Fara í efni

Reglur um afslátt af fasteignaskatti 2013

Málsnúmer 1211205

Vakta málsnúmer

Byggðarráð Svf. Skagafjarðar - 611. fundur - 29.11.2012

Lögð fram tillaga um að fjárhæðir í reglum sveitarfélagsins um afslátt af fasteignaskatti, til tekjulágra elli- og örorkulífeyrisþega sem eiga lögheimili í Sveitarfélaginu Skagafirði, verði eftirfarandi.

4. grein verði svo hljóðandi:
Afsláttur af fasteignaskatti er tekjutengdur og er allt að 55.000 kr. á árinu 2013. Afsláttur er reiknaður til bráðabirgða við upphafsálagningu og er hlutfallslegur að teknu tilliti til allra skattskyldra tekna, þ.m.t. eigna- og fjármagnstekna samkvæmt síðasta skattframtali, þ.e. vegna tekna ársins 2011. Hámarks afsláttarupphæð við upphafsálagningu er 27.500 kr. Þegar staðfest skattframtal liggur fyrir vegna tekna ársins 2012 verður afsláttur endurskoðaður og leiðréttur. Miðað er við sameiginlegar tekjur hjóna og samskattaðs sambýlisfólks.

5.gr. verði eftirfarandi:
Tekjumörk eru sem hér segir:
Fyrir einstaklinga:
a) með tekjur allt að 2.491.000 kr. fullur afsláttur skv. 4. gr.
b) með tekjur yfir 3.358.000 kr. enginn afsláttur.
Fyrir hjón og samskattað sambýlisfólk:
a) með tekjur allt að 3.358.000 kr. fullur afsláttur skv. 4. gr.
b) með tekjur yfir 4.549.000 kr. enginn afsláttur.
Ef tekjur eru á framangreindu bili er veittur hlutfallslegur afsláttur.

Byggðarráð samþykkir tillöguna og vísar henni til sveitarstjórnar til samþykktar.

Sveitarstjórn Sveitarfélagins Skagafjarðar - 296. fundur - 14.12.2012

Fjárhæðir í reglum sveitarfélagsins um afslátt af fasteignaskatti, til tekjulágra elli- og örorkulífeyrisþega sem eiga lögheimili í Sveitarfélaginu Skagafirði vísað frá 611. fundi byggðarráðs til afgreiðslu sveitarstjórnar.

4. grein verði svo hljóðandi:
Afsláttur af fasteignaskatti er tekjutengdur og er allt að 55.000 kr. á árinu 2013. Afsláttur er reiknaður til bráðabirgða við upphafsálagningu og er hlutfallslegur að teknu tilliti til allra skattskyldra tekna, þ.m.t. eigna- og fjármagnstekna samkvæmt síðasta skattframtali, þ.e. vegna tekna ársins 2011. Hámarks afsláttarupphæð við upphafsálagningu er 27.500 kr. Þegar staðfest skattframtal liggur fyrir vegna tekna ársins 2012 verður afsláttur endurskoðaður og leiðréttur. Miðað er við sameiginlegar tekjur hjóna og samskattaðs sambýlisfólks.

5.gr. verði eftirfarandi:
Tekjumörk eru sem hér segir:
Fyrir einstaklinga:
a) með tekjur allt að 2.491.000 kr. fullur afsláttur skv. 4. gr.
b) með tekjur yfir 3.358.000 kr. enginn afsláttur.
Fyrir hjón og samskattað sambýlisfólk:
a) með tekjur allt að 3.358.000 kr. fullur afsláttur skv. 4. gr.
b) með tekjur yfir 4.549.000 kr. enginn afsláttur.
Ef tekjur eru á framangreindu bili er veittur hlutfallslegur afsláttur.

Reglur um afslátt af fasteignaskatti 2013 bornar undir atkvæði og samþykktar með níu atkvæðum.