Fara í efni

Skipulagsnefnd

71. fundur 16. apríl 2025 kl. 10:00 - 12:00 að Sæmundargötu 7a
Nefndarmenn
  • Sigríður Magnúsdóttir formaður
  • Jón Daníel Jónsson varaform.
  • Eyþór Fannar Sveinsson áheyrnarftr.
  • Sigurlaug Vordís Eysteinsdóttir
Starfsmenn
  • Sæunn Kolbrún Þórólfsdóttir skipulagsfulltrúi
  • Sigurður H Ingvarsson starfsmaður skipulagsfulltrúa
Fundargerð ritaði: Sæunn Kolbrún Þórólfsdóttir skipulagsfulltrúi
Dagskrá

1.Aðalskipulag - Beiðni um íbúafund

Málsnúmer 2504034Vakta málsnúmer

Fyrirspurnir hafa borist um hvort haldinn verði annar íbúafundur um vinnslutillögu Aðalskipulags Skagafjarðar 2025-2040.

Umsagnafrestur rennur út við vinnslutillöguna þann 25. apríl næstkomandi og er því ákveðið að bjóða frekar upp á að fólk geti sent inn spurningar sem það vill fá frekari skýringar á í gegnum netfangið skipulagsfulltrui@skagafjordur.is en jafnframt vill nefndin benda á að allir geta skilað inn umsögnum við vinnslutillöguna í gegnum skipulagsgáttina sjá nánar hér : https://skipulagsgatt.is/issues/2024/613 .

2.Athafnarsvæði - Sauðárkrókur - AT-403 - Deiliskipulag

Málsnúmer 2403135Vakta málsnúmer

Á 70. fundi skipulagsnefndar Skagafjarðar þann 21.03.2025 var eftirfarandi bókað:
"Farið yfir innsendar umsagnir við vinnslutillögu fyrir "Sauðárkrókur athafnarsvæði AT-403" sem var í kynningu dagana 19.02.2025- 05.03.2025 í Skipulagsgáttinni mál nr. 808/2024, sjá tengil hér: https://skipulagsgatt.is/issues/2024/808 . Skipulagsnefnd samþykkir samhljóða að fela skipulagsfulltrúa að vinna málið áfram í samræmi við umræður fundarins."

Þann 03.04.2025 barst umsögn Veðurstofu Íslands um athafnarsvæði AT-403 á Sauðárkróki.
Umsögn Veðurstofu Íslands er sem hér segir:
"Líkt og Veðurstofan bendir á í umsögn sinni 14. ágúst 2024, um aðalskipulag á sama svæði, er umtalsverð flóðahætta á svæðinu. Sjá einnig meðfylgjandi kort af útbreiðslu flóða í Héraðsvötnum. Í umsögninni segir:
Veðurstofan bendir á að til viðbótar við hættu vegna sjávarflóða, sem minnst er á í skipulagstillögunni, má búast við að árflóð í Héraðsvötnum geti einnig haft áhrif á svæðinu (Tinna Þórarinsdóttir og fleiri, 2021a). Jafnvel má búast við að flóð með 4% árlegar líkur (oft vísað til sem 25 ára flóðs) geti haft áhrif á hluta svæðisins (Tinna Þórarinsdóttir og fleiri, 2021b). Á slíkum svæðum er æskilegt að taka tillit til flóðahættu,jafnvel fyrir byggingar með litla viðveru svo sem bílskúra og vöruskemmur (Tinna Þórarinsdóttir og fleiri, 2022). Það er því æskilegt að vinnsla skipulags á svæðinu taki bæði tillit til árflóða í Héraðsvötnum sem og sjávarflóða.
Veðurstofan áréttar að nauðsynlegt sé að taka tillit til mögulegrar flóðahættu á svæðinu svo sem með vali á staðsetningu byggingareita, ákvæðum um lágmarks gólfhæð húsa eða örðum sambærilegum aðferðum. Sé slíkt ekki gert eykst tjónnæmi samfélagsins gagnvart flóðum að óþörfu".

Skipulagsnefnd samþykkir samhljóða að fela skipulagsfulltrúa að vinna málið áfram í samræmi við umræður fundarins.

3.Neðri-Ás 2, land 3 og 4 - Umsókn um deiliskipulag

Málsnúmer 1505046Vakta málsnúmer

Málið áður á dagskrá 61. fundar skipulagsnefndar þann 16.10.2024 þá bókað:
"Farið yfir innsendar umsagnir við deiliskipulagstillögu fyrir "Neðri-Ás 2 í Hjaltadal, land 3 og 4" sem var í kynningu dagana 10.07.2024- 30.08.2024 í Skipulagsgáttinni mál nr. 880/2024, sjá tengil hér: https://skipulagsgatt.is/issues/2024/880/. Alls bárust 10 umsagnir og gefa nokkar þeirra tilefni til breytinga. Skipulagsnefnd samþykkir samhljóða að fela skipulagsfulltrúa að vinna málið áfram."

Lögð fram uppfærð gögn dags. 09.04.2025, greinargerð og uppdráttur frá Kollgátu arkitektastofu þar sem tekið hefur verið tillit til innsendra umsagna við auglýsta deiliskipulagstillögu.

Skipulagsnefnd samþykkir samhljóða að leggja til við sveitarstjórn Skagafjarðar að samþykkja tillöguna að deiliskipulagi "Neðri-Ás 2, land 3 og 4" og senda hana Skipulagsstofnun til yfirferðar í samræmi við 1. mgr. 42. gr skipulagslaga nr. 123/2010.
Skipulagsnefnd samþykkir jafnframt þau viðbrögð sem lögð eru fram við umsögnum og felur skipulagsfulltrúa að senda svör til þeirra aðila sem sendu inn umsagnir á kynningartíma.

4.Lækjarbakki 6 Steinsstöðum - Beiðni um óverulega breytingu á deiliskipulagi

Málsnúmer 2502226Vakta málsnúmer

Málið áður á dagskrá sveitarstjórnar 12.03.2025, eftirfarandi bókað:
"Vísað frá 69. fundi skipulagsnefndar frá 5. mars sl. til afgreiðslu sveitarstjórnar, þannig bókað: "Sigrún Vilhelmsdóttir hjá Verkfræðistofu Suðurnesja sækir fyrir hönd lóðarhafa Lækjarbakka 6 á Steinsstöðum um óverulega breytingu á gildandi deiliskipulagi. Breytingin felst í því að byggingarreitur á lóðinni Lækjarbakka 6 er stækkaður til norðurs um 2 metrar úr 20 m í 22 m. Þar sem þessi stækkun snýr að gögnustíg á milli lóðanna Lækjarbakka 4 og 6 þá hefur breytingin ekki áhrif á nærliggjandi lóðir. Skipulagsnefnd samþykkir samhljóða að leggja til við sveitarstjórn að grenndarkynna óverulega breytingu á gildandi deiliskipulagi fyrir lóðarhöfum Lækjarbakka nr. 5 og 7, skv. 43. og 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010." Sólborg Sigurrós Borgarsdóttir vék af fundi sveitarstjórnar við afgreiðslu þessa máls. Sveitarstjórn samþykkir, með átta atkvæðum að fela skipulagsfulltrúa að grenndarkynna óverulega breytingu á gildandi deiliskipulagi fyrir lóðarhöfum Lækjarbakka nr. 5 og 7, skv. 43. og 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010."
Fyrirliggja yfirlýsingar mótteknar af skipulagsfulltrúa 02.04.2025 þar sem fram kemur að lóðarhafar Lækjarbakka 5 og 7 geri ekki athugasemdir við óverulegar breytingar á deiliskipulagi Íbúðabyggðar Steinsstaða skv. grenndarkynningargögnum.

Skipulagsnefnd samþykkir samhljóða að leggja til við sveitarstjórn að samþykkja óverulega breytingu á deiliskipulagi “Steinsstaðir, Skagafirði, Lækjarbakki og Lækjarbrekka. Íbúðarbyggð - ÍB-801, óveruleg breyting á deiliskipulagi" og senda hana til Skipulagsstofnunar og birta samþykkt hennar í B-deild Stjórnartíðinda.

5.Neskot L146872 - Umsókn um stofnun byggingarreits

Málsnúmer 2504113Vakta málsnúmer

Helga G. Vilmundardóttir arkitekt sækir fyrir hönd Össurar Willard þinglýsts eiganda jarðarinnar Neskot L146872 að stofna byggingarreit á jörðinni fyrir kalda geymslu.
Byggingarreiturinn er 26 x36 m eða 936 m2.
Byggingarreiturinn er staðsettur 17,6 m frá norðaustur horni núverandi húss.
Landnotkunarflokkur er í samræmi við gildandi aðalskipulag fyrir svæðið.
Byggingarreiturinn hefur engin áhrif á búrekstrarskilyrði og skerða ekki landbúnaðarsvæði í I. flokki.
Engin verndarsvæði skv. gildandi aðalskipulagi eru innan byggingarreitsins. Fyrir liggur jákvæð umsögn Minjastofnunar, dags. 02.03. 2025.

Skipulagsnefnd samþykkir samhljóða að leggja til við sveitarstjórn að samþykkja umbeðinn byggingarreit.

6.Hjaltastaðir land L180161 - Umsókn um stofnun byggingarreits

Málsnúmer 2504033Vakta málsnúmer

Berglind Svava Arngrímsdóttir og Jóhann Ari Böðvarsson þinglýstir eigendur lóðarinnar Hjaltastaðir land, landnr. 180161, óska eftir heimild til að stofna 59,5 m² byggingarreit á lóðinni, skv. meðfylgjandi, hnitsettum afstöðuuppdrætti nr. S01 í verki 76620000 útg. 27. mars 2025. Afstöðuppdráttur var unnin á Stoð verkfræðistofu ehf.
Um er að ræða byggingarreit fyrir bílskúr sem verður byggður við núverandi íbúðarhús. Áformað er að bílskúr verði jafn breiður núverandi húsi. Hámarks byggingarhæð verður 5 m og þakgerð verður flatt eða einhalla með halla til norðurs. Hámarksbyggingarmagn verður 59,5 m². Meðfylgjandi afstöðuuppdráttur gerir grein fyrir staðsetningu og áætluðu útliti fyrirhugaðrar viðbyggingar. Þó er áréttað að hönnun er á frumstigi og gæti tekið breytingum frá því sem sýnt er á meðfylgjandi afstöðumynd, innan þeirra skilmála sem sótt er um varðandi stærð byggingarreits, hámarks byggingarmagns og byggingarhæð.
Byggingarreitur, sem sótt er um, er á skilgreindu landbúnaðarsvæði í aðalskipulagi Akrahrepps 2010-2022 og stendur ekki í vegi fyrir að markmiðum aðalskipulags um uppbyggingu á landbúnaðarsvæðum, sem fjallað er um í kafla 4.14.2, verði framfylgt. Reiturinn gengur ekki á ræktað land eða votlendissvæði, stendur ekki í vegi fyrir frekari uppbyggingu landbúnaðarbygginga, skerðir ekki möguleika á skógrækt eða gengur inn á hentug skilyrði fyrir hinar ýmsu greinar landbúnaðar. Þá er hann á þegar byggðu svæði sem styður hagkvæma landnotkun. Byggingarreitur gengur að einhverju leyti inn á túnslóða sem liggur niður að túnum neðan við bæjarhlaðið. Svigrúm er til staðar til að hliðra slóðanum, á þessum kafla, svo aðgengi að túnum skerðist ekki. Lögð verður áhersla á að áformuð bygging samrýmist einnig yfirbragði og ásýnd svæðisins og hafi ekki neikvæð umhverfisáhrif.
Byggingaráform kunna að varða hagsmuni eigenda nærliggjandi landeigna; Hjaltastaða, L146301, Hjaltastaða 2, L225439, Hjalla lands, L221439, og Hjalla lands, L146300. Uppbyggingaráform hafa ekki áhrif á aðgengi eða landnotkun á Hjalla, landnr. 146299. Meðfylgjandi afstöðuuppdráttur sýnir áætlaða staðsetningu fyrirhugðrar byggingar innan byggingarreits, snið og ásýndarmyndir, fyrir og eftir framkvæmdir. Hönnunargögn eru ekki fullunnin, sbr. ákvæði 5.9.7. gr. skipulagsreglugerðar nr. 90/2013.
Óskað hefur verið eftir umsögn minjavarðar.

Skipulagsnefnd samþykkir samhljóða að leggja til við sveitarstjórn að grenndarkynna umbeðinn byggingarreit fyrir eigendum Hjaltastaða L146301, Hjaltastaða L225439, Hjalla L146299, Hjalla land L221439 og Hjalla 2 L146300.

Sæunn Kolbrún Þórólfsdóttir skipulagsfulltrúi vék af fundi við umfjöllun og afgreiðslu erindisins. Sigurður H. Ingvarsson kom inn sem staðgengill skipulagsfulltrúa.

7.Freyjugata 31, 33 og 35 - Umsagnarbeiðni byggingarfulltrúa

Málsnúmer 2503337Vakta málsnúmer

Fyrir liggur umsókn frá BR Teiknistofu slf., Bjarna Reykjalín fh. Sýls ehf. um frávik á deiliskipulagsskilmálum vegna fyrirhugaðra byggingar raðhús við Freyjugötu 31, 33 og 35 ásamt skýringaruppdrætti. Einnig ligur fyriryfirlýsing eigenda íbúða í raðhúsi nr. 3 og 5 við Ránarstíg dags. 4.4.2025 þar sem fram kemur að ekki sé gerð athugasemd við umbeðin frávik. Eigandi raðhúsaíbúðar nr. 7 við Ránarstíg er lóðarhafi nefndrar Freyjugötulóðar.

Í umsókn segir m.a.:
"Í ljós hefur komið að vegghæðir upphækkaðs stofuhluta í fyrirhuguðum íbúðum í Freyjugötu 31-35 fer u.þ.b. 39 cm upp fyrir viðmiðunarhæð skv. gildandi deiliskipulagsskilmálum. Á meðfylgjandi skýringaruppdrætti er nánar gerð grein fyrir hæðum húsa á lóðum nr. 25-29 og 31-33 með tilliti til þakhalla og hámarks vegg- og mænishæðar í umræddum skilmálum. Sambærilegar hæðir á húsi 25-29 eru innan viðmiðunarmarka eins og sjá má á uppdrætti. Í tilfelli húss nr. 31-33 er um að ræða mistök sem stafa m.a. af því að áður var sveitarfélagið búið að samþykkja eins teikningar af Ránarstíg 1-5 án athugasemda þótt þar giltu sömu skilmálar og því láðist að taka tillit til gildandi deiliskipulagsskilmála í fyrrgreindu tilfelli.
Það var alltaf ætlunin að öll húsin þrjú við Freyjugötu og Ránarstíg yrðu eins að öðru leyti en því að upphækkaðir stofuhlutar húsanna yrðu í mismunandi litum. Það er vilji framkvæmdaaðilans að halda sig við upphaflegar hugmyndir án breytinga og þar sem aðeins stofuútveggur fer ekki nema að mjög óverulegu leyti upp fyrir hæðamörk skipulagsins er hér með óskað eftir því við skipulagsnefnd að hún samþykki fyrrgreind frávik og leggist ekki gegn því að veitt verði byggingarleyfi án breytinga á deiliskipulagi með vísan í til 3. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr.123/2010 og/eða 3. mgr. 44. gr. sömu laga þar sem um mjög óveruleg frávik frá samþykktum skilmálum er að ræða."

Skipulagsnefnd fellst á rökstuðning umsækjanda þess efnis að um svo óveruleg frávik er að ræða að hagsmunir nágranna skerðist í engu hvað varðar landnotkun, útsýni, skuggavarp eða innsýn. Skipulagsnefnd er heimilt að falla frá grenndarkynningu ef sýnt er fram á að breyting á deiliskipulagi eða leyfisskyld framkvæmd varði ekki hagsmuni annarra en sveitarfélagsins og/eða umsækjanda.
Framlögð gögn umsækjanda varðandi fyrirhugaða byggingu raðhús við Freyjugötu 31, 33 og 35 eru, uppdrættir númer 100, 101, 102, 103 og 104, dagsettir 18.03.2025, skýringaruppdráttur "Snið í byggingarreit" dags. 18.03.2025 gerðir af Bjarna Reykjalín.

Skipulagsnefnd samþykkir samhljóða að leggja til við sveitarstjórn að gera ekki athugasemd við fyrirhugaða byggingu raðhús við Freyjugötu 31, 33 og 35 skv. framlögðum gögnum.

8.Freyjugata 25, 27 og 29 - Umsagnarbeiðni frá byggingarfulltrúa

Málsnúmer 2503336Vakta málsnúmer

Fyrir liggur umsagnarbeiðni byggingarfulltrúa dags. 28. mars síðastliðinn með vísan til 10. gr. laga um mannvirki nr. 160/2010 um umsókn Bjarna Reykjalíns arkitekt og byggingartæknifræðingi, f.h. Sýls ehf. um leyfi til að byggja raðhús á lóðunum númer 25, 27 og 29 við Freyjugötu á Sauðárkróki.
Meðfylgjandi aðaluppdrættir gerðir á BR Teiknistofu slf. af Bjarna Reykjalín arkitekt og byggingartæknifræðingi.
Uppdrættir númer 100, 101, 102, 103 og 104, dagsettir 18.03.2025.

Þar sem fyrirhuguð framkvæmd fellur undir lög um mannvirki nr. 160/2010 er hér með leitað umsagnar skipulagsfulltrúa með vísan til 10. gr. framangreindra laganna.

Skipulagsnefnd samþykkir samhljóða að fela skipulagsfulltrúa að óska eftir frekari rökstuðningi varðandi nýtingarhlutfall.

9.Skagfirðingabraut íþróttasvæði (L143716) og sundlaug (L143721) - Lóðarmál, frumheimild vantar.

Málsnúmer 2503291Vakta málsnúmer

Ekki liggja fyrir frumheimildir varðandi tilurð lóðanna Skagfirðingabraut L143716, Skagfirðingabraut L143721 og Skagfirðingabraut L143716 (íþróttasvæði). Innan lóðar sbr. fasteignaskrá HMS er tækjahús MHL 01 byggt árið 2003 og aðstöðuhús MHL 02 byggt árið 2004.
Lóðin er í fasteignaskrá HMS skráð 2600m², Skagfirðingabraut L143721, (sundlaug Sauðárkróks) innan lóðar sbr. fasteignaskrá HMS er sundhöll MHL 01 byggð árið 1953, snyrtingar MHL 02 byggðar árið 2009.
Lóðin er í fasteignaskrá HMS skráð 5000 m².

Skipulagsnefnd felur skipulagsfulltrúa að láta vinna merkjalýsingu fyrir þessar lóðir auk merkjalýsinga fyrir lóðir sem verið er að stofna á þessu svæði skv. deiliskipulagstillögu sem er í vinnslu.

10.Bakkakot L146146 - Staðfesting landamerkja og umsókn um stofnun landspildu

Málsnúmer 2502035Vakta málsnúmer

Mál áður á dagskrá skipulagsnefndar þann 05.03.2025.
Á 36. fundi sveitarstjórnar Skagafjarðar 12. mars sl. gerir forseti tillögu um að vísa málinu aftur til afgreiðslu skipulagsnefndar. Tillagan samþykkt samhljóða.
Swanhild Ylfa K R Leifsdóttir og Þorsteinn Ragnar Leifsson þinglýstir eigendur jarðarinnar Bakkakots í Skagafirði, landnúmer 146146 óska eftir staðfestingu landamerkja og stofnunar landspildu úr landi jarðarinnar, sem "Bakkakot I", skv. meðfylgjandi undirritaðri merkjalýsingu dags. áritana 03.02.2025, uppdráttur númer 71930105. Merkjalýsingin var unnin á Stoð ehf. verkfræðistofu af Ínu Björk Ársælsdóttir. Óskað er eftir að Bakkakot I, verði skráð sem "jörð". Lögbýlarétturinn mun fylgja Bakkakoti, landnr. 146146. Landskipti og landnotkun eru í samræmi við ákvæði 12. kafla greinagerðar Aðalskipulags Sveitarfélagsins Skagafjarðar 2020-2035 og fyrirhuguð landnotkun er í samræmi við skilmála aðalskipulags fyrir landnotkun á landbúnaðarsvæði nr. L-1 og L-3. Ekki er verið að sækja um lausn úr landbúnaðarnotkun. Engin verndarsvæði skv. gildandi aðalskipulagi eru innan útskiptrar spildu. Merkjalýsingin hefur verið skráð í landeignarskráningarkerfi HMS, málsnr. M001365.

Skipulagsnefnd leggur til við sveitarstjórn að samþykkja umbeðin landskipti.

11.Víðigrund 7 - Umsókn um breikkun á innkeyrslu

Málsnúmer 2503246Vakta málsnúmer

Logi Snær Knútsson óskar eftir leyfi til að breikka innkeyrslu að lóðinni Víðigrund 7 á Sauðárkróki, u.þ.b. 6 m, skv. meðfylgjandi gögnum.

Skipulagsnefnd samþykkir samhljóða að óska eftir frekari gögnum frá umsækjanda.

12.Skagfirðingabraut 39 - Fyrirspurn um breytingu á innkeyrslu

Málsnúmer 2502227Vakta málsnúmer

Harpa Rós Sigurjónsdóttir lóðarhafi Skagfirðingabrautar 39 óskar eftir breikkun á innkeyrslu.
Meðfylgjandi eru myndir sýna núverandi stöðu ásamt útskýringu í tölvupósti.

Skipulagsnefnd samþykkir samhljóða að óska eftir frekari gögnum frá umsækjanda.

13.Útgáfa landsskipulagsstefnu

Málsnúmer 2504114Vakta málsnúmer

Síðustu misseri hefur Skipulagsstofnun unnið að útgáfu gildandi landsskipulagsstefnu sem nú er komin út.
Útgáfunni er ætlað að gera efni stefnunnar aðgengilegra þeim sem vinna að framfylgd hennar, sveitarfélögum, ráðgjöfum og öðrum þeim sem hafa áhuga á eða koma að skipulagsgerð.
Í útgefinni stefnu eru áherslur og tilmæli þingsályktunar um landsskipulagsstefnu sett fram undir fjórum köflum eftir því hvar þau eiga við samkvæmt landfræðilegri skiptingu, þ.e. á miðhálendi, í dreifbýli, í þéttbýli og á haf- og standsvæðum. Öllum þeim áherslum og tilmælum sem eiga við fyrir skipulagsgerð á tilteknu svæði eru þannig gerð skil í viðkomandi kafla. Skýringum hugtaka hefur jafnframt verið bætt við auk þess sem valið efni úr greinargerð þingsályktunartillögu hefur verið nýtt þar sem talin var þörf á frekari skýringum við stefnuna.

Á landsskipulag.is má nálgast útgefna stefnu ásamt frekari upplýsingum um stefnuna, framfylgd hennar og einstakra verkefna aðgerðaáætlunar.

14.Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa - 60

Málsnúmer 2503034FVakta málsnúmer

Lögð fram til kynningar fundargerð byggingarfulltrúa frá fundi nr. 60 þann 28.03.2025.

Fundi slitið - kl. 12:00.