Fara í efni

Reglur um afslátt af fasteignaskatti 2025

Málsnúmer 2410047

Vakta málsnúmer

Byggðarráð Skagafjarðar - 119. fundur - 30.10.2024

Lagðar fram reglur um afslátt af fasteignaskatti 2024.

Byggðarráð samþykkir samhljóða að hækka viðmiðunarfjárhæðir varðandi tekjumörk um 9,53% frá reglum ársins 2024 og að hámarksafsláttur verði hækkaður úr 80.000 kr. í 90.000 kr. Málinu vísað til afgreiðslu sveitarstjórnar.

Sveitarstjórn Skagafjarðar - 32. fundur - 27.11.2024

Vísað frá 119. fundi byggðarráðs frá 30. október sl. til afgreiðslu sveitarstjórnar, þannig bókað:
„Lagðar fram reglur um afslátt af fasteignaskatti 2024.

Byggðarráð samþykkir samhljóða að hækka viðmiðunarfjárhæðir varðandi tekjumörk um 9,53% frá reglum ársins 2024 og að hámarksafsláttur verði hækkaður úr 80.000 kr. í 90.000 kr. Málinu vísað til afgreiðslu sveitarstjórnar.“

Framlagðar reglur bornar upp til afgreiðslu sveitarstjórnar og samþykktar með níu atkvæðum.