Fara í efni

Sveitarstjórn Skagafjarðar

32. fundur 27. nóvember 2024 kl. 16:15 - 18:15 að Sæmundargötu 7a
Nefndarmenn
  • Einar Eðvald Einarsson forseti
  • Hrund Pétursdóttir aðalm.
  • Hrefna Jóhannesdóttir aðalm.
  • Gísli Sigurðsson aðalm.
  • Sólborg Sigurrós Borgarsdóttir 1. varaforseti
  • Jóhanna Ey Harðardóttir aðalm.
  • Sveinn Þ. Finster Úlfarsson 2. varaforseti
  • Álfhildur Leifsdóttir aðalm.
  • Sigurlaug Vordís Eysteinsdóttir aðalm.
Starfsmenn
  • Sigfús Ingi Sigfússon sveitarstjóri
  • Baldur Hrafn Björnsson sviðsstjóri stjórnsýslu- og fjármálasviðs
  • Friðrik Margeir Friðriksson fjármálastjóri
Fundargerð ritaði: Baldur Hrafn Björnsson Sviðsstjóri stjórnsýslu- og fjármálasviðs
Dagskrá

1.Byggðarráð Skagafjarðar - 118

Málsnúmer 2410025FVakta málsnúmer

Fundargerð 118. fundar byggðarráðs frá 23. október 2024 lögð fram til afgreiðslu á 32. fundi sveitarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér. Einar E. Einarsson forseti kynnti fundargerð. Enginn kvaddi sér hljóðs.
  • Byggðarráð Skagafjarðar - 118 Helga Daníelsdóttir og Sigurður Hauksson, fulltrúar Skíðadeildar Tindastóls sátu fundinn undir þessum lið.

    Tekin til umræðu rekstrarsamningur á milli sveitarfélagsins og Skíðadeildar Tindastóls.

    Byggðarráð samþykkir samhljóða að fela sveitarstjóra að vinna málið áfram.
    Bókun fundar Afgreiðsla 118. fundar byggðarráðs staðfest á 32. fundi sveitarstjórnar 27. nóvember 2024 með níu atkvæðum.
  • Byggðarráð Skagafjarðar - 118 Hólmfríður Sveinsdóttir rektor Háskólans á Hólum og Magnús Barðdal verkefnastjóri fjárfestinga hjá Samtökum sveitarfélaga á Norðurlandi vestra sátu fundinn undir þessum lið.

    Hólmfríður og Magnús kynntu fyrir byggðarráði nýlega heimsókn þeirra til Skövde í Svíþjóð og framtíðarsýn um Þekkingargarða í Skagafirði.
    Bókun fundar Afgreiðsla 118. fundar byggðarráðs staðfest á 32. fundi sveitarstjórnar 27. nóvember 2024 með níu atkvæðum.
  • Byggðarráð Skagafjarðar - 118 Sveitarfélaginu barst erindi frá Markaðsstofu Norðurlands dagsett 16. október 2024. Markaðsstofan hefur undanfarnar vikur unnið að því að fá ríkið til að setja meira fjármagn í Flugklasann Air 66N. Var það gert í framhaldi af samtali við öll sveitarfélög á Norðurlandi, þar sem kom fram að eðlilegra þætti að ríkið sæi um fjármögnun verkefnisins en einstök sveitarfélög. Erindi var sent til ráðherra ferðamála þess efnis og er það til skoðunar í ráðuneytinu. Afgreiðsla erindisins liggur ekki fyrir og ekki ljóst hvenær það hlýtur afgreiðslu. Markaðsstofan óskar þess vegna eftir stuðningi sveitarfélaga við Flugklasann Air 66N fyrir árið 2025 á meðan gengið er frá því hvernig framtíðar fjármögnun verður háttað.

    Byggðarráð Skagafjarðar samþykkti á 73. fundi sínum 29. nóvember 2023 að styrkja verkefnið um 650 þúsund krónur á árinu 2024 og jafnframt að ekki yrði um frekari fjárveitingar að ræða til verkefnisins frá Skagafirði.

    Byggðarráð samþykkir samhljóða að standa við fyrri ákvörðun og hafnar því erindi Markaðsstofu Norðurlands um fjármagn í Flugklasann Air 66N.
    Bókun fundar Afgreiðsla 118. fundar byggðarráðs staðfest á 32. fundi sveitarstjórnar 27. nóvember 2024 með níu atkvæðum.
  • Byggðarráð Skagafjarðar - 118 Lagt fram bréf dags. 12. júlí 2024 frá eigendum Sjávarborgarjarða um jarðhitaréttindi og nýtingu úr jarðhitakerfi sem líkur eru á að séu í sameign þeirra og Skagafjarðar.
    Fyrir liggur samningur við landeigendur Sjávarborgar frá árinu 1951 um nýtingarheimildir á jarðvarma á svæði sem er aðliggjandi jarðhitasvæði sveitarfélagins. Sá samningur er í fullu gildi.

    Byggðarráð samþykkir samhljóða að fela sveitarstjóra að svara erindinu í samræmi við umræður á fundinum.
    Bókun fundar Afgreiðsla 118. fundar byggðarráðs staðfest á 32. fundi sveitarstjórnar 27. nóvember 2024 með níu atkvæðum.
  • Byggðarráð Skagafjarðar - 118 Gjaldskrá Brunavarna Skagafjarðar fyrir árið 2025 og slökkvitækjaþjónustu fyrir árið 2025 lögð fyrir byggðarráð til afgreiðslu.

    Byggðarráð samþykkir samhljóða framlagða gjaldskrá sem hljóðar upp á hækkun um 3,7% frá gjaldskrá ársins 2024 og vísar til afgreiðslu sveitarstjórnar.
    Bókun fundar Forseti gerir tillögu um að vísa afgreiðslu málsins til liðarins, Gjaldskrá Brunavarna 2025, síðar á dagskrá fundarins. Samþykkt samhljóða.
  • Byggðarráð Skagafjarðar - 118 Lagðar fyrir reglur um heilsueflingarstyrki fyrir árið 2025 sem ætlaðir eru starfsmönnum sveitarfélagsins. Upphæð heilsueflingarstyrks helst óbreytt á milli ára.

    Byggðarráð samþykkir samhljóða fyrirlagðar reglur um heilsueflingarstyrki og vísar til afgreiðslu sveitarstjórnar.
    Bókun fundar Forseti gerir tillögu um að vísa afgreiðslu málsins til liðarins, Heilsueflingarstyrkur 2025, síðar á dagskrá fundarins. Samþykkt samhljóða.
  • Byggðarráð Skagafjarðar - 118 Lagður fram tölvupóstur dags. 21.10. 2024 frá Pacta lögmannsstofu sem varðar kröfugerð sveitarfélagsins á hendur Stakkfelli ehf., vegna vangreiddra hafnargjalda. Fyrirtækið hefur verið úrskurðað gjaldþrota og óskað er með erindinu eftir afstöðu kröfuhafa til þess að eignast bátinn Onnu HU36 til fullnustu á kröfum sínum. Báturinn er ekki haffær.

    Byggðarráð Skagafjarðar samþykkir samhljóða að falla frá kröfum í veðið.
    Bókun fundar Afgreiðsla 118. fundar byggðarráðs staðfest á 32. fundi sveitarstjórnar 27. nóvember 2024 með níu atkvæðum.

2.Byggðarráð Skagafjarðar - 119

Málsnúmer 2410032FVakta málsnúmer

Fundargerð 119. fundar byggðarráðs frá 30. október 2024 lögð fram til afgreiðslu á 32. fundi sveitarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér. Einar E. Einarsson forseti kynnti fundargerð. Sigurlaug Vordís Eysteinsdóttir, Sveinn Þ. Finster Úlfarsson, Sigurlaug Vordís Eysteinsdóttir, Sólborg Sigurrós Borgarsdóttir, Jóhanna Ey Harðardóttir og Einar E. Einarsson kvöddu sér hljóðs.
  • Byggðarráð Skagafjarðar - 119 Lögð fram drög að samningi um samstarf á sviði endurhæfingar en um er að ræða fyrirkomulag sem komið er á í kjölfar breytinga á ýmsum lögum vegna endurskoðunar örorkulífeyriskerfis almannatrygginga. Vonast er til að með auknu og bættu samstarfi allra sem koma að málum endurhæfingar megi einfalda þjónustuferla verulega til þess að tryggja að fólk falli ekki á milli kerfa. Þjónustuaðilar teljast félagsþjónustur sveitarfélaga, heilsugæsla á hverjum stað , VIRK, Vinnumálastofnun og Tryggingastofnun. Samhæfingarteymi munu taka til starfa en þar er gert ráð fyrir þátttöku allra þjónustuaðila, meðal annars frá félagsþjónustu sveitarfélaga þar sem fjalla á sérstaklega um málefni einstaklinga með samsettar og flóknar þarfir fyrir þjónustu og stuðning. Samningurinn gerir ráð fyrir að samhæfingarteymin verði sex eða fleiri, eitt verður á Norðurlandi og skipting sveitarfélaga í teymi á landsvísu gerir ráð fyrir að Skagfjörður verði í því teymi.

    Byggðarráð samþykkir framlögð drög samhljóða jafnframt því að veita sviðsstjóra fjölskyldusviðs Skagafjarðar umboð til að skrifa undir samninginn fyrir hönd Skagafjarðar á haustfundi Samtaka stjórnenda í velferðarþjónustu sveitarfélaga sem haldinn verður þann 31. október nk.
    Bókun fundar Afgreiðsla 119. fundar byggðarráðs staðfest á 32. fundi sveitarstjórnar 27. nóvember 2024 með sjö atkvæðum. Álfhildur Leifsdóttir og Sigurlaug Vordís Eysteinsdóttir fulltrúar VG og óháðra sitja hjá við afgreiðslu málsins.
  • Byggðarráð Skagafjarðar - 119 Mál síðast á dagskrá 116. fundi byggðarráðs þann 8. október 2024. Lögð fyrir drög að þremur leigusamningum um leigu á hólfum á 24, 25, 28 og 29.

    Byggðarráð samþykkir samhljóða fyrirlögð drög leigusamninga og felur sveitarstjóra að ganga frá undirritun samninga.

    Bókun fundar Afgreiðsla 119. fundar byggðarráðs staðfest á 32. fundi sveitarstjórnar 27. nóvember 2024 með sjö atkvæðum. Álfhildur Leifsdóttir og Sigurlaug Vordís Eysteinsdóttir fulltrúar VG og óháðra sitja hjá við afgreiðslu málsins.
  • Byggðarráð Skagafjarðar - 119 Fært í trúnaðarbók Bókun fundar Afgreiðsla 119. fundar byggðarráðs staðfest á 32. fundi sveitarstjórnar 27. nóvember 2024 með sjö atkvæðum. Álfhildur Leifsdóttir og Sigurlaug Vordís Eysteinsdóttir fulltrúar VG og óháðra sitja hjá við afgreiðslu málsins.
  • Byggðarráð Skagafjarðar - 119 Lögð fram drög að gjaldskrá fyrir árið 2025 vegna kostnaðar við skipulagsvinnu, stofnun lóða, byggingarreita og útgáfu framkvæmdaleyfa í Skagafirði. Gjaldskráin hækkar um 3,7% frá gjaldskrá 2024.
    Byggðarráð samþykkir gjaldskrána samhljóða og vísar til afgreiðslu sveitarstjórnar.
    Bókun fundar Forseti gerir tillögu um að vísa afgreiðslu málsins til liðarins, Gjaldskrá skipulagsfulltrúa framkvæmda- og þjónustugjöld 2025, síðar á dagskrá fundarins. Samþykkt samhljóða.
  • Byggðarráð Skagafjarðar - 119 Lagðar fram reglur um afslátt af fasteignaskatti 2024.

    Byggðarráð samþykkir samhljóða að hækka viðmiðunarfjárhæðir varðandi tekjumörk um 9,53% frá reglum ársins 2024 og að hámarksafsláttur verði hækkaður úr 80.000 kr. í 90.000 kr. Málinu vísað til afgreiðslu sveitarstjórnar.
    Bókun fundar Forseti gerir tillögu um að vísa afgreiðslu málsins til liðarins, Reglur um afslátt af fasteignaskatti 2025, síðar á dagskrá fundarins. Samþykkt samhljóða.
  • Byggðarráð Skagafjarðar - 119 Lagður fram tölvupóstur úr máli 2024070638, dagsettur 25. október 2024 frá embætti sýslumannsins á Norðurlandi vestra, þar sem óskað er umsagnar um umsókn Söru Regínu Vadimarsdóttur kt. 290954-5339, Frostöðum 561 Varmahlíð. f.h. Frostastaðir gistihús ehf kt. 481203-2360, um breytingu á leyfi til að reka gististað í flokki IV að Frostasöðum 1-4 , 561 Varmahlíð. Fyrir er gistileyfi flokkur III fnr.214-1826, 214-1828 og óskað er eftir að 214-1826 fari út er ekki lengur í útleigu og inn komi 214-1827.

    Byggðarráð gerir ekki athugasemd við umsóknina.
    Bókun fundar Afgreiðsla 119. fundar byggðarráðs staðfest á 32. fundi sveitarstjórnar 27. nóvember 2024 með sjö atkvæðum. Álfhildur Leifsdóttir og Sigurlaug Vordís Eysteinsdóttir fulltrúar VG og óháðra sitja hjá við afgreiðslu málsins.
  • Byggðarráð Skagafjarðar - 119 Lagt fram til kynningar erindi dagsett 27. september 2024 frá Cruise Iceland til fjármála- og efnahagsráðherra vegna afnáms tollfrelsis.

    Byggðarráð Skagafjarðar telur óásættanlegt að afnema tollfrelsi skemmtiferðaskipa í hringsiglingum án þess að mat sé lagt á efnahagsleg áhrif aðgerðarinnar, eða að ákvörðunin byggi á langtíma stefnumótun um móttöku skemmtiferðaskipa. Byggðarráð leggur þunga áherslu á að gildistökunni verði frestað um tvö ár á meðan sú vinna fer fram, enda sé um að ræða vanhugsaðan landsbyggðarskatt sem muni hafa mikil áhrif á mótttöku skemmtiferðaskipa m.a. hjá höfnum Skagafjarðar og víðar í Norðvesturkjördæmi, auk verulegra afleiddra áhrifa á ferðaþjónustustarfsemi á "kaldari" ferðaþjónustusvæðum líkt og Norðurlandi vestra og Vestfjörðum. Skagafirði hafa þegar borist afbókanir skemmtiferðaskipa í hringsiglingum í kring um landið vegna áformanna.
    Bókun fundar Afgreiðsla 119. fundar byggðarráðs staðfest á 32. fundi sveitarstjórnar 27. nóvember 2024 með sjö atkvæðum. Álfhildur Leifsdóttir og Sigurlaug Vordís Eysteinsdóttir fulltrúar VG og óháðra sitja hjá við afgreiðslu málsins.
  • Byggðarráð Skagafjarðar - 119 Sveitarstjóra barst í gær beiðni frá Álfhildi Leifsdóttur áheyrnarfulltrúa VG og óháðra í byggðarráði um að tekin verði á dagskrá og rædd „sú ákvörðun að ætla sér að hafa leikskólann að mestu opinn í verkfalli“.

    Áheyrnarfulltrúi VG og óháðra í byggðarráði er formaður Kennarasambands Norðurlands vestra sem er svæðafélag og meðal grunneininga Félags grunnskólakennara (FG), sbr. 4. gr. laga FG sem aftur á aðild að Kennarasambandi Íslands, skv. 1. gr. sömu laga.
    Samkvæmt áðurgreindri 4. gr. laga FG er hlutverk svæðafélaga eftirfarandi: "Hlutverk svæðafélaga er að vera málsvari félagsmanna hvert á sínu svæði og fara með hagsmuni þeirra í samskiptum við skólana og vinnuveitendur og koma að gerð vinnustaðasamninga í samráði við stjórn FG. Einnig að halda trúnaðarmannanámskeið, félagsfundi, haustþing og að annast val fulltrúa á þing KÍ í samráði við stjórn FG."

    Þar sem aðildarfélög KÍ hafa með sér samflot í yfirstandandi kjarasamningsviðræðum, sem varða m.a. leikskólakennara viðkomandi leikskóla benda fulltrúar byggðarráðs á að áheyrnarfulltrúi VG í byggðarráði hljóti, sem fyrirsvarsmaður framangreinds félags sem hefur þá stöðu sem að framan ræðir, m.v.t. 20. gr. sveitarstjórnarlaga, sbr. II. kafli stjórnsýslulaga, að vera vanhæfur til þess að ræða það málefni sem fulltrúinn hefur sérstaklega óskað eftir að vera sett á dagskrá, skv. ofansögðu. Er gengið til atkvæða um vanhæfi fulltrúans og samþykkir byggðarráð samhljóða að áheyrnarfulltrúi VG og óháðra í byggðarráði sé vanhæfur í málinu en býður upp á að kallaður sé inn varamaður í hennar stað.

    Álfhildur Leifsdóttir VG og óháðum óskar bókað:

    "Ég óskaði eftir upplýsingum um hverjir tóku ákvörðun um starfsemi leikskólans Ársala á meðan á verkfalli stendur og hvaða röksemdir lágu að baki þeim ákvörðunum nú í verkfalli Félags leikskólakennara.

    Byggðarráð telur mig vanhæfa til að fá þessar upplýsingar á þeim forsendum að ég sé aðili máls með því að vera formaður Kennarasambands Norðurlands vestra sem eru félagasamtök en ekki stéttarfélag. Með því er að mínu mati vegið er að grunnþáttum stjórnarskrárinnar. Vegið er að félagafrelsi, frelsi til að taka þátt í pólitísku starfi, atvinnufrelsi og tjáningarfrelsi.
    Ljóst er samkvæmt skriflegu svari lögfræðings Sambands Íslenskra sveitarfélaga sem óskað var eftir á fundinum að það var ekki álit Sambandsins að um vanhæfi verið að ræða auk þess sem ekki er verið að taka stjórnvaldsákvörðun. Vegið er að grunnstoðum lýðræðis með því að útiloka lýðræðislega kjörinn sveitarstjórnarmann frá því að taka þátt í umræðum tengdum menntamálum á byggðarráðsfundi.

    Kennarasamband Norðurlands vestra (KSNV) er félagsskapur kennara í grunnskólum á tilteknu svæði en ekki stéttarfélag sem tekur ákvörðun um verkföll. Ekki er heimilt að útiloka kennara sem er rétt kjörinn sveitarstjórnarmaður frá pólitísku starfi, upplýsingum um ákvarðanatöku eða ákvörðunum sveitarstjórna í tengslum við menntamál og skólastarf."

    Áheyrnarfulltrúi VG og óháðra vék af fundinum og í hennar stað kom inn varamaður áheyrnarfulltrúa VG og óháðra, Steinunn Rósa Guðmundsdóttir.

    Byggðarráð Skagafjarðar áréttar að í bréfi lögfræðings Sambands íslenskra sveitarfélaga kemur m.a. fram að "hæfisreglur sveitarstjórnar- og stjórnsýslulaga hafa þann tilgang að stuðla að málefnalegri stjórnsýslu, tryggja eðlileg samskipti almennings við stjórnvöld, stuðla að því að almenningur geti treyst stjórnvöldum til að leysa úr málum á hlutlægan hátt og auka virðingu fyrir stjórnvöldum.

    Þegar verið er að meta hvort vanhæfi er til staðar er ekki verið að skoða mannkosti eða persónu kjörinna fulltrúa heldur verið að meta hvort í reynd eða ásýnd séu tengsl eða hagsmunir til staðar sem gætu valdið því að almenningur geti efast um þá ákvörðun sem tekin er."

    Jafnframt kemur fram í bréfi lögfræðings Sambands íslenskra sveitarfélaga: "Kennarasamband Íslands stendur sameiginlega í viðræðum fyrir bæði leik-, grunn- og framhaldsskólastig og eru verkföll víða um land á öllum skólastigum. Það gæti því reynst vandmeðfarið að skilja á milli hæfis í þessu tilfelli m.t.t. skólastiga þar sem kjaraviðræðurnar fara fram fyrir öll stigin í einu. Rétt er einnig að vekja athygli á því að viðkomandi sveitarstjórnarfulltrúi situr sem varamaður í stjórn Sambandsins, sem fer með samningsumboð við KÍ f.h. sveitarfélaganna, og vék af fundi stjórnar þegar kjaraviðræður við kennarar voru til umfjöllunnar á síðasta fundi."

    Til fundarins kom Bjarni Ómar Harldsson frá samninganefnd Sambands íslenskra sveitarfélaga og tók þátt í fundinum í gegnum fjarfundabúnað.

    Bjarni Ómar vék af fundinum eftir að hafa farið yfir hlutverk samninganefndar Sambands íslenskra sveitarfélaga og hvað felst í því að sveitarfélög feli Sambandinu að fara með samningsumboð þess gagnvart viðsemjendum sínum.

    Fulltrúar Sjálfstæðisflokks, Framsóknarflokks og Byggðalistans í byggðarráði Skagafjarðar leggja fram eftirfarandi bókun:

    "Sveitarstjórn Skagafjarðar staðfesti ákvörðun byggðarráðs um að fela Sambandi íslenskra sveitarfélaga að fara með samningsumboð þess gagnvart viðsemjendum sínum, á fundi sínum þann 14. desember 2022. Síðan þá hafa samskipti við viðsemjendur, m.a. KÍ vegna kjaraviðræðna sem nú eru í gangi, alfarið verið á hendi Sambandsins og án frekari aðkomu sveitarfélagsins. Eftir að sveitarstjórn tók ákvörðun um að fela Sambandi íslenskra sveitarfélaga samningsumboðið hafa starfsmenn sveitarfélagsins eingöngu fylgt leiðbeiningum Sambandsins um hvernig taka eigi á málum komi til verkfalla, og þá hvað væri leyfilegt að gera og hvað ekki, með hagsmuni allra að leiðarljósi og mikilvægi þess að ekki sé brotið á verkfallsrétti. Sú leið sem var boðuð í tölvupósti til foreldra um verulega skerta þjónustu mánudaginn 28. október var í fullu samræmi við leiðbeiningar Sambands íslenskra sveitarfélaga, en þá var markmiðið að halda úti lágmarks þjónustu með því starfsfólki sem ekki var í verkfalli, en samt að uppfylla allar reglur og kröfur miðað við það sem gert hefur verið í sambærilegum verkfallsaðgerðum. Við hörmum því mjög þær aðstæður sem upp eru komnar og þann ágreining sem er uppi um túlkun á hvað sé leyfilegt og hvað ekki í aðstæðum sem þessum. Það er einlæg von okkar að samningar náist sem allra fyrst þannig að skaði samfélagsins í heild verði sem minnstur. Það er hagur okkar allra."
    Bókun fundar Forseti býður Álfhildi Leifsdóttur að víkja af fundi með vísan til hæfis til að fjalla um málið, hún hafnar því að víkja af fundinum.
    Forseti gerir að tillögu sinni að Álfhildur Leifsdóttir, fulltrúi VG og óháðra víki af fundi undir afgreiðslu þessa liðar. Tillagan er samþykkt með sjö atkvæðum.

    Álfhildur Leifsdóttir vék af fundi undir afgreiðslu þessa liðar.

    Sigurlaug Vordís Eysteinsdóttir, fulltrúi VG og óháðra ítrekaði bókun Álfhildar Leifsdóttur frá fundi byggðarráðs svohljóðandi:
    "Ég óskaði eftir upplýsingum um hverjir tóku ákvörðun um starfsemi leikskólans Ársala á meðan á verkfalli stendur og hvaða röksemdir lágu að baki þeim ákvörðunum nú í verkfalli Félags leikskólakennara.

    Byggðarráð telur mig vanhæfa til að fá þessar upplýsingar á þeim forsendum að ég sé aðili máls með því að vera formaður Kennarasambands Norðurlands vestra sem eru félagasamtök en ekki stéttarfélag. Með því er að mínu mati vegið er að grunnþáttum stjórnarskrárinnar. Vegið er að félagafrelsi, frelsi til að taka þátt í pólitísku starfi, atvinnufrelsi og tjáningarfrelsi.
    Ljóst er samkvæmt skriflegu svari lögfræðings Sambands Íslenskra sveitarfélaga sem óskað var eftir á fundinum að það var ekki álit Sambandsins að um vanhæfi verið að ræða auk þess sem ekki er verið að taka stjórnvaldsákvörðun. Vegið er að grunnstoðum lýðræðis með því að útiloka lýðræðislega kjörinn sveitarstjórnarmann frá því að taka þátt í umræðum tengdum menntamálum á byggðarráðsfundi.

    Kennarasamband Norðurlands vestra (KSNV) er félagsskapur kennara í grunnskólum á tilteknu svæði en ekki stéttarfélag sem tekur ákvörðun um verkföll. Ekki er heimilt að útiloka kennara sem er rétt kjörinn sveitarstjórnarmaður frá pólitísku starfi, upplýsingum um ákvarðanatöku eða ákvörðunum sveitarstjórna í tengslum við menntamál og skólastarf."

    Fulltrúar Framsóknarflokks, Sjálfstæðisflokks og Byggðalista lögðu fram bókun svohljóðandi:
    "Við viljum árétta að sveitarstjórn Skagafjarðar samþykkti samhljóða á fundi sínum þann 14. desember 2022 að fela Sambandi íslenskra sveitarfélaga fullt samningsumboð vegna allra kjaraviðræðna, þ.m.t. þeirra sem nú eru í gangi við KÍ. Öll aðkoma okkar og samskipti við viðsemjendur er því mjög vandmeðfarin, en umræddur áheyrnarfulltrúi VG og óháðra í byggðarráði og sveitarstjórnarfulltrúi er formaður Kennarasambands Norðurlands vestra sem er svæðafélag og meðal grunneininga Félags grunnskólakennara (FG), sbr. 4. gr. laga FG sem aftur á aðild að Kennarasambandi Íslands, skv. 1. gr. sömu laga.
    Samkvæmt áðurgreindri 4. gr. laga FG er hlutverk svæðafélaga eftirfarandi: „Hlutverk svæðafélaga er að vera málsvari félagsmanna hvert á sínu svæði og fara með hagsmuni þeirra í samskiptum við skólana og vinnuveitendur og koma að gerð vinnustaðasamninga í samráði við stjórn FG. Einnig að halda trúnaðarmannanámskeið, félagsfundi, haustþing og að annast val fulltrúa á þing KÍ í samráði við stjórn FG.“
    Þar sem aðildarfélög KÍ hafa með sér samflot í yfirstandandi kjarasamningsviðræðum, sem varða m.a. leikskólakennara viðkomandi leikskóla bendum við á að sveitarstjórnarfulltrúi VG hljóti, sem fyrirsvarsmaður framangreinds félags sem hefur þá stöðu sem að framan ræðir, m.v.t. 20. gr. sveitarstjórnarlaga, sbr. II. kafli stjórnsýslulaga, að vera vanhæfur til þess að ræða það málefni sem fulltrúinn óskaði sérstaklega eftir að sett yrði á dagskrá, starfsemi á leikskólanum Ársölum á meðan á verkfalli stendur. Ætla verður að slíkar umræður geti haft mótandi áhrif á þær ákvarðanir sem sveitarfélagið mun þurfa að taka um rétt og skyldur aðila yfirstandandi kjarasamningsviðræðna. Viðkomandi sveitarstjórnarfulltrúi er formaður félags grunnskólakennara á Norðurlandi vestra og er því vanhæf sbr.1.mgr. 3.gr. stjórnsýslulaga þar sem segir um vanhæfisástæður nefndarmanns „Ef hann er aðili máls, fyrirsvarsmaður eða umboðsmaður aðila“.
    Kennarasamband Íslands stendur sameiginlega í viðræðum fyrir bæði leik-, grunn- og framhaldsskólastig og eru verkföll víða um land á öllum skólastigum. Það gæti því reynst vandmeðfarið að skilja á milli hæfis í þessu tilfelli m.t.t. skólastiga þar sem kjaraviðræðurnar fara fram fyrir öll stigin í einu. Rétt er einnig að vekja athygli á því að viðkomandi sveitarstjórnarfulltrúi situr sem varamaður í stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga, sem fer með samningsumboð við KÍ f.h. sveitarfélaganna, og vék af fundi stjórnar þegar kjaraviðræður við kennarar voru til umfjöllunnar á fundi fyrir skemmstu.
    Við ákvörðun okkar var stuðst við álit lögfræðinga Sambands íslenskra sveitarfélaga og fleiri sérfræðinga á sviði lögfræði um m.a. mat á vanhæfi kjörinna fulltrúa. Því er svo við að bæta að eftir umrædda umræðu í byggðarráði og atkvæðagreiðslu fulltrúa þar um vanhæfi áheyrnarfulltrúa VG og óháðra, hefur ekkert erindi eða bréf borist sveitarfélaginu frá Innviðaráðuneytinu um að þangað hafi borist kæra um ranga málsmeðferð eða brot á lögum af hálfu sveitarfélagsins í meðferð þessa máls."

    Afgreiðsla 119. fundar byggðarráðs staðfest á 32. fundi sveitarstjórnar 27. nóvember 2024 með sjö atkvæðum. Sigurlaug Vordís Eysteinsdóttir, fulltrúi VG og óháðra óskar bókað að hún situr hjá.
  • Byggðarráð Skagafjarðar - 119 Álfhildur Leifsdóttir sat fundinn í gegnum fjarfundarbúnað undir þessum lið.

    Byggðarráð samþykkir samhljóða að vegna verkfalls leikskólakennara við leikskólann Ársali á Sauðárkróki muni greiðsluhlutdeild foreldra/forráðamanna barna einungis ná til þeirrar þjónustu sem raunverulega verður hægt að nýta á meðan á verkfallinu stendur.
    Bókun fundar Afgreiðsla 119. fundar byggðarráðs staðfest á 32. fundi sveitarstjórnar 27. nóvember 2024 með sjö atkvæðum. Álfhildur Leifsdóttir og Sigurlaug Vordís Eysteinsdóttir fulltrúar VG og óháðra sitja hjá við afgreiðslu málsins.
  • Byggðarráð Skagafjarðar - 119 Álfhildur Leifsdóttir sat fundinn í gegnum fjarfundarbúnað undir þessum lið.

    Lagt fram bréf dagsett 25. október 2024 frá Eignarhaldsfélaginu Brunabótafélag Íslands. Tilkynnt er um að ágóðahlutagreiðsla til sveitarfélagsins nemi 1.678.000 kr. á árinu 2024.
    Bókun fundar Afgreiðsla 119. fundar byggðarráðs staðfest á 32. fundi sveitarstjórnar 27. nóvember 2024 með sjö atkvæðum. Álfhildur Leifsdóttir og Sigurlaug Vordís Eysteinsdóttir fulltrúar VG og óháðra sitja hjá við afgreiðslu málsins.
  • Byggðarráð Skagafjarðar - 119 Álfhildur Leifsdóttir sat fundinn í gegnum fjarfundarbúnað undir þessum lið.

    Lögð fram til kynningar bókun sem samþykkt var á stjórnarfundi Samtaka sjávarútvegssveitarfélaga 22. október 2024, svohljóðandi:
    "Stjórn Samtaka sjávarútvegssveitarfélaga lýsir yfir þungum áhyggjum af áhrifum mögulegs loðnubrests á íslenskt efnahagslíf. Ekki síst gætir áhrifanna hjá íbúum og fyrirtækjum í sveitarfélögum þar sem uppsjávarvinnsla er ein af meginstoðum atvinnulífsins. Ef ekki verður loðnuvertíð á næsta ári verður það annað árið í röð sem tekjutap af þeim völdum dynur yfir þessi sveitarfélög og samfélagið allt hér á landi. Jafnframt mun það hafa mjög neikvæð áhrif á hagvöxt á næsta ári sem er grafalvarlegt.
    Haustmælingar á loðnu gáfu þó vísbendingar um að hægt verði að gefa út upphafskvóta og því leggja Samtök sjávarútvegssveitarfélaga mikla áherslu á að Hafrannsóknarstofnun verði fjárhagslega undir það búin að fara í öflugar bergmálsmælingar í byrjun næsta árs til að hægt sé að ganga úr skugga um hvort ekki sé hægt að heimila þessar þjóðhagslega mikilvægu veiðar. Það er skýlaus krafa sjávarbyggða á Íslandi að ríkisvaldið sjái til þess að jafn mikilvæg stofnun og Hafrannsóknarstofnun sé fullfjármögnuð og gert kleift að halda úti öflugum rannsóknum á fiskistofnum þjóðarinnar til að hægt sé að tryggja sjálfbærar veiðar sem skipta sköpum fyrir íslenskt efnahagslíf."
    Bókun fundar Afgreiðsla 119. fundar byggðarráðs staðfest á 32. fundi sveitarstjórnar 27. nóvember 2024 með sjö atkvæðum. Álfhildur Leifsdóttir og Sigurlaug Vordís Eysteinsdóttir fulltrúar VG og óháðra sitja hjá við afgreiðslu málsins.

3.Byggðarráð Skagafjarðar - 120

Málsnúmer 2411001FVakta málsnúmer

Fundargerð 120. fundar byggðarráðs frá 6. nóvember 2024 lögð fram til afgreiðslu á 32. fundi sveitarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér. Einar E. Einarsson forseti kynnti fundargerð. Enginn kvaddi sér hljóðs.
  • Byggðarráð Skagafjarðar - 120 Hjörvar Halldórsson, sviðsstjóri veitu- og framkvæmdasviðs Skagafjarðar, sat fund byggðarráðs undir þessum lið.

    Framkvæmda- og viðhaldsáætlun fyrir fjárhagsáætlun 2025-2028 tekin til umræðu byggðarráðs.
    Bókun fundar Afgreiðsla 120. fundar byggðarráðs staðfest á 32. fundi sveitarstjórnar 27. nóvember 2024 með níu atkvæðum.
  • 3.2 2411018 Styrkbeiðni
    Byggðarráð Skagafjarðar - 120 Lagt fram bréf dagsett 11. október 2024 frá góðgerðarsamtökunum Okkar heimur þar sem verið er að óska eftir styrk fyrir fjölskyldusmiðjur sem stendur til að koma á laggirnar á Akureyri fyrir Norður- og Austurland.

    Byggðarráð telur brýnt að ríkið efli úrræði og þjónustu fyrir fólk með geðrænan vanda. Byggðarráð telur sér ekki fært að verða við erindinu.
    Bókun fundar Afgreiðsla 120. fundar byggðarráðs staðfest á 32. fundi sveitarstjórnar 27. nóvember 2024 með níu atkvæðum.
  • Byggðarráð Skagafjarðar - 120 Málinu vísað frá 14. fundi landbúnaðar- og innviðanefndar þann 31. október sl. Lögð fram gjaldskrá Skagafjarðarveitna fyrir árið 2025. Gjaldskráin hækkar almennt um 3,7% en afsláttur til stórnotenda hefur verið lækkaður úr 70% í 50% í meðferð landbúnaðar- og innviðanefndar ásamt öðrum minni breytingum.

    Byggðarráð samþykkir samhljóða framlagða gjaldskrá og vísar til afgreiðslu sveitarstjórnar.
    Bókun fundar Forseti gerir tillögu um að vísa afgreiðslu málsins til liðarins, Gjaldskrá hitaveitu 2025, síðar á dagskrá fundarins. Samþykkt samhljóða.
  • Byggðarráð Skagafjarðar - 120 Málinu vísað frá 14. fundi landbúnaðar- og innviðanefndar þann 31. október sl. Lögð fram gjaldskrá vegna lausagöngu búfjár 2025.

    Byggðarráð samþykkir samhljóða framlagða gjaldskrá og vísar til afgreiðslu sveitarstjórnar.
    Bókun fundar Forseti gerir tillögu um að vísa afgreiðslu málsins til liðarins, Gjaldskrá vegna lausagöngu búfjár 2025, síðar á dagskrá fundarins. Samþykkt samhljóða.
  • Byggðarráð Skagafjarðar - 120 Málinu vísað frá 14. fundi landbúnaðar- og innviðanefndar þann 31. október sl. Lögð fram gjaldskrá fráveitu og tæmingu rotþróa fyrir árið 2025. Gjaldskráin hækkar um 3,7% frá gjaldskrá ársins 2024.

    Byggðarráð samþykkir samhljóða framlagða gjaldskrá og vísar til afgreiðslu sveitarstjórnar.
    Bókun fundar Forseti gerir tillögu um að vísa afgreiðslu málsins til liðarins, Gjaldskrá fráveitu og tæmingu rotþróa 2025, síðar á dagskrá fundarins. Samþykkt samhljóða.
  • Byggðarráð Skagafjarðar - 120 Málinu vísað frá 14. fundi landbúnaðar- og innviðanefndar þann 31. október sl. Lögð fram gjaldskrá vatnsveitu Skagafjarðarveitna fyrir árið 2025. Gjaldskráin hækkar um 4,5% á milli ára.

    Byggðarráð samþykkir samhljóða framlagða gjaldskrá og vísar til afgreiðslu sveitarstjórnar.
    Bókun fundar Forseti gerir tillögu um að vísa afgreiðslu málsins til liðarins, Gjaldskrá vatnsveitu 2025, síðar á dagskrá fundarins. Samþykkt samhljóða.
  • Byggðarráð Skagafjarðar - 120 Málinu vísað frá 14. fundi landbúnaðar- og innviðanefndar þann 31. október sl. Lagðar fram reglur um refa- og minkaveiði í sveitarfélaginu Skagafirði.

    Byggðarráð samþykkir samhljóða fyrirlagðar reglur og vísar til afgreiðslu sveitarstjórnar.
    Bókun fundar Forseti gerir tillögu um að vísa afgreiðslu málsins til liðarins, Reglur um veiði refa og minka, síðar á dagskrá fundarins. Samþykkt samhljóða.
  • Byggðarráð Skagafjarðar - 120 Háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðuneytið kynnir til samráðs mál nr. 219/2024, "Opinber stuðningur við vísindi og nýsköpun".

    Umsagnarfrestur er til og með 12.11.2024.

    Byggðarráð Skagafjarðar telur að við áformaðar breytingar á stuðningsumhverfi vísinda og nýsköpunar þurfi að horfa til stuðnings við aukna nýsköpun á landsbyggðinni. Þegar Nýsköpunarmiðstöð Íslands var lögð niður, en hún hafði m.a. starfsstöðvar á landsbyggðinni, þ.m.t. á Sauðárkróki, átti að stofna nýsköpunargarða með áherslu á stuðning við frumkvöðla og sprotafyrirtæki á sviði hátækni, auka átti framlög til nýsköpunar á landsbyggðinni og setja á fót sjóð fyrir rannsóknir í byggingariðnaði. Slíkir nýsköpunargarðar og aukin framlög til nýsköpunar á landsbyggðinni hafa því miður ekki raungerst. Nú eru áform um að leggja af Lóu, nýsköpunarstyrki fyrir landsbyggðina, en taka upp nýja sjóði í staðinn og lögð af áhersla á landsbyggðina eins og var hjá Lóu. Með því að slá af Lóu-sjóðinn er verið að rýra möguleika landsbyggðarinnar á styrkjum til nýsköpunar.
    Í gildandi byggðaráætlun sem gildir til ársins 2036 stendur: "Nýsköpun, stafrænni þróun, frumkvöðlastarfi og skapandi greinum verði gert hátt undir höfði í öllum landshlutum með styrkingu stoðkerfisins og betra aðgengi að fjármagni til nýsköpunar."
    Byggðarráð Skagafjarðar leggur áherslu á að mikilvægt sé að efna loforð um aukinn stuðning við nýsköpun á landsbyggðinni, hefja markvissa uppbyggingu nýsköpunargarða á landsbyggðinni og efla stuðningsumhverfi nýsköpunar þar í stað þess að draga enn frekar úr því.
    Bókun fundar Afgreiðsla 120. fundar byggðarráðs staðfest á 32. fundi sveitarstjórnar 27. nóvember 2024 með níu atkvæðum.

4.Byggðarráð Skagafjarðar - 121

Málsnúmer 2411007FVakta málsnúmer

Fundargerð 121. fundar byggðarráðs frá 11. nóvember 2024 lögð fram til afgreiðslu á 32. fundi sveitarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér. Einar E. Einarsson forseti kynnti fundargerð. Enginn kvaddi sér hljóðs.
  • Byggðarráð Skagafjarðar - 121 Mál áður á dagskrá 120. fundar byggðarráðs þann 6. nóvember sl. Umræðu um framkvæmda- og viðhaldsáætlun fyrir fjárhagsáætlun 2025-2028 haldið áfram. Bókun fundar Afgreiðsla 121. fundar byggðarráðs staðfest á 32. fundi sveitarstjórnar 27. nóvember 2024 með níu atkvæðum.
  • Byggðarráð Skagafjarðar - 121 Lagt fram erindi, dags. 7. nóvember 2024, frá formanni Sögufélags Skagfirðinga, þar sem óskað er eftir fundi vegna uppgjörs félagsins gagnvart sveitarfélaginu vegna Byggðasögu Skagafjarðar.

    Byggðarráð samþykkir samhljóða að boða forsvarsmenn Sögufélags Skagfirðinga á fund byggðarráðs.
    Bókun fundar Afgreiðsla 121. fundar byggðarráðs staðfest á 32. fundi sveitarstjórnar 27. nóvember 2024 með níu atkvæðum.
  • Byggðarráð Skagafjarðar - 121 Lögð fram gjaldskrá fasteignaskatts, lóðar- og landleigu fyrir árið 2025. Fjöldi gjalddaga fasteignagjalda verði tíu, frá 1. febrúar 2025 til 1. nóvember 2025. Heildarálagning á fasteign sem ekki nær 350 kr. fellur niður. Ef álagning fasteignagjalda á fasteign nær ekki 28.000 kr. á gjaldanda, verður öll upphæðin innheimt á fyrsta gjalddaga, 1. febrúar 2025. Einnig verður gefinn kostur á því að gjaldendur geti greitt upp fasteignagjöldin á einum gjalddaga í maí og eigi síðar en 10. maí 2025, séu þau jöfn eða umfram 28.000 kr.

    Samkvæmt fyrirliggjandi gjaldskrá er álagningarhlutfalli fasteignaskatts og lóðarleigu haldið óbreyttu frá árinu 2024, að undanskyldu því að álagning A-flokks lækkar úr 0,475% í 0,47%. Landleiga beitarlands verði 12.000 kr./ha á ári og landleiga ræktunarlands verði 18.000 kr./ha á ári. Fjöldi gjalddaga verða tíu.

    Mikil hækkun fasteignamats síðustu ár hefur hjá mörgum sveitarfélögum haft þær afleiðingar að fasteignaskattar hafa hækkað mjög, oft umfram landsmeðaltal, á sama tíma og íbúaþróun er hæg og langt undir landsmeðaltali. Mörg sveitarfélög eiga þannig erfitt með að lækka fasteignaskatta því þá verða þau af tekjum úr Jöfnunarsjóði vegna þess hvernig framlagið er reiknað, því er ánægjulegt að í fjárhagsáætlun Skagafjarðar fyrir árið 2025 sé svigrúm til lækkunar fasteignaskatta.
    Byggðarráð Skagafjarðar samþykkir samhljóða að skora á stjórnvöld að beita sér fyrir breytingum á regluverki Jöfnunarsjóðs sem bæta gæði jöfnunar sjóðsins, afnemur tengingu á milli fasteignaskatta og úthlutunar úr sjóðnum en tryggir um leið að sveitarfélög sem þurfa raunverulega á framlögum úr Jöfnunarsjóði að halda fái slík framlög áfram, t.d. með tilvísun til svæðisbundinnar aðstoðar (byggðakort ESA).

    Byggðarráð samþykkir samhljóða að framlagða gjaldskrá og vísar til afgreiðslu sveitarstjórnar.
    Bókun fundar Forseti gerir tillögu um að vísa afgreiðslu málsins til liðarins, Gjaldskrá fasteignagjalda 2025, síðar á dagskrá fundarins. Samþykkt samhljóða.
  • Byggðarráð Skagafjarðar - 121 Vísað frá 28. fundi félagsmála- og tómstundanefndar 6. nóvember 2024, þannig bókað:
    "Félagsmála- og tómstundanefnd samþykkir samhljóða að gjaldskrá verði miðuð við launaflokk 128 skv. samningum Öldunnar/Kjalar frá 1. apríl 2024 með 8% persónuálagi með tengdum gjöldum. Tekjuviðmið til lækkunar gjalda miðast við greiðslur Tryggingastofnunar. Vísað til byggðaráðs."

    Byggðarráð samþykkir samhljóða framlagða gjaldskrá og vísar til afgreiðslu sveitarstjórnar.
    Bókun fundar Forseti gerir tillögu um að vísa afgreiðslu málsins til liðarins, Gjaldskrá heimaþjónustu 2025, síðar á dagskrá fundarins. Samþykkt samhljóða.
  • Byggðarráð Skagafjarðar - 121 Vísað frá 33. fundi fræðslunefndar 6. nóvember 2024, þannig bókað:
    "Lögð fram tillaga að 3,7% hækkun gjaldskrár frístundar sem er í samræmi við verðlagsbreytingar út frá þjóðhagsspá Hagstofu Íslands. Dvalargjald í frístund hækkar úr 305 krónum í 316 krónur. Síðdegishressing hækkar úr 263 krónum í 273 krónur. Á þeim dögum sem heilsdagsopnun er í boði er auk dvalargjalds greitt fyrir fæði, þ.e. morgunverð, hádegisverð og síðdegishressingu. Morgunverður hækkar úr 363 krónum í 376 krónur og hádegisverður hækkar úr 752 krónum í 780 krónur. Systkinaafsláttur af dvalargjaldi helst óbreyttur, 50% hjá öðru barni og 100% hjá þriðja barni. Börn í dreifbýli hafa áfram forgang að heilsdagsvistun. Tillagan samþykkt samhljóða og vísað til byggðarráðs."

    Byggðarráð samþykkir samhljóða framlagða gjaldskrá og vísar til afgreiðslu sveitarstjórnar.
    Bókun fundar Forseti gerir tillögu um að vísa afgreiðslu málsins til liðarins, Gjaldskrá frístundar 2025, síðar á dagskrá fundarins. Samþykkt samhljóða.
  • Byggðarráð Skagafjarðar - 121 Vísað frá 33. fundi fræðslunefndar 6. nóvember 2024, þannig bókað:
    "Lögð fram tillaga að 3,7% hækkun gjaldskrár í grunnskóla sem er í samræmi við verðlagsbreytingar út frá þjóðhagsspá Hagstofu Íslands. Morgunverður hækkar úr 363 krónum í 376 krónur. Hádegisverður hækkar úr 752 krónum í 780 krónur. Skólamáltíðir nemenda eru að fullu niðurgreiddar af sveitarfélaginu og ríkinu. Tillagan samþykkt samhljóða og vísað til byggðarráðs."

    Byggðarráð samþykkir samhljóða framlagða gjaldskrá og vísar til afgreiðslu sveitarstjórnar.
    Bókun fundar Forseti gerir tillögu um að vísa afgreiðslu málsins til liðarins, Gjaldskrá grunnskóla 2025, síðar á dagskrá fundarins. Samþykkt samhljóða.
  • Byggðarráð Skagafjarðar - 121 Vísað frá 15. fundi landbúnaðar- og innviðanefndar 8. nóvember 2024, þannig bókað:
    "Lögð fram gjaldskrá Skagafjarðarhafna fyrir árið 2025. Hækkun gjaldskrárinnar frá árinu 2024 er 3,7%.
    Landbúnaðar- og innviðanefnd samþykkir samhljóða gjaldskrá Skagafjarðarhafna fyrir árið 2025 og vísar henni til afgreiðslu byggðarráðs."

    Byggðarráð samþykkir samhljóða framlagða gjaldskrá og vísar til afgreiðslu sveitarstjórnar.
    Bókun fundar Forseti gerir tillögu um að vísa afgreiðslu málsins til liðarins, Gjaldskrá Skagafjarðarhafna 2025, síðar á dagskrá fundarins. Samþykkt samhljóða.
  • Byggðarráð Skagafjarðar - 121 Velferðarnefnd Alþingis sendir til umsagnar mál nr. 75, tillaga til þingsályktunar um búsetuöryggi í dvalar- og hjúkrunarrýmum. Frestur til að senda inn umsögn er til og með 20. nóvember nk. Bókun fundar Afgreiðsla 121. fundar byggðarráðs staðfest á 32. fundi sveitarstjórnar 27. nóvember 2024 með níu atkvæðum.

5.Byggðarráð Skagafjarðar - 122

Málsnúmer 2411012FVakta málsnúmer

Fundargerð 122. fundar byggðarráðs frá 18. nóvember 2024 lögð fram til afgreiðslu á 32. fundi sveitarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér. Einar E. Einarsson forseti kynnti fundargerð. Enginn kvaddi sér hljóðs.
  • Byggðarráð Skagafjarðar - 122 Hjörvar Halldórsson, sviðsstjóri veitu- og framkvæmdasviðs sat fundinn undir þessum lið.

    Mál síðast á dagskrá 121. fundar byggðarráðs þann 11. nóvember sl.

    Umræðu um framkvæmda- og viðhaldsáætlun fyrir fjárhagsáætlun 2025-2028 haldið áfram.
    Bókun fundar Afgreiðsla 122. fundar byggðarráðs staðfest á 32. fundi sveitarstjórnar 27. nóvember 2024 með níu atkvæðum.
  • Byggðarráð Skagafjarðar - 122 Hjörvar Halldórsson, sviðsstjóri veitu- og framkvæmdasviðs, sat fundinn undir þessum lið.

    Lagt fram erindi frá Kaupfélagi Skagfirðinga dagsett 11. nóvember sl. þar sem óskað er eftir samtali á milli sveitarfélagsins og kaupfélagsins um stöðu mála í vatnsveitu og framtíðarsýn sveitarfélagsins til að tryggja afhendingaröryggi neysluvatns til samfélagsins.

    Nú þegar hafa margir kostir verið skoðaðir, magnmælingar á uppsprettum eru í gangi til að meta fýsileika kosta.

    Byggðarráð samþykkir samhljóða að fela sveitarstjóra að afla frekari upplýsinga um málið og boða í kjölfarið forsvarsmenn KS á fund byggðarráðs.
    Bókun fundar Afgreiðsla 122. fundar byggðarráðs staðfest á 32. fundi sveitarstjórnar 27. nóvember 2024 með níu atkvæðum.
  • Byggðarráð Skagafjarðar - 122 Lagt fram erindi dagsett 14. nóvember sl. frá Körfuknattleiksdeild Tindastóls. Körfuknattleiksdeildin óskar eftir styrk frá sveitarfélaginu við fjárfestingu í LED auglýsingaskjám sem hugmyndin er að nýta sem nýja leið til fjáröflunar fyrir Tindastól. Verð á umræddum skjáum er 9.239.460,- m/vsk.

    Byggðarráð telur að sveitarfélagið eigi ekki að koma að fjárfestingu sem þessari og hafnar því erindinu með öllum greiddum atkvæðum.
    Bókun fundar Afgreiðsla 122. fundar byggðarráðs staðfest á 32. fundi sveitarstjórnar 27. nóvember 2024 með níu atkvæðum.
  • 5.4 2409251 Aðalgata 22
    Byggðarráð Skagafjarðar - 122 Fært í trúnaðarbók. Bókun fundar Afgreiðsla 122. fundar byggðarráðs staðfest á 32. fundi sveitarstjórnar 27. nóvember 2024 með níu atkvæðum.
  • Byggðarráð Skagafjarðar - 122 Lagður fram tölvupóstur dagsettur 12. nóvember 2024 frá verkefnastjóra í atvinnu-, menningar- og kynningarmálum Skagafjarðar. Til stendur að tendra ljósin á jólatrénu á Kirkjutorgi við hátíðlega athöfn laugardaginn 30. nóvember nk.

    Óskað er eftir heimild til að loka gatnamótum Skólastígs/Skagfirðingabrautar, Hlíðarstígs/Skagfirðingabrautar, Aðalgötu/Sævarstígs og Aðalgötu/Bjarkarstígs fyrir bílaumferð frá Skagfirðingabraut 17-21 að Aðalgötu 6 frá kl. 15-17 laugardaginn 30. nóvember nk. á meðan á hátíðarhöldum stendur.

    Fyrir liggur samþykki lögreglustjórans á Norðurlandi vestra.

    Byggðarráð samþykkir samhljóða að fallast á fyrirhugaða lokun.
    Bókun fundar Afgreiðsla 122. fundar byggðarráðs staðfest á 32. fundi sveitarstjórnar 27. nóvember 2024 með níu atkvæðum.
  • Byggðarráð Skagafjarðar - 122 Máli vísað frá 15. fundi Landbúnaðar- og innviðanefndar þann 8. nóvember 2024, þannig bókað:

    "Lögð fram gjaldskrá fyrir sorphirðu og sorpeyðingu í Skagafirði vegna ársins 2025. Heildargjöld á íbúðareiningu eru 95.000 kr. á árinu 2024 og munu hækka um 4.990 kr. eða 5,25% og verða því 99.990 kr. árinu 2025. Þessi hóflega hækkun er meðal annars árangur af góðri flokkun íbúa, en á árinu hækkar gjaldskrá vegna urðunar um 15% ásamt því að samningur við Íslenska gámafélagið ehf. tekur verðbreytingum skv. verksamningi.
    Jafnframt samþykkt að breyta 2. grein gjaldskrárinnar vegna eyðingu dýraleifa, þannig að fjöldi gjalddaga verði sjö í stað tíu. Fyrsti gjalddagi verður 1. júní ár hvert. Ástæða fyrir þessu er hversu seint áreiðanlegar búfjártölur berast frá opinberum aðilum.
    Landbúnaðar- og innviðanefnd samþykkir samhljóða framlagða gjaldskrá, framangreinda breytingu á 2. grein gjaldskrárinnar og vísar henni til afgreiðslu byggðarráðs."

    Byggðarráð samþykkir samhljóða framlagða gjaldskrá og vísar til afgreiðslu sveitarstjórnar.
    Bókun fundar Forseti gerir tillögu um að vísa afgreiðslu málsins til liðarins, Gjaldskrá fyrir sorphirðu og sorpeyðingu 2025, síðar á dagskrá fundarins. Samþykkt samhljóða.
  • Byggðarráð Skagafjarðar - 122 Máli vísað frá 28. fundi atvinnu-, menningar- og kynningarnefndar þann 12. nóvember 2024, þannig bókað:

    "Tekið fyrir bréf frá Gunnari Rögnvaldssyni, dagsett 24.10.2024, um merkingar og menningarvitund innan Skagafjarðar. Í bréfinu hvetur Gunnar sveitarfélagið til að standa betur að merkingum á sýslumörkum inn og út úr Skagafjarðarsýslu. Jafnframt hvetur Gunnar sveitarfélagið til að fara í vitundavakningu um sögu og menningu Skagafjarðar sem hvetur um leið til fróðleiks og kunnáttu um skáld og listafólk héraðsins. Leggur Gunnar til að settar verða upp merkingar á húsum sem voru heimili skálda í Skagafirði sem og setja tilvitnanir í verk höfunda á byggingar í eigu sveitarfélagsins.
    Atvinnu-, menningar- og kynningarnefnd fagnar erindinu og samþykkir samhljóða að fela starfsmönnum nefndarinnar að taka saman kostnað við gerð skilta á sýslumörkum og staðsetningar á skiltum og leggja fyrir byggðarráð til fjármögnunar. Jafnframt felur nefndin starfsmönnum nefndarinnar að hefja undirbúning að vitundavakningu um sögu og menningu Skagafjarðar sem hvetur um leið til fróðleiks og kunnáttu um skáld og listafólk héraðsins."

    Byggðarráð tekur jákvætt í erindið en frestar afgreiðslu málsins þar til kostnaðarmat liggur fyrir.
    Bókun fundar Afgreiðsla 122. fundar byggðarráðs staðfest á 32. fundi sveitarstjórnar 27. nóvember 2024 með níu atkvæðum.
  • Byggðarráð Skagafjarðar - 122 Háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðuneytið kynnir til samráðs mál nr. 224/2024, "Gjaldtökuheimildir opinberra háskóla".

    Umsagnarfrestur er til og með 06.12.2024.
    Bókun fundar Afgreiðsla 122. fundar byggðarráðs staðfest á 32. fundi sveitarstjórnar 27. nóvember 2024 með níu atkvæðum.
  • Byggðarráð Skagafjarðar - 122 Lagt fram til kynningar bréf frá Hafdísi Einarsdóttur til Sambands íslenskra sveitarfélaga og ríkissáttarsemjara. Í bréfinu eru reifaðar niðurstöður netkönnunar sem lögð var fyrir foreldra leikskólabarna í Skagafirði um áhrif verkfallsaðgerða á fjölskyldur leikskólabarna í leikskólanum Ársölum á Sauðárkróki og samningsaðilar hvattir til að binda endi á verkfallsaðgerðirnar. Bókun fundar Afgreiðsla 122. fundar byggðarráðs staðfest á 32. fundi sveitarstjórnar 27. nóvember 2024 með níu atkvæðum.

6.Byggðarráð Skagafjarðar - 123

Málsnúmer 2411018FVakta málsnúmer

Fundargerð 123. fundar byggðarráðs frá 22. nóvember 2024 lögð fram til afgreiðslu á 32. fundi sveitarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér. Einar E. Einarsson forseti kynnti fundargerð. Enginn kvaddi sér hljóðs.
  • Byggðarráð Skagafjarðar - 123 Undir þessum lið sátu Bryndís Lilja Hallsdóttir sviðsstjóri fjölskyldusviðs og Hjörvar Halldórsson sviðsstjóri veitu- og framkvæmdasviðs.

    Á fundinum var lögð fram áætlun um viðhald fasteigna, stærri fjárfestingar og nýframkvæmdir á vegum sveitarfélagsins og fyrirtækja þess. Listinn eins og hann er lagður fyrir, er niðurstaða umræðna síðustu þriggja funda byggðarráðs og vinnufunda sveitarstjórnar 29. október og 20. nóvember sl. Áætlunin er hluti fjárhagsáætlunar Skagafjarðar fyrir árið 2025.

    Lögð fram fjárhagsáætlun Skagafjarðar fyrir árið 2025, ásamt þriggja ára áætlun 2025-2028, til síðari umræðu.

    Byggðarráð samþykkir með tveimur atkvæðum fjárhagsáætlunina og vísar henni til afgreiðslu sveitarstjórnar. Jóhanna Ey, fulltrúi Byggðalistans situr hjá.
    Bókun fundar Forseti gerir tillögu um að vísa afgreiðslu málsins til liðarins, Fjárhagsáætlun 2025-2028, síðar á dagskrá fundarins. Samþykkt samhljóða.
  • Byggðarráð Skagafjarðar - 123 Lagðar fram tillögur að markmiðssetningu í fjármálum Skagafjarðar sem unnar voru af byggðarráði og sveitarstjórn Skagafjarðar í samráði við ráðgjafa frá KPMG.

    Byggðarráð samþykkir samhljóða framlagða markmiðssetningu og vísar henni til afgreiðslu sveitarstjórnar.
    Bókun fundar Forseti gerir tillögu um að vísa afgreiðslu málsins til liðarins, Mælikvarðar rekstrar og fjárhags, síðar á dagskrá fundarins. Samþykkt samhljóða.
  • Byggðarráð Skagafjarðar - 123 Með lögum nr. 96/2021 sem tóku gildi í júní 2021 samþykkti Alþingi nýtt ákvæði við sveitarstjórnarlög sem fjallar um þjónustustefnu í byggðum og byggðarlögum sveitarfélags. Samkvæmt 130. gr. a sveitarstjórnarlaga, skal sveitarstjórn móta stefnu fyrir komandi ár og næstu þrjú árin eftir það, um það þjónustustig sem sveitarfélagið hyggst halda uppi í byggðum og byggðarlögum fjarri stærstu byggðakjörnum viðkomandi sveitarfélags. Mótun stefnunnar skal unnin samhliða fjárhagsáætlun.
    Til hliðsjónar er þjónustustefna Skagafjarðar fyrir árin 2024-2027.

    Byggðarráð samþykkir samhljóða að auglýsa eftir athugasemdum og ábendingum um breytingar á gildandi þjónustustefnu og vísar stefnunni jafnframt til fyrri umræðu í sveitarstjórn.
    Bókun fundar Forseti gerir tillögu um að vísa afgreiðslu málsins til liðarins, Þjónustustefna Skagafjarðar 2025, síðar á dagskrá fundarins. Samþykkt samhljóða.
  • Byggðarráð Skagafjarðar - 123 Samtök sveitarfélaga á Norðurlandi vestra hafa auglýst eftir tillögum frá íbúum og hagaðilum að áhersluverkefnum fyrir Norðurland vestra og kalla jafnframt eftir tillögum frá sveitarfélögum landshlutans þar um. Óskað er eftir tillögum fyrir 25.11. 2024.
    Áhersluverkin eru yfirleitt til tveggja ára en sum skemur. Eftir að stjórn SSNV hefur samþykkt áhersluverkefni sóknaráætlunar, eru þau send til samþykktar til stýrihóps Stjórnarráðsins.

    Byggðarráð Skagafjarðar samþykkir samhljóða að leggja til að Skíðasvæði Tindastóls verði áhersluverkefni SSNV á árinu 2025. Skíðasvæðið er í fjallinu Tindastóli og þangað eru góðar vegasamgöngur úr bæði Húnavatnssýslum og Skagafirði. Bein áhrif af gestum svæðisins á ferðaþjónustu yfir vetrartímann eru vel greinanleg hjá ferðaþjónustuaðilum í bæði Húnavatnssýslum og Skagafirði og má þar nefna m.a. veitinga- og gistisölu. Svæðið er fjölsóttasti ferðamannastaðurinn á Norðurlandi vestra yfir vetrartímann. Því er ljóst að bæði íbúar og rekstraraðilar á Norðurlandi vestra hafa hag af og njóta um leið aukinna lífsgæða vegna þeirra útivistarmöguleika sem svæðið býður upp á.
    Bent er á tækifæri í tengslum við skíða- og fjallamennsku í SVÓT-greiningu sóknaráætlunar Norðurlands vestra 2025-2029. Verkefnið styður einnig við markmið sóknaráætlunar um að festa ferðaþjónustu í sessi sem heilsársatvinnugrein og að ferðamenn dvelji lengur í landshlutanum, auk aðgerða til að skapa umgjörð fyrir ævintýri, s.s. með bættri aðsöðu til gönguskíðaiðkunar. Einnig mælikvarða sóknaráætlunar um að fjöldi gistinátta í landshlutanum aukist um 20% á gildistíma hennar.
    Markmiðið yrði að styðja við áframhaldandi uppbyggingu og rekstur svæðisins, byggja undir aukna markaðssetningu svæðisins, bættan aðbúnaðan þar og þar með betri upplifun gesta. Það markmið styður við markmið um eflingu ferðaþjónustu á Norðurlandi vestra utan háannatíma að sumri til enda skíðasvæðið í Tindastóli augljósasti segullinn á svæðinu yfir vetrartímann.

    Byggðarráð samþykkir jafnframt samhljóða að leggja til að áfram verið haldið með áhersluverkefni sem ýti undir aukinn stuðning við nýsköpun í kennslu með nýtingu á FabLab aðstöðu og bæta færni nemenda í nýtingu aukinnar stafrænnar tækni. Verkefnið hefur sterkt tengsl við nokkur heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna auk annarra opinberra áætlana. Þá styður verkefnið við áherslur sóknaráætlunar um aukna nýsköpun og fjölbreytt atvinnulíf.

    Þá leggur byggðarráð til að áfram verði haldið með áhersluverkefni um að stuðla að aukinni fullvinnslu afurða á Norðurlandi vestra undir merkjum matvælasvæðisins Norðurlands vestra. Þannig verði þekking bænda á heimavinnslu afurða aukin, jafnframt vöruþróun, markaðssetning og sala afurða með námskeiðum og annars konar aðstoð við framangreinda þætti. Sérstök áhersla verði á aðstoð við sölu og markaðssetningu. Verkefnið samræmist gildandi sóknaráætlun Norðurlands vestra og nokkrum heimsmarkmiðum Sameinuðu þjóðanna.
    Bókun fundar Afgreiðsla 123. fundar byggðarráðs staðfest á 32. fundi sveitarstjórnar 27. nóvember 2024 með níu atkvæðum.
  • Byggðarráð Skagafjarðar - 123 Lagður fram tölvupóstur, dagsettur 8. nóvember 2024, frá framkvæmdastjóra Samtaka sveitarfélaga á Norðurlandi vestra þar sem tilkynnt er að búið sé að opna fyrir umsóknir um framlög til sértækra verkefna sóknaráætlanasvæða. Framlögin eru veitt á grundvelli stefnumótandi byggðaáætlunar fyrir árin 2022-2036. Umsóknarfrestur er til miðvikudagsins 22. janúar 2025.
    Byggðarráð samþykkir samhljóða að fela sveitarstjóra að undirbúa umsóknir í sjóðinn.
    Bókun fundar Afgreiðsla 123. fundar byggðarráðs staðfest á 32. fundi sveitarstjórnar 27. nóvember 2024 með níu atkvæðum.
  • Byggðarráð Skagafjarðar - 123 Lagðar fram til kynningar fundargerðir aðalfundar samtaka sjávarútvegssveitarfélaga sem haldinn var 9. október 2024 og fundargerðir stjórnar nr. 82 frá 22. október 2024 og 83. frá 29. október 2024. Bókun fundar Afgreiðsla 123. fundar byggðarráðs staðfest á 32. fundi sveitarstjórnar 27. nóvember 2024 með níu atkvæðum.

7.Atvinnu-, menningar- og kynningarnefnd - 28

Málsnúmer 2411008FVakta málsnúmer

Fundargerð 28. fundar atvinnu- menningar- og kynningarnefndar frá 12. nóvember 2024 lögð fram til afgreiðslu á 32. fundi sveitarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér. Einar E. Einarsson forseti kynnti fundargerð. Enginn kvaddi sér hljóðs.
  • Atvinnu-, menningar- og kynningarnefnd - 28 Tekið fyrir bréf frá Gunnari Rögnvaldssyni, dagsett 24.10.2024, um merkingar og menningarvitund innan Skagafjarðar. Í bréfinu hvetur Gunnar sveitarfélagið til að standa betur að merkingum á sýslumörkum inn og út úr Skagafjarðarsýslu. Jafnframt hvetur Gunnar sveitarfélagið til að fara í vitundavakningu um sögu og menningu Skagafjarðar sem hvetur um leið til fróðleiks og kunnáttu um skáld og listafólk héraðsins. Leggur Gunnar til að settar verða upp merkingar á húsum sem voru heimili skálda í Skagafirði sem og setja tilvitnanir í verk höfunda á byggingar í eigu sveitarfélagsins.
    Atvinnu-, menningar- og kynningarnefnd fagnar erindinu og samþykkir samhljóða að fela starfsmönnum nefndarinnar að taka saman kostnað við gerð skilta á sýslumörkum og staðsetningar á skiltum og leggja fyrir byggðarráð til fjármögnunar. Jafnframt felur nefndin starfsmönnum nefndarinnar að hefja undirbúning að vitundavakningu um sögu og menningu Skagafjarðar sem hvetur um leið til fróðleiks og kunnáttu um skáld og listafólk héraðsins.
    Bókun fundar Afgreiðsla 28. fundar atvinnu- menningar- og kynningarnefndar staðfest á 32. fundi sveitarstjórnar 27. nóvember 2024 með níu atkvæðum.
  • Atvinnu-, menningar- og kynningarnefnd - 28 Tekið fyrir bréf frá Völu Stefánsdóttur, dagsett 24.10.2024, þar sem dregin er til baka umsókn um rekstur Menningarhússins Miðgarðs.
    Reksturinn var því auglýstur að nýju þann 29.10.2024.
    Bókun fundar Afgreiðsla 28. fundar atvinnu- menningar- og kynningarnefndar staðfest á 32. fundi sveitarstjórnar 27. nóvember 2024 með níu atkvæðum.
  • Atvinnu-, menningar- og kynningarnefnd - 28 Teknar fyrir umsóknir um rekstur Menningarhússins Miðgarðs sem auglýstur var í annað sinn þann 29.10.2024. Umsóknafrestur var til og með 11. nóvember og bárust þrjár umsóknir í reksturinn.
    Atvinnu-, menningar- og kynningarnefnd þakkar góðar umsóknir og samþykkir samhljóða að boða alla umsækjendur til viðtals til að ræða betur hugmyndir umsækjenda um nýtingu Miðgarðs.
    Bókun fundar Afgreiðsla 28. fundar atvinnu- menningar- og kynningarnefndar staðfest á 32. fundi sveitarstjórnar 27. nóvember 2024 með níu atkvæðum.
  • Atvinnu-, menningar- og kynningarnefnd - 28 Atvinnu-, menningar- og kynningarnefnd samþykkir samhljóða framlagða fjárhagsáætlun 2025 og vísar henni til seinni umræðu í byggðarráði og sveitarstjórn. Bókun fundar Afgreiðsla 28. fundar atvinnu- menningar- og kynningarnefndar staðfest á 32. fundi sveitarstjórnar 27. nóvember 2024 með níu atkvæðum.
  • Atvinnu-, menningar- og kynningarnefnd - 28 Atvinnu-, menningar- og kynningarnefnd samþykkir samhljóða framlagða fjárhagsáætlun 2025 og vísar henni til seinni umræðu í byggðarráði og sveitarstjórn. Bókun fundar Afgreiðsla 28. fundar atvinnu- menningar- og kynningarnefndar staðfest á 32. fundi sveitarstjórnar 27. nóvember 2024 með níu atkvæðum.
  • Atvinnu-, menningar- og kynningarnefnd - 28 Tekið fyrir þakkarbréf frá skipuleggjendum Fjallkonuhátíðarinnar í Skagafirði, dagsett 1.11.2024. Hátíðin var haldin í Skagafirði 7. - 8. september sl. og var liður í hátíðarhöldum tengdum 80 ára lýðveldisafmælis Íslands. Viðburðurinn tókst einstaklega vel og voru þátttakendur mjög ánægðir með heimsóknina í Skagafjörð og þá fræðslu sem allrir fengu þessa tvo daga sem hátíðin stóð yfir. Skipuleggjendur þakka nefndinni veittan styrk.

    Bókun fundar Afgreiðsla 28. fundar atvinnu- menningar- og kynningarnefndar staðfest á 32. fundi sveitarstjórnar 27. nóvember 2024 með níu atkvæðum.

8.Félagsmála- og tómstundanefnd - 28

Málsnúmer 2410038FVakta málsnúmer

Fundargerð 28. fundar félagsmála- og tómstundanefndar frá 6. nóvember 2024 lögð fram til afgreiðslu á 31. fundi sveitarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér. Einar E. Einarsson forseti kynnti fundargerð. Enginn kvaddi sér hljóðs.
  • Félagsmála- og tómstundanefnd - 28 Fjárhagsáætlun fyrir félagsþjónustu (02) lögð fram til síðari umræðu í nefndinni. Áætlunin er unnin í samstarfi við fjármála- og stjórnsýslusvið sem og forstöðumenn einstakra stofnana. Áætlunin endurspeglar þá þjónustu sem veitt er í þessum málaflokki og þær breytingar sem fyrirhugaðar eru m.t.t. lagaákvæða og/eða ákvarðana sveitarstjórnar. Félagsmála- og tómstundanefnd samþykkir áætlunina samhljóða fyrir sitt leyti með áorðnum breytingum og vísar henni til byggðarráðs og síðari umræðu í sveitarstjórn. Nefndin þakkar starfsfólki fjölskyldusviðs fyrir vel unna fjárhagsáætlun. Bókun fundar Afgreiðsla 28. fundar félagsmála- og tómstundanefndar staðfest á 32. fundi sveitarstjórnar 27. nóvember 2024 með níu atkvæðum.
  • Félagsmála- og tómstundanefnd - 28 Fjárhagsáætlun fyrir frístundaþjónustu (06) lögð fram til síðari umræðu í nefndinni. Áætlunin er unnin í samstarfi við fjármála- og stjórnsýslusvið. Félagsmála- og tómstundanefnd samþykkir áætlunina samhljóða fyrir sitt leyti með áorðnum breytingum og vísar henni til byggðarráðs og síðari umræðu í sveitarstjórn. Nefndin þakkar starfsfólki fjölskyldusviðs fyrir vel unna fjárhagsáætlun. Bókun fundar Afgreiðsla 28. fundar félagsmála- og tómstundanefndar staðfest á 32. fundi sveitarstjórnar 27. nóvember 2024 með níu atkvæðum.
  • Félagsmála- og tómstundanefnd - 28 Lagt fram minnisblað frá frístundastjóra þar sem farið er yfir opnunartíma íþróttamannvirkja í Skagafirði og aðsóknartölur sundlauga eftir árum, mánuðum, dögum og tíma dags. Lögð fram tillaga að opnunartíma árið 2025:

    Íþróttamiðstöðin í Varmahlíð:
    Sumaropnun:
    Mánudaga - föstudaga 11:00-20:00
    Laugardaga- sunnudaga 10:00-18:00

    Vetraropnun:
    Mánudaga - föstudaga 08:00-21:00
    Laugardaga - sunnudaga 10:00-16:00

    Sundlaug Sauðárkróks:
    Sumaropnun:
    Mánudaga - föstudaga 06:50-21:00
    Laugardaga - sunnudaga 10:00-18:00

    Vetraropnun:
    Mánudaga - fimmtudaga 06:50-20:30
    Föstudaga 06:50-20:00
    Laugaradaga - sunnudaga 10:00-16:00

    Sundlaugin á Hofsósi:
    Sumaropnun:
    Mánudaga - föstudaga 07:00-20:00
    Laugardaga - sunnudaga 10:00-20:00

    Vetraropnun:
    Mánudaga - föstudaga 07:00-13:00 / 17:00-20:00
    Laugardaga - sunnudaga 11:00-16:00

    Íþróttahúsið á Sauðárkróki:
    Sumaropnun:
    Mánudaga - föstudaga 09:00-21:00
    Laugardaga - sunnudaga 12:00-16:00

    Vetraropnun:
    Mánudaga - föstudaga 08:00-23:00
    Laugardaga 10:00-18:00
    Sunnudaga 10:30-16:30

    Nefndin samþykkir tillöguna samhljóða.
    Bókun fundar Afgreiðsla 28. fundar félagsmála- og tómstundanefndar staðfest á 32. fundi sveitarstjórnar 27. nóvember 2024 með níu atkvæðum.
  • Félagsmála- og tómstundanefnd - 28 Íþróttafélagið Molduxar óskar eftir endurgjaldslausum aðgangi að íþróttahúsinu á Sauðárkróki vegna jólamóts félagsins þann 26. desember nk. Nefndin samþykkir samhljóða að fella niður leigu á íþróttahúsinu vegna þessa og vísar til 4. gr. reglna um útleigu á íþróttahúsum í ákvörðun sinni. Bókun fundar Afgreiðsla 28. fundar félagsmála- og tómstundanefndar staðfest á 32. fundi sveitarstjórnar 27. nóvember 2024 með níu atkvæðum.
  • Félagsmála- og tómstundanefnd - 28 Félagsmála- og tómstundanefnd samþykkir samhljóða að gjaldskrá verði miðuð við launaflokk 128 skv. samningum Öldunnar/Kjalar frá 1. apríl 2024 með 8% persónuálagi með tengdum gjöldum. Tekjuviðmið til lækkunar gjalda miðast við greiðslur Tryggingastofnunar. Vísað til byggðaráðs. Bókun fundar Afgreiðsla 28. fundar félagsmála- og tómstundanefndar staðfest á 32. fundi sveitarstjórnar 27. nóvember 2024 með níu atkvæðum.
  • Félagsmála- og tómstundanefnd - 28 Lagðar fram til kynningar fjórar fundargerðir ráðsins þ.e. 25. fundargerð fagráðs frá 14. september sl., 26. fundargerð fagráðs frá 30. september sl., 27. fundargerð fagráðs frá 14. október sl. og 28. fundargerð fagráðs frá 29.október sl. Bókun fundar Afgreiðsla 28. fundar félagsmála- og tómstundanefndar staðfest á 32. fundi sveitarstjórnar 27. nóvember 2024 með níu atkvæðum.
  • Félagsmála- og tómstundanefnd - 28 Lagt fram eitt mál, skráð í trúnaðarbók. Bókun fundar Afgreiðsla 28. fundar félagsmála- og tómstundanefndar staðfest á 32. fundi sveitarstjórnar 27. nóvember 2024 með níu atkvæðum.

9.Fræðslunefnd - 33

Málsnúmer 2410039FVakta málsnúmer

Fundargerð 33. fundar fræðslunefndar frá 5. nóvember 2024 lögð fram til afgreiðslu á 32. fundi sveitarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér. Einar E. Einarsson forseti kynnti fundargerð. Enginn kvaddi sér hljóðs.
  • Fræðslunefnd - 33 Fjárhagsáætlun fyrir stofnanir fræðslumála (04) lögð fram til síðari umræðu í fræðslunefnd. Nefndin samþykkir áætlunina samhljóða fyrir sitt leyti og færir starfsfólki sveitarfélagsins þakkir fyrir vinnu við fjárhagsáætlun 2025. Vísað til byggðarráðs. Bókun fundar Afgreiðsla 33. fundar fræðslunefndar staðfest á 32. fundi sveitarstjórnar 27. nóvember 2024 með níu atkæðum.
  • Fræðslunefnd - 33 Lagt fram minnisblað frá sviðsstjóra fjölskyldusviðs þar sem innritunarreglur fyrir frístund í nokkrum sveitarfélögum eru bornar saman. Þá er sérstaklega horft til þess hvaða daga foreldrum býðst að skrá börn í frístund þegar skóli er lokaður. Nefndin felur sviðsstjóra að uppfæra reglurnar og afla gagna í samræmi við umræður á fundinum og leggja fyrir á næsta fundi fræðslunefndar. Bókun fundar Afgreiðsla 33. fundar fræðslunefndar staðfest á 32. fundi sveitarstjórnar 27. nóvember 2024 með níu atkæðum.
  • Fræðslunefnd - 33 Lögð fram tillaga að 3,7% hækkun gjaldskrár í grunnskóla sem er í samræmi við verðlagsbreytingar út frá þjóðhagsspá Hagstofu Íslands. Morgunverður hækkar úr 363 krónum í 376 krónur. Hádegisverður hækkar úr 752 krónum í 780 krónur. Skólamáltíðir nemenda eru að fullu niðurgreiddar af sveitarfélaginu og ríkinu. Tillagan samþykkt samhljóða og vísað til byggðarráðs. Bókun fundar Afgreiðsla 33. fundar fræðslunefndar staðfest á 32. fundi sveitarstjórnar 27. nóvember 2024 með níu atkæðum.
  • Fræðslunefnd - 33 Lögð fram tillaga að 3,7% hækkun gjaldskrár frístundar sem er í samræmi við verðlagsbreytingar út frá þjóðhagsspá Hagstofu Íslands. Dvalargjald í frístund hækkar úr 305 krónum í 316 krónur. Síðdegishressing hækkar úr 263 krónum í 273 krónur. Á þeim dögum sem heilsdagsopnun er í boði er auk dvalargjalds greitt fyrir fæði, þ.e. morgunverð, hádegisverð og síðdegishressingu. Morgunverður hækkar úr 363 krónum í 376 krónur og hádegisverður hækkar úr 752 krónum í 780 krónur. Systkinaafsláttur af dvalargjaldi helst óbreyttur, 50% hjá öðru barni og 100% hjá þriðja barni. Börn í dreifbýli hafa áfram forgang að heilsdagsvistun. Tillagan samþykkt samhljóða og vísað til byggðarráðs. Bókun fundar Afgreiðsla 33. fundar fræðslunefndar staðfest á 32. fundi sveitarstjórnar 27. nóvember 2024 með níu atkæðum.

10.Landbúnaðar- og innviðanefnd - 14

Málsnúmer 2410035FVakta málsnúmer

Fundargerð 14. fundar landbúnaðar- og innviðanefndar frá 31. október 2024 lögð fram til afgreiðslu á 32. fundi sveitarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér. Einar E. Einarsson kynnti fundargerð. Enginn kvaddi sér hljóðs.
  • Landbúnaðar- og innviðanefnd - 14 Fyrir liggur að þjónusta sem þessi er ekki lögbundið skylduverkefni sveitarfélaga ásamt því að allmargir þjónustuaðilar um allan fjörð eru tilbúnir að moka heimreiðar fyrir þá sem þess óska gegn gjaldi. Landbúnaðar- og innviðanefnd samþykkir með tveimur atkvæðum að fella niður réttindi til moksturs heimreiða sem nemur tveimur mokstrum á vetri hverjum. Þeir sem þurfa mokstur á félagslegum forsendum eða vegna heilsufarslegra vandamála geta hins vegar áfram sótt um mokstur heimreiða í dreifbýli, að hámarki 2 sinnum á vetri, til umhverfis og landbúnaðarfulltrúa sem metur þá þörfina í samráði við félagsþjónustu sveitarfélagsins. Nýtt fyrirkomulag verði endurskoðað að ári. Fulltrúi VG og óháðra Hildur Magnúsdóttir óskar bókað að hún situr hjá.
    Bókun fundar Afgreiðsla 14. fundar landbúnaðar- og innviðanefndar staðfest á 32. fundi sveitarstjórnar 31. október 2024 með sjö atkvæðum. Álfhildur Leifsdóttir og Sigurlaug Vordís Eysteinsdóttir fulltrúar VG og óháðra óska bókað að þær sitja hjá við afgreiðslu málsins.
  • Landbúnaðar- og innviðanefnd - 14 Fulltrúar meirihluta leggja fram svohljóðandi tillögu að breytingum á 6. gr. gjaldskrár hitaveitu 2025:
    "Stærri notendur þar sem notkun er að lágmarki 100 þúsund rúmmetrar á ári, á einum og sama mæli og þar sem heitt vatn er notað sem beinn framleiðsluþáttur, geta sótt um að kaupa heitt vatn á allt að 50% afslætti. Gerður skal samningur til allt að 5 ára í senn um kaupin. Við gerð samnings og við eftirfylgni hans verður horft til nýtingar og meðferðar á orku við viðkomandi vinnslu. Meðal annars verður horft til eftirfarandi þátta:
    Að sem mest varmaendurnýting sé til staðar frá bæði vinnslu og frárennslishita vatnsins. Að hitaelement séu þannig valin að hámarks nýting náist og frárennslishiti fari ekki upp fyrir 25°C.
    Að stýring búnaðar sé þannig útfærð að hámarksnýting náist á varma frá nýtingu vatnsins.
    Afsláttarkjörin eru ekki forgangsvatn, og gilda einungis þar sem nægilegt vatn er til staðar og fullnægjandi flutningsgeta í veitukerfinu að mati Skagafjarðarveitna. Sprotafyrirtæki og nýsköpunarfyrirtæki sem vilja nýta heitavatnið sem beinan framleiðsluþátt geta einnig sótt um tímabundin 50% afslátt á heitu vatni. Um afslætti til sprotafyrirtækja gilda sömu kröfur um orkusparandi aðgerðir og um er getið hér að ofan".
    Fulltrúi VG og óháðra leggur fram eftirfarandi breytingatillögu:
    "Ekki hefur nægilegt vatn verið til staðar í kuldaköstum síðustu vetra og hafa Skagafjarðarveitur farið í kostnaðarsamar boranir til að mæta þeim vatnsskorti, en í reglum er kveðið á um að nægilegt vatn sé til staðar svo afsláttarkjörin séu gild. 70% ótímabundinn afsláttur er gríðarlega mikil afsláttarkjör til stórnotenda án þess að nokkurt þak sé á slíkri notkun í reglum. Nú liggur fyrir tillaga meirihluta á að lækka þennan afslátt í 50% og reglur um umgengni við vatnið verði settar og samningur gerður við viðkomandi afsláttaþega til fimm ára í senn. VG og óháð telja að ganga megi enn lengra í því að lækka þennan afslátt til lengri tíma. VG og óháð gera því tillögu að því að í samningi verði afsláttarkjör stiglækkuð og verði að hámarki 25% eftir eftir 5 ára samningstíma líkur. Þannig hafa fyrirtækin sem afsláttinn þiggja fyrirsjáanleika til þess að gera ráðstafanir fram í tímann.
    Eðlilegt er að halda slíkum afsláttarkjörum tímabundnum fyrir sprotafyrirtæki og nýsköpunarfyrirtæki eins og kveðið er á um í reglum".

    Tillaga VG og óháðra er felld með tveimur atkvæðum gegn einu atkvæði minnihluta.

    Tilaga meirihluta borin upp og samþykkt með tveimur atkvæðum meirihluta.

    Fulltrúar meirihluta vilja árétta að í samþykktum reglum sveitarfélagsins hefur allt frá árinu 2014 verið heimild til að fyrirtæki sem fara yfir 100.000 m³ í notkun á heitu vatni á ársgrundvelli, á einum mæli, geti sótt um 70% afslátt án samnings eða annarra skilyrða en þess að nýta svona mikið vatn. Sama hefur gilt um sprotafyrirtæki og nýsköpunarfyrirtæki sem hafa viljað nýta heita vatnið sem beinan framleiðsluþátt en þar er ekki skilyrði um lágmarksnotkun á ári og afslátturinn tímabundinn. Með þessari breytingu er verið að draga úr þessum afslætti ásamt því að hann verður samningsbundinn hverju sinni. Afslættir annarra orkufyrirtækja til stórnotenda eða sprotafyrirtækja eru mismunandi og má finna dæmi um bæði lægri afslætti en við bjóðum hér en einnig hærri samanber gjaldskrá Orkuveitu Húsavíkur ohf., sem veitir 75% afslátt til notenda sem fara fyrir 100.000 m³ á ári. Annað dæmi um verulega afslætti eru t.d. hjá Hitaveitu Reykdæla og hitaveitu Þingeyjarsveitar en þar er sérliður í gjaldskrá fyrir Laugafisk sem greiðir 60% af almennu gjaldi fyrir afnot af hitaveituvatni skv. mæli og án skuldbindingar til lágmarkskaupa. Það að veita betri kjör til ákveðinna gerða fyrirtækja getur verið umdeilt en við teljum mikilvægt að gott gegnsæi sé í málinu og það sé öllum ljóst hvað sé í boði og þá gegn hvaða skilyrðum.
    Áheyrnarfulltrúi Byggðalista óskar bókað:
    "Finnst mér þetta góð lending í málinu með gjaldskrá hitaveitu með stórnotendur.
    Er þetta talsverð lækkun á gjaldskránni frá því sem hefur verið og er þetta í anda þess sem við höfum verið að tala fyrir í nefndinni".
    Gjaldskráin með áorðnum breytingum er samþykkt með tveimur atkvæðum meirihluta og vísað til Byggðaráðs.



    Bókun fundar Afgreiðsla 14. fundar landbúnaðar- og innviðanefndar staðfest á 32. fundi sveitarstjórnar 31. október 2024 með sjö atkvæðum. Álfhildur Leifsdóttir og Sigurlaug Vordís Eysteinsdóttir fulltrúar VG og óháðra óska bókað að þær sitja hjá við afgreiðslu málsins.
  • Landbúnaðar- og innviðanefnd - 14 Kári Gunnarsson verkefnastjóri kynnti reglur um veiði refa og minka
    Landbúnðar- og innviðanefnd samþykkir reglurnar samhljóða áorðnum breytingum og vísar til Byggðaráðs.
    Bókun fundar Afgreiðsla 14. fundar landbúnaðar- og innviðanefndar staðfest á 32. fundi sveitarstjórnar 31. október 2024 með níu atkvæðum.
  • Landbúnaðar- og innviðanefnd - 14 Lagður fram til kynningar ársreikningur Fjallskilasjóðs Deildardals 2023. Bókun fundar Afgreiðsla 14. fundar landbúnaðar- og innviðanefndar staðfest á 32. fundi sveitarstjórnar 31. október 2024 með níu atkvæðum.
  • Landbúnaðar- og innviðanefnd - 14 Kári Gunnarsson kynnir gjaldskrá vegna lausagöngu búfjár 2025.
    Landbúnðar- og innviðanefnd samþykkir gjaldskrána með áorðnum breytingum samhljóða og vísar til Byggðarráðs.
    Bókun fundar Afgreiðsla 14. fundar landbúnaðar- og innviðanefndar staðfest á 32. fundi sveitarstjórnar 31. október 2024 með níu atkvæðum.
  • Landbúnaðar- og innviðanefnd - 14 Lögð fram til kynningar ályktun aðalfundar Skógræktarfélags Íslands um vörsluskyldu búfjár Bókun fundar Afgreiðsla 14. fundar landbúnaðar- og innviðanefndar staðfest á 32. fundi sveitarstjórnar 31. október 2024 með níu atkvæðum.
  • Landbúnaðar- og innviðanefnd - 14 Hjörvar Halldósrsson kynnir tillögu að gjaldskrá vegna fráveitu og tæmingu rotþróa 2025.
    Landbúnðar- og innviðanefnd samþykkir gjaldskrána samhljóða og vísar til Byggðaráðs.
    Bókun fundar Afgreiðsla 14. fundar landbúnaðar- og innviðanefndar staðfest á 32. fundi sveitarstjórnar 31. október 2024 með níu atkvæðum.
  • Landbúnaðar- og innviðanefnd - 14 Hjörvar Halldórsson sviðstjóri veitu- og framkvæmdasviðs kynnir tillögu að breytingu á gjaldskrá Vatnsveitu 2025.
    Gjaldskráin er samþykkt samhljóða og vísað til Byggðaráðs.
    Bókun fundar Afgreiðsla 14. fundar landbúnaðar- og innviðanefndar staðfest á 32. fundi sveitarstjórnar 31. október 2024 með níu atkvæðum.

11.Landbúnaðar- og innviðanefnd - 15

Málsnúmer 2411002FVakta málsnúmer

Fundargerð 15. fundar landbúnaðar- og innviðanefndar frá 8. nóvember 2024 lögð fram til afgreiðslu á 32. fundi sveitarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér. Einar E. Einarsson kynnti fundargerð. Enginn kvaddi sér hljóðs.
  • Landbúnaðar- og innviðanefnd - 15 Lögð fram gjaldskrá Skagafjarðarhafna fyrir árið 2025. Hækkun gjaldskrárinnar frá árinu 2024 er 3,7%.
    Landbúnaðar- og innviðanefnd samþykkir samhljóða gjaldskrá Skagafjarðarhafna fyrir árið 2025 og vísar henni til afgreiðslu byggðarráðs.
    Bókun fundar Afgreiðsla 15. fundar landbúnaðar- og innviðanefndar staðfest á 32. fundi sveitarstjórnar 31. október 2024 með níu atkvæðum.
  • Landbúnaðar- og innviðanefnd - 15 Lögð fram gjaldskrá fyrir sorphirðu og sorpeyðingu í Skagafirði vegna ársins 2025. Heildargjöld á íbúðareiningu eru 95.000 kr. á árinu 2024 og munu hækka um 4.990 kr. eða 5,25% og verða því 99.990 kr. árinu 2025. Þessi hóflega hækkun er meðal annars árangur af góðri flokkun íbúa, en á árinu hækkar gjaldskrá vegna urðunar um 15% ásamt því að samningur við Íslenska gámafélagið ehf. tekur verðbreytingum skv. verksamningi.
    Jafnframt samþykkt að breyta 2. grein gjaldskrárinnar vegna eyðingu dýraleifa, þannig að fjöldi gjalddaga verði sjö í stað tíu. Fyrsti gjalddagi verður 1. júní ár hvert. Ástæða fyrir þessu er hversu seint áreiðanlegar búfjártölur berast frá opinberum aðilum.
    Landbúnaðar- og innviðanefnd samþykkir samhljóða framlagða gjaldskrá, framangreinda breytingu á 2. grein gjaldskrárinnar og vísar henni til afgreiðslu byggðarráðs.
    Bókun fundar Afgreiðsla 15. fundar landbúnaðar- og innviðanefndar staðfest á 32. fundi sveitarstjórnar 31. október 2024 með níu atkvæðum.
  • Landbúnaðar- og innviðanefnd - 15 Lögð fram fjárhagsáætlun fyrir málaflokka 08-Hreinlætismál, 10-Umferða- og samgöngumál, 11-Umhverfismál, 13-Landbúnaðarmál, 61-Hafnarsjóður, 63-Vatnsveita, 65-Sjóveita, 67-Hitaveita, 69-Fráveita vegna ársins 2025.
    Landbúnaðar- og innviðanefnd samþykkir samhljóða framlagðar fjárhagsáætlanir fyrir árið 2025 vegna ofangreindra málaflokka og vísar til byggðarráðs til afgreiðslu.
    Bókun fundar Afgreiðsla 15. fundar landbúnaðar- og innviðanefndar staðfest á 32. fundi sveitarstjórnar 31. október 2024 með níu atkvæðum.

12.Skipulagsnefnd - 62

Málsnúmer 2411011FVakta málsnúmer

Fundargerð 62. fundar skipulagsnefndar frá 14. nóvember 2024 lögð fram til afgreiðslu á 32. fundi sveitarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér. Einar E. Einarsson kynnti fundargerð. Enginn kvaddi sér hljóðs.

Sveinn Þ. Finster Úlfarsson og Sigurlaug Vordís Eysteinsdóttir viku af fundi undir afgreiðslu fundargerðarinnar.
  • Skipulagsnefnd - 62 Arnar Birgir Ólafsson landlagsarkitekt á Teiknistofu Norðurlands kynnir á fundinum tvær tillögur að skipulagi fyrir nýtt tjaldsvæði á Sauðárkróki.
    Tillaga A) AF-401 á gildandi aðalskipulagi Sveitarfélagsins Skagafjarðar, svæðið sunnan við kirkjugarðinn á Nöfunum.
    Tillaga B) OP-403 á gildandi aðalskipulagi Sveitarfélagsins Skagafjarðar, svæðið norðaustan við leikskólann Árkíl.

    Skipulagsnefnd samþykkir samhljóða að kynna báða kostina fyrir framtíðar tjaldsvæði á Sauðárkróki, sem í dag eru merktir sem AF-401 og OP-403 í vinnslutillögu aðalskipulags Skagafjarðar sem er í vinnslu.
    Bókun fundar Afgreiðsla 62. fundar skipulagnefndar staðfest á 32. fundi sveitarstjórnar 27. nóvember 2024 með sjö atkvæðum.
  • Skipulagsnefnd - 62 Skipulagsnefnd samþykkir samhljóða framlagða fjárhagsáætlun 2025 og vísar henni til umræðu í byggðarráði og sveitarstjórn. Bókun fundar Afgreiðsla 62. fundar skipulagnefndar staðfest á 32. fundi sveitarstjórnar 27. nóvember 2024 með sjö atkvæðum.
  • Skipulagsnefnd - 62 Lögð fram deiliskipulagstillaga fyrir Tumabrekku land 2 L220570 unnin af Ínu Björk Ársælsdóttur á Stoð ehf. verkfræðistofu. Skipulagsuppdráttur nr. DS-01, dags. 08.11.2024, verknr. 7586001.
    Uppdrátturinn sýnir staðsetningu byggingarreita, lóðamarka, vegtenginga og aðkomu að byggingum, ásamt helstu byggingarskilmálum.
    Stærð skipulagssvæðisins er 1,58 ha og að mestu mólendi.

    Skipulagsnefnd samþykkir samhljóða að leggja til við sveitarstjórn að auglýsa framkomna deiliskipulagstillögu Tumabrekka land 2 (LNR. 220570) í samræmi við 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
    Bókun fundar Forseti gerir tillögu um að vísa afgreiðslu málsins til liðarins, Tumabrekka land 2 L220570 - Deiliskipulag, síðar á dagskrá fundarins. Samþykkt samhljóða.
  • Skipulagsnefnd - 62 Skipulagsfulltrúi fer yfir minnispunkta frá fundi sem haldinn var með Reimari Marteinssyni hjá Kaupfélagi Skagfirðinga þann 7.11. síðastliðinn vegna umsóknar þeirra um lóð og beiðni um samráð í deiliskipulagsvinnu Gamla bæjarins á Sauðárkróki.

    Skipulagsnefnd samþykkir samhljóða að frestar afgreiðslu málsins og felur skipulagsfulltrúa að funda aftur með Kaupfélagi Skagfirðinga í samræmi við umræður fundarins.
    Bókun fundar Afgreiðsla 62. fundar skipulagnefndar staðfest á 32. fundi sveitarstjórnar 27. nóvember 2024 með sjö atkvæðum.
  • Skipulagsnefnd - 62 Málið áður á dagskrá á 30. fundi sveitarstjórnar Skagafjarðar þann 18.09.2024, eftirfarandi bókað:
    “Vísað frá 56. fundi skipulagsnefndar frá 23. ágúst sl. til afgreiðslu sveitarstjórnar, þannig bókað: „RARIK óskar eftir með tölvupósti dags. 02.07.2024 að fá lóð undir dreifistöð/spennistöð í Varmahlíð við Furulund til að auka afhendingar möguleika af raforku í Varmahlíð. Meðfylgjandi er teikning af staðsetningu lóðar sem sótt er um, en tryggja þarf aðgengi að húsi frá götu og strengja sem fara til og frá að spennistöðinni. Ástæða umsóknar um lóð við Furulund er til komin vegna fyrirhugaðrar hleðslustöðvar Ísorku á lóðinni Varmhlíð KS L146115. En með því að staðsetja hana á umbeðnu svæði nýtast innviðirnir einnig til að styrkja dreifikerfi RARIK á Varmahlíðarsvæðinu bæði vegna orkuskipta fyrir íbúa ásamt að nýtast til fyrir fyrirhugaðar rafbílahleðslur Ísorku. Skipulagsnefnd samþykkir samhljóða að leggja til við sveitarstjórn að grenndarkynna umbeðna lóðarstofnun fyrir eigendum Lundar L146119.“ Sveitarstjórn samþykkir, með níu atkvæðum að grenndarkynna umbeðna lóðarstofnun fyrir eigendum Lundar L146119."

    Engar umsagnir bárust við grenndarkynninguna og því lögð fram merkjalýsing fyrir lóðarstofnun lóðar fyrir spennustöð við Furulund í Varmahlíð dags. 12.11.2024. Málsnúmer hjá landeignaskrá er M001283.

    Skipulagsnefnd samþykkir samhljóða umbeðna lóðarstofnun.
    Bókun fundar Afgreiðsla 62. fundar skipulagnefndar staðfest á 32. fundi sveitarstjórnar 27. nóvember 2024 með sjö atkvæðum.
  • Skipulagsnefnd - 62 Fyrir liggur svar Skipulagsstofnunar dags. 25.10.2024 vegna fyrirspurnar Skagafjarðar varðandi 18. gr. reglugerðar nr. 505/2000 vegna Þrastarstaða L146605.
    Þar kemur m.a. fram það álit að reglugerðarákvæðið eigi við þegar ekki liggur fyrir staðbundið hættumat. Jafnframt er í bréfinu bent á að þar sem í niðurstöðu staðbundins hættumats Veðurstofu Íslands komi fram að hluti byggingarreitsins sé innan hættusvæðis A sé e.t.v. tilefni til að skoða hvort hægt sé að hnika reitnum til svo hann verði allur utan hættusvæða.

    Umrætt staðbundið hættumat Veðurstofunnar er dags. 05.07.2024, uppfært 18.09.2024 og er fyrirliggjandi.

    Skipulagsnefnd samþykkir samhljóða að samþykkja umbeðinn bygginarreit með þeim skilyrðum að hann verði skertur svo enginn hluti hans verði innan skilgreinds hættusvæðis A, skv. hættumati Veðurstofu Íslands dags. 18.09.2024.
    Bókun fundar Afgreiðsla 62. fundar skipulagnefndar staðfest á 32. fundi sveitarstjórnar 27. nóvember 2024 með sjö atkvæðum.
  • Skipulagsnefnd - 62 Ísólfur Líndal Þórisson og Spire Cecilina Ohlson lóðarhafar Kjartansstaðir lóð L216246 sækja um nafnbreytingu á fasteigninni.
    Núverandi nafn er Kjartansstaðir lóð og óskum við eftir að nafninu verði breytt í Kjartansstaðir ll.

    Skipulagsnefnd samþykkir samhljóða erindið.
    Bókun fundar Afgreiðsla 62. fundar skipulagnefndar staðfest á 32. fundi sveitarstjórnar 27. nóvember 2024 með sjö atkvæðum.
  • Skipulagsnefnd - 62 Þórdís Ólöf Eysteinsdóttir, Eydís Eysteinsdóttir, Gunnar Jón Eysteinsson og Sigurlaug Vordís Eysteinsdóttir þinglýstir eigendur Þönglaskála land, landnúmer 223565 óska eftir heimild til að stofna þrjár spildur úr landinu sem "Þönglaskáli land I", "Þönglaskáli land II" og "Þönglaskáli land III". Fjórða spildan heldur upprunaheitinu. Spildurnar fjórar verða allar jafnstórar 4,88 ha. að stærð hver. skv. merkjalýsingu í verki 73191000 útg. 08.10.2024 unnin á Stoð verkfræðistofu ehf. af Ínu Björk Ársælsdóttur.

    Landheiti vísa til upprunalands og rómverskir tölustafir notaðir til aðgreiningar. Óskað er eftir því að spildurnar verði áfram skráðar sem annað land (80).
    Landskipti eru í samræmi við Aðalskipulag Sveitarfélagsins Skagafjarðar 2020-2035.
    Landskipti hafa óveruleg áhrif á búrekstrarskilyrði og landnotkun og skerðir ekki landbúnaðarsvæði í flokki I og II.
    Engin verndarsvæði skv. gildandi aðalskipulagi eru innan útskiptra spilda.
    Engar fasteignir eru á umræddum spildum.
    Enginn hlunnindi fylgja umræddum spildum.

    Þönglaskáli land heldur núverandi landnúmeri 223565.

    Málsnúmer hjá landeignaskrá er M000915.

    Skipulagsnefnd samþykkir samhljóða umbeðin landskipti.
    Bókun fundar Afgreiðsla 62. fundar skipulagnefndar staðfest á 32. fundi sveitarstjórnar 27. nóvember 2024 með sjö atkvæðum.
  • Skipulagsnefnd - 62 Helga Hóhanna Haraldsdóttir, Gyða Sigurlaug Haraldsdóttir, Edda Eiríka Haraldsdóttir og Nanna Margrét Haraldsdóttir þinglýstir eigendur jarðarinnar Sjávarborg II, landnúmer 145955 óska eftir heimild til að stofna 2,03 ha spildu úr landi jarðarinnar sem "NEÐRIBORG". skv. meðfylgjandi merkjalýsingu í verki 72955001 útg. 17.10.2024 unnin á Stoð ehf. verkfræðistofu.

    Í Fasteignaskrá HMS er spildan sem um ræðir merkt "Sjávarborg II, skiki 1/5" og hefur skráða stærð.
    Landheiti vísar í upprunajörð. Ekkert annað landheiti er með staðfangið "Neðriborg" í Skagafirði.
    Engin hlunnindi fylgja spildunni að landskiptum loknum.
    Landskiptum fylgir ekki hlutdeild í sameignarlöndum.
    Eftirtalin mannvirki fylgja umræddri spildu eftir landskipti;
    F2139959 Mhl 06 Fjárh/hesth/hlaða
    F2139959 Mhl 07 Hesthús
    F2139959 Mhl 08 Hlaða
    Yfirferðarréttur er um landið, um veg (7475) gegnum landið og að skilgreindum lóðum sem þar eru; Smáborg lnr. 231619 og Sjávarborg 2A & 2B lnr. 229261.
    Skv. Aðalskipulagi Skagafjarðar 2020-2035;
    - Spildan er á landbúnaðarlandi L1.
    - Svæðið er merkt með "MV-7" (Friðaðar minjar).
    Engin verndarsvæði skv. gildandi aðalskipulagi eru innan útskiptrar spildu.
    Lögbýlarétturinn mun fylgja Sjávarborg II lnr. 145955 eftir breytingar.
    Málsnúmer hjá landeignaskrá er M000518.

    Skipulagsnefnd samþykkir samhljóða umbeðin landskipti.
    Bókun fundar Afgreiðsla 62. fundar skipulagnefndar staðfest á 32. fundi sveitarstjórnar 27. nóvember 2024 með sjö atkvæðum.
  • Skipulagsnefnd - 62
    Heiðbjört Kristmundsdóttir, Guðrún B Kristmundsdóttir og Bryndís H Kristmundsdóttir þinglýstir eigendur jarðarinnar Sjávarborg I, landnúmer 145953 óska eftir heimild til að stofna 2,55 ha spildu úr landi jarðarinnar sem SJÁVARBORG skv. meðfylgjandi merkjalýsingu í verki 72955000 útg. 17.10.2024 unnin á Stoð ehf. verkfræðistofu.

    Í Fasteignaskrá HMS er spildan sem umræðir merkt "Sjávarborg I, skiki 1/7" og hefur skráða stærð.
    Landheiti vísar í upprunajörð. Ekkert annað landheiti er með staðfangið "Sjávarborg" í Skagafirði.
    Engin hlunnindi fylgja spildunni að landskiptum loknum.
    landskiptum fylgir ekki hlutdeild í sameignarlöndum.
    Eftirtalin fasteign fylgir umræddri spildu eftir landskipti;
    F2139944 Mhl 070101 Fjárhús m. ákurðark.
    F2139944 Mhl 100101 Hlaða
    Yfirferðarréttur er um landið, um veg (7475) gegnum landið að skilgreindum lóðum sem þar eru; Fuglaskoðunarhús lnr. 233071, Sjávarborgarkirkju lnr. 233072 og Sjávarborg 1a og 1b lnr. 233070.
    Skv. Aðalskipulagi Skagafjarðar 2020-2035;
    - Spildan er á landbúnaðarlandi L1.
    - Svæðið er merkt "MV-7" (Friðaðar minjar). Það má gera ráð fyrir minjum gamla bæjarins í jörðu.
    Engin verndarsvæði skv. gildandi aðalskipulagi eru innan útskiptrar spildu.
    Lögbýlarétturinn mun áfram fylgja Sjávarborg I lnr. 145953 eftir breytingar.
    Málsnúmer hjá landeignaskrá er M000514.

    Skipulagsnefnd samþykkir samhljóða umbeðin landskipti.
    Bókun fundar Afgreiðsla 62. fundar skipulagnefndar staðfest á 32. fundi sveitarstjórnar 27. nóvember 2024 með sjö atkvæðum.
  • Skipulagsnefnd - 62 InstavoltIceland ehf. hyggst setja upp um 300 stöðvar í kring um landið og eru nú þegar komnar upp 42 stöðvar á níu stöðum. Þá eru framkvæmdir í gangi á Vopnafirði, Vík í Mýrdal og Hafnarfirði.
    Instavolt í samstarfi við Kaupfélag Skagfirðinga hyggst hefja framkvæmdir við uppsetningu á tveimur stöðvum á Sauðarkróki vonbráðar. Jafnframt hefur fyrirtækið áhuga á að styrkja hleðsluinnviði enn frekar í Skagafirði bæði á Hofsósi og Varmahlíð.
    Tillaga Instvolts er að setja upp 2 hraðhleðslustöðvar við Sundlaugina á Hofsósi (fylgiskjal 1) og 4 stöðvar á Varmahlíð (fylgiskjal 2).
    Stærð lóðar og lögun verður að sjálfsögðu ákveðin með sveitarfélaginu, með tilliti til lagna og annarra sem taka þarf tillit til við útfærslu. Tryggt verður að frágangur verði snyrtilegur og til fyrirmyndar.
    Ef tillögur Instavolt hljóta ekki hljómgrunn þá er óskað eftir að taka samtalið við Skipulagsfulltrúa um aðrar staðsetningar.

    Skipulagsnefnd tekur jákvætt í erindið og samþykkir samhljóða að fela skipulagsfulltúa að funda með InstavoltIceland ehf. varðandi málið í samræmi við umræður fundarins.

    Bókun fundar Afgreiðsla 62. fundar skipulagnefndar staðfest á 32. fundi sveitarstjórnar 27. nóvember 2024 með sjö atkvæðum.
  • Skipulagsnefnd - 62 Birgir Þór Ingvarsson og Eva Berglind Ómarsdóttir sækja um einbýlishúsalóðina við Birkimel 35 í Varmahlíð.

    Skipulagsnefnd samþykkir samhljóða að úthluta lóðinni við Birkimel 35 til Birgis Þórs Ingvarssonar og Evu Berglindar Ómarsdóttur.
    Bókun fundar Afgreiðsla 62. fundar skipulagnefndar staðfest á 32. fundi sveitarstjórnar 27. nóvember 2024 með sjö atkvæðum.
  • Skipulagsnefnd - 62 Í tölvupósti dags. 01.11.2024 óskar Emil Dan Brynjólfsson eftir því að skila inn iðnaðarlóðinni við Borgarteig 6.

    Skipulagsnefnd samþykkir samhljóða skil á lóðinni og mun lóðin vera auglýst til úthlutunar í samræmi við gildandi úthlutunarreglur sveitarfélagsins.
    Bókun fundar Afgreiðsla 62. fundar skipulagnefndar staðfest á 32. fundi sveitarstjórnar 27. nóvember 2024 með sjö atkvæðum.
  • Skipulagsnefnd - 62 Í tölvupósti dags. 02.11.2024 óskar Skúli Bragason lóðarhafi iðnaðarlóðarinnar Borgarsíðu 5 á Sauðárkróki eftir fresti til að hefja framkvæmdir á lóðinni þar til á vormánuðum 2025.

    Skipulagsnefnd samþykkir samhljóða að veita frest til 15. maí 2025 til að hefja framkvæmdir.
    Bókun fundar Afgreiðsla 62. fundar skipulagnefndar staðfest á 32. fundi sveitarstjórnar 27. nóvember 2024 með sjö atkvæðum.
  • Skipulagsnefnd - 62 Dalvíkurbyggð óskar eftir umsögn Skagafjarðar við eftirfarandi mál í Skipulagsgátt: Aðalskipulag Dalvíkurbyggðar 2025-2045, nr. 1264/2024: Lýsing (Nýtt aðalskipulag). Sjá nánari upplýsingar á Skipulagsgáttinni á eftirfarandi vefslóð: https://skipulagsgatt.is/issues/2024/1264.
    Kynningartími er frá 21.10.2024 til 11.11.2024.

    Skipulagsnefnd samþykkir samhljóða að gera ekki athugasemd.
    Bókun fundar Afgreiðsla 62. fundar skipulagnefndar staðfest á 32. fundi sveitarstjórnar 27. nóvember 2024 með sjö atkvæðum.
  • Skipulagsnefnd - 62 Húnabyggð óskar eftir umsögn Skagafjarðar við eftirfarandi mál í Skipulagsgátt: Aðalskipulag Húnabyggðar 2025-2037, nr. 1293/2024: Lýsing (Nýtt aðalskipulag)
    Sjá nánari upplýsingar á Skipulagsgáttinni á eftirfarandi vefslóð: https://skipulagsgatt.is/issues/2024/1293. Kynningartími er frá 28.10.2024 til 28.11.2024.

    Skipulagsnefnd samþykkir samhljóða að gera ekki athugasemd.
    Bókun fundar Afgreiðsla 62. fundar skipulagnefndar staðfest á 32. fundi sveitarstjórnar 27. nóvember 2024 með sjö atkvæðum.
  • Skipulagsnefnd - 62 Fyrir liggur umsagnarbeiðni byggingarfulltrúa dags. dags. 11. nóvember síðastliðinn með vísan til 10. gr. laga um mannvirki nr. 160/2010 vegna umsóknar frá Össuri Imsland byggingarfræðingi, f.h. Festi ehf. umsókn um leyfi til að endurnýja skilti/merki sem stendur á þjónustustulóð N1 við Ártorg 4 á Sauðárkróki. Sótt er um að setja upp ID auglýsingaskilti. Meðfylgjandi uppdráttur gerður hjá ASK arkitektum af umsækjanda gerir grein fyrir erindinu. Uppdráttur í verki 0344, númer 10-10, dagsettur 01.11.2024.

    Skipulagsnefnd samþykkir samhljóða að leggja til við sveitarstjórn að grenndarkynna framkvæmdina í samræmi við 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 fyrir eigendum og íbúum Sauðármýri 3.
    Bókun fundar Forseti gerir tillögu um að vísa afgreiðslu málsins til liðarins, Ártorg 4 - Umsagnarbeiðni frá byggingarfulltrúa, síðar á dagskrá fundarins. Samþykkt samhljóða.
  • Skipulagsnefnd - 62 Lögð fram til kynningar fundargerð byggingarfulltrúa frá fundi nr. 49 þann 17.10.2024. Bókun fundar Afgreiðsla 62. fundar skipulagnefndar staðfest á 32. fundi sveitarstjórnar 27. nóvember 2024 með sjö atkvæðum.
  • Skipulagsnefnd - 62 Lögð fram til kynningar fundargerð byggingarfulltrúa frá fundi nr. 50 þann 25.10.2024. Bókun fundar Afgreiðsla 62. fundar skipulagnefndar staðfest á 32. fundi sveitarstjórnar 27. nóvember 2024 með sjö atkvæðum.
  • Skipulagsnefnd - 62 Lögð fram til kynningar fundargerð byggingarfulltrúa frá fundi nr. 51 þann 07.11.2024. Bókun fundar Afgreiðsla 62. fundar skipulagnefndar staðfest á 32. fundi sveitarstjórnar 27. nóvember 2024 með sjö atkvæðum.

13.Gjaldskrá Brunavarna2025

Málsnúmer 2410029Vakta málsnúmer

Vísað frá 118. fundi byggðarráðs frá 23. október sl. til afgreiðslu sveitarstjórnar, þannig bókað:

"Gjaldskrá Brunavarna Skagafjarðar fyrir árið 2025 og slökkvitækjaþjónustu fyrir árið 2025 lögð fyrir byggðarráð til afgreiðslu.

Byggðarráð samþykkir samhljóða framlagða gjaldskrá sem hljóðar upp á hækkun um 3,7% frá gjaldskrá ársins 2024 og vísar til afgreiðslu sveitarstjórnar."

Framlögð gjaldskrá borin upp til afgreiðslu sveitarstjórnar og samþykkt með níu atkvæðum.

14.Heilsueflingarstyrkur 2025

Málsnúmer 2410041Vakta málsnúmer

Vísað frá 118. fundi byggðarráðs frá 23. október sl. til afgreiðslu sveitarstjórnar, þannig bókað:
„Lagðar fyrir reglur um heilsueflingarstyrki fyrir árið 2025 sem ætlaðir eru starfsmönnum sveitarfélagsins. Upphæð heilsueflingarstyrks helst óbreytt á milli ára.

Byggðarráð samþykkir samhljóða fyrirlagðar reglur um heilsueflingarstyrki og vísar til afgreiðslu sveitarstjórnar.“

Framlagðar reglur bornar upp til afgreiðslu sveitarstjórnar og samþykktar með níu atkvæðum.

15.Gjaldskrá skipulagsfulltrúa framkvæmda- og þjónustugjöld 2025

Málsnúmer 2410045Vakta málsnúmer

Vísað frá 119. fundi byggðarráðs frá 30. október sl. til afgreiðslu sveitarstjórnar, þannig bókað:
„Lögð fram drög að gjaldskrá fyrir árið 2025 vegna kostnaðar við skipulagsvinnu, stofnun lóða, byggingarreita og útgáfu framkvæmdaleyfa í Skagafirði. Gjaldskráin hækkar um 3,7% frá gjaldskrá 2024.
Byggðarráð samþykkir gjaldskrána samhljóða og vísar til afgreiðslu sveitarstjórnar.“

Framlögð gjaldskrá borin upp til afgreiðslu sveitarstjórnar og samþykkt með níu atkvæðum.

16.Reglur um afslátt af fasteignaskatti 2025

Málsnúmer 2410047Vakta málsnúmer

Vísað frá 119. fundi byggðarráðs frá 30. október sl. til afgreiðslu sveitarstjórnar, þannig bókað:
„Lagðar fram reglur um afslátt af fasteignaskatti 2024.

Byggðarráð samþykkir samhljóða að hækka viðmiðunarfjárhæðir varðandi tekjumörk um 9,53% frá reglum ársins 2024 og að hámarksafsláttur verði hækkaður úr 80.000 kr. í 90.000 kr. Málinu vísað til afgreiðslu sveitarstjórnar.“

Framlagðar reglur bornar upp til afgreiðslu sveitarstjórnar og samþykktar með níu atkvæðum.

17.Gjaldskrá hitaveitu 2025

Málsnúmer 2409188Vakta málsnúmer

Vísað frá 120. fundi byggðarráðs frá 6. nóvember sl. til afgreiðslu sveitarstjórnar, þannig bókað:
„Málinu vísað frá 14. fundi landbúnaðar- og innviðanefndar þann 31. október sl. Lögð fram gjaldskrá Skagafjarðarveitna fyrir árið 2025. Gjaldskráin hækkar almennt um 3,7% en afsláttur til stórnotenda hefur verið lækkaður úr 70% í 50% í meðferð landbúnaðar- og innviðanefndar ásamt öðrum minni breytingum.

Byggðarráð samþykkir samhljóða framlagða gjaldskrá og vísar til afgreiðslu sveitarstjórnar.“

Framlögð gjaldskrá borin upp til afgreiðslu sveitarstjórnar og samþykkt með sjö atkvæðum. Álfhildur Leifsdóttir og Sigurlaug Vordís Eysteinsdóttir fulltrúar VG og óháðra óska bókað að þær sitja hjá við afgreiðslu málsins.

18.Gjaldskrá vegna lausagöngu búfjár 2025

Málsnúmer 2410043Vakta málsnúmer

Vísað frá 120. fundi byggðarráðs frá 6. nóvember sl. til afgreiðslu sveitarstjórnar, þannig bókað:
„Málinu vísað frá 14. fundi landbúnaðar- og innviðanefndar þann 31. október sl. Lögð fram gjaldskrá vegna lausagöngu búfjár 2025.

Byggðarráð samþykkir samhljóða framlagða gjaldskrá og vísar til afgreiðslu sveitarstjórnar.“

Framlögð gjaldskrá borin upp til afgreiðslu sveitarstjórnar og samþykkt með níu atkvæðum.

19.Gjaldskrá fráveitu og tæmingu rotþróa 2025

Málsnúmer 2410032Vakta málsnúmer

Vísað frá 120. fundi byggðarráðs frá 6. nóvember sl. til afgreiðslu sveitarstjórnar, þannig bókað:
„Málinu vísað frá 14. fundi landbúnaðar- og innviðanefndar þann 31. október sl. Lögð fram gjaldskrá fráveitu og tæmingu rotþróa fyrir árið 2025. Gjaldskráin hækkar um 3,7% frá gjaldskrá ársins 2024.

Byggðarráð samþykkir samhljóða framlagða gjaldskrá og vísar til afgreiðslu sveitarstjórnar.“

Framlögð gjaldskrá borin upp til afgreiðslu sveitarstjórnar og samþykkt með níu atkvæðum.

20.Gjaldskrá vatnsveitu 2025

Málsnúmer 2410039Vakta málsnúmer

Vísað frá 120. fundi byggðarráðs frá 6. nóvember sl. til afgreiðslu sveitarstjórnar, þannig bókað:
„Málinu vísað frá 14. fundi landbúnaðar- og innviðanefndar þann 31. október sl. Lögð fram gjaldskrá vatnsveitu Skagafjarðarveitna fyrir árið 2025. Gjaldskráin hækkar um 4,5% á milli ára.

Byggðarráð samþykkir samhljóða framlagða gjaldskrá og vísar til afgreiðslu sveitarstjórnar.“

Framlögð gjaldskrá borin upp til afgreiðslu sveitarstjórnar og samþykkt með níu atkvæðum.

21.Reglur um veiði refa og minka

Málsnúmer 2410018Vakta málsnúmer

Vísað frá 120. fundi byggðarráðs frá 6. nóvember sl. til afgreiðslu sveitarstjórnar, þannig bókað:
„Málinu vísað frá 14. fundi landbúnaðar- og innviðanefndar þann 31. október sl. Lagðar fram reglur um refa- og minkaveiði í sveitarfélaginu Skagafirði.

Byggðarráð samþykkir samhljóða fyrirlagðar reglur og vísar til afgreiðslu sveitarstjórnar.“

Framlagðar reglur bornar upp til afgreiðslu sveitarstjórnar og samþykktar með níu atkvæðum.

22.Gjaldskrá fasteignagjalda 2025

Málsnúmer 2410031Vakta málsnúmer

Vísað frá 121. fundi byggðarráðs frá 11. nóvember sl. til afgreiðslu sveitarstjórnar, þannig bókað:
„Lögð fram gjaldskrá fasteignaskatts, lóðar- og landleigu fyrir árið 2025. Fjöldi gjalddaga fasteignagjalda verði tíu, frá 1. febrúar 2025 til 1. nóvember 2025. Heildarálagning á fasteign sem ekki nær 350 kr. fellur niður. Ef álagning fasteignagjalda á fasteign nær ekki 28.000 kr. á gjaldanda, verður öll upphæðin innheimt á fyrsta gjalddaga, 1. febrúar 2025. Einnig verður gefinn kostur á því að gjaldendur geti greitt upp fasteignagjöldin á einum gjalddaga í maí og eigi síðar en 10. maí 2025, séu þau jöfn eða umfram 28.000 kr.

Samkvæmt fyrirliggjandi gjaldskrá er álagningarhlutfalli fasteignaskatts og lóðarleigu haldið óbreyttu frá árinu 2024, að undanskyldu því að álagning A-flokks lækkar úr 0,475% í 0,47%. Landleiga beitarlands verði 12.000 kr./ha á ári og landleiga ræktunarlands verði 18.000 kr./ha á ári. Fjöldi gjalddaga verða tíu.

Mikil hækkun fasteignamats síðustu ár hefur hjá mörgum sveitarfélögum haft þær afleiðingar að fasteignaskattar hafa hækkað mjög, oft umfram landsmeðaltal, á sama tíma og íbúaþróun er hæg og langt undir landsmeðaltali. Mörg sveitarfélög eiga þannig erfitt með að lækka fasteignaskatta því þá verða þau af tekjum úr Jöfnunarsjóði vegna þess hvernig framlagið er reiknað, því er ánægjulegt að í fjárhagsáætlun Skagafjarðar fyrir árið 2025 sé svigrúm til lækkunar fasteignaskatta.
Byggðarráð Skagafjarðar samþykkir samhljóða að skora á stjórnvöld að beita sér fyrir breytingum á regluverki Jöfnunarsjóðs sem bæta gæði jöfnunar sjóðsins, afnemur tengingu á milli fasteignaskatta og úthlutunar úr sjóðnum en tryggir um leið að sveitarfélög sem þurfa raunverulega á framlögum úr Jöfnunarsjóði að halda fái slík framlög áfram, t.d. með tilvísun til svæðisbundinnar aðstoðar (byggðakort ESA).

Byggðarráð samþykkir samhljóða að framlagða gjaldskrá og vísar til afgreiðslu sveitarstjórnar.“

Framlögð gjaldskrá borin upp til afgreiðslu sveitarstjórnar og samþykkt með níu atkvæðum.

23.Gjaldskrá heimaþjónustu 2025

Málsnúmer 2410034Vakta málsnúmer

Vísað frá 121. fundi byggðarráðs frá 11. nóvember sl. til afgreiðslu sveitarstjórnar, þannig bókað:
„Vísað frá 28. fundi félagsmála- og tómstundanefndar 6. nóvember 2024, þannig bókað:
"Félagsmála- og tómstundanefnd samþykkir samhljóða að gjaldskrá verði miðuð við launaflokk 128 skv. samningum Öldunnar/Kjalar frá 1. apríl 2024 með 8% persónuálagi með tengdum gjöldum. Tekjuviðmið til lækkunar gjalda miðast við greiðslur Tryggingastofnunar. Vísað til byggðaráðs."

Byggðarráð samþykkir samhljóða framlagða gjaldskrá og vísar til afgreiðslu sveitarstjórnar.“

Framlögð gjaldskrá borin upp til afgreiðslu sveitarstjórnar og samþykkt með níu atkvæðum.

24.Gjaldskrá frístundar 2025

Málsnúmer 2410112Vakta málsnúmer

Vísað frá 121. fundi byggðarráðs frá 11. nóvember sl. til afgreiðslu sveitarstjórnar, þannig bókað:
„Vísað frá 33. fundi fræðslunefndar 6. nóvember 2024, þannig bókað:
"Lögð fram tillaga að 3,7% hækkun gjaldskrár frístundar sem er í samræmi við verðlagsbreytingar út frá þjóðhagsspá Hagstofu Íslands. Dvalargjald í frístund hækkar úr 305 krónum í 316 krónur. Síðdegishressing hækkar úr 263 krónum í 273 krónur. Á þeim dögum sem heilsdagsopnun er í boði er auk dvalargjalds greitt fyrir fæði, þ.e. morgunverð, hádegisverð og síðdegishressingu. Morgunverður hækkar úr 363 krónum í 376 krónur og hádegisverður hækkar úr 752 krónum í 780 krónur. Systkinaafsláttur af dvalargjaldi helst óbreyttur, 50% hjá öðru barni og 100% hjá þriðja barni. Börn í dreifbýli hafa áfram forgang að heilsdagsvistun. Tillagan samþykkt samhljóða og vísað til byggðarráðs."

Byggðarráð samþykkir samhljóða framlagða gjaldskrá og vísar til afgreiðslu sveitarstjórnar.“

Framlögð gjaldskrá borin upp til afgreiðslu sveitarstjórnar og samþykkt með níu atkvæðum.

25.Gjaldskrá grunnskóla 2025

Málsnúmer 2410021Vakta málsnúmer

Vísað frá 121. fundi byggðarráðs frá 11. nóvember sl. til afgreiðslu sveitarstjórnar, þannig bókað:
„Vísað frá 33. fundi fræðslunefndar 6. nóvember 2024, þannig bókað:
"Lögð fram tillaga að 3,7% hækkun gjaldskrár í grunnskóla sem er í samræmi við verðlagsbreytingar út frá þjóðhagsspá Hagstofu Íslands. Morgunverður hækkar úr 363 krónum í 376 krónur. Hádegisverður hækkar úr 752 krónum í 780 krónur. Skólamáltíðir nemenda eru að fullu niðurgreiddar af sveitarfélaginu og ríkinu. Tillagan samþykkt samhljóða og vísað til byggðarráðs."

Byggðarráð samþykkir samhljóða framlagða gjaldskrá og vísar til afgreiðslu sveitarstjórnar.“

Framlögð gjaldskrá borin upp til afgreiðslu sveitarstjórnar og samþykkt með níu atkvæðum.

26.Gjaldskrá Skagafjarðarhafna 2025

Málsnúmer 2410044Vakta málsnúmer

Vísað frá 121. fundi byggðarráðs frá 11. nóvember sl. til afgreiðslu sveitarstjórnar, þannig bókað:
„Vísað frá 15. fundi landbúnaðar- og innviðanefndar 8. nóvember 2024, þannig bókað:
"Lögð fram gjaldskrá Skagafjarðarhafna fyrir árið 2025. Hækkun gjaldskrárinnar frá árinu 2024 er 3,7%.
Landbúnaðar- og innviðanefnd samþykkir samhljóða gjaldskrá Skagafjarðarhafna fyrir árið 2025 og vísar henni til afgreiðslu byggðarráðs."

Byggðarráð samþykkir samhljóða framlagða gjaldskrá og vísar til afgreiðslu sveitarstjórnar.“

Framlögð gjaldskrá borin upp til afgreiðslu sveitarstjórnar og samþykkt með níu atkvæðum.

27.Gjaldskrá fyrir sorphirðu og sorpeyðingu 2025

Málsnúmer 2410046Vakta málsnúmer

Vísað frá 122. fundi byggðarráðs frá 18. nóvember sl. til afgreiðslu sveitarstjórnar, þannig bókað:
„Máli vísað frá 15. fundi Landbúnaðar- og innviðanefndar þann 8. nóvember 2024, þannig bókað:

"Lögð fram gjaldskrá fyrir sorphirðu og sorpeyðingu í Skagafirði vegna ársins 2025. Heildargjöld á íbúðareiningu eru 95.000 kr. á árinu 2024 og munu hækka um 4.990 kr. eða 5,25% og verða því 99.990 kr. árinu 2025. Þessi hóflega hækkun er meðal annars árangur af góðri flokkun íbúa, en á árinu hækkar gjaldskrá vegna urðunar um 15% ásamt því að samningur við Íslenska gámafélagið ehf. tekur verðbreytingum skv. verksamningi.
Jafnframt samþykkt að breyta 2. grein gjaldskrárinnar vegna eyðingu dýraleifa, þannig að fjöldi gjalddaga verði sjö í stað tíu. Fyrsti gjalddagi verður 1. júní ár hvert. Ástæða fyrir þessu er hversu seint áreiðanlegar búfjártölur berast frá opinberum aðilum.
Landbúnaðar- og innviðanefnd samþykkir samhljóða framlagða gjaldskrá, framangreinda breytingu á 2. grein gjaldskrárinnar og vísar henni til afgreiðslu byggðarráðs."

Byggðarráð samþykkir samhljóða framlagða gjaldskrá og vísar til afgreiðslu sveitarstjórnar.“

Framlögð gjaldskrá borin upp til afgreiðslu sveitarstjórnar og samþykkt með níu atkvæðum.

28.Mælikvarðar rekstrar og fjárhags

Málsnúmer 2406003Vakta málsnúmer

Vísað frá 123. fundi byggðarráðs frá 22. nóvember sl. til afgreiðslu sveitarstjórnar, þannig bókað:

"Lagðar fram tillögur að markmiðssetningu í fjármálum Skagafjarðar sem unnar voru af byggðarráði og sveitarstjórn Skagafjarðar í samráði við ráðgjafa frá KPMG.

Byggðarráð samþykkir samhljóða framlagða markmiðssetningu og vísar henni til afgreiðslu sveitarstjórnar."

Sveitarstjórn Skagafjarðar hefur unnið að því að setja markmið í fjármálum sveitarfélagsins. Setning fjárhagslegra markmiða hefur þann tilgang að marka framtíðarsýn sveitarstjórnar um lykilmælikvarða í rekstri og fjármálum sveitarfélagsins til næstu ára. Fjárhagslegum markmiðum er ætlað að styðja við traustan rekstur, framkvæmdagetu og möguleika sveitarfélagsins vaxtar.

Forseti gerir tillögu um að sveitarstjórn samþykki eftirfarandi fjárhagsleg markmið fyrir A-hluta sveitarfélagsins:

-Jafnvægisregla í rekstri skal uppfyllt þ.a. 3ja ára rekstrarjöfnuður verði jákvæður frá og með árinu 2026.
-Skuldaviðmið verði ekki hærra en 90% frá og með árinu 2026 og verði lægra en 80% frá og með árinu 2028.
-Veltufé frá rekstri verði að lágmarki 10% af tekjum frá og með árinu 2026 og a.m.k. 12% af tekjum frá og með árinu 2030.
-Framlegð af rekstri verði að lágmarki 10% af tekjum frá og með árinu 2026 og a.m.k. 12% af tekjum frá og með árinu 2030.

Viðmið (undirmarkmið) tengt yfirmarkmiði um framlegð:
-Árin 2025-2027 verði hlutfall launa og launatengdra gjalda lægra en 61% af tekjum
-Frá og með árinu 2028 verði hlutfall launa og launatengdra gjalda lægra en 60% af tekjum

Forseti gerir tillögu um að sveitarstjórn samþykki eftirfarandi fjárhagsleg markmið fyrir samantekinn rekstur og fjárhag A- og B-hluta sveitarfélagsins:

-Jafnvægisregla í rekstri skal uppfyllt þ.a. 3ja ára rekstrarjöfnuður verði jákvæður frá og með árinu 2026.
-Skuldaviðmið AB-hluta sveitarfélagsins verði ekki hærra en 80% frá og með árinu 2026 og verði lægra en 70% frá og með árinu 2028.
-Veltufé frá rekstri verði að lágmarki 13% af tekjum frá og með árinu 2026 og a.m.k. 15% af tekjum frá og með árinu 2030.
-Framlegð af rekstri AB-hluta verði að lágmarki 13% af tekjum frá og með árinu 2026 og a.m.k. 15% af tekjum frá og með árinu 2030.

Viðmið (undirmarkmið) tengt yfirmarkmiði um framlegð:
-Árin 2025-2027 verði hlutfall launa og launatengdra gjalda lægra en 56% af tekjum
-Frá og með árinu 2028 verði hlutfall launa og launatengdra gjalda lægra en 55% af tekjum

Sigfús Ingi Sigfússon sveitarstjóri, Gísli Sigurðsson og Sveinn Þ. Finster Úlfarsson kvöddu sér hljóðs.

Framlögð tillaga að markmiðasetningu í fjármálum Skagafjarðar borin upp til afgreiðslu sveitarstjórnar og samþykkt með níu atkvæðum.

29.Tumabrekka land 2 L220570 - Deiliskipulag

Málsnúmer 2405682Vakta málsnúmer

Vísað frá 62. fundi skipulagsnefndar frá 14. nóvember sl. til afgreiðslu sveitarstjórnar, þannig bókað:
„Lögð fram deiliskipulagstillaga fyrir Tumabrekku land 2 L220570 unnin af Ínu Björk Ársælsdóttur á Stoð ehf. verkfræðistofu. Skipulagsuppdráttur nr. DS-01, dags. 08.11.2024, verknr. 7586001.
Uppdrátturinn sýnir staðsetningu byggingarreita, lóðamarka, vegtenginga og aðkomu að byggingum, ásamt helstu byggingarskilmálum.
Stærð skipulagssvæðisins er 1,58 ha og að mestu mólendi.

Skipulagsnefnd samþykkir samhljóða að leggja til við sveitarstjórn að auglýsa framkomna deiliskipulagstillögu Tumabrekka land 2 (LNR. 220570) í samræmi við 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.“

Sveitarstjórn samþykkir, með níu atkvæðum að auglýsa framkomna deiliskipulagstillögu Tumabrekka land 2 (LNR. 220570) í samræmi við 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

30.Ártorg 4 - Umsagnarbeiðni frá byggingarfulltrúa

Málsnúmer 2411077Vakta málsnúmer

Vísað frá 62. fundi skipulagsnefndar frá 14. nóvember sl. til afgreiðslu sveitarstjórnar, þannig bókað:
„Fyrir liggur umsagnarbeiðni byggingarfulltrúa dags. dags. 11. nóvember síðastliðinn með vísan til 10. gr. laga um mannvirki nr. 160/2010 vegna umsóknar frá Össuri Imsland byggingarfræðingi, f.h. Festi ehf. umsókn um leyfi til að endurnýja skilti/merki sem stendur á þjónustustulóð N1 við Ártorg 4 á Sauðárkróki. Sótt er um að setja upp ID auglýsingaskilti. Meðfylgjandi uppdráttur gerður hjá ASK arkitektum af umsækjanda gerir grein fyrir erindinu. Uppdráttur í verki 0344, númer 10-10, dagsettur 01.11.2024.

Skipulagsnefnd samþykkir samhljóða að leggja til við sveitarstjórn að grenndarkynna framkvæmdina í samræmi við 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 fyrir eigendum og íbúum Sauðármýri 3.“

Sveitarstjórn samþykkir, með níu atkvæðum að grenndarkynna framkvæmdina í samræmi við 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 fyrir eigendum og íbúum Sauðármýri 3.

31.Þjónustustefna Skagafjarðar 2025

Málsnúmer 2411134Vakta málsnúmer

Vísað frá 123. fundi byggðarráðs frá 22. nóvember sl. til afgreiðslu sveitarstjórnar, þannig bókað:
„Með lögum nr. 96/2021 sem tóku gildi í júní 2021 samþykkti Alþingi nýtt ákvæði við sveitarstjórnarlög sem fjallar um þjónustustefnu í byggðum og byggðarlögum sveitarfélags. Samkvæmt 130. gr. a sveitarstjórnarlaga, skal sveitarstjórn móta stefnu fyrir komandi ár og næstu þrjú árin eftir það, um það þjónustustig sem sveitarfélagið hyggst halda uppi í byggðum og byggðarlögum fjarri stærstu byggðakjörnum viðkomandi sveitarfélags. Mótun stefnunnar skal unnin samhliða fjárhagsáætlun.
Til hliðsjónar er þjónustustefna Skagafjarðar fyrir árin 2024-2027.

Byggðarráð samþykkir samhljóða að auglýsa eftir athugasemdum og ábendingum um breytingar á gildandi þjónustustefnu og vísar stefnunni jafnframt til fyrri umræðu í sveitarstjórn.“

Þjónustustefna Skagafjarðar fyrir árin 2025-2028 borin upp til afgreiðslu og samþykkt með níu atkvæðum og vísað til síðari umræðu sveitarstjórnar.

32.Fjárhagsáætlun 2025-2028

Málsnúmer 2407014Vakta málsnúmer

Sigfús Ingi Sigfússon sveitarstjóri kynnti fjárhagsáætlun.

Fjárhagsáætlun Skagafjarðar fyrir árið 2025 er hér lögð fram til síðari umræðu ásamt þriggja ára áætlun fyrir árin 2026-2028.

Fjárhagsáætlunin er sett fram í samræmi við 62. gr. sveitarstjórnarlaga, nr. 138/2011, fyrir A-hluta og samantekinn reikning fyrir A- og B-hluta. Í A-hluta er aðalsjóður auk eignasjóða. Í B-hluta eru veitustofnanir, hafnarsjóður, félagslegar íbúðir, Tímatákn ehf., Flokka ehf. og Eyvindarstaðarheiði ehf, auk hlutdeildarfélaga sem koma inn í reikningsskil sveitarfélagsins eftir hlutfallslegri ábyrgð sveitarfélagsins, þ.e. Norðurá bs. og Samtök sveitarfélaga á Norðurlandi vestra. Fjárhagsáætlunin sýnir rekstraráætlun, sjóðsstreymi og áætlaðan efnahagsreikning fyrir sveitarfélagið Skagafjörð, stofnanir þess og hlutdeildarfélög.

Forsendur fjárhagsáætlunar Skagafjarðar 2025 og áætlunar fyrir árin 2026-2028 byggja meðal annars á þjóðhagsspá Hagstofu Íslands varðandi verðlags- og launaþróun næstu ára.

Áætlun ársins 2025 gerir ráð fyrir að rekstrartekjur Skagafjarðar nemi 9.959 m.kr. hjá samstæðunni í heild, A- og B hluta, þar af eru rekstrartekjur A-hluta áætlaðar 8.472 m.kr. Rekstrargjöld án fjármagnsliða eru áætluð 8.890 m.kr., þ.a. A-hluti 7.796 m.kr. Rekstrarafgangur A- og B-hluta án afskrifta og fjármagnsliða er áætlaður 1.409 m.kr, afskriftir nema 340 m.kr. og fjármagnsgjöld umfram fjármunatekjur nema 275 m.kr. Rekstrarniðurstaða samstæðunnar í heild A- og B-hluta er áætluð jákvæð, samtals með 794 m.kr. í rekstrarafgang.

Rekstrarafgangur A-hluta án afskrifta og fjármagnsliða er 858 m.kr, afskriftir nema 182 m.kr., fjármagnsgjöld umfram fjármunatekjur nema 184 m.kr. Rekstrarniðurstaða A-hluta sveitarsjóðs er því áætluð jákvæð um 492 m.kr.

Eignir Skagafjarðar eru áætlaðar í árslok 2025, 16.029 m.kr., þ.a. eignir A-hluta 12.011 m.kr. Skuldir og skuldbindingar eru áætlaðar í árslok 10.431 m.kr., þ.a. hjá A-hluta 9.141 m.kr. Eigið fé er áætlað 5.598 m.kr hjá samstæðunni og eiginfjárhlutfall því 34,93%. Eigið fé A-hluta er áætlað 2.870 m.kr. og eiginfjárhlutfall 23,89%.

Ný lántaka er áætluð 550 m.kr. hjá samstæðunni í heild og afborganir eldri lána og skuldbindinga verða 628 m.kr. Skuldir verða því greiddar niður um 78 m.kr. umfram lántöku á árinu 2025.

Reiknaðar lífeyrisskuldbindingar eru 2.052 m.kr. hjá samstæðunni, þar af 1.886 m.kr. hjá A-hluta. Skuldahlutfall samstæðunnar er áætlað 104,7% á árinu 2025 og skuldaviðmið 78,8%.

Áætlunin gerir ráð fyrir að veltufé frá rekstri A-hluta verði 819 m.kr., og veltufé frá rekstri samstæðunnar A- og B-hluta verði samtals 1.301 m.kr. Þá er gert er ráð fyrir að handbært fé í árslok verði 754 m.kr. hjá samstæðunni í heild.

Gísli Sigurðsson kvaddi sér hljóðs og lagði fram bókun fulltrúa Framsóknarflokks og Sjálfstæðisflokks, svohljóðandi:
"Fjárhagsáætlun Skagafjarðar fyrir árin 2025 til 2028 liggur nú fyrir, en með henni er mörkuð stefna um fjárheimildir sviða og stofnana sveitarfélagsins til næstu fjögurra ára, ásamt því að stefna er mörkuð um getu sveitarfélagsins til fjárfestinga, viðhalds og niðurgreiðslu skulda.
Niðurstaðan er virkilega ánægjuleg en ljóst er að vinna síðustu ára um hagræðingu í rekstri og ábyrga stefnu í fjárfestingum er að skila sér. Hún mun á næstu árum auka enn frekar möguleika sveitarfélagsins til enn frekari lækkunar á skuldum og meiri uppbyggingar og fjárfestinga fyrir eigið fé.
Mikil vinna hefur verið lögð í gerð áætlunarinnar með aðkomu allra kjörinna fulltrúa og sveitarstjóra, sviðsstjóra og fjármálastjóra sveitarfélagsins, en ljóst er að sú breyting að hefja þessa vinnu fyrr á árinu en áður hefur verið gert hafði jákvæð áhrif á framgang vinnunnar. Samhliða fjárhagsáætlunarvinnu var einnig unnið með KPMG að uppsetningu mælaborðs til að fylgjast ennþá betur með lykiltölum í rekstri og markmiðasetningu lykiltalna, en þau markmið voru samþykkt samhljóða af öllum sveitarstjórnafulltrúum fyrr á þessum fundi.
Á árinu 2025 er gert ráð fyrir að rekstrarafgangur A - hluta verði jákvæðum um 492 m.kr. og sameiginlegur rekstrarafgangur samstæðunnar í heild verði 794 m.kr
Á árinu 2025 er gert ráð fyrir að fjárfestingar í nýframkvæmdum á vegum Skagafjarðar verði í heild um 1,5 milljarður. Þar af er áætlað að 1.191 m.kr. komi frá rekstri sveitarfélagsins, 441 m.kr fáist með sölu fasteigna og að hlutur ríkissjóðs í sameiginlegum verkefnum og samfélagssjóður KS verði um 304 m.kr. Þá er gert ráð fyrir að viðhaldsframkvæmdir nemi 161 m.kr. á árinu 2025.
Þar má telja stækkun Sauðárkrókshafnar, stækkun verknámshúss FNV og áframhaldandi undirbúningsvinnu við Menningarhús á Sauðárkróki. Önnur stór fjárfestingarverkefni sveitarfélagsins verða verklok uppbyggingar Sundlaugar Sauðárkróks, kláruð nýbygging leikskóla í Varmahlíð og áframhaldandi endurbætur á skólahúsnæði á Sauðárkróki og á Hofsósi, ásamt mörgu fleira.
Þrátt fyrir miklar fjárfestingar á árinu 2025 þá er gert ráð fyrir að afborganir lána verði 78 m.kr umfram nýjar lántökur sem þýðir bæði lækkun á skuldaviðmiði A-hluta og samstæðunnar í heild.
Í annað skiptið er einnig lækkuð álagningarprósenta fasteignaskatts íbúðarhúsa sem er virkilega jákvætt eftir miklar fasteignamatshækkanir undanfarinna ára. Það er markmið okkar að ná fram meiri lækkun fasteignagjalda og betra jafnvægi þeirrar gjaldtöku við fasteignarmatið í samvinnu við stjórnvöld, en til að svo megi verða þarf Alþingi að breyta lögum um Jöfnunarsjóð sveitarfélaga. En betra jafnvægi í gjaldtökunni óháð framlögum ríkisins til lögbundinna verkefna eru einhver mestu lífskjaramál sem hægt er að vinna að fyrir Skagfirðinga.
Fjárhagsáætlun 2025 til 2028 er unnin á ábyrgð meirihluta sveitarstjórnar, en í samvinnu allra flokka í nefndum og ráðum sveitarfélagsins þar sem bæði kjörnum fulltrúum og starfsmönnum hefur gefist kostur á að koma sínum sjónarmiðum á framfæri og fyrir alla þá vinnu ber að þakka. Einnig viljum við þakka sérstaklega sveitarstjóra, sviðsstjórum og fjármálastjóra fyrir þeirra góða framlag í þessari vinnu.
Við óskum íbúum Skagafjarðar allra heilla með þeirri áætlun sem hér er lögð fram. Ljóst er að Skagfirðingar geta horft fram á við með jákvæðni og bjartsýni í fjölskylduvænu samfélagi."

Þá kvaddi Sveinn Þ. Finster Úlfarsson sér hljóðs og lagði fram bókun fulltrúa Byggðalistans svohljóðandi:
"Vinna við gerð fjárhagsáætlunar fyrir árið 2025 hófst mun fyrr en verið hefur og teljum við það verklag hafi reynst vel, kjörnum fulltrúum og starfsfólki gafst rýmri tími til að ræða, rýna og yfirfara áætlunina. Við fögnum breyttu verklagi og teljum það til batnaðar.
Í víðfemu fjölkjarna sveitarfélagi er mikilvægt að missa ekki sjónar af uppbyggingu grunnstoða samfélags og að jafna búsetuskilyrði íbúa um allan fjörð eins og kostur er.
Nú í haust var ákveðið að auka um eina ferð á viku í frístundastrætó en undanfarin ár hefur frístundastrætó fyrir börn í grunnskóla Austan vatna og Varmahlíð aðeins verið í boði á föstudögum, nú í haust hefur frístundastrætó einnig verið í boði á þriðjudögum aðra leið og vitum við ekki betur en að hann hefur verið nokkuð vel sóttur af börnum sem kjósa að stunda íþróttir með knattspyrnu og körfuboltadeild Tindastóls. Enn hefur ekki verið tekin ákvörðun hvort frístundastrætó á þriðjudögum muni halda áfram eftir áramót. Fulltrúum Byggðalistans þykir miður að ekki sé unnið að því að jafna tækifæri barna til tómstundaiðkunar með meiri festu því að raunin er sú að ekki öll börn í Skagafirði búa að því að hafa íþróttahús í sínu nærumhverfi. Að því sögðu er nú nauðsynlegt að nefna að nú á árinu var grunnskólinn austan vatna sameinaður í einn skóla með þeim forsendum að stefnan væri að byggja upp öfluga skólaeiningu á Hofsósi með grunninnviðum í takt við þarfir og kröfur nútímans. Við fulltrúar Byggðalistans teljum mikilvægt að sveitarstjórn sýni það í verki og setji uppbyggingu skóla- og íþrótta byggingu á Hofsósi í meiri forgang en nú hefur verið gert og okkur þykir miður að sjá ekki íþróttahús á Hofsósi á framkvæmdalista fjárhagsáætlunar Skagafjarðar fyrir árið 2025.
Fræðslunefnd bókaði þann 15. október síðastliðin eftirfarandi ,,Nefndin leggur til við byggðarráð að skoðun verði flýtt á kostum þess að stækka yngra stig Ársala og finna staðsetningu nýs leikskóla til lengri framtíðar þar sem ljóst er að núverandi fjöldi plássa er ekki nægur til framtíðar svo börn geti fengið leikskólapláss í fyrstu aðlögun eftir að þau verða 12 mánaða.? Fulltrúar Byggðalistans hafa ætíð talað fyrir því að fjöldi leikskólarýma séu í takt við húsnæðisáætlanir. Í nútíma samfélagi er daggæsla barna forsenda fyrir blómlegu atvinnulífi, því hvetjum við til þess að settur verði meiri þungi í framkvæmdir við leikskólahúsnæði á Sauðárkróki og hægt verði að bjóða foreldrum daggæslu rými að loknu barneignaorlofi. Það hefur því miður ekki verið raunin að fjölgun leikskólarýma hér í Skagafirði séu í takt við uppbyggingu og úthlutun lóða. Við teljum mikilvægt að framkvæmdir við uppbyggingu leikskólarýma fái forgang fram yfir byggingu á nýju menningarhúsi á Sauðárkróki, við höfum fengið að sjá það skýrt síðastliðinn mánuð hér á Skagafirði hvað leikskólar spila stórt hlutverk í nútíma samfélagi.
Við fulltrúar Byggðalistans erum hugsi yfir sofandi hætti þegar kemur að málefnum fráveitu og teljum að það þurfi að taka fráveitumál af meiri skipulagi og endurnýja stærri hluta í einu í stað þess að vera í bráðabirgðaviðgerðum. Ljóst er að mikil viðhalds skuld er búin að byggjast upp varðandi fráveitu í Skagafirði og þykir okkur leitt að sjá ekki meiri fyrirhyggjusemi í fráveitumálum Skagafjarðar.
Að lokum viljum við þakka samstarfsfólki í nefndum og sveitarstjórn, sveitarstjóra og starfsfólki sveitarfélagsins sem og íbúum fyrir gott samstarf á árinu sem er að líða."

Þá kvaddi Álfhildur Leifsdóttir sér hljóðs og lagði fram bókun fulltrúa VG og óháðra svohljóðandi:
"Fjárhagsáætlun Skagafjarðar fyrir árin 2025-2028 sýnir almennt jákvæða rekstrarniðurstöðu, sem bendir til stöðugs fjárhagslegs ástands sveitarfélagsins. Samkvæmt áætluninni er gert ráð fyrir að veltufé frá rekstri A-hluta verði 819 m.kr., og veltufé frá rekstri samstæðunnar A- og B-hluta verði samtals 1.301 m.kr. Þá er gert er ráð fyrir að handbært fé í árslok verði 754 m.kr. hjá samstæðunni í heild.
Skuldahlutfall samstæðunnar er áætlað 104,7% á árinu 2025 og skuldaviðmið 78,8%. Þrátt fyrir að reksturinn þokist í rétta átt er mikilvægt að huga að nokkrum þáttum.

Mikilvægt er að fjárhagsáætlanir endurspegli sterka samfélagslega ábyrgð, jafnrétti og sjálfbærni í rekstri sveitarfélaga. Framlög til félagsþjónustu aukast aðeins um 3,13%, sem er ófullnægjandi í ljósi aukinna þarfa í samfélaginu, sérstaklega meðal þeirra sem glíma við félagslega og fjárhagslega erfiðleika í því erfiða fjárhagslega umhverfi sem hefur verið undanfarið. Það er nauðsynlegt að fjárhagsáætlunin sýni skýrari forgangsröðun til að mæta þessum áskorunum.

Þrátt fyrir umræðu um loftslagsmál og náttúruvernd er ekki ljóst að umhverfismál njóti nægilegrar forgangsröðunar hjá sveitarfélaginu. Aðeins 1,24% aukning í þessum málaflokki er langt frá því sem við teljum nauðsynlegt til að styðja við grænar lausnir og verkefni sem bæta kolefnisspor sveitarfélagsins.

Fjárhagsáætlunin sýnir ójafnvægi milli stærsta byggðakjarnans og dreifbýlis hvað varðar framlög til innviða og þjónustu. Við minnum á að jafnræði í aðgengi að þjónustu er grundvallaratriði fyrir sjálfbæra byggðastefnu og jafnrétti til búsetu í samfélaginu. Þar getum bent á við lögboðin verkefni eins og mat til eldri borgara óháð búsetu. Vonandi kemst það verkefni loks til framkvæmda í einhverri mynd á komandi ári, mikill hægagangur er í því verkefni virðist vera. Svo er greinilegt að hringrásarhagkerfið er í fullri notkun því það lítur út fyrir að sum kosningaloforð verði endurnýtt eins og íþróttahús á Hofsósi. Reyndar er hefð fyrir því.
Sveitarfélagið ætti að beita þrýstingi ásamt öðrum sveitarfélögum og sambandi íslenskra sveitarfélaga um að virðisaukaskattur verði endurgreiddur til þeirra á lögboðnum verkefnum. Það myndi breyta miklu því slík endurgreiðsla á síðastliðnu ári hefði numið 12 milljörðum sem hægt hefði verið að nýta til að styrkja innviði, auka þjónustu eða greiða niður skuldir. 15 milljarðar ef leikskólar væru einnig lögboðnir eins og við myndum vija sjá. Einnig er mikilvægt að fjárfesta í umhverfisvænum lausnum, eins og orkusparandi tækni, er hægt að draga úr rekstrarkostnaði til lengri tíma litið. Tryggja þarf að tryggja að starfsfólk í grunnþjónustu, eins og í skólum og félagsþjónustu, fái sanngjörn laun og betri starfsaðstæður.

Við þökkum sveitarstjóra, starfsmönnum sveitarfélagsins ásamt nefndarmönnum öllum vel unnin störf við gerð þessarar fjárhagsáætlunar og fögnum því að vinnan hafi hafist fyrr en vant sem almenn ánægja virðist vera með. Það verður einnig fagnaðarefni að fá aðgang að mælaborði yfir verkefni og kostnað sveitarfélagsins til að fylgjast enn betur með í rauntíma, enda hefur það ekki alltaf verið auðvelt fyrir sveitarstjórnarfulltrúa að fá ákveðnar upplýsingar um rekstur sveitarfélagsins, því miður. Áfram þarf þó að halda rétt á málum og forgangsraða með hagsmuni íbúa að leiðarljósi, lágmarka álögur sem lenda á þeirra herðum og gera um leið sveitarfélagið að góðum búsetukosti til framtíðar."

Þá kvöddu Einar E. Einarsson og Jóhanna Ey Harðardóttir sér hljóðs

Fjárhagsáætlun Skagafjarðar 2025 ásamt þrjggja ára áætlun fyrir árin 2026-2028 borin upp til afgreiðslu sveitarstjórnar og samþykkt með 7 atkvæðum.
Jóhanna Ey Harðardóttir og Sveinn Þ Finster Úlfarsson fulltrúar Byggðalista óska bókað að þau sitja hjá.

33.Fundagerðir Sambands ísl. sveitarfélaga 2024

Málsnúmer 2401003Vakta málsnúmer

Fundargerðir 953., 954., 955., 956 og 957. fundar stjórnar Sambands Íslenskra sveitarfélaga frá 25. október 2024, 4. nóvember 2024, 15. nóvember 2024, 20. nóvember 2024 og 22. nóvember 2024 lagðar fram til kynningar á 32. fundi sveitarstjórnar 27. nóvember 2024.

34.Skagfirskar leiguíbúðir hses - 44

Málsnúmer 2411009FVakta málsnúmer

44. fundargerð Skagfirskra leiguíbúða hses. frá 14. nóvember lögð fram til kynningar á 32. fundi sveitarstjórnar 27. nóvember 2024.

35.Fundagerðir SSNV 2024

Málsnúmer 2401025Vakta málsnúmer

Fundargerðir 113. og 114. fundar stjórnar SSNV frá 16. september 2024 og 5. nóvember 2024 lagðar fram til kynningar á 32. fundi sveitarstjórnar 27. nóvember 2024.

Fundi slitið - kl. 18:15.