnúmer 1211100Vakta málsnúmer

Forseti gerir tillögu um að vísa afgreiðslu málsins til 14. liðar, Fjárhagsáætlun 2013. Samþykkt samhljóða.

10.8.Samtök sjávarútvegssveitarfélaga

Málsnúmer 1211129Vakta málsnúmer

Afgreiðsla 610. fundar byggðaráðs staðfest á 296. fundi sveitarstjórnar með níu atkvæðum.

10.9.Svar við umsögn sveitarfélagsins

Málsnúmer 1211114Vakta málsnúmer

Afgreiðsla 610. fundar byggðaráðs staðfest á 296. fundi sveitarstjórnar með níu atkvæðum.

10.10.Áætluð úthlutun framlaga vegna sérþarfa fatlaðra nemenda í grunnskólum 2013

Málsnúmer 1211142Vakta málsnúmer

Afgreiðsla 610. fundar byggðaráðs staðfest á 296. fundi sveitarstjórnar með níu atkvæðum.

10.11.Áríðandi tilkynning varðandi gildi deiliskipulags

Málsnúmer 1211115Vakta málsnúmer

Afgreiðsla 610. fundar byggðaráðs staðfest á 296. fundi sveitarstjórnar með níu atkvæðum.

11.Byggðarráð Skagafjarðar - 611

Málsnúmer 1211014FVakta málsnúmer

Fundargerð 611. fundar byggðarráðs lögð fram til afgreiðslu á 296. fundi sveitarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér. Stefán Vagn Stefánsson kynnti fundargerð. Enginn kvaddi sér hljóðs.

11.1.Skagaheiði - sýslumörk

Málsnúmer 1211204Vakta málsnúmer

Afgreiðsla 611. fundar byggðaráðs staðfest á 296. fundi sveitarstjórnar með níu atkvæðum.

11.2.Brunavarnir - Gjaldskrá

Málsnúmer 1211029Vakta málsnúmer

Gjaldskrá brunavarna Skagafjarðar 2013, sem samþykkt var á 79.fundi umhverfis- og samgöngunefndar, vísað til byggðarráðs og samþykkt á 611. fundi ráðsins og vísað til samþykktar sveitarstjórnar.

Gjaldskrá Brunavarna Skagafjarðar
I. KAFLI
Almennt.
1. gr.
Verkefni Brunavarna Skagafjarðar (BS) ákvarðast annarsvegar af lögum um brunavarnir nr. 75/2000 með síðari breytingum og reglugerðum settum samkvæmt þeim og hinsvegar af ákvæðum í Brunavarnaáætlun BS.
2. gr.
BS innheimtir ferða- og uppihaldskostnað í samræmi við reglur ferðakostnaðarnefndar fjármálaráðuneytisins.
3. gr.
Slökkviliðsstjóra er heimilt að fella niður gjald vegna starfsemi ef verkefni telst þjóna almannahagsmunum og/eða fellur að markmiðum sem BS eru sett í Brunavarnaáætlun.
II. KAFLI
Lögbundin verkefni.
4. gr.
Sé ákvæðum 2. mgr. 29. gr. laga um brunavarnir nr. 75/2000 með síðari breytingum beitt skal eigandi eða umráðamaður mannvirkis eða lóðar bera kostnað samkvæmt gjaldskrá af eftirliti með því að farið hafi verið að kröfum um úrbætur samkvæmt 3. mgr. 29. gr. sömu laga. Einnig er heimilt að taka gjald fyrir öryggis- og lokaúttektir samkvæmt 2. mgr. 12. gr. sömu laga.
Fast tímagjald fyrir hverja byrjaða klukkustund útseldrar vinnu hvers starfsmanns er 9.600 krónur.
5. gr.
Eftirlit og eftirfylgni kröfugerðar.
Fyrir eftirlit og eftirfylgni kröfugerðar skal tekið fast gjald, 9.600 kr., fyrir hverja byrjaða klukkustund. Þegar um útkall er að ræða utan tilskilins daglegs vinnutíma starfsmanns eru innheimtar 38.400 kr., auk 9.600 kr. fyrir hverja byrjaða klukkustund umfram fjóra tíma fyrir hvern starfsmann sem sinnir verkefninu. Heimild til gjaldtöku byggir á 3. mgr. 29. gr. laga um brunavarnir.
6. gr.
Öryggisvaktir á mannvirki.
Innheimt skal fyrir alla vinnu og akstur sem fellur til vegna öryggisvakta eftir að eiganda eða forráðamanni hefur verið tilkynnt ákvörðun slökkviliðsstjóra um að öryggisvakt skuli sett á viðkomandi húseign. Á það jafnframt við um tilfallandi vaktir vegna tímabundinna viðburða þar sem fullum eldvörnum verður ekki við komið eða á meðan unnið er að úrbótum á þeim. Innheimt er að lágmarki 38.400 kr. fyrir hvern starfsmann sem sinnir verkefninu, auk 9.600 kr. fyrir hverja byrjaða klukkustund umfram fjóra tíma. Heimild til gjaldtöku byggir á 3. mgr. 29. gr. og 30. gr. laga um brunavarnir.
7. gr.
Lokun mannvirkis.
Innheimt skal fyrir alla vinnu og akstur sem fellur til vegna lokunar mannvirkis eftir að eiganda eða forráðamanni hefur verið tilkynnt ákvörðun slökkviliðsstjóra um að loka skuli viðkomandi mannvirki. Innheimt er 9.600 kr. fyrir hverja byrjaða klukkustund fyrir hvern starfsmann sem sinnir verkefninu. Þegar um útkall er að ræða utan tilskilins daglegs vinnutíma starfsmanns eru innheimtar 38.400 kr., auk 9.600 kr. fyrir hverja byrjaða klukkustund umfram fjóra tíma fyrir hvern starfsmann sem sinnir verkefninu. Heimild til gjaldtöku byggir á 3. mgr. 29. gr. og 32. gr. laga um brunavarnir.
8. gr.
Dagsektir.
Innheimt skal fyrir alla vinnu og akstur sem fellur til frá og með ákvörðun slökkviliðsstjóra um dagsektir og þar til kröfum um úrbætur á eldvörnum hefur verið fullnægt. Innheimt er 9.600 kr. fyrir hverja byrjaða klukkustund fyrir hvern starfsmann sem sinnir verkefninu. Heimild til gjaldtöku byggir á 3. mgr. 29. gr. laga um brunavarnir.
9. gr.
Öryggis- og lokaúttektir.
Innheimt er fyrir alla vinnu sem fellur til vegna öryggis- og lokaúttektar, að lágmarki 19.200 kr. Fyrir stærri úttektir skulu að auki innheimtar 9.600 kr. fyrir hverja byrjaða klukkustund umfram tvo tíma fyrir hvern starfsmann sem sinnir verkefninu. Heimild til gjaldtöku byggir á 3. mgr. 12. gr. laga um brunavarnir.
10. gr.
Útköll vegna brunaviðvörunarkerfa.
Sé slökkvilið kallað út vegna boða frá sjálfvirku brunaviðvörunarkerfi án þess að eldur sé laus skal innheimt fyrir kostnaði af eftirliti með því að gerðar séu nauðsynlegar ráðstafanir til þess að koma í veg fyrir endurtekin falsboð.
Innheimt er fast gjald fyrir eina klukkustund, 9.600 kr., fyrir eftirlitið. Leiði það hins vegar til frekara eftirlits, vegna ítrekaðra falsboðana eða alvarlegra ágalla á brunavörnum, fellur það undir eftirlit og eftirfylgni kröfugerðar sbr. 6. gr. þessarar gjaldskrár og er þá innheimt samkvæmt því. Heimild til gjaldtöku byggir á 3. mgr. 29. gr. laga um brunavarnir.
11. gr.
Umsagnir.
Umsagnir slökkviliðsstjóra til einkaaðila eða annarra stjórnvalda eru ekki fyrirskrifaðar í lögum um brunavarnir. Umsagnir til annarra stjórnvalda eru þó eftir atvikum áskildar í lögum um aðra málaflokka og reglugerðum settum samkvæmt þeim.
Innheimt er fast gjald, 9.600 kr. Þegar um útkall er að ræða utan tilskilins daglegs vinnutíma starfsmanns eru innheimtar 38.400 kr., auk 9.600 kr. fyrir hverja byrjaða klukkustund umfram fjóra tíma fyrir hvern starfsmann sem sinnir verkefninu.

III. KAFLI
Önnur verkefni og þjónusta.
12. gr.
Slökkviliðið sinnir öðrum verkefnum sem eru ekki skilgreind sem verkefni liðsins samkvæmt lögum. Þessi verkefni falla þó að tilgangi slökkviliðsins sem er að vinna að velferð íbúa sveitarfélagsins, séu þau ekki falin öðrum til úrlausnar í lögum né framkvæmd í samkeppni við aðra aðila. Því ber að taka gjald fyrir veitta þjónustu.
Fast tímagjald fyrir hverja byrjaða klukkustund útseldrar vinnu hvers starfsmanns er 17.500 krónur nema annað sé sérstaklega tekið fram. Hér er tekið tillit til samkeppnissjónarmiða, þjálfunar, virkjunartíma og þess að þjónustan er aðgengileg allan sólarhringinn, allt árið. Þess er gætt að gjaldið endurspegli eftir bestu getu raunkostnað.
13. gr.
Ráðgjafarþjónusta.
Falli ráðgjafarvinna undir ákvæði stjórnsýslulaga um upplýsinga- og leiðbeiningaskyldu skal sú vinna undanþegin gjaldi. Ef ráðgjafarvinnan er fyrir utan ákvæði d-liðar 1. mgr. 12. gr. laga um brunavarnir nr. 75/2000 með síðari breytingum, um leiðbeiningar til fyrirtækja og stofnana eftir atvikum um hvaðeina er varðar brunavarnir og eldsvoða vegna viðkomandi starfssemi, er þjónustan gjaldskyld. Innheimtar eru 17.500 kr. fyrir hverja byrjaða klukkustund fyrir hvern starfsmann sem sinnir verkefninu.
14. gr.
Fylgd vegna sprengiefnaflutninga.
Sprengiefnafylgd er ekki áskilin í lögum um brunavarnir. Innheimt er að lágmarki 38.400 kr. fyrir hvern starfsmann sem sinnir verkefninu, auk 9.600 kr. fyrir hverja byrjaða klukkustund umfram fjóra tíma.
15. gr.
Viðbúnaður utan gildissviðs laganna.
Í 2. gr. laga um brunavarnir nr. 75/2000 með síðari breytingum kemur fram að lögin gilda um eldvarnir og slökkvistörf vegna eldsvoða og viðbúnað við mengunaróhöppum á landi nema kveðið sé á um annað í lögum þessum. Lögin gilda enn fremur um björgun á fastklemmdu fólki úr mannvirkjum og farartækjum með sérhæfðum björgunarbúnaði. Lögin taka ekki til eldvarna í skipum með haffærisskírteini, loftförum, almennum vinnuvélum, bifreiðum eða öðrum vélknúnum ökutækjum.
Ef óskað er eftir því að slökkviliðið sinni verkefni sem fellur utan gildissviðs laganna skal slökkviliðsstjóri innheimta fyrir tæki og vinnu samkvæmt gjaldskrá ef ekki liggja fyrir samningar um annað. Innheimta skal að lágmarki 140.000 kr., auk 17.500 kr. fyrir hverja byrjaða klukkustund umfram tvær fyrir hvern starfsmann sem sinnir verkefninu.
16. gr.
Upphreinsun.
Upphreinsun sem fellur ekki undir skilgreiningu 3. gr. laga um brunavarnir nr. 75/2000 á mengunaróhappi er sinnt af slökkviliði þótt ekki sé mælt fyrir um það í lögum um brunavarnir, meðan ekki eru aðrir þar til hæfir aðilar tiltækir til að sinna verkefninu. Er það mat slökkviliðsstjóra hverju sinni hvenær sinna skal slíku tilviki.
Slökkviliðsstjóri skal innheimta samkvæmt gjaldskrá fyrir vinnu við upphreinsun, efni sem notuð eru til upphreinsunar, meðhöndlun og förgun þeirra, ef ekki liggja fyrir samningar um annað. Innheimta skal að lágmarki 140.000 kr., auk 17.500 kr. fyrir hverja byrjaða klukkustund umfram tvær fyrir hvern starfsmann sem sinnir verkefninu.
17. gr.
Verðmætabjörgun og vatnslekar.
Verðmætabjörgun sem ekki er tilgreind í brunavarnalögum, t.d. vegna vatnsleka, er sinnt af slökkviliði þótt ekki sé mælt fyrir um það í lögum um brunavarnir, meðan ekki eru aðrir þar til hæfir aðilar tiltækir til að sinna verkefninu. Slökkviliðsstjóri skal innheimta gjald fyrir vinnu samkvæmt gjaldskrá ef ekki liggja fyrir samningar um annað. Innheimta skal að lágmarki 140.000 kr., auk 17.500 kr. fyrir hverja byrjaða klukkustund umfram tvær fyrir hvern starfsmann sem sinnir verkefninu.
18. gr.
Tækjaleiga.
Tækjaleiga er ekki fyrirskrifuð í lögum um brunavarnir. Þó er eðlilegt að leigja tæki sem eru þess eðlis að ekki er hægt að leigja þau hjá öðrum aðilum eða ef aðstæður kalla á skjóta notkun sem aðrir aðilar geta ekki boðið.
Verðlagning er ákveðin þannig að hún sé ávallt í það minnsta 35% hærri en leiga á svipuðum eða sambærilegum tækjum sem aðrir geta útvegað til að tryggja samkeppnissjónarmið. Oftast er um að ræða dælu- eða körfubíla, t.d. vegna kvikmyndagerðar eða einhverrar uppákomu sem kallar á slíkan búnað. Verðlagning á tækjum er endurskoðuð árlega.
Tæki BS skulu aðeins notuð af starfsmönnum slökkviliðsins. Innheimt er að lágmarki 38.400 kr. fyrir hvern starfsmann sem sinnir verkefninu, auk 9.600 kr. fyrir hverja byrjaða klukkustund umfram fjóra tíma, auk tækjaleigu.
19. gr.
Annað.
Innheimt skal gjald fyrir aðra vinnu sem ekki er tilgreind hér og ekki er mælt fyrir um í lögum eða er í samræmi við Brunavarnaráætlun BS. Innheimt skal fyrir alla vinnu og tæki. Getur þetta átt við um þjónustu vegna sérstakra verkefna eins og kvikmyndatöku, móttöku erlendra þjóðhöfðingja eða sendimanna, menningarviðburða o.fl. þess háttar.
IV. KAFLI
Innheimta.
20. gr.
BS annast innheimtu gjalda samkvæmt gjaldskrá þessari eða innheimtufyrirtæki sem verkefnið er falið samkvæmt samningi þar að lútandi. Um innheimtu gjalda skal fara eftir viðteknum venjum í innheimtu opinberra stofnana. Gjalddagi gjalda samkvæmt gjaldskránni er útgáfudagur reiknings og eindagi er 30 dögum síðar. Dráttarvextir reiknast frá gjalddaga séu gjöldin ekki greidd á eindaga.
Gjöldum sem til eru komin vegna aðgerða til að knýja fram úrbætur samkvæmt lögum, sbr. 6. gr. t.o.m. 11. gr., fylgir lögveð í viðkomandi fasteign eða lóð, sbr. 3. mgr. 12. gr., 3. og 4. mgr. 29. gr. laga um brunavarnir nr. 75/2000 með síðari breytingum.

V. KAFLI
Gildistaka og lagastoð.
21. gr.
Gjaldskrá þessi, sem sett er með heimild í lögum nr. 75/2000 með síðari breytingum og reglugerðum settum samkvæmt þeim, er samin og samþykkt af sveitarstjórn Sveitarfélagsins Skagafjarðar, með heimild í 1. mgr. 92. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011 með síðari breytingum. Gjaldskráin öðlast gildi við birtingu í B-deild Stjórnartíðinda.


6. nóvember 2012,


Vernharð Guðnason
slökkviliðsstjóri

Gjaldskrá brunavarna borin upp undir atkvæði og samþykkt níu atkvæðum.

11.3.Gjaldskrá 2013 - Skagafjarðarhafnir

Málsnúmer 1211126Vakta málsnúmer

Gjaldskrá Hafnarsjóðs Skagafjarðar, sem samþykkt var á 79.fundi umhverfis- og samgöngunefndar, vísað til byggðarráðs og samþykkt á 611. fundi og vísað til samþykktar sveitarstjórnar.

Gjaldskrá árið 2013
Fyrir Sauðárkrókshöfn, Hofsóshöfn og Haganesvíkurhöfn.

Almenn ákvæði.
1. gr.
Gjaldskrá þessi fyrir Sauðárkrókshöfn, Hofsóshöfn og Haganesvíkurhöfn er sett samkv. heimild í 17. grein hafnalaga nr. 61/2003 ásamt breytingu með lögum nr. 28/2007, 145/2007 og 88/2010.
Gjaldskráin er við það miðuð að hafnirnar geti haft nægar tekjur til þess að standa undir rekstri sbr. 5 tölulið 3 gr. hafnalaga.

Um gjaldtöku tengdri stærð skipa.
2. gr.
Við ákvörðun gjalda, sem taka mið af stærð skipa, skal miða við brúttótonnatölu skipa samkvæmt alþjóðlegu mælingarbréfi, sem gefið er út í samræmi við alþjóðasamþykktina um mælingu skipa frá 1969.

3. gr.
Af öllum skipum skal greiða tilheyrandi gjöld til hafnarsjóðs ef þau koma inn fyrir takmörk hafnarinnar og njóta þjónustu hennar.

Skipagjöld.
4. gr.
Lestargjöld.
Af öllum skipum skal greiða lestargjald, kr. 14,34 á mælieiningu samkv. 2. gr. en þó ekki oftar en tvisvar í mánuði.

Bryggjugjöld.
Af öllum skipum sem leggjast við bryggju eða hafnarbakka skal greiða samkvæmt eftirfarandi:
Skip við bryggju kr. 6,53 á mælieiningu fyrir hverja byrjaða 24 tíma, sem skip liggur bundið.

Heimilt er að taka lestar- og bryggjugjald af fiskiskipum allt að 100 brt. og minni bátum, sem mánaðargjald, kr. 91,40 á mælieiningu, en þó aldrei lægra en kr. 6.800,00 á mánuði.
Árgjald báta 0-20 brt. kr. 48.687,00.

Einkaleiga við flotbryggju og harðviðarbryggju verði:
Árgjald kr. 97.000,00
Mánaðargjald kr. 12.125,00

Bátar allt að 20 brt. greiði kr. 6.800,00 fyrir hvern mánuð, bátar undir 6 mtr. greiði ½ gjald.

Bátar yfir 20 brt. og allt að 50 brt. greiði kr. 9.730,00 fyrir hvern mánuð.

Bátar yfir 50 brt. og allt að 100 brt. greiði kr. 13.600,00 fyrir hvern mánuð.

Heimilt er að leggja á allt að fimmföld bryggjugjöld á skip og báta sem liggja um lengri tíma við bryggju og hafa verið án haffærisskírteinis í a.m.k. 6 mánuði.

Heimilt er að leggja þreföld bryggjugjöld á skip og báta sem óska eftir langtíma viðlegu vegna annarrar starfsemi en útgerðar.

Undanþegin greiðslu bryggjugjalds eru herskip, varðskip og skip, sem gerð eru út til vísindalegra rannsókna, svo og skip sem leita hafnar vegna sjóskaða eða til að láta í land sjúka menn eða látna, svo fremi þau hljóti ekki frekari þjónustu.


Vörugjöld.
5. gr.
Vörugjald skal greiða af öllum vörum sem fluttar eru af skipsfjöl á land eða úr landi á skipsfjöl, eða úr einu skipi í annað, innan takmarka hafnarinnar, þó með þeim undantekningum er síðar getur.

6. gr.
Fyrir vörur sem samkvæmt farmskrá skips eru ákveðnar til annarar hafnar, innlendrar eða erlendrar, en eru látnar á land um stundarsakir, skal aðeins greitt vörugjald þegar vörurnar eru fluttar í land. Undanþegnar þessu gjaldi eru vörur sem látnar eru á land um stundarsakir vegna skemmda á skipi.

7. gr.
Af vörum, sem fluttar eru á skip og fara eiga til annarra hafna innanlands greiðist hálft vörugjald.
Af vörum sem koma frá útlöndum og fara eiga áfram til útlanda er heimilt að innheimta fullt vörugjald þegar vörurnar eru fluttar á land.

8. gr.
Þessar vörur eru algjörlega undanþegnar vörugjaldi:
a) Umbúðir sem endursendar eru.
b) Olía, vistir og aðrar nauðsynjar skipa til eigin notkunar.
c) Almennar póstsendingar og farangur ferðamanna.
d) Úrgangur til eyðingar.

9. gr.
Vörugjald reiknast eftir þyngd eða verðmæti, með umbúðum og af hverri sendingu sérstaklega. Fara skal eftir farmskrá skipa við útreikning vörugjalds. Skipstjóri eða afgreiðslumaður skips skal láta höfninni í té afrit af farmskrá. Sé engri farmskrá til að dreifa skal skipstjóri gefa drengskaparvottorð um vörumagn sem fermt hefur verið eða affermt úr skipi hans. Þyki hafnarstjóra ástæða til getur hann hvenær sem er látið ákveða vörumagnið á þann hátt sem hann telur hentugast. Reynist vörumagnið vera meira en upp er gefið greiðir farmeigandi kostnaðinn.
Séu fleiri en ein vörutegund í sendingu ósundurliðað skal reikna vörugjaldið eftir þeirri tegund sem hæst gjald skal greiða af.

10. gr.
Vörur skal flokka til vörugjalds eftir því sem vörugjaldskrá tiltekur og gjaldið greiðist eins og hér segir.
Vörugjaldskrá:
1. fl.: Gjald kr. 263,73 fyrir hvert tonn:
Heilfarmar og stórsekkjavara, svo sem, kol, laust korn, salt, vikur, sandur, kísilgúr, þörungamjöl, sement, áburður og úrgangur sem fluttur er til endurvinnslu.

2. fl.: Gjald kr. 330,51 fyrir hvert tonn:
Benzín, brennsluolíur, lýsi og fiskimjöl.

3. fl.: Gjald kr. 548,17 fyrir hvert tonn:
Þungavarningur, svo sem sekkjavörur, óunnið járn og stál, veiðarfæri, smurningsolíur, sjávarafurðir, landbúnaðarafurðir, hráefni til iðnaðar og byggingarframkvæmda. Pökkuð og niðursoðin matvæli, óáfengar drykkjarvörur og ávextir.

4. fl. Gjald kr 1.572,49 fyrir hvert tonn:
Aðrar vörur sem ekki eru tilgreindar í flokkum 1-3.

5. fl.: Gjald 1,6%. Sjávarafli lagður á land eða í skip á hafnarsvæðinu til vinnslu eða brottflutnings, þ.m.t. fiskur og seiði úr eldiskvíum. Gjaldið reiknast af heildarverðmæti aflans.
Gjald af frystum afla frystitogara og eldisfiski reiknast af helmingi heildarverðmætis.
Gjald af saltfiski reiknast miðað við tvöfalda þyngd og gjald af gámafiski reiknast af áætluðu heildarverði.
Seljanda aflans ber að afhenda hafnarstjóra skýrslu um seldan afla um leið og sala hefur átt sér stað, t.d. afrit af aflaskýrslu til Fiskistofu. Aflagjaldið fellur í gjalddaga um leið og afla er landað.
Um aflagjald af grásleppuhrognum gildir sama regla og með landaðan bolfisk og skal útgerðarmaður eða verkandi skila til hafnaryfirvalda skýrslum um heildar verðmæti hrognana.Verði þeim ekki skilað munu hafnaryfirvöld ná í þær tölur inn á vefsíðu Fiskistofu sem vigtarmenn hafa aðgang að.
Seljandi ber skil á greiðslu aflagjalds.
Lágmark í öllum flokkum er kr. 190,00.


Leiga á gámasvæði.
11. gr.
Leiga fyrir geymslusvæði skal vera eftirfarandi:
Geymsla á malbikuðu svæði pr. fermeter á mánuði, kr. 103,00.
Geymsla á ómalbikuðu svæði pr. fermeter á mánuði kr. 51,00.
Langtímaleiga fyrir 40´geymlugáma trillukarla kr. 11.337,00 pr. ár.

Sorphirða.
12. gr.
Öll skip er koma til hafnar greiði kr. 5.715,00 í hvert skipti, losi skipið sig við sorp.
Öll skip er koma til hafnar greiði urðunargjald, kr. 17,00 fyrir hvert kíló af sorpi sem skip losar sig við.
Skemmtibátar greiði kr. 1.050,00 á ári.

Hafnsögugjöld.
13. gr.
Hafnsögugjöld skulu greidd samkvæmt eftirfarandi gjaldskrá:
a) Fyrir leiðsögu til hafnarinnar, að bólvirki eða lægi kr 16.980,00 fyrir hvert skip. Fyrir leiðsögu frá bólvirki eða lægi og úr höfninni greiðist sama gjald.

Þjónusta hafnsögubáts.
14. gr.
Fyrir flutning á hafnsögumanni greiðist kr. 18.765,00.

Festargjöld.
15. gr.
Festargjald dagvinna kr. 9.900,00.
Festargjald næturvinna kr. 16.724,00.
Festargjöld stórhátíðarvinna kr. 19.975,00.
Gjaldið miðast við einn mann.
Þegar skip leggur að bryggju skal starfsmaður hafnarinnar taka á móti því, en þó er heimilt að veita undanþágu frá þessari reglu í sérstökum tilfellum.


Vatnssala.
16. gr.
Vatnsgjald:
Kalt vatn til skipa kr. 250,00 á m3.
Lágmarksgjald miðað við 10 m3.
Útkall milli kl. 17:00 og 08:00 virka daga svo og um helgar og helgidaga, greiðist sérstaklega kr. 4.181,00 pr. klst.


Rafmagnssala.
17. gr.

Rafmagn:
Sauðárkrókshöfn kr. 18,30 á kwst.
Hofsóshöfn kr. 18,30 á kwst.
Haganesvík kr. 18,30 á kwst.
Tengilgjald kr. 3.480,00.
Rafmagn á flotbryggju og harðviðarbryggju er með 10% afslætti.
Rafmagnsgjöld geta tekið breytingum án fyrirvara vegna gjaldskrárbreytinga birgja hafnarinnar hverju sinni.
Útkall milli kl. 17:00 og 08:00 virka daga svo og um helgar og helgidaga, greiðist sérstaklega kr. 4.181,00 pr. klst.

Vigtargjald.
18. gr.
Vigtargjöld:
Vigtun á sjávarfangi kr. 143,00 á tonn, þó ekki lægra en kr. 1.430,00.
Öll almenn vigtun kr. 198,00 á tonn þó ekki lægra en kr. 1.980,00.
Einstök vigtun kr. 1.980,00.

Þjónustugjöld fiskiskipa undir 100 brt.
Vigtunargjald pr. vigtun kr. 793,00.
Kranagjald pr. hvert byrjað tonn kr. 380,00.
Kalt vatn pr. löndun kr. 110,00.
Sorpgjald pr. mánuð kr. 440,00.

Milli kl. 17:00 og 22:00 verða einnig innheimtir 2 tímar í næturvinnu.
Eftir kl. 22:00 til 08:00 næsta dag, svo og laugardaga, sunnudaga og aðra helgidaga, verða, ef nauðsynlegt reynist að ræsa út til vigtunar á þeim tíma, innheimtir 4 tímar í næturvinnu samkvæmt gjaldskrá. Deilist á milli báta séu fleiri en einn að landa á svipuðum tíma.

Úrtaksvigtun. Af sjávarafla frystitogara eða öðrum þeim skipum er frumlanda sjávarfangi í Sauðárkrókshöfn skal greiða skráningargjald sem er kr. 143,00 á landað tonn ef skráð er í GAFL, kerfi Fiskistofu.

Útkall milli kl. 17:00 og 08:00 virka daga svo og um helgar og helgidaga, greiðist sérstaklega kr. 4.181,00 pr. klst., getur tekið breytingum án fyrirvara með nýjum kjarasamningum.


Hafnavernd.
19. gr.
Gjald vegna hafnaverndar er eftirfarandi.
Öryggisgjald (fastagjald) kr. 28.525,00.
Öryggisgæsla:
a) dagvinna kr. 2.2.475,00,
b) næturvinna kr. 4.181,00.
Getur tekið breytingum án fyrirvara með nýjum kjarasamningum.


Um innheimtu og greiðslu gjalda.
20. gr.
Hafnarstjóri sér um innheimtu allra gjalda skv. gjaldskrá þessari og skal greiða gjöldin á skrifstofu sveitarfélagsins. Heimilt er að leita samþykkis skrifstofunnar til notkunar greiðslumiðlunar við uppgjör skulda.
Séu gjöldin ekki greidd á réttum gjalddögum er áskilið að reikna dráttarvexti af gjaldfallinni fjárhæð skv. 6. gr. laga um vexti og verðtryggingu nr. 38/2001.

21. gr.
Skipstjóri og eigandi skips bera ábyrgð á greiðslu gjalda þeirra sem greiða ber til Hafnarsjóðs Skagafjarðar vegna skipsins. Er skipstjóra skylt við komu til hafnar að gefa hafnarstjóra upplýsingar um skipið í samræmi við ákvæði 5. mgr. reglugerðar nr. 326/2004 um hafnamál og afhenda hafnarstjóra þjóðernis- og skrásetningarskýrteini skipsins, ef hafnarstjóri krefst þess vegna ófullnægjandi upplýsinga frá skipstjóra og hefur hafnarsjóður haldsrétt yfir skírteinum uns gjöld eru greidd. Töf og tjón sem af þessu hlýst er einvörðungu á ábyrgð og kostnað greiðanda áfallinna gjalda.
Áfallin gjöld skal greiða áður en skip fer burt úr höfninni og enginn skipstjóri getur vænst þess að fá afgreiðslu fyrir skip sitt hjá sýslumanni eða tollstjóra, nema hann sanni með vottorði frá hafnarstjóra að hann hafi greitt öll gjöld sín til hafnarinnar.

22. gr.
Vörugjald greiðist af öllum vörum sem eru affermdar, afhentar eða fluttar, eða á annan hátt sjóleiðis eða landleiðina, inn fyrir mörk hafnarinnar. Vörugjaldið reiknast skipi til skuldar áður en skip hefur siglingu, nema um annað sé sérstaklega samið. Vörugjald er á ábyrgð farmflytjanda og er afhending vöru án greiðslu vörugjalds á hans ábyrgð.
Ef vörur eru fluttar úr einu skipi í annað greiðir sá vörugjaldið sem affermir.
Vörugjald af vörum sem koma til hafnarinnar fellur í gjalddaga þegar skipið sem vörurnar flytur er komið í höfnina og vörugjald af vörum sem fluttar eru úr höfninni fellur í gjalddaga þegar vörurnar eru komnar í skip. Skipstjóra og afgreiðslumanni skips er óheimilt að afhenda vörurnar fyrr en gjaldið er greitt.

23. gr.
Öll gjöld samkvæmt gjaldskrá þessari má ávallt tryggja með að för að undangengnum dómi.
Skipagjöld eru tryggð með með lögveði í viðkomandi skipi eða vátryggingafé. Gengur það veð í tvö ár fyrir samningsveðkröfum sbr. Ákvæði 2 mgr. 21. gr. hafnarlaga nr. 61/2003. Hafnarsjóði Skagafjarðar er heimilt að krefjast frekari trygginga fyrir greiðslu áfallinna gjalda ef ástæða þykir til.

24. gr.
Öll gjöld í gjaldskrá þessari eru án virðisaukaskatts. Hafnarsjóði Skagafjarðar er skylt að innheimta virðisaukaskatt af öllum gjöldum í gjaldskrá þessari, sbr. 3 tl. 3. gr. laga nr. 50/1988 um virðisaukaskatt.

Gjaldskrá Skagafjarðarhafna borin undir atkvæði og samþykkt með niu atkvæðum.

11.4.Gjaldskrá fasteignagjalda 2013

Málsnúmer 1211203Vakta málsnúmer

Gjaldskrá fasteignagjalda 2013 vísað frá 611.fundi byggðarráðs til afgreiðslu sveitarstjórnar.

Fasteignaskattur A-flokkur 0,50%
Fasteignaskattur B-flokkur 1,32%
Fasteignaskattur C-flokkur 1,65%

Lóðarleiga íbúðarlóða 1,50%
Lóðarleiga atvinnulóða 2,50%
Leiga beitarlands 0,50 kr/m2
Leiga ræktunarlands utan þéttbýlis 0,90 kr/m2
Leiga ræktunarlands í þéttbýli 1,25 kr/m2

Vatnsgjald 0,16% af álagningarstofni. Lágmarksgjald skal vera pr. rúmmetra 38,50 kr. og hámarksgjald pr. rúmmetra 45,50 kr.

Gjaldskrá fyrir sorphirðu og sorpurðun:
1. gr.
Sorphirðugjald, íbúðarhúsnæði 16.000 kr.
Sorpeyðingargjald, íbúðarhúsnæði 14.000 kr.

2. gr.
Sorpeyðingargjöld:
Býli/bújarðir með atvinnustarfsemi 42.500 kr.
Íbúðarhúsnæði í dreifbýli 14.000 kr.
Sumarbústaðir 14.000 kr.
Hesthús á skipulögðum svæðum í þéttbýli 3.000 kr. hver séreign.

Fráveitugjald 0,275%

Upphafsálagning fasteignagjalda 2013:
Fjöldi gjalddaga fasteignagjalda verði átta, frá 1. febrúar 2013 til 1. september 2013. Heildarálagning á fasteign sem ekki nær 350 kr. fellur niður. Ef álagning fasteignagjalda á fasteign nær ekki 23.000 kr. á gjaldanda, verður öll upphæðin innheimt á fyrsta gjalddaga, 1. febrúar 2013. Einnig verður gefinn kostur á því að gjaldendur geti greitt upp fasteignagjöldin á einum gjalddaga og eigisíðar en 10. maí 2013, séu þau jöfn eða umfram 23.000 kr.

Álagningarseðlar fasteignagjalda 2013 verða sendir í pappírsformi til þeirra gjaldenda sem eiga lögheimili í sveitarfélaginu og eru 70 ára og eldri. Gert er ráð fyrir að aðrir gjaldendur nálgist rafræna útgáfu álagningarseðlanna í Íbúagátt sveitarfélagsins og á vefsíðu island.is, nema þeir óski sérstaklega eftir pappírsútgáfu. Þessi tilhögun verði auglýst með góðum fyrirvara í staðarblöðum og á heimasíðu sveitarfélagsins.

Gjaldskrá fasteignagjalda 2013 borin undir atkvæði og samþykkt með níu atkvæðum.

11.5.Reglur um afslátt af fasteignaskatti 2013

Málsnúmer 1211205Vakta málsnúmer

Fjárhæðir í reglum sveitarfélagsins um afslátt af fasteignaskatti, til tekjulágra elli- og örorkulífeyrisþega sem eiga lögheimili í Sveitarfélaginu Skagafirði vísað frá 611. fundi byggðarráðs til afgreiðslu sveitarstjórnar.

4. grein verði svo hljóðandi:
Afsláttur af fasteignaskatti er tekjutengdur og er allt að 55.000 kr. á árinu 2013. Afsláttur er reiknaður til bráðabirgða við upphafsálagningu og er hlutfallslegur að teknu tilliti til allra skattskyldra tekna, þ.m.t. eigna- og fjármagnstekna samkvæmt síðasta skattframtali, þ.e. vegna tekna ársins 2011. Hámarks afsláttarupphæð við upphafsálagningu er 27.500 kr. Þegar staðfest skattframtal liggur fyrir vegna tekna ársins 2012 verður afsláttur endurskoðaður og leiðréttur. Miðað er við sameiginlegar tekjur hjóna og samskattaðs sambýlisfólks.

5.gr. verði eftirfarandi:
Tekjumörk eru sem hér segir:
Fyrir einstaklinga:
a) með tekjur allt að 2.491.000 kr. fullur afsláttur skv. 4. gr.
b) með tekjur yfir 3.358.000 kr. enginn afsláttur.
Fyrir hjón og samskattað sambýlisfólk:
a) með tekjur allt að 3.358.000 kr. fullur afsláttur skv. 4. gr.
b) með tekjur yfir 4.549.000 kr. enginn afsláttur.
Ef tekjur eru á framangreindu bili er veittur hlutfallslegur afsláttur.

Reglur um afslátt af fasteignaskatti 2013 bornar undir atkvæði og samþykktar með níu atkvæðum.

11.6.Reglur um styrki til greiðslu fasteignaskatts

Málsnúmer 1211206Vakta málsnúmer

Tillaga frá 611. fundi byggðarráðs, um að reglur sveitarfélagsins um styrki til greiðslu fasteignaskatts skv. 2. mgr. 5. gr. laga um tekjustofna sveitarfélaga nr. 4/1995 verði óbreyttar, vísað til samþykktar í sveitarstjórn.
Tillaga byggðarráðs var borin undir atkvæði og samþykkt með níu atkvæðum.

11.7.Tilnefning tveggja fulltrúa í samráðsvettvang Sóknaráætlunar Nl.v.

Málsnúmer 1211170Vakta málsnúmer

Afgreiðsla 611. fundar byggðaráðs staðfest á 296. fundi sveitarstjórnar með níu atkvæðum.

11.8.Erindi frá Sigurjóni Þórðarsyni

Málsnúmer 1211207Vakta málsnúmer

Afgreiðsla 611. fundar byggðaráðs staðfest á 296. fundi sveitarstjórnar með níu atkvæðum.

11.9.Auglýsing um fyrirmynd að samþykkt um stjórn sveitarfélaga

Málsnúmer 1211164Vakta málsnúmer

Afgreiðsla 611. fundar byggðaráðs staðfest á 296. fundi sveitarstjórnar með níu atkvæðum.

11.10.Rekstrarupplýsingar 2012

Málsnúmer 1205003Vakta málsnúmer

Afgreiðsla 611. fundar byggðaráðs staðfest á 296. fundi sveitarstjórnar með níu atkvæðum.

12.Byggðarráð Skagafjarðar - 612

Málsnúmer 1212001FVakta málsnúmer

Fundargerð 612. fundar byggðarráðs lögð fram til afgreiðslu á 296. fundi sveitarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér. Stefán Vagn Stefánsson kynnti fundargerð. Sigurjón Þórðarson og Þorsteinn Tómas Broddason kvöddu sér hljóðs.

12.1.Fjárhagsáætlun umhverfis- og samgöngunefnd vegna 2013

Málsnúmer 1210300Vakta málsnúmer

Forseti gerir tillögu um að vísa afgreiðslu málsins til 14. liðar, Fjárhagsáætlun 2013. Samþykkt samhljóða.

12.2.Hækkun gjaldskrár sundlauga

Málsnúmer 1211200Vakta málsnúmer

Gjaldskrá sundlauga í Sveitarfélaginu Skagafirði frá 1. janúar 2013, vísað frá 610. fundi byggðarráðs.

Börn að 18 ára aldri búsett í sveitarfélaginu, frítt gegn framvísun þjónustukorts
Önnur börn 0-6 ára kr. 0
Önnur börn yngri en 18 ára 220 kr.
10 miða kort barna 1.650 kr.
Eldri borgarar búsettir í sveitarfélaginu, frítt gegn framvísun þjónustukorts
Öryrkjar búsettir í sveitarfélaginu, frítt gegn framvísun þjónustukorts
Aðrir öryrkjar 220 kr.
Fullorðnir í sund/gufu 550 kr.
Klukkutíma einkatími í gufu 4.400 kr.
10 miða kort fullorðinna 4.400 kr.
30 miða kort fullorðinna 8.200 kr.
Árskort fullorðinna 30.500 kr.
Sundföt 440 kr.
Handklæði 440 kr.

Gufubað og infrarauð sauna innifalin í aðgangi.

Endurútgáfa þjónustukorts 550 kr.

Aðrir þættir gjaldskyldu:
Börn með lögheimili utan Sveitarfélagsins Skagafjarðar byrja að greiða 1. júní árið sem þau verða 6 ára.

Gjaldskrá sundlauga í Sveitarfélaginu Skagafirði frá 1. janúar 2013, borin undir atkvæði og samþykkt með níu atkvæðum.

12.3.Lindargata 1 - Umsókn um rekstrarleyfi

Málsnúmer 1206258Vakta málsnúmer

Afgreiðsla 612. fundar byggðaráðs staðfest á 296. fundi sveitarstjórnar með níu atkvæðum.

12.4.Umsókn um styrk

Málsnúmer 1212014Vakta málsnúmer

Afgreiðsla 612. fundar byggðaráðs staðfest á 296. fundi sveitarstjórnar með níu atkvæðum.

12.5.Fjárhagsáætlun 2013

Málsnúmer 1208106Vakta málsnúmer

Forseti gerir tillögu um að vísa afgreiðslu málsins til 14. liðar, Fjárhagsáætlun 2013. Samþykkt samhljóða.

12.6.Þriggja ára áætlun 2014-2016

Málsnúmer 1210039Vakta málsnúmer

Forseti gerir tillögu um að vísa afgreiðslu málsins til 15. liðar, þriggja ára áætlun 2014-2016. Samþykkt samhljóða.

12.7.Sauðárkrókshöfn - ný smábátahöfn

Málsnúmer 1109306Vakta málsnúmer

Afgreiðsla 612. fundar byggðaráðs staðfest á 296. fundi sveitarstjórnar með níu atkvæðum.

12.8.Álit Samkeppniseftirlitsins á útleigu og sölu húsnæðis á vegum hins opinbera

Málsnúmer 1211225Vakta málsnúmer

Afgreiðsla 612. fundar byggðaráðs staðfest á 296. fundi sveitarstjórnar með níu atkvæðum.

13.Byggðarráð Skagafjarðar - 613

Málsnúmer 1212007FVakta málsnúmer

Fundargerð 613. fundar byggðarráðs lögð fram til afgreiðslu á 296. fundi sveitarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér. Stefán Vagn Stefánsson kynnti fundargerð. Sigurjón Þórðarson, Stefán Vagn Stefánsson, Sigurjón Þórðarson, Jón Magnússon, Sigurjón Þórðarson og Þorsteinn Tómas Broddason kvöddu sér hljóðs.

13.1.Baráttan við hjartasjúkdóma

Málsnúmer 1212049Vakta málsnúmer

Afgreiðsla 613. fundar byggðaráðs staðfest á 296. fundi sveitarstjórnar með níu atkvæðum.

13.2.Umsögn um breyttan afgreiðslutíma lyfjabúðar

Málsnúmer 1212051Vakta málsnúmer

Afgreiðsla 613. fundar byggðaráðs staðfest á 296. fundi sveitarstjórnar með níu atkvæðum.

13.3.Gjaldskrá skólarútu á Sauðárkróki 2013

Málsnúmer 1211136Vakta málsnúmer

Gjaldskrá skólarútu á Sauðárkróki 2013 vísað frá 613. fundi byggðarráðs til samþykktar sveitarstjórnar.
Byggðarráð samþykkir að gjaldskráin, kr. 50.- hver ferð, verði ekki hækkuð og verði óbreytt út skólaárið 2012-2013.
Gjaldskráin var borin undir atkvæði og samþykkt með níu atkvæðum.

13.4.Gjaldskrár og viðmiðunarupphæðir 2013 Félagsþjónusta

Málsnúmer 1211191Vakta málsnúmer

Félags-og tómstundanefnd samþykkir og vísar til Byggðaráðs:
- að gjaldskrá vegna niðurgreiðslu dagvistar á einkaheimilum verði óbreytt.
- að viðmiðun grunnupphæðar fjárhagsaðstoðar árið 2013 verði óbreytt, 82% af lágmarksatvinnuleysisbótum og hækki í 142.200 kr. á mánuði frá og með 1. janúar 2013
- að gjald fyrir unna vinnustund í heimaþjónustu frá 1.1.2013 verði miðað við launaflokk 123-1 skv. samningum Starfsmannafélags Skagafjarðar, 8% persónuálag, kr. 2.049 í stað 1.943 kr. áður.
- að daggjald notenda í Dagdvöl aldraðra verði hækkað úr 1.200 kr í 1.250 kr/dag
Byggðarráð samþykkir á 612. fundi sínum ofangreindar gjaldskrár og viðmiðanir og vísar til samþykktar sveitarstjórnar.

Gjaldskrár og viðmiðunarupphæðir 2013, Félagsþjónusta borin undir atkvæði og samþykkt með níu atkvæðum.

13.5.Fjárhagsáætlun 2013 - Skipulags-og byggingarnefnd

Málsnúmer 1210378Vakta málsnúmer

Forseti gerir tillögu um að vísa afgreiðslu málsins til 14. liðar, Fjárhagsáætlun 2013. Samþykkt samhljóða.

13.6.Fjárhagsáætlun fræðslusviðs

Málsnúmer 1212031Vakta málsnúmer

Forseti gerir tillögu um að vísa afgreiðslu málsins til 14. liðar, Fjárhagsáætlun 2013. Samþykkt samhljóða.

13.7.Fjárhagsáætlun 2013

Málsnúmer 1208106Vakta málsnúmer

Forseti gerir tillögu um að vísa afgreiðslu málsins til 14. liðar, Fjárhagsáætlun 2013. Samþykkt samhljóða.

13.8.Þriggja ára áætlun 2014-2016

Málsnúmer 1210039Vakta málsnúmer

Forseti gerir tillögu um að vísa afgreiðslu málsins til 15. liðar, Þriggja ára áætlun 2014-2016. Samþykkt samhljóða.

13.9.Styrkbeiðni - skráning reiðleiða

Málsnúmer 1210123Vakta málsnúmer

Afgreiðsla 613. fundar byggðaráðs staðfest á 296. fundi sveitarstjórnar með níu atkvæðum.

13.10.Byggingarnefnd Árskóla - 10

Málsnúmer 1211015FVakta málsnúmer

Afgreiðsla 613. fundar byggðaráðs staðfest á 296. fundi sveitarstjórnar með níu atkvæðum.

13.11.Verksamningar

Málsnúmer 1211235Vakta málsnúmer

Afgreiðsla 613. fundar byggðaráðs staðfest á 296. fundi sveitarstjórnar með níu atkvæðum.

13.12.Viðbygging Árskóli - áfangi II

Málsnúmer 1211237Vakta málsnúmer

Sigurjón Þórðarson bókar: Gögn málsins, sem nú hafa loksins fengist fram, bera það með sér að stæstu framkvæmdir Sveitarfélagsins Skagafjarðar á kjörtímabilinu hafa verið afar illa undirbúnar. Útsvarsgreiðendur í sveitarfélaginu hljóta að vera hugsi yfir meðferð opinberra fjármuna í þessu máli á þeim tímum sem þröngur rekstur sveitarfélagsins hefur kallað á aðhaldsaðgerðir sem bitnað hafa með beinum hætti á íbúum sveitarfélagsins.
Allt þetta mál gefur til kynna að það þurfi að setja almennar útboðsreglur fyrir sveitarfélagið, líkt og mörg sveitarfélög hafa gert skv. tilmælum frá Samtökum íslenskra sveitarfélaga. Það myndi kalla á virka samkeppni og minni kostnað fyrir íbúana og auðveldar aðgengi nýrra aðila við að hasla sér völl í atvinnulífinu í Skagafirði.

Stefán Vagn Stefánsson tók til máls og ítrekar bókun sína frá fundi byggðarráðs.
Sú framkvæmd sem hér um ræðir hefur ítrekað verið rædd í byggðarráði og sveitarstjórn og engum gögnum haldið frá sveitarstjórnarfulltrúum. Um fáar framkvæmdir sveitarfélagsins hefur verið eins mikið rætt og viðbyggingu Árskóla og ánægjulegt að sjá þá framkvæmd loks rísa. Sú leið sem samþykkt var að fara er mun hagfelldari fyrir sveitarfélagið og útsvarsgreiðendur en fyrri hugmyndir gerðu ráð fyrir og fellur því vel inn í þær aðhaldsaðgerðir sem sveitarfélagið hefur staðið fyrir.

Afgreiðsla 613. fundar byggðaráðs staðfest á 296. fundi sveitarstjórnar með níu atkvæðum.

13.13.Hönnunarfundir vegna Árskóla

Málsnúmer 1211239Vakta málsnúmer

Afgreiðsla 613. fundar byggðaráðs staðfest á 296. fundi sveitarstjórnar með níu atkvæðum.

13.14.Árskóli - Verkfundargerðir vegna viðbyggingar 2012

Málsnúmer 1211240Vakta málsnúmer

Afgreiðsla 613. fundar byggðaráðs staðfest á 296. fundi sveitarstjórnar með níu atkvæðum.

13.15.SSNV Fundargerðir stjórnar 2012

Málsnúmer 1201010Vakta málsnúmer

Afgreiðsla 613. fundar byggðaráðs staðfest á 296. fundi sveitarstjórnar með níu atkvæðum.

14.Atvinnu- og ferðamálanefnd - 87

Málsnúmer 1212008FVakta málsnúmer

Fundargerð 87. fundar atvinnu- og ferðamálanefndar lögð fram til afgreiðslu á 296. fundi sveitarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér. Viggó Jónsson kynnti fundargerð. Enginn kvaddi sér hljóðs.

14.1.Minnispunktar frá fundi með stjórn Félags ferðaþjónustunnar

Málsnúmer 1212011Vakta málsnúmer

Afgreiðsla 87. fundar atvinnu- og ferðamálanefndar staðfest á 296. fundi sveitarstjórnar með níu atkvæðum.

14.2.Matarkistan Skagafjörður - útgáfa bókar

Málsnúmer 1212056Vakta málsnúmer

Afgreiðsla 87. fundar atvinnu- og ferðamálanefndar staðfest á 296. fundi sveitarstjórnar með níu atkvæðum.

14.3.Umsókn um byggðakvóta fiskveiðiársins 2012/2013

Málsnúmer 1209095Vakta málsnúmer

Afgreiðsla 87. fundar atvinnu- og ferðamálanefndar staðfest á 296. fundi sveitarstjórnar með níu atkvæðum.

14.4.Fundur um vetrarferðaþjónustu í Tindastóli

Málsnúmer 1212057Vakta málsnúmer

Afgreiðsla 87. fundar atvinnu- og ferðamálanefndar staðfest á 296. fundi sveitarstjórnar með níu atkvæðum.

14.5.Uppbygging tjaldstæðisins í Varmahlíð

Málsnúmer 1210122Vakta málsnúmer

Afgreiðsla 87. fundar atvinnu- og ferðamálanefndar staðfest á 296. fundi sveitarstjórnar með níu atkvæðum.

15.Félags- og tómstundanefnd - 190

Málsnúmer 1211011FVakta málsnúmer

Fundargerð 190. fundar félags- og tómstundanefndar lögð fram til afgreiðslu á 296. fundi sveitarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér. Bjarni Jónsson kynnti fundargerð. Enginn kvaddi sér hljóðs.

15.1.Hækkun gjaldskrár sundlauga

Málsnúmer 1211200Vakta málsnúmer

Afgreiðsla 190. fundar félags- og tómstundanefndar staðfest á 296. fundi sveitarstjórnar með níu atkvæðum.

15.2.Fjárhagsáætlun frístundasviðs 2013

Málsnúmer 1211201Vakta málsnúmer

Afgreiðsla 190. fundar félags- og tómstundanefndar staðfest á 296. fundi sveitarstjórnar með níu atkvæðum.

15.3.Gjaldskrár og viðmiðunarupphæðir 2013 Félagsþjónusta

Málsnúmer 1211191Vakta málsnúmer

Afgreiðsla 190. fundar félags- og tómstundanefndar staðfest á 296. fundi sveitarstjórnar með níu atkvæðum.

15.4.Fjárhagsáætlun 2013 fyrir félagsþjónustu 02

Málsnúmer 1211190Vakta málsnúmer

Afgreiðsla 190. fundar félags- og tómstundanefndar staðfest á 296. fundi sveitarstjórnar með níu atkvæðum.

15.5.Fundargerð þjónustuhóps SSNV 121015

Málsnúmer 1210295Vakta málsnúmer

Afgreiðsla 190. fundar félags- og tómstundanefndar staðfest á 296. fundi sveitarstjórnar með níu atkvæðum.

15.6.Rekstrarstyrkur við Sjónarhól

Málsnúmer 1210133Vakta málsnúmer

Afgreiðsla 190. fundar félags- og tómstundanefndar staðfest á 296. fundi sveitarstjórnar með níu atkvæðum.

15.7.Fjárbeiðni Stigamóta 2013

Málsnúmer 1211016Vakta málsnúmer

Afgreiðsla 190. fundar félags- og tómstundanefndar staðfest á 296. fundi sveitarstjórnar með níu atkvæðum.

15.8.Umsókn um leyfi til daggæslu barna.

Málsnúmer 1211199Vakta málsnúmer

Afgreiðsla 190. fundar félags- og tómstundanefndar staðfest á 296. fundi sveitarstjórnar með níu atkvæðum.

15.9.Fjárhagsaðstoð 2012 trúnaðarbók

Málsnúmer 1201097Vakta málsnúmer

Afgreiðsla 190. fundar félags- og tómstundanefndar staðfest á 296. fundi sveitarstjórnar með níu atkvæðum.

16.Félags- og tómstundanefnd - 191

Málsnúmer 1212002FVakta málsnúmer

Fundargerð 191. fundar félags- og tómstundanefndar lögð fram til afgreiðslu á 296. fundi sveitarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér. Bjarni Jónsson kynnti fundargerð. Enginn kvaddi sér hljóðs.

16.1.Fjárhagsáætlun frístundasviðs 2013

Málsnúmer 1211201Vakta málsnúmer

Forseti gerir tillögu um að vísa afgreiðslu málsins til afgreiðslu 14. liðar, Fjárhagsáætlun 2013
Samþykkt samhljóða.

16.2.Fjárhagsáætlun 2013 fyrir félagsþjónustu 02

Málsnúmer 1211190Vakta málsnúmer

Forseti gerir tillögu um að vísa afgreiðslu málsins til afgreiðslu 14. liðar, Fjárhagsáætlun 2013
Samþykkt samhljóða.

17.Fræðslunefnd - 82

Málsnúmer 1211009FVakta málsnúmer

Fundargerð 82. fundar fræðslunefndar lögð fram til afgreiðslu á 296. fundi sveitarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér. Bjarni Jónsson kynnti fundargerð. Enginn kvaddi sér hljóðs.

17.1.Gjaldskrá leikskóla 2013

Málsnúmer 1211133Vakta málsnúmer

Afgreiðsla 82. fundar fræðslunefndar staðfest á 296. fundi sveitarstjórnar með níu atkvæðum.

17.2.Gjaldskrá grunnskóla 2013

Málsnúmer 1211134Vakta málsnúmer

Afgreiðsla 82. fundar fræðslunefndar staðfest á 296. fundi sveitarstjórnar með níu atkvæðum.

17.3.Gjaldskrá skólarútu á Sauðárkróki 2013

Málsnúmer 1211136Vakta málsnúmer

Afgreiðsla 82. fundar fræðslunefndar staðfest á 296. fundi sveitarstjórnar með níu atkvæðum.

17.4.Gjaldskrá tónlistarskóla 2013

Málsnúmer 1211135Vakta málsnúmer

Afgreiðsla 82. fundar fræðslunefndar staðfest á 296. fundi sveitarstjórnar með níu atkvæðum.

18.Fræðslunefnd - 83

Málsnúmer 1212004FVakta málsnúmer

Fundargerð 83. fundar fræðslunefndar lögð fram til afgreiðslu á 296. fundi sveitarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér. Bjarki Tryggvason kynnti fundargerð. Enginn kvaddi sér hljóðs.

18.1.Fjárhagsáætlun fræðslusviðs

Málsnúmer 1212031Vakta málsnúmer

Forseti gerir tillögu um að vísa afgreiðslu málsins til afgreiðslu 14. liðar, Fjárhagsáætlun 2013
Samþykkt samhljóða.

18.2.Eftirlit með fjölda skóladaga 2011 - 2012

Málsnúmer 1212006Vakta málsnúmer

Afgreiðsla 83. fundar fræðslunefndar staðfest á 296. fundi sveitarstjórnar með níu atkvæðum.

18.3.Eftirfylgni með úttekt á Árskóla 2010

Málsnúmer 1209119Vakta málsnúmer

Afgreiðsla 83. fundar fræðslunefndar staðfest á 296. fundi sveitarstjórnar með níu atkvæðum.

18.4.Beiðni um styrk til nýsköpunarkeppni grunnskólanna

Málsnúmer 1211106Vakta málsnúmer

Afgreiðsla 83. fundar fræðslunefndar staðfest á 296. fundi sveitarstjórnar með níu atkvæðum.

18.5.Fyrirspurn um biðlista í Árvist o.fl.

Málsnúmer 1210289Vakta málsnúmer

Afgreiðsla 83. fundar fræðslunefndar staðfest á 296. fundi sveitarstjórnar með níu atkvæðum.

18.6.Umsókn um styrk 2012

Málsnúmer 1201169Vakta málsnúmer

Afgreiðsla 83. fundar fræðslunefndar staðfest á 296. fundi sveitarstjórnar með níu atkvæðum.

19.Skipulags- og byggingarnefnd - 239

Málsnúmer 1210016FVakta málsnúmer

Fundargerð 239. fundar skipulags- og byggingarnefndar lögð fram til afgreiðslu á 296. fundi sveitarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér. Viggó Jónsson kynnti fundargerð. Þorsteinn Tómas Broddason, Stefán Vagn Stefánsson, Bjarni Jónsson með leyfi forseta, Sigurjón Þórðarson, Þorsteinn Tómas Broddason kvöddu sér hljóðs.

19.1.Fjárhagsáætlun 2013 - Skipulags-og byggingarnefnd

Málsnúmer 1210378Vakta málsnúmer

Forseti gerir tillögu um að vísa afgreiðslu málsins til afgreiðslu 14. liðar, Fjárhagsáætlun 2013
Samþykkt samhljóða.

19.2.Samþykkt um gatnagerðargjald, stofngjald fráveitu, byggingarleyfis og þjónustugjöld tæknideildar

Málsnúmer 1211248Vakta málsnúmer

Afgreiðsla 239. fundar skipulags- og byggingarnefndar staðfest á 296. fundi sveitarstjórnar með níu atkvæðum.

19.3.Ríp 3 - Tilkynning um Skógræktarsamning

Málsnúmer 1209216Vakta málsnúmer

Afgreiðsla 239. fundar skipulags- og byggingarnefndar staðfest á 296. fundi sveitarstjórnar með níu atkvæðum.

19.4.Styrkbeiðni - skráning reiðleiða

Málsnúmer 1210123Vakta málsnúmer

Afgreiðsla 239. fundar skipulags- og byggingarnefndar staðfest á 296. fundi sveitarstjórnar með níu atkvæðum.

19.5.Ósk um úrbætur

Málsnúmer 1210106Vakta málsnúmer

Afgreiðsla 239. fundar skipulags- og byggingarnefndar staðfest á 296. fundi sveitarstjórnar með níu atkvæðum.

19.6.Smáragrund 1, land 1 - Umsókn um landskipti.

Málsnúmer 1210384Vakta málsnúmer

Afgreiðsla 239. fundar skipulags- og byggingarnefndar staðfest á 296. fundi sveitarstjórnar með níu atkvæðum.

19.7.Sleitustaðir land 1 - Umsókn um landskipti.

Málsnúmer 1210385Vakta málsnúmer

Afgreiðsla 239. fundar skipulags- og byggingarnefndar staðfest á 296. fundi sveitarstjórnar með níu atkvæðum.

19.8.Grafargerði (146527 )- Umsókn um byggingarreit.

Málsnúmer 1210398Vakta málsnúmer

Afgreiðsla 239. fundar skipulags- og byggingarnefndar staðfest á 296. fundi sveitarstjórnar með níu atkvæðum.

19.9.Vindheimar II lóð (146251) - Umsókn um byggingarreit.

Málsnúmer 1210396Vakta málsnúmer

Afgreiðsla 239. fundar skipulags- og byggingarnefndar staðfest á 296. fundi sveitarstjórnar með níu atkvæðum.

19.10.Starrastaðir land 1 (220303) - Umsókn um nafnleyfi.

Málsnúmer 1210395Vakta málsnúmer

Afgreiðsla 239. fundar skipulags- og byggingarnefndar staðfest á 296. fundi sveitarstjórnar með níu atkvæðum.

19.11.Efra-Haganes 1 lóð 8 (219261)- Umsókn um nafnleyfi.

Málsnúmer 1211005Vakta málsnúmer

Afgreiðsla 239. fundar skipulags- og byggingarnefndar staðfest á 296. fundi sveitarstjórnar með níu atkvæðum.

19.12.Efra-Haganes 1 lóð 9 (146801)- Umsókn um nafnleyfi.

Málsnúmer 1211003Vakta málsnúmer

Afgreiðsla 239. fundar skipulags- og byggingarnefndar staðfest á 296. fundi sveitarstjórnar með níu atkvæðum.

19.13.Efra-Haganes 1 lóð 7 (146800)- Umsókn um nafnleyfi.

Málsnúmer 1211002Vakta málsnúmer

Afgreiðsla 239. fundar skipulags- og byggingarnefndar staðfest á 296. fundi sveitarstjórnar með níu atkvæðum.

19.14.Ásgeirsbrekka land B - Umsókn um landskipti.

Málsnúmer 1211140Vakta málsnúmer

Afgreiðsla 239. fundar skipulags- og byggingarnefndar staðfest á 296. fundi sveitarstjórnar með níu atkvæðum.

19.15.Sauðárkrókur Skarðseyri (218097) - Umsókn um lóð

Málsnúmer 1206014Vakta málsnúmer

Þorsteinn Tómas Broddason kvaddi sér hljóðs og tók undir bókun Svanhildar Guðmundsdóttur frá fundi skipulags og byggingarnefnar:
Eftir að hafa kynnt mér samsvarandi starfsemi annarsstaðar á landinu, hlustað á umsagnir og álit þeirra sem að þeirri starfsemi hafa komið þá get ég ekki samþykkt þessa umsókn því ætla má að lyktarmengun frá starfsemi hennar muni skerða til muna lífsgæði íbúa og annarra í nágrenni hennar. Ég er ekki mótfallinn því að gefa leyfi fyrir starfseminni sem slíkri og mæli eindregið með að henni verði fundinn staður í nokkurra kílómetra fjarlægð frá byggð.

Stefán Vagn Stefánsson kvaddi sér hljóðs og lagð fram eftirfarndi bókun: Ég fagna tilkomu þessa nýa fyrirtækis sem er hafnsækin starfssemi og á heima á hafnarsvæðinu. Jafnframt treysti ég heilbrigðisfulltrúa fullkomlega til að taka á þeim verkefmum sem upp kunna að koma.

Þá tók til máls Bjarni Jónsson, með leyfi forseta, Sigurjón Þórðarson, Þorsteinn Tómas Broddason,

Afgreiðsla 239. fundar skipulags- og byggingarnefndar staðfest á 296. fundi sveitarstjórnar með níu atkvæðum.

19.16.Ögmundarstaðir - Umsókn um niðurrif mannvirkja

Málsnúmer 1212001Vakta málsnúmer

Afgreiðsla 239. fundar skipulags- og byggingarnefndar staðfest á 296. fundi sveitarstjórnar með níu atkvæðum.

19.17.Hættumat vegna skriðufalla og snjóflóða

Málsnúmer 1211151Vakta málsnúmer

Afgreiðsla 239. fundar skipulags- og byggingarnefndar staðfest á 296. fundi sveitarstjórnar með níu atkvæðum.

Fundi slitið - kl. 17:40.